Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 8
8 .............. MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. maí 1947 wmm Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) JTrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrlftargjald kr. 10,00 6 mánuði innanlanda. kr. li,00 utan-lands. W f lausasölu E0 aura eintakið, 60 aura með Leabék. Eignakönn unin EITT ákvæðið í málefnasamningi núverandi ríkis- stjórnar fjallaði um eignakönnun. Þar segir svo: „Til þess að tryggja rjett framtöl til skatts og afla fjár til nýsköpunar, verði sett löggjöf um eignakönnun og skyldulán. — Gerðar verði ráðstafanir að eignakönnun- , inni aflokinni og í sambandi við hana, til þess að hafa betra og öruggara eftirlit með skattframtölum, enda fari þá og fram heildarendurskoðun á skattalöggjöfinni.“ Þannig hljóðaði boðskapurinn í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar. Hafa menn því átt á illu — eða góðu — von alt frá því að ríkisstjórnin var mynduð í byrjun lebrúar s. 1. Og nú er fram komið á Alþingi stjórnar- frumvarp um eignakönnunina. Þessi eignakönnun hefir því ekki komið mönnum á ó- vart, þar sem hún var ákveðin fyrir nær fjórum mánuð- um. Og þeir sem stóðu að útgáfu álits hagfræðinganna geta þakkað sjer, að almenningur hefir undanfarna mán- uðu getað búið í haginn hjá sjer fyrir eignakönnunina, því að þar var nákvæmur og ítarlegur leiðarvísir um alt varðandi eignakönnunina. Vafalaust hafa ýmsir notað frestinn og leiðbeiningar hagfræðinganna til þess að gera hreint borð hjá sjer. Sumir með þeim hætti, að telja betur fram við síðasta framtal, en þeir hafa áður gert, og er það út af fyrir sig gott. Aðrir hafa án efa fundið einhver önn- ur úrræði til þess að koma fyrir fje sínu. Hvort til þeirra næst síðar, skal ósagt látið. ★ Við vitum hver tilgangurinn er með eignakönnuninni. Það álit hefir lengi legið í landi, að mikil brögð hafi verið að því, að fje væri dregið undan rjettmætum skattgreiðsl- um. Sje þetta rjett, er þjóðfjelaginu brýn nauðsyn að bót verði ráðin á þessari meinsemd. Fái skattsvik að þróast bótalaust hlýtur af því að leiða spilling, sem heldur áfram að grafa um sig, uns svo er komið að enginn fær við neitt ráðið. Alt verður-gegnsýrt spillingunni. Oft hefir heyrst og það jafnvel frá ábyrgum mönnum, að skattsvikin hjá okkur sje neyðarvörn skattþegnanna, því að skattalögin sjeu svo ranglát. Meira að segja ganga sumir svo langt að segja, að löggjafinn hafi, er skatta- lögin voru sett beinlínis gengið út frá skattsvikum. Hafi skattarnir verið hafðir svo háir einmitt með tilliti til væntanlegra skattsvika. Þessu er vitaskuld ekki hægt að halda fram í alvöru, því að um leið væri játað hróplegt ranglæti gagnvart þeim mikla fjölda skattþegna, sem engin tök hefir á að draga undan skatti (tekjuskatti), því að aðrir telja fram tekj- urnar. Svo er um alla launþega. Sjeu skattalögin því utbúin beinlínis með tilliti til skattsvika, verða launþegar margfalt verr úti en aðrir skattþegnar. Því enda þótt ekki sje það þeirra dygð að þakka, að þeir greiða fullan skatt af öllum tekjum sínum, verður hinu ekki neitað, að skattalögin koma að þessu leyti miklu harðara niður á þeim en öðrum. ★ Þjóðfjelaginu í heild er brýn nauðsyn, að gengið sje úr skugga um, hvort orðrómurinn um víðtæk skattsvik sje á rökum reistur. Að þessu er stefnt með eignakönnun- inni. En þessari eignakönnun verður að fylgja endurskoðun skattalaganna, því annars nær hún ekki tilgangi sínum. Enginn getur haft neitt við að athuga, að þegnarnir safni fje. Meira að segja er það brýn nauðsyn í okkar þjóðfjelagi, sem hefir litlu fjármagni úr að spila. En fjársöfnun á ekki að grundvallast á skattsvikum, held- ur á heilbrigðri skattalöggjöf, sem örfar til sparnaðar. Vitað er, að skattalöggjöf okkar stefnir ekki að þessu rparki, og þessvegna hafa orðið vanhöld í skattafram- tölum manna. Er það því tvímælalaust rjett í sambandi við eignakönnunina, að farið er vægt í sakir um undan- dregið fje, sem ekki nemur hárri upphæð. 