Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
'Fimmtudagur 17. apríl 1947
' 6
Magni Guðmundsson
- E N N U M
Á L I T I Ð
ÞAÐ vakti undrun mína, að
Ólafur Björnsson skyldi valinn
til að verja fjórmenningana, er
sömdu „Álit hagfræðinganefnd-
ar“. Jeg hafði áður kynnst skoð
unum Ólafs á atvinnu- og fjár-
málum, og virtist mjer stefna
hans öll önnur en sú, sem fylgt
er í bókinni. Árið 1939 ritaði
Ólafur, svo að dæmi sje nefnt,
greinargerð, sem hann kallaði
„Iðnaðinn og tollalöggjöfina“.
Þar veitist hann að hinum háu
aðflutningsgjöldum og sýnir,
hversu mjög þau eru á kostnað
útf lutningsf ramleiðslunnar (bls.
14 J. í , Áliti hagfræðinganefnd-
ar“, hins vegar, gerist hann tals
maður stórfelldari tollmúra en
nokkur maður mun hafa látið
sjer koma til hugar á þessu af-
skekkta landi.
Vörn Ól.afs virðist mjer veiga
lítil, og eru rök þau, sem jeg
færði fram gegn ráðum fjór-
menninganna, að mestu látin
óhreyfð. Hin$ vegar eru stór-
yjði um einstpk atriði greinar
minnar, og er lítt vandað um
heimildir fyrir því, sem sagt
er. Jeg sje litla ástæðu til að
fylgja máli mínu ýtarlegar
fram en jeg gerði í hinni upp-
haflegu grein,. en skal þó svara
höfundi fáeinum orðum, einkum
ef það gæti orðið til að opna
augu hans betur fyrir þeirri
skyssu, sem honum hefir orð-
ið á.
I.
Ólafur segir fyrst, að gagn-
rýni á bókinni sje ábyrg aðeins,
ef brigður sjeu bornar á niður-
stöður hennar um ástand og
horfur í gjaldeyrismálum. Þetta
er undarleg hugsanavilla, að
ekki sje unnt að gagnrýna úr-
ræði fjórmenninganná, nema á-
stand í gjaldeyrismálum sje
öðruvísi err þeir lýsa. Jeg gerði
vissulega ráð fyrir, að lýsing
þeirra á ástandi í gjaldeyris-
málum væri rjettt enda hóf jeg
mál mitt með því. Hins vegar
var jeg ósammála um leiðir til
bóta, og jeg reyndi að skýra
fyrir lesendum eins glöggt og
unnt er í stuttri blaðagrein, að
tillögur fjórmenninganna eru
óhæfar.
Meginverkefni það, sem hag-
fræðingunum var falið að leysa,
var þetta: Hvernig er best að
ná jafnvægi í greiðsluviðskipt-
um við útlönd? Svar þeirra er:
Niðurskurður á innflutningi
neysluvara með hækkun tolla
og eignakönnun.
Jeg benti á, að gjaldeyrir fæst
ekki með því einu að spara
hann. Við verðum að ávinna
okkur hann, og hið knýjandi
vandamál dagsins í dag er,
hvernig við getum aukið gjald-
eyristekjur okkar sem mest.
Öll viðleitni í þá átt er torveld-
uð af verðbólgunni, sem hjer
hefir fengið að dafna. Því máli,
hins vegar, er gefinn lítill gaurn
ur í bókinni, og gerði jeg grein
fyrir, hvernig önnur höfuðtií-
laga hagfræðinganna, tolla-
hækkunin, einkum fyrirhuguð>
'íilhögun hennar, stefnir beint að
því að sprengja upp verðlag og
'auka dýrtíðarskrúfuna.
Það er í raun rjettri furðu-
legt, að fjórmenningarnir sltuli
ganga svo mjög hjá dýrtíðar-
vandamálinp, því að þeir telja
í álitsgerðinni, að einmitt pen-
ingaflóðið eigi sök á gjaldeyris-
eyðslunni, sem þeir kveða und-
irrót alls ills. Þetta virðist raun-
ar ekki vera jafnljóst fyrir Ól-
afi, þegar hann svarar mjer, og'
er skemmtilegt að bera saman
þessar tvær setningar, aðra úr
„Álitinu" bls. 14, hina úr grein
Ólafs: „Hjer er því haldið
fram“, segir í „Álitinu“, „að
jafnvægisleysið í greiðsluvið-
skiptum við útlönd eigi aðal-
lega rót sína að rekja til þess.
að pening;(tekjurnar sjeu of
háar“. .„Það er ekki hið háa
verðlag og kaupgjald“, segir
Ólafur, „sem skapa örðugleika,
heldur hitt, að þjóðin herir að
undanförnu eytt meiru af er-
lendum gjaldeyri en hún hefir
aflað“. Með öðrum orðum, í
fyrri setningunni er talið, að of
háar peningatekjur valdi jafn-
vægisleysinu, en í hinni seinni,
að þær eigi ekki sökina, heldur
sjálf gjaldeyriseyðslan. Hvernig
er unnt að eyða gjaldeyri, ef
ekki eru peningarnir til að
kaupa hann?
