Morgunblaðið - 07.10.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 07.10.1947, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriöjudagur 7. okt. 1947 Ný jasihljémsveÉ! KK-sextettinn NÝ JASSHLJÓMSVEIT KK- sextettinn hefur verið stofnuð hjer í Reykjavík. Byrjaði hún að leika opinberlega s.l. föstu- dagskvöld í skemtisal Nýju Mjólkurstöðvarinnar, en þar mun hljómsveitin leika á dans- leikjum og skemtisamkomum á komandi vetri. Aðalkvatamenn að hinni nýju hljómsveit eru tveir ungir Reyk víkingar, þeir Kristján Krist- jánsson og Svavar Gesets, en þeir eru svo til nýkomnir hing- að til lands frá Ameríku, þar sem þeir stunduðu tónlistarnám við Juilliand School of Music um eins árs skeið. Auk hinna venjulega skólatíma tóku þeir aukatíma í jassmusik Krist- ján nam leik á clarinett og alto- sax, auk þess sem hann lærði einnig útsetningu fyrir hljóm- sveit. Svavar nam aftur á móti trommur, xylafon, vibrafon og tympani. Meðan þeir fjelagar voru í Ameríku ljetu þeir ekk- ert tækifæri sjer úr greipum sleppa, til að hlusta á frægar jasshljómsveitir, hvort eð held- ur var á hljómleikum eða skemti stöðum, t. d. hlustuðu þeir á Hljómleika bæði hjá Duk Elling- tón og Louis Amstror.g er haldn ir voru í Carnergie Hall. Einn- ig gafst þeim tækifæri til að Heyra Stan Kenton, sem álitin er að hafa best skipaða hljóm- sveit, er hvítir menn eru í síðan Woody Herman hætti að leika. Er þeir f jelagarnir komu heim Hyrjuðu þeir þegar að svipast um eftir mönnum í hljómsveit, tókst það vonum framar og hafa þeir nú æft síðan í byrjun sept. Allir leikarar hljómsveitannnar eru á aldrinum frá 19—22 ára, en hún er skipuð eftirtöldum mönnum: Kristján Kristjánsson hljómsv.stj. leikur á clarinett, alto og tenor sax, auk þess sem hann syngur með hljómsveitinni og útsetur fyrir hana. Steinþór Steingrímsson, sem áður hefur leikið með G. O. Qumtettinum, leikur á píanó. Trausti Th. Ósk- arsson, sem leikið hefur á Hótel Borg, er gítaristi hljómsveitar- innar. Guðmundur Vilbergsson, leikur á Trompett, hann ljek áð ur með Baldri Kristjánssyni. Hallur Simonarson, hefur Bassa hljómsveitarinnar. Hann hefur eigi áður komið fram með ann- ari hljómsveit, en hefur stund- að nám í Tónlistaskólanum, hjá Einari B. Waage. Hallur er tal- inn mjög efnilegur. — Svavar Gests leikur á trommur. Er þeir Kristján og Svavar komu til landsins höfðu þeir meðferðis allmikið af nýjum lög um, er þá voru mest spiluð í New York, og er hljómsveitin þegar búin að æfa nokkur þeirra Annars er ætlunin að vikulega kynni hljómsveitin eitt lag, sem verður sjerprentað og útdeilt meðal gesta skemtistaðarins. Hin nýja hljómsveit lítur björtum augum til framtíðar- innar og þótt tiltölulega hafi verið naumur tími til æfinga. áður en skemtanatímabilið hófst í ár, vona þeir að eigi verði langt' að bíða þar til hljómsveit- in getur boðið hlustendum sín- urri upp á ósvikna jassmusik. \ ( ‘ Á. R S K I F T I - <tmsm Merkileg bændasamlök - F J A SVO sem áður hefur verið getið um hjer í blaðinu hafa bændur og aðrir fjáreigendur á svæðinu milli Blöndu og Hjer- aðsvatna ákveðið niðurskurð á fje sínu á þessu hausti til út- rýmingar mæðiveiki og garna- veiki. Eru samtök þessara manna mjög merkileg og einstök í sinni röð frá hálfu bændastjettarinn- ar. Þessum mönnum hefur verið sýndur megn órjettur