Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. okt. 19471 Ekki ein báran stök fyrir kommúnistum KOMMÚNISTAR láta sjer rnjög tíðrætt um auðæfi og eignaaukningu heildsalanna. Þeir hafa nú tvisvar á skömm- tim tíma komið fram í útvarp- inu til að telja fram jií'ssar eignir. Að vísu er mönnum ekki ó- kunnugt urn það. að á velti- tímum verða oft snöggar eigna breytingar. Við hinu höfðu menn þó ekki búist. að á svo skömmum tíma, sem leið á milli þessara tveggja framtala kommúnista, ykist 'eignir heild salanna jafn stórkostlega og ætla verður, ef mark má taka é kommúnista framtölunum. Ólíkt frnmtal Einars og Sigfúsar. Þegar Einar Olgeirsson á dög unum varð klumsa í útvarp- inu, var eitt af því fáa. sem fcann gat stunið upp, að meðal fcelstu eigna heildsalanna værí þeir Stefán Jóhann Stefánsson og Bjarni Benediktsson. En Sig- fús Sigurhjartarson átti auðsjá milega það aðalerindi í útvarp- ið á þriðjudaginn, að tilkynna landslýðnum. að heildsalarnir ættu ekki aðeins þá Stefán Jó- fcann og Bjama, heldur allan •Sjálfstæðisflokkinn með húð og hári, auk þess, sem þeir ættu mikil ítök bæði í Alþýðuflokkn wm og Framsókn. Minna mátti nú gagn géra. Fyrir utan búðir sínar og vör- nr eiga þannig þessir rúmlega 200 heildsalar, sem sjera Sig- fús nefndi svo oft, töluverðan meiri hluta af öllimi landslýðn wm. Áliir vondir við aurningjana.. Það er nú að vísu von, að kommúnistar telji sjer þörf á eesifregnum um þessar mund- »r. Fregnum, sem líklegar sjeu til að skjóta almenningi skelk í bringu og fá hann til að leita skjóls hjá hjarðmönnunum. sem að austan eru sendir. Kommúnistar verða nú fvrir hverju hrakfallinu eftir ann- að. Hjer á landi er málflutning- ur þeirra allur í mblum og þeg- ar þeir reyna að gera atlögu að andstæðingum sínum, snýst hún ætíð upp í hinn herfileg- «sta ósigur þeirra sjálfra. Ekki eru fregnimir utan iir heimi álitlegri í þeirra augum. ^Kommúnistaflokkarair erlend- »s bíða hvern ósigurinn eftir annan. Eru þeir ósigrar svo samfeldir og geypilegir. að eins «i;emi er, að sami flokkurinn verði fyrir shku afhroði á svo skömmum tíma. Srnna sagan hvarvelna. Ein höfuðþjóð Evrópu, Frakkar, sem um tíma höfðu tnn of látið ánetjast í veiði- tækjum kommúnista, hafa nú «lgerlega snúið við þeim bak- >nu. Franska þjóðin hefur kveð ið upp yfir kommúnistum þunga áfellisdóma tvo sunnu- <iaga í röð og er þó síðari dóm- tninn erm þyngri hinum fyrri. Tvær nánustu frændþjóðir Islendinga, Norðmenn og Dan- ir, hafa tekið í sama strenginn r>g þó sýnu fastar en Frakkar gerðu. I Noregi varð kommúnisía- flókkurinn fyrir nxjög alvar- Hugmyndir sjera Sigfúsar um eignarrjettinn ’legu áfalli. En í Danmörku aftur á móti tapa kommúnist- ar svo miklu, að um algert hrun er að ræða. Nær helm- ingur fylgismanna þeirra hef- ur snúið við þeim bakinu. og gengið i lið með þeim. sem kom múnistar hafa nítt og rægt mest af öllum. Aldrei orðlaus. Þetta eru vissulega ekki upp örfandi fregnir fyrir hina sann trúuðu Moskvadýrkendur. Þess vegna sendu þeir sjera Sigfús nú í útvarpið til að leiða at- hyglina frá þessum ósigrum með orðaskvaUlri sínu. Hvað sem urn sjera Sigfús verður sagt, mun áreiðanlega aldrri henda hann hið sama og Einar Olgeirsson og kerlinguna á Skálholtsstað forðum, að hann verði orðlaus. Hitt er ekki nema eðlilegt, þegar jsfn illa stendur á fyrir honum og flokki hans og nú, að honum hrjóti þá ýmislegt af vörum, sem hann ekki vildi sagt hafa. Glompa í þekkinguna. Útaf fyrir sig er ekki ástæða til að efa, að Sigfús meini það, að heildsalarnir eigi meiri hlut ann af öllum íslendingum. — Þessi furðulega skoðun styðst einmitt við kjarnann í hinum kommúnistisku trúarkenning- um sjera Sigfúsar og jábræðra hans. Sjera Sigfús hefur nú tvenns konar starfrækslu með hönd- um. Hann hefur oft síðustu dag- ana skýrt frá því á Alþingi, að hann væri aðalmaðurmn í nokkuð stóru verslunarfyrir- tæki hjer