Morgunblaðið - 22.07.1947, Síða 8
8
MORGUTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. júlí 1947 ,
Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
'Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Snorrahátíðin
í Reykholti
ÖLLUM sem voru á Snorrahátíðinni í Reykholti á
sunnudaginn var, mun koma saman um, að vel hafi
tekist með þá sjerstæðu samkomu tveggja frænd- og
vinaþjóða.
Yfir allri hátíðinni hvíldi blær innileikans, sem mun
geymast í hugum þeirra er þar voru, eins lengi og orðin
sem þar voru töluð. Og var þar þó margt vel sagt. Við
íslendingar er þarna vorum fengum í veganesti eftir
daginn, þá bjargföstu sannfæring, sem aldrei verður
hróflað við, að þegar Norðmenn, er þekkja sögu okkar
og sína eigin að sama skapi, tala vinarorð í okkar garð,
þá eru þau orð sögð í fullri meiningu. Því er óhætt að
treysta.
Við skiljum líka eftir þenna dag, þessa hátíð, þessa
samkomu þjóðanna, hver eru upptökin að þeim mis-
skilningi, sem á stundum hefur sáð nokkrum kala í ís-
lenska hugi, að Norðmenn ætli sjer að tileinka sjer
Snorra
Það er sannfæring þeirra, að án Heimskringlu hefðu
Norðmenn vart getað endurheimt frelsi sitt. Svo fast
kvað hinn víðkunni fræðimaður Worm Múller að orði,
er hann flutti ræðu í Reykholti fyrir 5 árum.
En svo sagði Shetelig prófessor á sunnudaginn var,
að enginn erlendur maður hefði nokkru sinni gert Norð-
mönnum eins mikið gagn eins og Snorri Sturluson. Og
enginn erlendur maður gæti nokkurn tíma átt eftir að
vinna slíkt afrek fyrir Norðmenn. Þeir hafa talið Snorra
að því leyti sinn mann að þeir geta ekki hugsað sjer
norska þjóð án verka hans.
Olav krónprins komst að orði á þá leið, í rseðu sinni
í Reykholti á sunnudaginn var, að Norðmenn væru ekki
hingað komnir með Snorrastyttuna til þess að auka á
hróður hins mikla sagnritara. Því hann hefði reist sjér
minnisvarða, með verkum sínum, sem óbrjótgjarnastur
reyndist allra. En minnisvarðinn væri reistur, sem þakk-
lætisvottur norsku þjóðarinnar fyrir Snorra og verk
hans. Sá þakklætisvottur ætti, ef vel væri, að treysta
vináttuböndin á milli frændþjóðanna Norðmanna og
íslendinga. Með þessum hug er myndin reist, og hún
hingað gefin. Og með þessum hug er við gjöfinni tekið
frá hendi Islendinga.
Eitt af því, sem vakti sjerstaka athygli í ræðu Shete-
ligs prófessors á sunnudaginn, var það, er hann sagði
að meðal Norðmanna væri íslenska þjóðin oft talin eða
skoðuð sem eldri en hin norska.
Hann komst þannig að orði í ræðu sinni:
„Þó íslenska þjóðin sje yngsta greinin á hinum nor-
ræna stofni, þá finnst oss Norðmönnum jafnan að þjóð-
in sje eldri, líkust móður, sem hefur miðlað oss af speki
sinni og fornari minningum, en vor eigin þjóð hefur
varðveitt“.
Það er þetta hugarfar til íslendinga sem kemur oft
fram meðal hinna norsku fulltrúa, sem hingað eru komn-
ir í heimsókn. En einmitt þetta leggur okkur skyldur á
herðar, gagnvart frændum okkar, að bregðast ekki því
trausti í einu nje neinu, sem þeir bera til okkar.
Við getum líka haft í minni orð skáldsins okkar ást-
sæla Matthíasar Jochumssonar, er hann í fyrsta sinn
kom til Noregs fyrir 76 árum og sagði: „Mjer finnst jeg
sjái móður minnar móður — jeg málið þekki svip og
alla drætti“.
Og eins mættum við segja sem hittum hina norsku
Þgfesti sem hjer eru. Svo líkir eru þeir íslendingum í sjón
' ög' framgöngu að ekki er hægt að greina þá frá íslend-
' ingiim. Manni getur jafnvel sýnst að sumir þeirra sjeu
,,’íSlénskari“ en heimamennirnir sjálfir..
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Til sóma.
SNORRAHÁTÍÐIN í Revk-
holti á sunnudaginn var öllum
til sóma er að henni stóðu. Veðr-
ið var dásamlegt og átti vitan-
lega sinn stóra þátt í, hve há-
tíðahöidin fóru vel fram. Athöfn
in á Reykholtshlaðirjj var í senn
virðuleg og hrífandi.
En undirbúningurinn og ráð-
stafanir til að gera þessa sam-
komu sem glæsilegasta, hefði
verið til lítils, ef þátttakendur
— almenningur — hefði brugð-
ist. Framkoma hátíðargesta var
til sóma. Það er alveg óhætt að
reikna með því, að þegar mikið
liggur við, þá er sómi að íslend-
ingum samankomnum.
