Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói;
HVASSVIÐRI á austaa og
rigning síðdegis.
L ANDSMNGSKOSNING -
ARNAR I DANMORKU.
Eftir Pál Jónson, — Bls. 9.
Fimmtudagur 17. apríl 1947
Per Olof Qhlson
sundgarpi gekk
vel í Ameríku
SÆNSKI sundkappinn Per
Olof Ohlson kom til bæjarins
í gærmorgun eftir að hafa tekið
þátt í fjórum sundmótum i
Bandaríkjunum.
í Bóston tók hann þátt í sýn-
ingarkeppni og var það í bak-
sundi 100 yards.
Síðan fór hann til Columbus,
Ohio, þar sem hann var þátt-
takandi í ameríska sundmeist-
aramótinu og kepti hann í 100
yards frjálsri aðferð. 36 kepp-
endur voru með í þessari grein,
allir bestu sundmenn heimsins
m. a. franski sundgarpurinn,
Jany o. fl. Per Olof varð annar,
Rice sigraði á 51,3 sek., en Per
Olof fekk tímann 51,4 sek., sem
er nýtt Evrópumet.
Hann tók einnig þátt í sund-
móti Chicago og vann allar
keppnir, sem hann tók þátt í.
Keppti hann þar í 100#metra,
frjálsri aðferð og fekk tímann
51,7. Annar varð McFadden, N.
York og 3. Jany, hinn franski.
Næsta dag keppti hann í 50 m.
frjálsri aðferð og vann á 23,6.
Keppti hann þar m. a. við Alan
Ford, sem er heimsmethafi í 100
m. sundi. Ford varð annar og
Jany þriðji.
Per Olof æfði nf.eð íslenskum
sundmönnum í gær, skoðar sig
um í dag og tekur smáæfingu
seinna í dag, en hann flýgur til
Svíþjóðar á morgun og tekur
þátt í 'sænska mótinu, er hefst
næstu daga.
íþrólfavöllurinn
opiaSur í dag
ÍÞRÓTTAVÖLLURINN
verður opnaður í dag til af-
nota fyrir íþróttafjelögin og
meðlimi þeirra. Hafa verið
gerðar talsverðar endurbæt-
ur á vellinum, búningsklefar
og böð eru komin í lag.
Þá hafa verið gerðar þær
breytingar á stjórn og eftir
liti á vellinum, að ráðinn hef
ir verið vallarstjóri, sem á að
hafa daglega stjórn vallai’ins
og vallarmálanna með hönd-
um, en áður var það vallar-
vörður, sem hafði eftirlit
með vellinum Qg var það
starf ekki skoðað sem aðal-
starf.
Vallarstjóri hefir verið ráð
inn Pietur Biering, sem var
baðvörður við Miðbæjarskól-
ann.
TIL alvarlegra átaka hefir komið í Moskva milli Georges
Marshalls og Molotovs og það svo, að jafnvel hinir bjartsýnustu
eru farnir að óttast að utanríkisráðherrafundurinn mun fara út
um þúfur. Molotov er borinn þeim sökum, aS hann hafi raun-
verulega aldrei kært sig um að samkomulag næðist á fundinum
fii þess að Rússar geti haft óbundnar hendur enn um hríð. .
ANDSTÆÐUR ÞRIGGJA
FLOKKA KERFI
WASHINGTON: — Pepper
öldungadeildarþingmaður, hef
ur vísað á bug tillögum, sem
Wallace, fyrycrandi varafor-
seti Bandaríkjanna, hefur sett
fram um það, að Pepper beiti
sjer fyrir stofnun þriðja stjórn
málaflokks Bandaríkjanna. —
Pepper segist vera andstæður
þriggja flokka kerfi.
Drengur bíður bunu
Í>AÐ sviplega slys vildi til inn í Laugarneshverfi í gær-
morgun, áð lítill drengur varð undir strætisvagni og beið
samstundis bana. Drengurinn hjet Þorsteinn Jörundur
Hjörleifsson, til heimilis að Hrísateig 10.
Hann var þriggja ára.