'Uíluerji álripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þrír herrar á balli. UNGUR Reykvíkingur segir eftirfarandi sögu af sjer og tveimur fjelögum sínum: „Það var eitt laugardags- kvöld fyrir skömmu, að við fór um þrír ungir menn á dans- skemtun, sem auglýst hafði ver ið. Við tókum þá ákvörðun að eyða ekki miklum peningum og umfram alt að drekka okk- ur ekki hjlla. Af gamalli reynslu vissum við, að það myndi vissara að tryggja sjer borð í tíma og um það leyti, sem dansleikurinn skyldi hefj- ast mættum við og settumst við borð okkar og pöntuðum okkur hálfa flösku af áfengi, sem átti að duga okkur nóttina. Okkur hafði verið fengið borð með fjórum stólum og var því einn stóllinn auður, þó ekki væri það lengi, eins og síðar mun sagt frá. Ófeimnar stúlkur. ÞAÐ var ekki langt liðið á skemtunina er húsið var orðið troðfullt af fólki og á dans- gólfinu var maður við mann, sem nuddaðist áfram í hringi, en snorin áttu lítt skylt við dans, enda ekki rúm til þess að sýna neinar danskúnstir. En svo komu ófeimnu stúlk- urnar til okkar. Þær voru fjór- ar saman. Við þektum þær svona fyrir aðrar, en kærðum okkur ekki neitt sjerstaklega um fjelagsskap þeirra. En þær gáfu sig á tal við okkur og ein bað leyfis um að mega setjast á auða stólinn við borðið. Hinar stóðu við borðið drykklanga stund og hjeldu uppi samtali um heima og geima, þar til ein þeirra sagði heldur þóttalega: „Eru það nú herrar, að láta kvenfólk standa, en sitja sjálf- ir“. o Fhítti. NÚ brast flótti í lið okkar við þessi orð. Einn okkar gerði sjer erindi í snyrtiherbergið og tveir fóru að dansa við aðrar stúlkur, sem þeir höfðu auga- stað á. Þær ófeimnu notuðu þá tæki^ærið og settust að borð- inu og gæddu sjer á víninu, sem við höfðum pantað. Þe^gar hjer var komið fór einn okkar heim til sín, annar hjel+. sig í snyrtiherberginu milli dansa, því hann átti ekki annað athvarf, en sá þriðji gat einhvernveginn holað sjer nið- ur við sitt eigið borð. Og það kom á daginn, að stúlkurnar voru hið mesta að- dráttarafl við borðið því um tíma voru komnir um 10 manns við þetta eina fjögra manna borð“. Þetta er saga þeirra þriggja ungu manna, sem ætluðu að fara að skemta sjer eitt laug- ardagskvöld. Þrjár stúlkur á balli. AÐRA sögu kann jeg úr skemtanalífi bæjarins, er skeði s.l. laugardagskvöld í einu samkomuhúsi bæjarins. Þrjár ungar stúlkur tóku sig saman um að fara á dansleik. Þær urðu að greiða 25 krónur hver í aðgangseyri. Er inn kom sneru þær sjer að þjóni og báðu um borð. Þjónninn tók því hvorki vel nje illa, en hjelt á brott og stúlkurnar biðu eftir því að hann veitti þeim úr- lausn. Nóg var af auðum borð- um, því þetta var í upphafi dansleiksins. En það fór brátt að fyllast í salnum og stúlk- urnar tóku eftir því, að karl- mönnum, sem komu á eftir þeim', var vísað til sætis. Mun þjónunum hafa litist svo á, sem meirg væri upp úr karlmönnun um að hafa,- en stúlkunum þremur. Að lokum fór svo, að þær fengu ekki sæti. Þá gerðu þær það sem sjálf- sagt var og rjett. Þær fóru til forstöðumanns dansleiksins og heimtuðu peninga sína _aftur, því hær ætluðu sjer ekki að greiða peninga fyrir að kom- ast inn á skemtun, þar sem ekki var rúm fyrir þær. • Yfir-full samkomu- hús. ÞESSAR tvær sögur eru spegilmynd af skemtanalífinu í bænum. Það er ekki haldið svo ómerkilegt skrall, eða skemtun að þar sje ekki yfirfullt og skemtunin verður harla lítil fyr ir flesta sökum þrengsla. Það rjetta væri vitanlega, að eftirlit væri haft með því hve margt manna safnast fyrir í einu samkomuhúsi. Slysahætta í yfirfullu samkomuhúsi er gríð arlega mikil. Það má ekki mik ið út af bregða til þess að æði grípi mikinn mannfjölda í þrengslum. Lögreglan ætti að hafa strangt eftirlit með þessum málum. En á meðan það er ekki gert ættu allir að fara að dæmi stúlknanna í seinni sögunni, og heimta fje sitt til baka, ef það reynist svo, að ekki sje rúm í húsinu. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Kommúnistaheflnsla i Rússlamil sM Effir Herhert áshSey. ÞÚSUNDIR nema nú komm únisma í ríkisháskólanum í Moskva og miljónir læra undir stöðuatriði þessarar einræðis- stefnu í Leninsafninu. Jeg átti langar við ræður við rektor há- skólans, Galkin prófessor, en þetta er miðaldra, skeggjaður Rússi, sem mjer fjell ágætlega við. Hann svaraði spurningum mínum hreinskilnislega, en virtist örlítið hikandi, ef hon- um þótti spurningar mínar of nærgöngular. í skóla hans eru 8000 stúdent ar. 55% þeirra er kvenfólk, 20 til 25% kennaranna eru með limir kommúnistaflokksis. •— „Marxismi og Leninismi eru á námsskrá allra nemendanna", segir, Galkin prófessor. Næstum enginn kennaranna hefur komið út fyrir landamæri Rússlands, en rektor sagði mjer að einn hefði ferðast til Oxford og Cambridge. Þegar jeg jeg skömmu seinna átti tal við þennan mann, komst jeg að raun um það, að hann kunni ekki orð í ensku. Vjelfræði aðal- námsgreinin. Flestir stúdentanna virðast leggja stund á vjelfræðilegt nám af einu eða öðru tagi, enda þótt lögfræði njóti mikilla vin sælda. Læknisfræði er ekki kend þarna, heldur í öðrum skólum. Galkin prófessor kennir sögu. Jeg reyndi að gera mjer í hug- arlund, hvað fræðimaður á borð við prófessorinn, sem hlýtur að hafa lesið <ýmislegt annað en sögu, í raun og veru hugsaði um Marxisma og Leninisma og stjórnarfarið í Rússlandi. Að- eins sárafáir stúdentanna höfðu áður sjeð „útlending“, og höfðu aðeins heyrt getið um mann- vonsku þeirra í Pravda og New Times. Þeir eru fáir í RúsSlandi, sem geta stundað háskólanám og kynst þannig kenningum Marx og Lenins. Hjerna kemur Len- insafnið í góðar þarfir. Þetta er ákaflega mikilsverð stofnun, því hjer þarf ekki að eyða mörg um árum í að læra „kosti“ kommúnismans. Safn þetta er til húsa í ein- um af eldri byggingunum í Moskva. Herbergi þess eru stór og bað hefur yfir prýðilegum fyrirlestrarsal að ráða. Hefði jeg ekki sjeð þetta með mínum eigin augum. hefði jeg aldrei trúað því, að hægt væri að koma upp svo furðulegu eignasafni eins manns. Safnmununum er komið vel fyrir. Heita má, að ekki einu einasta andartaki eða nokkr- um hlut úr lífi þessa athyglis- verða manns sje látið ólýst. — Hundruð málverka og annara * -n mynda sýna hinn mongólska andlitssvip Lenins allt frá vöggu til grafar. Lenin og aftur Lenin. Maður sjer Lenin sem barn, Lenin með yfirskegg, Lenin með alskegg, Lenin með gler- augu. með húfu, í einkennis- búningi, í rúminu, í ræðustóln um, sofandi, borðandi, skrif- andi og planleggjandi. I stóru herbergi, sem skreytt er fánum og rauðum flauels- tjöldum, eru myndir af Lenin komnum að andláti, Lenin látn um, jarðarför Lenins. I öðrum herbergjum eru bæk ur, sem Lenin hefir ýmist rit- að eða lesið: stígvjel hans, vasa úr, skyrtur, einkennisbúningar, sjúkrastóll, húfur og pennar. Lenin, Lenin, Lenin .... Karlmenn og konur lýsa öllu nákvæmlega fyrir þeim þús- undum manna sem þarna koma á viku hverri. Jeg fylgdist með nokkrum þe$sara fræðslufyrir- lestra. Um 30 mönnum. ung- um og gömlum, verkamönnum og liðsforingjum, stúdentum og bændum, var sagt að taka sjer sæti fyrir framan einhvern sýn ingarskáp eða mynd. Og svo flutti safnfyrirlesarinn um 20 mínútna erindi um eitthvert skjal, skyrtu eða mynd. Fólkið hlustaði eins og heillað væri. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.