Norðmenn ánægðir.
Á LEIÐINNI HEIM frá Reyk
holti mátti heyra á hinum
norsku gestum, að þeir höfðu
ekki orðið fyrir vonbrigðum. —
Gleðin lýsti á hverju andliti og
þeir fóru ekki í launkofa með
það, að þeim þótti hafa borgað
sig að koma alla þessa löngu leið
til þess að dvelja nokkra klukku
tíma í Reykholti, þar sem Snorri
bjó.
Norskur blaðamaður sagði
við mig á heimleiðinni:
„Þetta var heilög stund, sem
jeg mun aldrei gleyma á meðan
jeg" lifi.“
En svo er jbað
skipulagið.
EN ÞÓTT að Snorrahátíðin
hafi í alla staði farið svo fram,
að var var á betra kosið, þá kom
margt í Ijós í sambandi við hana
sem við ættum að gera okkur
ljóst. Úr sumu getum við bætt,
en öðru ekki, eða seint.
íslendingar eiga ákaflega bágt
með að halda settar reglur og
okkur er eitthvað betur lagið en
að skipuleggja. Það vill svo oft
alt fara í handaskolum.
Hver otar sínum
tota.
ÞAÐ HAFÐI verið ákveðið að
bíla-lestin með gesti Snorra-
nefndar hefði forgangsrjett að
vegunum frá Akranesi að Reyk-
holti. Þetta var nauðsynlegt til
þess að halda mætti þá tíma-
áætlun, sem gerð hafði verið.
En það fór eins og oft vill
verða, að það otaði hver sínum
tota og áður en varir voru marg
ir bílar, sem voru algjörlega ó-
viðkomandi gestum Snorra-
nefndar komnir inn í lestina. —
Þetta olli töfum. Ekki aðeins
fyrir gestabílana, heldur og fyr-
ir þá bíla, sem tróðu sjer inn í
lestina.
Menn geta verið öruggir um,
að þegar reglur eins og þessar
eru settar, þá er það gert til
þæginda fyrir alla aðila og það
er óhætt að fylgja settum regl-
um út í ystu æsar.
Þarft tæki.
MAGNARI er þarft útvarps-
tæki. Það magnar tal manna og
önnur hljóð, þannig að hægt er
að tala til mikils mannfjölda á
stóru svæði þannig að allir heyri
það, sem mælt er. í Reykhoíti
var notaður slíkur magnari á
sunnudaginn var með góðum ár-
angri.
Þetta er orðin nokkuð gömul
uppfinding svo ætla mætti, að
flestir kannist nú orðið við að
þetta góða og geysihaglega tæki
er til. Sjerstaklega þeir sem fyr-
ir mar.namótum standa.
En því þá ekki að nota það
þar sem ná þarf til mannfjölda
t. d. í stórum salarkynnum eins
og á Hótel Borg, þar sem ómögu
legt er að heyra til ræðumanns
frá öðrum enda salarins til hins.
Skrýtið fyrirkomu-
lag. —
ÞAÐ ER FULLYRT að fyrir-
komulagið á Borginni sje það,
að sjerstakt leyfi þurfi hjá Rík-
isútvarpinu til þess að koma upp
magnaratækjum og senda ræð-
ur manna í hófum gegnum há-
tala tii þess að allir geti hlustað.
Það er lýgilegt, að þessu sje
þannig háttað, en þó mun fyrir-
komulagið vera þannig.
Lög sem þarf að
endurskoða.
ÞAÐ ÞARF hið allra fyrsta
að endurskoða lögin um útva^ps
og símaeinokun. Ekki á þann
hátt að taka neitt af ríkinu, eða
þeim stofnunum, sem reka fyrir
tæki eins og síma og útvarp fyr-
ir ríkið, heldur til hins að gefa
landsmönnum kost á að njóta
þeirra þæginda, sem nútíma-
tæknin hefur upp á að bjóða.
Lögin um útvarp og síma eru
orðin úrelt og það sem verra er,
þau hefta eðlilega og sjálfsagða
þróun. Það hafa orðið gríðar-
lega miklar framfarir á útvarps
tækjum í styrjöldinni. Við höf-
um ekki sjeð nema lítið af því.
Nekkur dæmi.
FYRIR NOKKRUM árum var
farið að senda út frá svonefnd-
umFM-útvarpsstöðvum. Þessar
stöðvar og móttökutæki eru að
ýmsu fullkomnari en gamla út-
varpið. í FM útvarpi koma trufl
anir ekki til greina. — Hvað
líður því að koma upp talstöðv-
um, ódýrum talstöðvum á af-
skekta sveitabæi, jafnvel smá-
stöðvum, sem bændur gætu bor-
ið á sjer í leitum, eða við önnur
störf. Og ekki hefur það heyrst,
að nokkrum hafi dottið í hug,
að bjóða bíleigendum upp á að
hafa símatæki í bílum sínum.