i bænum. og hefði því töluvert vit á öllu því, sem verslun viðkæmi. Það merkilega er, að sam- tímis þessari þekkingardrýldni sjera Sigfúsar, kom í ljós, að hann var ekki kuhnugri versl- unarmálunum hjer en hann þurfti að margspyrja að því, hverjar , búðir kommúnista væru. Samhliða verslunarstarfsem- inni er Sigfús svo einn af aðal forsprökkunum í Sameiningar flokki Alþýðu, Socialistaflokkn um, sem á mæltu máli er nefndur Kommúnistaf lokkur • Kaupmáður og sálnahirðir. Sem verslunarstjóri meðhöndl ar sjera Sigfús kaffi og sykur, bolla og kristalsskálar. Sem pólitískur forsprakki hefur hann umsjá með kjósendum kommúnista, og á að vera sdlna hirðir lifandi manna. Það er auðsætt að sjera Sig fús greinir hjer ekki á milli. Alveg á sama veg og hann tel ur fyrirtæki sitt eiga kaffiboll ann, sem það selur á 100 kr. stykkið, þá telur hann sig á- samt hinum flokksbroddunum eiga kjósendurna, sem slysast hafa til að fylgja flokknum. Þessi hugsunarháttur sjera Sigfúsar er íslendingum mjög fjarlægur. Þurfa engu að kvíða. Menn skilja að vísu, að ef ungfrú Katrín Thoroddsen kaupir 1000 kr. kristalsvasa í Kron til að drekka úr honum kaffi, þá á hún vasann. Og vonandi verður aldrei neinn til að draga þá eignarheimild í efa því að jafnvel þó að byltingin yrði, sú, sem afnema á eignar- rjettinn, þá þarf enginn að ætla að nauösynlegustu þurftahlut- ir eins og kristalsvasinn henn- ar ungfrú Katrínar, verði tekn- ir frá sjálfum kommúnista- broddur.um. Þvert á móti, þá eru allar líkur til þess, að við byltinguna muni töluvert rakna úr fyrir hinni sárt kvein andi hjörð kommúnistabrodd- anna. Fjölmargir vona t. d., að Brynj. Bjarnason muni þá fá aftur bílinn, sem hann varð að selja ,,af fjárhagsástæðum“ í vor, vegna þess að hann hafði ekki annað en þingfararkaup- ið til að lifa af á, og að allir hin- ir broddarnir fái þá einnig um- bun í samræmi við velgerðir sínar. Takmörk eignarrjettarins. En þó enginn verði til að svifta þetta góða fólk eignum þess, heldur eigi þær vonandi eftir að aukast og margfaldast, þá er Islendingum alveg fram- andi sú hugsun, að ungfrú Kat rín eigi t. d. alla sjúklinga sína eða hún og sjera Sigfús eigi í sameining-u það fólk, sem glap ist hefur til að kjósa þau á Al- þing. Slíkur yfirráðarjettur heldri mannanna, jafnvel þó læknir og prestlingur sje, yfir samborgurum þeirra hefur frá fornu fari verið íslendingum andstygð. Jafnvel þegar höfðingjaveldi var hjer mqft og goðar rjeðu ríkjum fyrr á öldum, áttu goð- orðsmenn þess rjett að segja sig úr þingi goða, ef þeim lík- aði ekki við hann. Þessi hugsun frelsisins er Is- lendingum þannig í blóð borin og hefur auðvitað styrkst mjög á hinum síðari frelsistímum landsmanna. Við eigum þess- vegna vissulega erfitt með að skilja, að sumir líta alt öðru vísi á þetta en yfirgnæfandi þorri okkar gerir. Þar þcetti Einari og Sigfúsi gaman. Sú staðreynd er samt fyrir höndum. í dýrðarríki komm- únista er þessu allt öðru vísi fyrir komið. Þar fær fólkið að vísu að kjósa,' en það eru vald- hafarnir sjálfir sem ákveða, hvern kjósa skuli í hverju kjör dæmi. Með þetta er alls ekki farið leynt. Kjördæmin eru m. a. s. sum nefnd eftir þeim, sem þar á að hljóta kosningu. Slíkt er að vísu aðeins gert, þar sem þeir allra helstu bjóða sig fram. En reglan er hvar- vetna sú sama. Það eru flokks- broddarnir, sem ákveða. Hlut- verk fólksins er það eitt að hlýða og kjósa þann einn, sem fær að bjóða sig fram. Áhyggjulaust líf. Þegar sjera Sigfús segir, að heildsalarnir eigi meiri hluta þjóðarinnar, er, eins og áður segir, ástæðulaust að efa, að hann meinar það, sem hann segir. En það er ákaflega óvar legt af honum að láta þetta út úr sjer, vegna þess að með þessu kemur hann aðeins upp um sína eigin hugsun. Það er hann sjálfur, sem lítur þannig á sam band sitt við kjósendurnar. Ef, hann mætti ráða væri Reykjavík skipt niður í nokk ur kjördæmi, sem