Bráðabirgða-innköllun seðla
að hætti Belgíumanna, sem jeg
benti á, er rökrjett ályktun
þeirrax forsendu í bókinni. að
jafnvægisleysið stafi af of háum
peningatekjum, og er seðlainn-
köllun í raun rjettri stórum rót-
tækari aðferð að spara gjald-
eyri en nokrkur af ráðum f jór-
menninganna. Sá er munurfnn,
að hún leiðir -hvorki til verð-
hækkunar, líkt og tollmúrar,
nje til viðskiptahruns, líkt og
eignakönnun, því að þeir, sem
hafa peninga, hafa greiðsluþol.
Og ríkisvaldið getur hleypt
fjenu í umferð að nýju fendur-
greitt þaðý, þegar aðstæður í
atvinnu- og verðlagsmálum
heimta. Peningamenn þyrftu
síður en svo að tapa á slíkri
ráðstöfun, því að kauþmáttur
peninganna vex að sama skapi
sem verðlag lækkar. Stöðvun
dýrtíðar, hins vegar, kem-
ur í veg fyrir, að peningarnir
haldi áfram að missa verðgildi
sitt.
Ólafur befir ekki á rjettu að
standa, þegar hann segir í svari
sínu að hlutfallsleg lækkun pen
ingatekna sje gagnslaus ráðstöf
un í því efni að jafna greiðslu-
halla. „Annaðhvort verður,“
'segir hann, „að láta peninga-
tekjur lækka og verðlag hald-
ast óbreytt, eða verðlag hækka
en láta peningatekjur haldast
óbreyttar.“ Þetta er skakkt.
Lækkun peningatekna dugar
vissulega til að jafna greiðslu-
halla, enda þótt verðlag sje
fært niður jafnframt, ef lækk-
un verðlagsins og vísitölunnar
er næg til að liðka um sölu af-
urða og auka gj aldeyristekj -
urnar.
Raunar er röksemdaleiðsla á
þessum grundvelli aðeins leyfi-
leg, ef gjaldeyrismarkaðurinn
er frjáls. Það er ekki unnt að
segja, að hækkun tekna auki
nauðsynlega kaup á gjaldeyri,
ef gjaldeyriskaup eru ófrjáls og
háð samþykki opinbérrar nefnd
ar. Á okkar landi eru gjaldeyris
kaup ófrjáls og háð samþykki
opinberrar nefndar (Viðskipta-
ráðs). Þess vegna er engin
þörf, í því efni að jafna greiðsiu
halla, að )5láta peningatekjur
lækka og verðlag haldast ó-
breytt, eða verðlag hækka en'
láta peningatekjur haldast ó-
breyttar.“ Viðskiptaráð þarf
aðeins að takmarka leyfisveit-
■ingar, svo sem gert hefir verið
til dæmis seinustu mánuði.
Jeg benti á í fyrri grein
minni, að svo virtist sem fjór-
menningarnir gleymdu Við-
j.kiptaráði, en þeir stinga upp á
tollahækkunum o. s. frv. til að
draga úr gjaldeyriseyðslu. Ólaf-
ur bregst reiður við og kveður
mig fara með „næstum óakilj-
anlega firru.“ Samt sem áður
heldur hann áfram að rökræða
á þeim grundvelli, að gjaldeyris
markaðurinn sje frjáls, svo sem
sjá má af setningu þeirri, er
jeg tilfærði að framan („Annað
hvort verður að láta peninga-
tekjur lækka . . .“ o. s. frv.).
Hann ætti vissulega að rifa segl
in.
- II.
