Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
UMSJÓNARMAÐUR ÞjóeS
SUÐ-AUSTAN gola. — Skýj
að, cn úrkomulaust.
minja I 40 ár. — Sjá bls. 9.
I vinnusai Rafha
Hjer eru hinar kunnu Rafha-eldavjelar framleiddar.
Rafha hefur framleiðslu
kæliskápa
Bóndinn að Ljótarstöðnm
í A-Landeyjum kemur nið-
ur á beinagrind við gröft
í GÆRMORGUN er bóndinn á landnámsjörðinni Ljótarstaðir I
Austur-Landeyjum, var að greftri við bæ sinn, kom hann niður
á beinagrind og virtist hún vera mjög heil að sjá.
-----------------------3>
Fullirúaráðsfundur
Sjálfstæðisfjeiag-
anna I kvöld
Fulltrúaráö Sjálfstœðisfjelag-
anna í Reykjavík efnir til fund-
ar í kvöld í Sjálfstœöishúsinu.
Rætt verður um viðhorf þing-
mála og lausn dýrtiðarmálanna,
sem ríkisstjórnin hefur haft í
f 5 skip voru að vsið-
æiígar
FREGNIR af síldveiðunum , ísa-
firöi, serh er innstur fjarðanna
við Djúp, voru mjög óglöggar.
I’ó v ar talið að einhver veiði hafi
verið hjá skipunum. Þar á firð-
inum voru í gær 15 skip að síld-
veiðum.
Eitt skip tók síld til Siglufjarð
er í gáer. Var það Eyíirðingur
er tók um 1400 mál. Skipið er
nú á leið til Siglufjarðar.
Eins og skýrt var frá í blað-
hhi í gær, hófst bræðsla á Vest-
fjarðasíldinni í S. R.-46 í gær.
Tii verksmiðjunnar hafa nú bor-
ist. milli 9000 og 10000 mál síld-
RÍKISSTJÓRNIN Iagði í gær
jfram á Alþingi tillögu tii þings-
ályktunar um fullgildingu á
tíftjfnskrá Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar.
fsland gerðist eins og kunnugt
aðili að stofnun þessari árið
1945, en það ár var þing hennar
lrtð'4 Parrs.
Tilgangur þessarar stofnunar
er alþjóðasamvinna um margs-
konar vinnumálastarfsemi, svo
sem lengd vinnutíma, varnir
gegn atvinnuleysi, vinnulöggjöf
o. s. frv.
l\iý löggiöf urn hrunamál.
Þá flytur ríkisstjórnin einnig
frv. um brunamál. Fjallar það
um stjórn brunamáia, slökkvi-
lií'f eldfæraeftirlit, meðferð
sprengiefna, brunavarnir o. fl.
fjciiið af kappi að
! siibrigðissani-
[vfMktó
ÞESSA DAGANA er unnið af
kappi við heilbrigðissamþykt
bæjarins og verður stefnt að því
að hún verði tilbúin fyrir næsta
bæjarstjórnarfund, sem haldinn
verður fimtudaginn í næstu viku
Er þetta sem kunnugt er mikill
bálkur.
Þeir doktor Einar Arnórsson
og dr. Jón Sigurðsson vinna að
samningu reglugerðarinnar eða
rjettara sagt lagfæringa á reglu-
gerðinni.
1 heilbrigðisreglugerðinni verða
án efa mörg nýmæli, því heil-
brigðisreglugerð sú, sem nú er
f gildi er orðin gömul og úrelt.
— Vafalaust mun bæjarstjórn
hraða rnálinu eftir föngum.
SKÝpT var frá því í Morgun-
blaðinu í gær, að maður að nafni
Einar Jón Karlsson Moritz,
Hverfisgötu 90, hefði horfið að
Keiman frá sjer s.l. föstudags-
norgun og síðan hefði ekkert til
hans spurst. I gærkvöldi barst
rarmsóknarlögreglunni tilkynn-
ing um, að Einar væri heill á
húfi. Hafði hann brugðið sjer í
girðingavinnu austur í Fljóts-
hlíð, og þar var hann í gær-
kvöldi.
RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN
Rafha í Hafnarfirði hefur ný-
lega gert samninga við Elektro-
lux A.B. í Svíþjóð um smíði á
kæliskápum hjer á landi af sömu
gerð og þetta fyrirtæki fram-
leiðir. Vonir standa til að þessi
framleiðsla geti hafist á næsta
ári, en aukin húsakynni og bætt
vinnuskilyrði hafa gert mögu-
legt að víkka verksvið verk-
smiðjunnar.