nefndust sjera Sigfúsar kjördæmi, ung- frú Katrínar kjördæmi, Sigurð- ar Guðnasonar kjördæmi o. s. frv. í þessum kjördæmum fengi enginn annar að bjóða sig fram en sá, sem kjördæmið var skírt eftir, og fólkið yrði svo hrifið á kjördaginn yfir, að það þyrfti ekki að velja milli sr. Sigfúsar og neins annars, að það mundi fylkja liði og ganga í skrúð- göngu heim til hans. Þar mundi það þakka honum fyrir að sýna því þann heiður að bjóða sig fram einmitt í þessu kjör- dæmi, hjá svo auðvirðulegu fólki, sem þar byggi, og síðan þramma á kjörstaðinn með lúðraþyt og söng og kjósa allt hinn eina, sanna frambjóðanda, sjera Sigfús. Haldið þið ekki að slíkar kosningar sjeu ólíkt þægilegrl en óhræsis „auðvaidskosning- arnar“, þar sem fólkið ræður sjálft og frambjóðendurnir þurfa að eyða tíma í að sann- færa það? Og launin fyrir allt erfiðið eru hin sömu og í Frakk landi, Noregi og Danmörku. Ef kommúnistafynrkomu- lagið ríkti, þyrfti valdamenn- irnir ekki mikið fyrir að hafa. Þá myndu þau sjera Sigfús og ungfrú Katrín óhrædd geta beð ið úrslitanna á meðan þau drykki kaffið úr 100 krónu boll anum og 1000 króna kristals- vasanum. Sigurinn væri þeim báðum vís, og í ofanálag þakkir ,,fjöldans“ fyrir að láta svo lít- ið að lofa honum að kjósa sig. Bækur um ísland í Ameríku FRJETTIR HAFA borist frá frú Agnes Rothery Pratt, rithöfundi sem var hjer í sumar ásamt manni sínum til að viða að sjer efni í bók um ísland. Verður það fimta og síðasta bók hennar sem hún skrifar um Norðurlöndin fimm. Handritið að bókinni um ísland verður tilbúið 1. janúar næstkomandi og er búist við að bókin komi á markaðinn í júní- mánuði n.k. Útgefendur eru Vik- ing Press. Frú Pratt leist svo vel á ís- land, að hún er þegar byrjuð að skrifa aðra bók um ísland og verður hún ætluð börnum og unglingum. Útgefendur þeirrar bókar verða Dodd Mead Com- pany. vill framlengja samninga við Eim- skip og Ríkisskip Á FUNDI er haldinn var í Sjó mannafjelagi Reykjavíkur s.l. sunnudag, var rætt um samn- inga farmanna við Eimskipa- fjelag Islands og Skipaútgerð rikisins. Við umræður um málið, var stjórn fjelagsins heimilað, að leita samkomulags við Eimskip og Ríkisskip um að gildandi samningum verði framlengdir að þeir skulu uppsegjanlegir, af báðum aðilum með mánaðar fyrirvara. Viðræður um samningana munu hefjast einhvern næstu daga. Ragnar á Bústöðum handsamar þjéf FYRIR nokkru síðan gerðu þjóf- ar tilraun til þess að ræna pen- ingum að Bústöðum hjer fyrir innan bæ. Ragnari bónda Jóns- syni þar, tókst að handsama annan þjófanna, en hinum tókst að komast undan á flótta, en Ragnar þekti manninn. Þetta gerðist að kvöldi dags. Var Ragnar Jónsson þá í fjósi að mjólka, er hann varð var við mannaferðir hjá bænum. Þegar hann kom^inn í bæ sinn, voru öll ljós slökt. Kallaði hann þá inn í stofuna hver væri þar. — Enginn svaraði, en um leið og hann opnaði dyrnar að stofunni.. varð hann þess var, að eitthvað var að baki hennar. 1 sömu svif- um skaust rnaður fram hjá hon- ium og gekk hann allur í keng. Inni í stofunni sá hann mann, er var að leita í fataskáp. Mað- ur þessi komst nú út úr húsinu. Hafði hann klút fyrir andlitinu, svo aðeins sá í andlit hans. Um leið og hann kom út á bæjar- helluna, bar þar að mann og bað Ragnar mann þennan að hjálpa sjer til þess að handtaka þjófana. Þjófarnir tóku á. rás og tókst öðrum þeirra að kom- ast undan í myrkrinu, en hinum náðu þeir. Fóru þeir nú með hann heim að bænum og athug- aði Ragnar hvort nokkru hefði verið stolið. Kom þá í ljós, að 50 krónur höfðu horfið. Sá þjóf- anna, sem þeir handtóku borgaði 50 krónurnar og ljet þess getið, að f jelagi hans heíði stolið þeim, en hann skyldi borga skaðann. Ragnar ljet gera lögreglunni aðvart og tók hún manninn. Kallar sarnan aukaþing. ROME: — De Gasperi forsætis- ráðherra Italíu mun kalla samau aukaþing bráðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.