með vafn- ingum og snúningum frá hálfu þess opinbera, eftir að klaufa- strikin í stjórn þessara mála hafa hleypt tveimur skæðum karakúlpestum inn á svæðið. Er ekki furða þó illa hafi annars- staðar farið, þar sem svo er komið um þetta landbúnaðar- hjerað, sem er einangrað af tveimur stórum jökulvötnum, alla leið frá jökli til sjávar. Á þetta svæði var þó engin óhappakind Karakúlmenskunn- ar keypt, svo bændurnir þar verða ekki sakaðir um, að svo illa er komið sem er. En það er einstætt í sögu bændastjettarinnar þegar 34 fulltrúar úr 11 hreppum tveggja hjeraða urðu allir á einu máli á fundinum í Varmahlíð 13. júlí s.l. um svo stórt mál sem það er, að fargað yrði öllum fjár- stofni á þessu svæði nú í haust, þrátt fyrir mótspyrnu Sauð- fjársjúkdómanefndar, ef % at- kvæðisbærra fjáreigenda sam- þykktu með undirskrift sinni fyrir ákveðinn dag. Við þá at- kvæðagreiðslu kom í ljós, að það voru ekki % heldur % fjáreigenda, sem fyrirvaralaust skuldbundu sig til, að fylgja ákvæðum Varmahlíðarfundar- ins. Bein mótstaða var svo að segja engin, heldur hlutleysi o. s. frv. Þetta er fágætt í fjelagslífi og sannar svo ekki verður á vilst, að þessir menn þola ekki leng- ur, að búa við svo sýktan' f jen- að og vilja ekki bíða þess, að garnaveikin sýki líka kýrnar, sem vonir standa til að ekki sje enn orðið. Hjer er um að ræða hina stór feldustu sóttvarnar ráðstöfun fyrir þetta svæði og áfram vest- urá bóginn, þar sem um er að ræða takmarkasvæði þeirrar pestar sem bæði tekur sauðfje og nautgripi. Vonandi verður líka rögg- semi og varúð þessara bænda til þess, að forða opinberum nefnd uih frá því, að sýna öðrum bændum hið sama og þessum hefur verið sýnt. Þegar upplýst var að garna- veiki væri komin vestur yfir Hjeraðsvötn lá beinast við að farga strax öllu fje norðan Vatnsskarðsgirðingar. — Þetta vildu líka margir af forystu- mönnum bænda á svæðinu sum- arið 1946 og jeg mælti eindregið með því. Þá voru engar líkur til, að sú veiki (garnaveiki) væri komin fram fyrir Vatns- skarðsgirðingu og þá mátti ætla, að nægt hefði, að skipta framan hennar nú í haust um leið og fje væri flutt á norðara svæði eftir eins árs sauðleysi. Af þessu varð ekki. Vantaði nægileg samtök til. En þó var byrjað á því þar sem skorið var niður í einum hrepp á svæðinu: Ripurhreppi. Þetta var gert í samráði og með samþykki Sauðf jársjúk- dómanefndar og beinlinis byggt á þeirri ákvörðun, að fresta niðurskurði á öllu svæð- inu þar til í haust, 1947, en ekki lengur. Mjer þykir ástæða til að geta um þetta hjer vegna hins mikla áróðurs, sem Sauðfjársjúkdóma nefnd hefur haft í frammi í sumar í útvarpi og blöðum, til þess að reyna að tvístra sam- tökum þeirra bænda, sem hjer eiga hlut að máli. Rökin í áróðri nefndarinnar eru þessi: 1. Að það muni ekki miklu þó að garnaveikin fái að útbreið- ast í eitt ár til viðbótar á svæð- inu. 2. Að ekki fáist að hausti nema 30% af lömbum inn á svæðið miðað við tölu fullorð- ins fjár, en 50% 1949, ef niður- skurði sje frestað til 1948, þegar líka eigi að taka svæðið frá Blöndu að Miðfirði og frá Hjer- | aðsvötnum að Eyjafirði. 3. Að þéssi framkvæmd verði til þess, að ríkissjóður verði að greiða 650 þús. kr. árið 1950 í afurðatjónsbætur vegna of fárra lamba 1948. 