Formaður verksmiðjustjórn-
arinnar, Emil Jónsson, viðskifta
málaráðherra, skýrði frá þessu
í gær, er haldið yar upp á 10
ára afmæli verksmiðjunnar, en
hún sendi frá sjer fyrstu raf-
magnstækin sem framleidd voru
hjer á íslandi 1937 um það bil
þremur vikum eftir að rafmagn
frá Sogsvirkjuninni var hleypt
til Reykjavíkur í fyrsta sinn.
Verksmiðjan framleiddi fyrst
aðeins eldhúsvjelar, en ýmsir
örðugleikar voru á rekstri henn-
ar til þess að byrja með og voru
aðeins 149 eldavjelar framleidd-
ar til áramóta 1937—38, en ár-
ið 1938 var besta ár verksmiðj-
unnar hvað eldavjelar snertir,
eru þá framleiddar 1422. Árið
1939 verður starfsemin fjölþætt-
ari, og nú er svo komið að elda-
vjelar eru aðeins um það bil
helmingur af árlegri framleiðslu
verksmiðjunnar.
Frá því að verksmiðjan tók
til starfa og fram til 1. okt. s.l.
hafa verið aígreidd frá henni
24,600 tæki. Samanlagður kíló-
vattafjöldi þeirra er um það bil
80000 kílóvött. (Láta mun nærri
að virkjað afl til almennings-
þarfa á cllu landinu sje um 35
þús. kw.).
Framleiddar hafa verið 8700
eldavjelar til heimilisnotkunar,
6200 þilofnar til húshitunar,
6300 rafmagnsofnar, 600 tæki til
húshitunar af ýmsum gerðum,
300 þvottapottar til heimilisnotk
unar, 77 eldavjelar fyrir sjúkra-
hús, hótel o. fl. og 35 stórir bök-
unarofnar fyrir brauðgerðarhús,
sjúkrahús og veitingahús, auk
ýmsra annarra tækja. Frafn-
leiðsluvörur hafa verið seldar
fyrir um l01/2 milj. kr.
Tíu ára reynsla hefur sýnt að
Rafha eldivjelin hefur fyllilega
staðist erlenda samkeppni bæði
hvað snertir gæði og verð. — í
þessu sambandi má geta þess að
aðeins ca: % af verði vjelarinn-
ar er erlendur gjaldeyrir.
’Verksmiðjan hefur frá því
hún tók tiDstarfa aldrei getað
unnið af fullum krafti, stafar
þetta af gjaldeyrisskorti fyrstu
árin, en á seinni árum vegna
þess hve örðugt hefur reynst að
fá keypt frá útiöndum þau hrá-
efni, sem nauðsynleg eru til
framleiðslunnar og nú síðast
sjerstaklega á útvegun járns.
Eins og áður er getið, hefur
mest verið framleitt á einu ári
1400 eldavjelar en meðaltal
þeirra 10 ára sem vérksmiðjan
hefur starfað er 870 eldavjelar
á ári. í núverandi húsakynnum
og með þeim vjelakosti, sem
verksmiðjan hefur nú má fram-
leiða um 2400 eldavjelar árlega
ef efni væri ávalt nægjanlegt
fyrir hendi.
Við Raftækjaverksmiðjuna
starfa nú 46 manns, en hægt
væri að veita um 80—90 manns
vinnu, ef nægjanlegt efni væri
fáanlegt.
Hlutafje h.f. Raftækjaverk-
smiðjunnar er kr. 161,000,00. -—-
Ríkissjóður á kr. 50,000,00 af
hlutafjenu, en aðrir hluthafar
eru 37.
Fyrirtækið bauð gestum að
skoða verksmiðjuna í gær og
tóku þar til máls auk viðskifta-
málaráðherra: Stefán Jóhann
Stefánsson, forsætisráðherra,
Helgi H. Eiríksson, skólastjóri,
Eiríkur Pálsson, bæjarstjóri,
Kristján Jóh. Kristjánsson, for-
maður fjelags ísl. iðnrekenda,
Jakob Gíslason, rafmagnsíræð-
ingur og Axel Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Rafha.
Stjórn Raftækjaverksmiðjunn
ar h.f. skipa nú: Emil Jónsson,
ráðherra, Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, skrifstofustjóri (f. h.
ríkissjóðs), Bjarni Snæbjörns-
son, læknir, Sveinbjörn Jónsson,
forstjóri og Guðmundur Árna-
son, bæjargjaldkeri.
f undirbúningi. Ráðherrar flokks-
ins Bjarni Benediktsson og Jó-
hann Þ. Jósefsson munu mæta á
fundinum og gera grein fyrir
viðhorfinu. Að öðru leyti eru
frjálsar umræður á fundinum.