Strætisvagninn, sem var ek-”^
ið eftir Sundlaugarvegi, var að son var sonur hjónanna Ástrós-
koma að viðkomustaðnum á | ar Vigfúsdóttur og Hjörleifs
gatnamótum Laugarnesvegar Sigurðssonar.
og Sundlaugarvegar er slysið I ______* t> «____
varð og telja sjónarvottar að
vagninn hafi farið með um 20
km. hraða. Skömmu áður en
Þrír dæmdir lil
vagninn stöðvaðist var honum (urlv fgwi
ekið framhjá vörubíl, sem stóði^““^t® MaÍÉÍr
á sunnanverðum Sundlaugar-
vegi. Um leið og strætisvagn-
inn fór fram hjá bílnum gekk
drengurinn fram íyrir vörubíl-
inn og inn á götuna og lenti
framan á .strætisvagninum, og
fór undir vagninn. Vinstra aft-
urhjól strætisvagnsins hefur
farið yfir höfuð drengsins.
Rannsóknarlögreglan hóf þeg
tæri í Budapest
Budapest í gær. Einka-
skeyti til Mbl. frá
Reuter.
TVEIR afdankaðir ungversk
ir hershöfðingjar og einn fyr-
verandi þingmaður smábænda
flokksins, voru dæmdir til
dauða í dag fyrir samsæris-
ar í gærmorgun rannsókn máls j tilraun gegn ríkisstjórninni.
þessa. Bílstjórinn Þorsteinn C.! Þessir þrír voru ákærðir ásamt
Gu.ðmundsson hefur skýrt svo 10 öðrum Ungverjum. Sjö
frá, að hann hafi ekki sjeð hinna ákærðu voru háttsettir
drenginn fyr en ef tir að slysið ^ menn í smábændaflokknum,
var orðið. Hann segir að hjá sem er stærsti stjórnmálaflokk
sjer hafi staðifj maður, sem ur Ungverjalands.
hann vissi ckki gjörla hvaðj Hinir 13 ákærðu voru allir
hjet, sem mun hafa sjeð dreng- dæmdir í hegftingu frá einu
inn í þeim svifum og slysið ári til iífstíðar fangelsis óg
varð. Rannsóknarlögreglan hef dauða. Þeir játuðu að hafa haft
í huga að stofna ofbeldisflokk,
haft Gyðingahatur á stefnuskrá
sinni og að þeir hafi kvatt bænd
ur til að fremja skemdarverk
í stað þess að afhenda stjórn-
inni matvæli.
Túnin í Fljótshlíð eru svört enn
- segir Guðmundur Kjartansson
GUÐMUNDUR Kjartansson jarðfræðingur kom í gær
austan úr Rangárvallasýslu. Hann hafði farið austur í
Fljótshlíð og eins upp að Keldum. Ekkert sá hann til Heklu
í þessari ferð, sakir dimmviðris. En miklar drunur heyrð-
ust úr fjallinu til Keldna á þriðjudagsmorgun, en þó meira
í Næfurholti, bæði um morguninn og eins um kvöldið.
-----------------------
Söngskemun frú
Nönnu Egilsdóftur
FRÚ NANNA Egilsdóttir
óperusöngkona söng- Ijóð og
ariur í Hafnarfirði í fyrra-
kvöld. Vakti söngur frúar-
innar hrifningu meðal áheyr
enda, og varð hún að syngja
mörg aukalög. Söngkonunni
bárust fjöldi blómvanda. Dr.
Victor Urbantschisch aðstoð
aði. \
Á föstudaginn þ. 18. þ.m.
mun frú Nanna syngja í
Tripolileikhúsinu. Tónlistar-
fjelagið sjer um þá hljóm-
leika og verður það í annað
skipti, sem hún syngur í
Reykjavík síðan hún kom aft
ur til landsins eftir níu ára
dvöl erlendis. Á næstunni
mun frúin efna til söngkvölds
í Reykjavík með nýjum við-
fangsefnum.
Búisl við átökum
í prenlaraverkfall-
ur beðiö blaðið að koma þeim
tilmælum til manns þessa að
hann komi til viðtals, svo og
aðrir sem upplýsingar gætu
gefið 1 máli þessu.