4. Að Sauðfjársjúkdómanefnd hafi engan ádrátt gefið um þennan niðurskurð nú, og á framkvæmdastjóra nefndarinn- ar sje ekki mark takandi í þess- um efnum þó hann sje leiðbein- andi fyrir nefndarinnar hönd. 5. Að þessi framkvæmd mundi skapa sölutregðu og xerðlækk- un á afurðum vegna of mikils framboðs. Þessi rök nefndarinnar skulu nú tekin til athugunar í þeirri röð sem þau eru hjer talin. Fyrsta ástæðan er merkileg- ust og þýðingarmest. Hún er gefin út í nafni opinberrar sótt- varnanefndar af framkvæmda- stjóra hennar og birt í ríkis- útvarpinu og „Tímanum“. Þar segir svo: ,,Þó garnaveiki væri á svæðinu, þá getur ekki munað miklu á möguleikum fyrir út- rýmingu hennar eftir því, hvort fjenu er fargaö árinu fyr eöa seinna“. Þessi setning ætti skilið að verða fræg í sögunni svo maka- laus er hún. Fyrst er dregið í efa, að garnaveiki sje til ári eft ir að búið er að skera allt fje í heilum hrepp hennar vegna og það sama fje hafði gengið 1 af- rjett og heimahögum með fje annara sveita. Svo er höfuðrús- ínunni bætt við, að ekki muni það nú miklu, þó þessi pest fái að útbreiðast eitt ár til. Það gerði svo sem ekki mikinn mis- mun þó hún smitaði á þessu eina ári kýrnar í nokkrum hreppum og þyrfti líka að drepa allar kýr á stóru svæði til við- bótar við fjeð. í þessum fáu orðum framkvæmdastjórans speglast sá hugsunarháttur sem allt of oft hefur stjórnað ýms- um gerðum nefndarinnar, og sem hefur flutt Karakúlpestirn- ar frá einu hjeraði til annars. Önnur ástæðan um lamba- fjöldann hefur við rök að styðj- ast, ef hægt væri að taka fram- tíðar áætlanir Sauðfjársjúk- dómanefndar alvarlega. Það er og sjálfsagt fyrir bændur á um- ræddu svæði, að gera ráð fyrir því, að þeir fái ekki yfir 30% af líflömbum 1948 miðað við bóta- skylt fje. Þetta munu þeir líka allir hafa gert. Hitt er svo atriði, sem eftir er að rannsaka, hvort ekki eru fleiri tækifæri með heilbrigðum fjárstofn, en ein- göngu frá Vestfjörðum. Mjer þykir undarlegt ef svo er, en um það efni er þó best að full- urða sem minnst eins og sakir standa. Um þriðju ástæðuna, þ. e. 650 þús. kr. aukagjöld fyrir ríkis- sjóð á árinu 1950 er það að segja, að það mál fer alveg eftir því hvernig með málið verður farið þangað til 1950. Jeg fyrir mitt leyti er ekki alveg viss um, að lögin verði með öllu óoreytt 1950 og því síður er jeg viss um, að þær áætlanir, sem þessi upp- hæð er reiknuð eftir verði rjett ar í framkvæmdinni. Nefnd sefn neitar að sam- þykkja niðurskurð á fleira fje 1947 en 26 þúsundum, en þykist ætla að drepa 83 þúsund 1948, hún kallar yfir sig tortryggni allra athugulla manna. Eftir framkomu hennar á þessu ári mætti líka við öllu búast næsta ár. Það mætti alveg eins trúa nefndinni til að mæla ekki með förgun á fleira en 20 þús. fjár næst og hoppa þá suöur í Borg- arfjörð eða austur í Árnessýslu. Áætlunin um 650 þús. kr. auka- útgjöld ríkissjóðs 1950 er því á veikum grunni reist. Bændur milli Blöndu og Hjeraðsvatna geta ekki beigt af vilja smum vegna hennar, þó nðrir geri það. Um fjórðu ástæðuna, þá: að sauðfjársjúkdómanefnd hafi al- drei gefið neinn ádrátt um þenna niðurskurð og álit fram- kvæmdarstjórans sje ekki að marka, þarf eigi að fara mörg- um orðum. Annaðhvort verða bændur að geta tekið mark á framkvæmdarstjóra nefndarinn ar eða, að hún verður að láta hann fara og auglýsa að hún fari ekkert eftir tillögum hans. Það er nú