Verður fyrirkomulag þannig
að kaffidrykkja verður á fund-
inum, eins og stundum áður á
fulltrúaráðsfundum. Er æskilegt
að fulltrúar mæti vel og stund-
víslega.
Kaldbakur hefur sel!
fyrir 1,7 milj.
í GÆRMORGUN seldi Akureyr-
artogarinn Kaldbakur sjötta ís-
fiskfarm sinn á markað í Bret-
landi.
Að þessu sinni seldi togarinn
4408 kit af fiski, fyrir 12.009
sterlingspund. Er þetta næst
hæsta salan í þessum mánuði,
hæsta sala var hjá Akurnestog-
aranum Bjarna Ólafssyni 12274
pund.
1 þessum sex söluferðum Kald
baks hefur hann selt fyrir því
sem næst kr. 1.750.221.
Jsborg' nýsköpunar-
togari ísfirðinga
NÝSKÖPUNARTOGARA ís
firðinga hefur verið valið nafn
ið yísborg“.
Togarinn er væntanlegur til
landsins í mars n. k.
Það verður hlutafjelag, sem
bæjarsjóður Isafjarðarkaupstað
ar á meirihlutann í, sem á tog-
arann og rekur hann. Heitir
það Isfirðingur h.f.
Fielagsstjórnin hefur nýlega
ráðið Halldór Jónsson framkv.-
stjóra fjelagsins frá næstu ára-
mótum.
Kolaút flutningur
Bandarík janna
WASHINGTON: — KolaiTam-
leiðsluráð Bandaríkjanna tilkynti
nýlega, að kolaútflutningur lands-
ins í desember mundi verða 3(500,-
000 tonn, en af því fara 3,000,000
til Evrópu. Þetta er jafn mikill út-
flutningur og gert er ráð fyrir í
nóvember.
Að Ljótarstöðum býr Ársæll
K. Jóhannsson og var hann að
taka sand úr hól þeim, er bær-
inn stendur á, þar sem beinin
fundust.
Gróf einn mcler niöur
Er hann hafði grafið um það
bil meter niður, kom hann niður
á beinagrindina. Hætti hann þeg
ar greftri og gerði Sæmundi ói-
afssyni bónda að Lágafelli að-
vart um fund þenna.
Lítt skemd
í viðtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi skýrði Sæmundur svo
frá, að það sem komið hefði
upp af beinagrindinni við gröft
inn, væri til að sjá lítt skemt.
Sagði hann, að t. d. væru allar
tennur í höfuðkúpunni, ennfrem
ur virtist grindarholið vera því
nær óskemt, lærleggir og annað.
Sæmundur sagðist telja það víst,
að beinagrind þessi væri af karl-
manni og rjeði hann það af
stærð hennar.
Er heirurgrindin úr heiöni
Af legu beinagrindarinnar telja
menn þar eystra líklegt, að hún
sje úr heiðni, en beinin láu frá
norð-austri til suð-vesturs. Ann-
að mál er það, hvort beinagrind-
in geti verið svo gömul, en r:án-
ari rannsókn mun að sjálfsögðu
leiða það í ljós.
í Máldaga Þorláks biskups
Þorlákssonar í Skálholti frá 1179
er þess getið að kirkja hafi ver-
ið að Ljótarstöðum, en Sæmund-
ur taldi víst, að gröf þessi hafi
ekki verið í kirkjunnar reit.
Skipaskoðunin aukin
UM NÆSTU ÁRAMÓT stendur
til að aukið verði starfslið skipa
skoðunar ríkisins, að miklum
mun og er þetta gert í samræmi
við hin nýju lög um eftirlit rieð
skipum, sem samþykt voru á síð-
asta Alþingi.
Samgöngumálaráðuneytið hef
ur auglýst eftir einum skipa-
verkfræðing eða skipasmíða-
meisíara og fjórum skipaeftir-
litsmönnum, einum í hverjum
landsfjórðungi, með aðsetur á
þeim stað er skipaskoðunarstj.
ákveður. Er umsóknarfreúur
um stöður þessar til 15. nóv. n.k.
Auk þessa hefur nú þegar ver-
ið ráðinn aðstoðarmaður á s’ rif
stofuna. Ait er þetta mikilsverð
framför og til aukins cftir'.its
með öryggi sjófarcnda, og óskar
skipaskoðunin þess, að stjárnend
ur skipanna hjálpi nú sjálfir til
að eftirlitið nái að fullu tilgangi
sínum.
Skipaskoðunin flytur nú í
stærri húsakynni í „Hamars-
húsi“ og hefur því betri aðstöðu
til framkvæmda.