Það gæti orðið til þæginda oft
á tíðum.
Nei, það er einhver kyrkingur
í þessum málum öllum og það er
vegna þess, að mönnum er gert
of eríitt fyrir.
of erfitt fyrir að kynnast nvj-
ungum á þessu sviði og hagnýta
þær.
MEÐAL ANNARA OROA ....
., —— —— ■ '■ ■ ——i«
1 22 ár varð ítalska þjóðin að
búa við einræðisstjórn Mússó-
línis. Loks hefur verið komið á
lýðræði í landinu, en margar
hættur steðja að hinu unga ríki.
Mesta hættan stafar af yfirráða
græðgi fárra manna. Hjer fer á
eftir brot á lýsingu af ítölsku
stjórnmálalífi eftir Jörgen Bast.
Á Ítalíu er hægt að fylgjast
rrieð því að það er erfitt að
byggja lýðræði upp frá rótum í
landi sem hefur verið án þess i
mörg ár. Það er varla vafi á því
að mikill meirihluti ítölsku þjóð
arinnar óskar eftir lýðræði og
nú í bili er það aðeins lítill minni
hluti sem veldur stjórnarvöldun
um vandræðum.
Hingað til hefur mesti óróa-
belgurinri í ítölskum stjórnmál-
um verið foringi Qualunquist-
anna, Giannini, en hans flokkur
vann mikla sigra í bæjarstjórn-
arkosningunum síðustu, en nú
er hann farinn að hverfa nokk-
uð aftur fyrir í stjórnmálalífinu
og mikið frægari en hann er
orðinn sikileyski stjórnmálamað
urinn Finoccharo Aprile, sem
stjórnar skilnaðarflokknum á
Sikiley.
Sjálfstæð Sikiley.
Þegar Mússólíni f jell var hann
í stjóinmálunum eins og óskrif-
að blað, en strax þegar banda-
menn voru að bérjast á eyjunni
>i§ a i vok að verjast
fór hann að bera fram kröfur
sínar um sjálfstæði Sikileyjar,
og hann vann þegar í stað
marga fylgjendur.
í byrjun voru þessar kröfur
iíklega gerðar aðeins til að
bjarga Sikiley út úr klemmunni
á síðustu stundu. Það mátti sjá
fram á það, að Þjóðverjar töp-
uðu styrjöldinni og þá mátti bú-
ast við að Ítalía, sem var öfugu
rr.egin yrði látin borga geysi-
miklar stríðsskaðabætur og þá
höfðu flokksmenn Apriles áætl-
að að Sikiley slyppi við að borga
skaðabætur með því að ganga I
lið með bandamönnum.
Flokksmenn Apriles hafa not-
að sem frelsistákn Normannana,
sem endur fyrir löngu flutt-
ust til Sikileyjar og bent á að
þá var eyjan fullkomlega sjálf-
stæð um tíma og alt gekk vel.
Þeir rannsaka það líka hag-
fræðilega og segjast hafa komist
að þv' að Sikiley geti lifað sem
óháð ríki.
Um tíma sat Aprile í fangelsi
en í rauninni var ekki hægt að
ásaka hann um neitt samkvæmt
lögum og þar sem Ítalía átti að
heita orðin lýðræðisríki var hon
um sleppt út aftur.
Það voru sett lög um að fas-
istar og konungssinnar skyldu
vera ófriðhelgir hvar sem þeir
sæjust og fólk bjóst við, að sikil-
eysku skilnaðarmennirnir yrðu
á iialíu
oinnig ófriðhelgir. En svo varð
það ckki og Aprile talar jafnt
sem áður á þingfundum í Róm.
Burt með lýðræðið.
Og þær ræður eru ekkert sápu
vatn. Jeg gleymi ekki einu sinni
þegar jeg hlustaði á hann
skamma út sjálfa þingmennina.
Hann sagði: „Aldrei hefur nein
spiltari samkoma setið, alt frá
því franska þingið á byltinga-
tímunum kom saman.“
Hann hjelt áfram og byrjaði
nú að telja upp ráðherrana og
glæpi þá, sem þeir höfðu drýgt.
„Ensio Vanovi ráðherra fyrir ut
anríkisverslun hefur dregið sjer
5 milljón lírur sem fulltrúi
Landsbankans. Pietro Campili,
fjármálaráðherra hefur misnot-
að stöðu sína með braski við
kauphöllina. Á Emilio Serena
samgöngumálaráðherra má
sanna, að hann ér morðingi o. s.
frv.“
Aprile er mikill stjórnmála-
maður. Hann hefur sjéð’ að bánri
gat ekki fundið betri tíma til að
kasta þessum sprengjum sínum,
en einmitt þegar þingið var að
deila um nýju stjórnarskrána.
Margir hefðu kannski talið að
deGasperi hefði reynt að hreinsa
þennan ljóta áburð af stjórninni,
en hann gerði það ekki. Ástæðan
vár að þetta vakti svo mikla eít-
Framh.'á bls. 12