Ef Ólaíur hefði lesið grein
mína saniviskusamlega, myndi
honum ljóst, að ágreiningur frá
minni hálfu er ekki svo mjög
um það, hvort takmarka skuli
innflutning, sem um hitt (1)
hvaða vörur skuli takmarka og
(2) hvernig skuli takmarka
: þær.
| (1) Jeg er andvígur því að
[minnka innflutning vara; sem
teljast í framfærslukostnaði,
svo sem fatnað o. f 1., með því
að slíkt veldur verð- og vísi-
[ töluhækkun, ef ekki eru sett
því strangari verðlagshöft og,
| umfram allt, vöruskömmtun.
En fjórmenningarnir virðast
hvorki óska eftir nje trúa á §líkt
Á hinn bóginn er af sömu ástæð
um, er jeg andvígur því að auka
innflutning vara, er leiða til
aukinnar fjárfestingar ríkis eða
einstaklinga. Fjórmenningarn-
| ir viðurkenna, að peningaflóð-
(ið og dýrtíðin stafi af „óeðli-
jlega mikilli fjárfestingarstarf-
|semi“ (sb. bls. 14). Samt vilja
j þeir haga tollum og gjaldeyris-
jhömlum þannig, að fjárfesting
I aukist á kostnað neysluvöru
, (sb. bls. 62), og má slíkt með
jsanni kallast „næstum óskilj-
janleg firra“.
Báðir erum við að sjálfsögðu
sammála um, að innflutningur
óþarfa varnings skuli stöðvað-
ur með öllu.
(2) í öðru lagi get jeg ekki
fallist á, að tollmúra þurfi til
að skerða imyflutning. Jeg tel
Viðskiptaráð fyllilega megnugt
að gera slíkt á þann hátt og að
svo miklu leyti sem við óskum,
ef ráðinu eru aðeins gefnar skip
anir um það.
Jeg vil vekja athygli á því, g.ð
verð- og vísitöluhækkun sú, er
leiða myndi af tollmúrunum, er
tvennskonar:
a) í fyrsta lagi hlytist vöru-
hækkun af sjál|ri. töllahækk-
uninni, en hún á að nema hvorki
meira nje minna en 20—30%.
Sú hækkun kemur á allar inn-
fluttar vörur, er teljast í fram-
færslukostnaði, nema „korn-
vöru, kaffi, sykur“ og „elds-
neyti til hitunar og ljósa“ (sb.
bls. 67). 20—30%’hækkun verð
ur þannig á klæðnaði, vefnað-
arvörum öllum, búsáhöldum og
ótalmörgum öðrum vörum,
sem menn þurfa til daglegrar
notkunar. Samt ætlast höfund-
ar til, að launastjettirnar sætti
sig við sömu kaupkjör.
(b) í öðru lagi hlytist hækk-
un af því, hversu vörumarkað-
urinn þrengdist. Markmið toll-
múranna, að sögn fjórmenning-
anna, er fyrst og ,fremst að
draga úr innflutningi neyslu-,
vara. Ef ekki eru sett því strang
ari verðlagshöft og vöruskömmt
un, svo sem að ofan sagir, mun
verðlag hafa hneigð til að stíga
enn frekar og „svarti markað-
ur“' að færast í vöxt*— eifikum
með því að auka á peninga-
flóðið samtímis með áfvam-
haldandi og vaxandi fjárfest-
ingu hins opinbera (sb. bls.
62).
III.
Ólafur segir, að hann og
fjelagar hans sjeú gegn verð-
lækkunarráðstöfunum, þar eð
þær myndi leiða til atvirmu-
kreppu. Jeg vil benda á að nýju
að lækkun vísitölu kaupgjalds
mec? afnámi eða minnkun inn-
flutningshafta og aðflutriings-
gjalda á sem flestum vörum,
er teljast í framfærslukostnaði,
þarf síður en svo að valda at-
vinnukreppu, með því að hún
myndi gera útflutningsfram-
leiðslunni unnt að starfa og
aukast. Að vísu gæti þeim, er
framleiða fyrir heimsmarkað-
inn og skulda mikið, orðið ó-
hægra um vik, því að kaup-
geta myndi þve’rra í krónu-tali
(að sama skapi sem hún ykist
í vörutali og þjónustu). En úr
slíku má bæta, ef bankarnir
ífylgju rjettri stefnu í lána,-
starfsemi og ríkisvaldið í skatta
málum. Tolltekjur ríkissjóðs
myndu að sjálfsögðu rýrna
nokkuð; en eitt sinn var reikn-
að út, að hvert stig vísitölunn-
ar kostaði ríkissjóð eina miljón
króna, svo að ef til vill mun
meira sparast en tapast við ráð-
stöfunina.
