Morgunblaðið - 22.07.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.07.1947, Qupperneq 1
'Hátíðarstund í lííi tveggja þjóða Er Snorrastyttan var afhjúpuð í Reykholti Olav krónprins talar á Snorrahátíðinni í Reykholti. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson og aðrir háttsettir gesíir siíja á palli. — (Ljósm. Vignir). Mikil harka í hernaðaraðgerðum i Inðéiesíu Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. London í gærkvöldi. HERSVEITIR Hollendinga í Indónesíu hófu í morgun hernaðaraðgerðir gegn hersveitum indónesiska lýðveldis- ins. En tilefr.i þessara aðgerða er ágreiningur um ríkisrjett- arlega aðstöðu Indónesíu. — Fyrir fimm mánuðum síðan gerðu Hollendingar og Indónesar með sjer vopnahljessátt- mála, en flestar tilraunir, sem síðan hafa verið gerðar til þess að ná samkomulagi með aðiljum, hafa reynst árang- urslausar. Barist á landi og sjó og í lofti. Svo skamt er um liðið síðan hernaðaraðgerðirnar hófust, að herstjórnir Hollendinga og Indó nesa hafa ekki getað veitt ítar- legar eða nákvæmar upplýsing- ar um það, sem gerst hefur. — Hollendingar gerðu í dag loft- árásir á ýmsa flugvelli Indónesa á Sumatra og Java. Var bæði skotið af vjelbyssum og sprengj- um varpað. Eldur kom upp í olíugtymum á völlunum, og margar flugvjelar Indónesa, sem þar voru, urðu fyrir miklum skemdum eða gereyðiiögðust. — Til allharðra átaka milli fót- gönguliðssveita og stórskotaliðs hefur komið við borgirnar Ban- doeng, Soumbaya og Semarang. Og í kvöld bárust fregnir um, að hollensk herskip hefðu hafið fallbyssuskothríð á strandvirki á Austur-Java. — Strandvarna- sveitir' Indónesa svöruðu með stórskotahríð. — Samkvæmt fregnum frá Indónesíu seint í kvöld var hernaðaraðgerðum Frh. á bls. 12 --------------------------- 1 Síra Valdiwr J. Eyfands frá Winnipeg kðíninn SÍRA Valdimar J. Evlands prestuv í Winnipeg er kom- jinn hingað til bæjarins ásamt konu sinni og þremur börnum | þeirra hjóna. Þau komu flug leiðis að vestan. Eins og áður hefir verið skýrt frá lijer í blaðinu hefir síra Valdimar og Eiríkur Bryn jólfsson að Útskálum skifst á prestakalli um eins árs skeið. Síra Eiríkur er fyrir nokkru kominn vestur til Winnipeg. Síra Valdimar mun innan skamms flytja suður í presta- kall sitt. Hann hefir ekki kom ið til íslands í 25 ár. I stuttu viðtali, sem Morgunblaðið átti við hann i gær, sagðist hann hafa orðið hrifinn er hann sá landið, broshýrt og fagurt úr flugvjelinni, Kvððja frá Hákðíti Noregskonungi EINS OG kunnugt er, sæmdi forseti íslands Há- kon sjöunda Noregskon- ung stórkrossi Fálkaorð- unnar. Hefir honum nú borist svohljóðandi þakk- arskeyti frá konungi: „Jeg þakka fyrir þann heiður, sem mjer hefir gerður verið, er jeg var sæmdur stórkrossi hinn- ar íslensku Fálkaorðu. Mjer er það ánægjuefni, að sonur minn er við- staddur Snorrahátíðar- höldin, og sendi jeg for- setanum persónulegar al- úðarkveðjur mínar með einlægum heillaóskum til Islendinga“. Þegar Olafur konungs- efni og sendimenn Norð- manna stigu á land, sendi forseti Islands H ákoni konungi og norsku þjóð- inni kveðjur og árnaðar- óskir, og hefir konungur svarað og þakkað kveðj- urnar í skeyti. MÖRGÆSIR MEÐ FLUGVJEL LONDON: — Tuttugu mörgæsir hafa verið sendar flugleiðis frá Suður-Afriku til dýragarðs eins í Manchester. Alt hjálpaðist ú til þess ú gera daginn ánæjulega SNORRAHÁTlÐIN í Reykholti á sunnudaginn mun verða öllum minnisstæð, sem þar voru. Fyrir þá sem aldrei fyrr höfðu sjeð ísland eða