Þci-teinn Jörundur Hjörleifs
mu i
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
STJÓRNARBLAÐIÐ KÖB-
ENHAVN skrifar í tilefni af
þeirri málaleitan prentara, að
þeim verði veitt fjárhagsleg
aðstoð, að nýr fjárhagslegur
grundvöllur myndist, ef önn
ur verklýðsfjelög veiti prent
urum aðstoð, sem gæti haft
hinar alvarlegustu afleiðing-
ar.
Komi til þess, segir blaðið.
að „Hin samvinnandi verk-
lýðsfjelög veiti prenturunum
fjárhagslega aðstoð, geti það
leitt til þess að atvinnuveit-
endur settu á verkbann um
alt land til að reyna að binda
endi á prenfaraverkfallið.
Socialdemokraten skýrir
frá því í dag, að ársþing al-
þýðusambandsins danska hafi
í fyrrakvöld samþykkt. að
gengist yrði fyrir samskot-
um til að styrkja prentarana.
— Páll.
Um landspjöllin í Hlíðinni af
vikri og ösku sagði Guðmundur
m. a. að mikið hafi rifið af bratt
lendinu fyrir ofan bæina í Hlíð
inni. Taldi hann að um það bil
helmingur af bithaganum þar
efra væri orðinn vikurlaus. —■
Nema hvað nokkuð er eftir niðri
í rótinni, sem hann telur, að
muni ekki tefja fyrir því, að
gróður komist upp.
Hann sagði að túnin væru þar
alveg svört enn. Hefir verið
byrjað að hreinsa vikurinn af
nokkrum túnum með jarðýtu.
En menn hafa orðið að hætta
við það verk, síðan jörð þiðn-
aði. Var hægt að vinna að þessu
á meðan jörð var gaddfreðin.
En túnin rótast altoj mikið upp
með jarðýtunum, á meðan vor-
rakinn er í þeim.
Sumstaðar þar sem þykt vik-
urlag er á túnunum eru bleikar
grasrenglur farnar að koma upp
úr vikrinum. En ekki er líklegt
að^ neitt gagn verði að þeim
Fróðlegt verður það fyrir
grasafræðinga að fylgjast með
því, þegar jörð fer að gróa þar
eystra hvaða tegundir nytja-
gróðurs það erú, .sem best þola
áfokið og dafna best eftir áfall
þetta.
1
VILL STYÐJA FRJÁLSAR
ÞJÓÐIR
NEW YORK: — Charles
Lindbergh, hinn heimsþekti
flugmaður, hefur birt yfirlýs-
ingu, þar sem hann tjáir sig
fylgjandi því, að Bandaríkin
hjálpi frjálsum þjóðum í Ev-
rópu að verjast hverskonar yf
irgangi. u . ..
Kjöliðnaöarmenn
slolna með sjer
fjelag
ÞANN 3. febr. s.l. var stofn-
að h-jer í bænum fjelag er nefn-
ist Fjelaf ísl. kjötiðnaðkrmanna.
Stofnendur voru 16 talsins, og
eru það alt menn sem unnið
hafa við kjötiðnað um lengri
tíma.
Tilgangur fjelagsins er eins og
segir í fjelagslögum þess:
a. ,,Að beita sjer fyrir auk-
inni þekkingu fjelagsmanna í
kjötiðnaði, fullkomnari vinnu-
skilyrðum, auknu hreinlæti og
hverju því máli, sem mæHi
verða til að bæta kjötfram-
leiðsluna og meðferð kjöfs og
kjötafurða.
b. Að gæta hagsmuna fjelags-
manna m. a. með því að ná
samningum við atvinnurekend-
ur um kaup og kjör meðlima
sinna“.
Fjelagsmenn hafa mikinn á-
huga fyrir því, að kjötiðnaður
fái lögfestingu sem iðn hjer á
landi eins og er meðal flestra
menningarþjóða heims.
Stjórn fjelagsins skipa: Sig-
urður H. Ólafsson, form., Arn-
þór Ejnarsson ritari og Ragnar
Pjetursson gjaldkeri. Og til
vara: Hafliði Magnússon 3g
Helgi Guðmundsson.