sannað, að f járskifta- frumvarp bændanna milli Blöndu og Hjeraðsvatna er sam- ið af framkvæmdarstjóranum og tveim öðrum mönnum. Það er líka víst, að hann -var með í því, að hætt var við niðurskurð á svæðinu 1946 af því að hent- ara þótti að hann yrði 1947. Það er líka víst, að byrjað var á niðurskurði 1946 meðal ann- ars í heilum hrepp í samráði við framkvæmdarstj., beint með tilliti til þess, að verkið væri fullkomnað 1947. Það er líka víst, að eftir sameiginlegan fund sauðfjársjúkdómsnefndar og landbúnaðarnefndar Alþing- is í nóvember 1946 kallaði sauð fjársjúkdómanefnd fjárskifta- stjórnina á sinn fund og hjet samkomulagi, sem hinir gátu sætt sig við og það var ákvörð- un um niðurskurð á svæðinu 1947. (Framhald á bls. 12) Flrmakeppni 6olf- ; klúbbs Ákureyrar FIRMAKEPPNI Golfklúbbs Akureyrar fór fram nýlega og tóku þessi 53 fyrirtæki þátt í henni: Kaupfjel. Eyfirðinga, Amaró | hf, Kolaverslun Ragnars Ólafs- J sonar hí-, Axel Kristjánsson hf, I Olíuverslun íslands hf, Hf Shell j á íslandi, Sápuverksm. Sjöfn, Efnagerðin Flóra, Kaffibrensla jAkureyrar hf, Verslunin Lond- on, Ullarverksmiðjan Gef jun, , Síidarverksmiðjan í Krossanesi, Prentverk Odds Björnssonar, j Prentsmiðja Björns Jónssonar, Hótel KEA, Kjötbúð KEA, Njörður hf, Netaverkstæði Óla Konrráðssonar, Bókaversl. Gunn laugs T, Jónssonar, Brauðgerð Kristjáns Jónssonar, Brauðgerð KEA, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Prjónastofa Ásgríms Stefáns- sonar, Sjortvöru- og hljóðfræa- húsið, Brynjólfur Sveinsson hf, Almennar Tryggingar hf, Sjó- vátryggingarfjelag íslands hf, Verslunin Anna og Freyja, Hannyrðaverslun Ragnheiðar O. Björnss., Skipasmíðastöð KEA, Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf, Saumastofa Bernharðs Lax- dal, Saumastofa Gefjunar, Út- gerðarfjelag KEA, Síldarverk- smiðjan Dagverðareyri, Vjelbók bandið hf, Ásbyrgi hf. Gufu- pressa Akureyrar, Bifreiðastöð Akureyrar, Bókaverslun Þor- steins Thorlacíusar, Sóverslun M. H. Lnygdal, Heildverslun Vig fúsar Þ. Jónssonar, Nýja Bíó hf, Skjaldborgarbíó, Ö1 & gos- drykkir hf, Smjörlíkisgerð KEA, Flugfjelag íslands hf, Atli hf, Síldarverksmiðjan Hjalt eyri, Þvottahúsið Mjöll, Bóka- búð Akureyrar, Fjölritunar- stofa Akureyrar, Bifreiðaverk- stæði Jóhs. Kristjánssonar. Hvert firma greiðir krónur 200,00, sem þátttökugjald í keppninni, og verður þessu fje varið til endurbóta á hinum nýja golfvelli við Þórunnar- stræti. Golfklúbburinn þakkar þenn- an rausnarlega stuðning við golfíþróttina. Úrslitakeppnin, 36 holur, fór fram laugardaginn 27. sept. milli Sportvöru- og hljóðfræa- verslunar Akureyrar og Sauma- stofu Gefjunar. Úrslit urð'u þau, að Sportvöru- og hljóð- færaverslunin vann með 5 hol- ur unnar þegar 4 voru eftir. Jóhann Þorkelsson, hjeraðs- læknir, ljek fyrir Sportvöru- og hljóðfæraverslunina, en Jakob Gíslason, skipasmiður, fyrir Saumastofu Gefjunar. — H. Vald. Flugkerfi Brela um allt heimsveldið London í gær. ' LORD Nathan fiugmálaráð- herra Breta, sem nú er staddur á Ceylon, sagði frá því í dag, að Bretar hefðu ákveðið, að víkka flugsamgöngur sínar svo, að þær verði sem net um allt heimsveldið. Nathan hefur verið á ferða- lagi um lönd Brela í Asíu og Afríku og hefur farið um 30 þúsund mílur á rannsóknarferð sinni. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.