Á hitt má benda, að tolla- og
verðhækkunarstefna Ólafs er
næsta líkleg til að valda at-
vinnukreppu, þar eð hún myndi
ef til vill fyrr en varir, gera
útflutningsframleiðslunni 'ó-
kleift að starfa. Gjaldeyris-
skorturinn, sem af hlytist,
myndi brátt leiða til samdrátt-
ar á öllum sviðum.
Ólafur er ekki allskostar ná-
kvæmur, þegar hann segir, ,:,ð
nefnd lækkun framfærslu-
kostnaðar og vísitölu kaup-
gjalds sje ómöguleg vegna gjald
eyrisskorts. I fyrsta lagi krefst
hún ekki aukinnar gjaldeyris-
notkunar, ef ríkisvaldið frestar
opinberum framkvæmdum, ser\
eru ótímabærar. í öðru lagi er
unnt að taka lán vegna þátt-
tökunnar í Alþjóðabankanum.
I þriðja lagi má koma lækk-
uninni í kring með beinum
vöruskiptasamriingum við út-
lönd. Sú er aðferð Norðmanna,
og hafa þeir tryggt sölu sumra
afurða sinna langt fram í tím-
ann við föstu verði gegn inn-
flutningi ódýrra neysluvara og
nauðsynlegra hráefna, er gera
þeim fært að framleiða við því
verði. Árvekni þeirra kann að
ergja okkur, þegar stundir líða,
og eru tollmúrarnir, semT f jór-
menningarnir vilja reisa, síð-
ur en svo þess eðlis að hjálpa
okkur að komast langt samn-
ingsleiðina. Auk þess eru þeiv
baggi á útflutningsframleiðsl-
unni og gera okkur erfitt að
keppa við aðrar þjóðir, svo sem
Ólafi Björnssyni var ljóst 1939’,
þegar hann samdi „Iðnaðinn og
tollaiöggjöfina“. Danir, sem
eiga við að stríða enn meiri
gjaldeyrisörðugleika en við,
ætla að auka útflutning sinn
um 800 milljónir króna í ár,
en innflutning skerða þeir litlu
meir en nemur birgðasöfnun í
fyrra.
Á hinn bóginn, er rjett að
vekja athygli á því, að ekki er
víst, að nauðsyn sje að gera,
beipar- verðiækkunarráðstaf an-
ir. Ef til vill er fullnægjandi að
stöðva dýrtíðina, því að verð-
lag fer hækkandi í mörgum við
skiptalöndum okkar. Jeg hefi
að sjálfsögðu ekki þau gögn í
höridunum, er gerðu unni'að
kveða á um slíkt; en svarið er
að nokkru komið undir árangil
þeim, er næst af samningaum-
leitununum í London og
Moskva. í því efni að stöðvg
verðbólgu er samdráttur útlána
af hálfu bankanna og leyfis-
veitinga fyrir fjárfestingarvörf-
um af hálfu gjaldeyriseftirlits-
ins án efa nægilegt vopn,
þannig að ekki er þörf að grípa
til neyðarúrræða: tollmúra og
eignakönnunar. Engar líkur eru
til, að slíkur samdráttur reynr
ist ónógur, og er vandinn meiri
að stilla honum svo í hóf, að
ekki leiði til viðskiptahruns.
Jeg benti í fyrri grein minni á
seðlainnköllun sem hentuga og
hættulitla leið að ná marki,
sem virtist vaka fyrir fjórmenn
ingunum; en orð.mín ber ekki
að skilja svo, að jeg telji að.svo
komnu 'óhjákvæmilegt að gera
slíka ráðstöfun.
Jeg vil taka fram, áður en
• •
jeg lýk þessum þætti, að jeg er
síður en svo gegn „nýsköpunr
inni“; en það er skoðun mín,
að hún komi að gágni aðeins,
þegar við höfum leyst dýrtíðar-
vandamálið, og að það mál skuli
ganga fyrir um annað.
IV.
Það vekur eftirtekt mína,
að Ólafur Björnsson beitir lítj:
í svargrein sinni rökum ,;Álits-
ins“ með tollmúrum og eigna
könnun. Jeg verð að líta svo á,
að skrif mín hafi orðið til góðs,
og sje honum greinilegt orðiS,
hversu rölíin voru völt. Á hinn
bóginn reynir hann að verja
tillögurnar á siðferðilegum
grundvelli. Höfuðástæða þess,
að þeir fjórmcnningar mæltu
með eignakörinun, segir hanri,
var sú, að þelr „vildu með því
móti bæta úr misrjetti því, sem
Framh. á bls. II