íslenska þjóð verður dagurinn minn- isstæðari en okkur heimamönnum. Því það var ekki ein- asta að hátíðin færi virðulega fram, svo sem best varð á kosið. Heldur gerði hin íslenska náttúra, sumarbliðan, lit- skrúð landsins, sitt til að gera stundina hátíðlega, er full- trúar þjóðanna tveggja fluttu vingjarnlegar ræður sínar. „Nú skil jeg fyrst, sagði Norðmaður einn, hvers vegna Gunnar vildi ekki yfirgefa Hlíð ina sína“. Hann hafði þá svip- ast um í Reykholti og sjeð Borgarfjörðinn í sumardýrð. Vera má að fleiri landar hans hafi haft svipuð orð yfir til- finningar sínar. Lagt af stað Um kl. 8 á sunnudagsmorg- un lagði Esja af stað frá Gróf- arbryggju til Akraness. Nokk- ur hundruð farþegar voru með skipinu. Veður var kyrrt en sólarigust, jöfn blika í lofti, sem óveðurglöggir menn gátu ekki greint, hvort myndi þykkna svo draga myndi til úríellis, ellegar að blikan myndi eyðast er fram á dag- inn kæmi. „Frú Teresía hefur lofað mjer sólskini“, sagði Shetelig prófessor, er jeg hitti hann á þilfari Esju. „Jeg vona að hún hafi ekki lofað upp 1 ermina sína“. Annars var Shetelig í sólskinsskapi eins og hans er venja, og hinn vonbesti og ánægðasti. Er upp á Akranes kom, stóð mikil bílaröð á bryggjunni, með númerum á, en farþegar höfðu miða, þar sem tilgreint var hvar þeim var ætlað sæti. Að vörmu spori ók hin langa bilaíest af stað og var komin upp í Reykholt um hádegi. ■— Engin stöðvun eða töf var á þeirri leið. í Reykholti. Er upp í Reykholt kom, var þar fyrir mikill mannfjöldi svo engin leið var að koma tölu þar á. Á hlaðinu að vestanverðu við skólahúsið blasti við Snorrastyttan, hulin hvítum dúki. Styttan er fyrir miðri vésturhlið hússins. Sunnan við styttuna hafði verið settur upp pallur, lágur, með stólum, og umgirtur lyng- linda. En ræðustóll á pallin- um hið næsta styttunni. Kring um pallinn, og nokkurn reit *----------------------------- norður af styttunm, voru vje- bönd til þess að mannfjöldinn gerði ekki þröng hið næsta styttunni og rúm væri fyrir söngmenn og útvarpsmenn. En gjallarhorn voru sett í sam- band við ræðustólinn, sem vís- uðu í allar áttir, en ekki að pallinum, svo þau trufluðu ekki þá sem næstir stóðu. —• Reyndist sá útbúnaður allur hinn besti er til átti að taka. Gestirnir gengu til hádegis- verðar er framreiddur var í skólahúsinu, bæði í kennslu- stofum og í borðsal. En gestir munu hafa verið allmikið fleiri, en frammistöðufólk vissi að von væri á. Svo fljótt gerðist þröng við matborðin. Var sú barátta fyrir tilverunni tekin með jafnaðargeði og gengu allir þaðan ánægðir enda hafði þar tekist hin besta samvinna milli Norðmanna og Islendinga. Hátíðin hefst Kl. 1 skyldi hátiðin hefjast og var svo á rjettum tíma. Þá gekk forseti og konungs- efni til sætis á pallinum við styttuna og aðrir sem þar var ætlað sæti, svo sem ríkisstjórn, forystumönnum Norðmanna, sendiherrar erlendra ríkja hjer á landi, sem viðstaddir voru o. fl., en tilkynnt var með lúðrahljóm að hátíðin væri byrjuð. Forseti talar Meðan gestirnir gengu til sæta sinna ljek Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn A. Klahn „Hyldningarmats úr Sigurd Jorsalafar“, eftir Grieg. Því næst gekk forseti íslands í ræðustól og flutti svohljóð- andi ávarp: „Yðar konunglega tign, kær komnir gestir frá Noregi og aðrir tilheyrendur. Nokkru fyrir ófriðinn mikla höfðu góðir menn í Noregi á- kveðið að færa Islendingum að gjöf á sjöhundruðustu ártíð Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.