Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. okt. 1947 MORGUN BLAÐIÐ 9 UMSJÓNARMAÐUR ÞJÓÐMINJA í 40 ÁR Matthías Þórðarson sjötugur Matthías Þórðarson í skrifstofu sinni í Þjóðminiasafninu. -— JÁ. Fyrir okkur embættis- menn ríkisins er það merkis- afmæli, þegar við verðum sjö- tugir, síðan lögin um aldurstak mark embættismaima gengu í gildi, sagði MattMas Þórðarson, er jeg hitti hann í fyrradag. En hann á sjötugsafmælí í dag. Sumir kunna að vera glaðir yfir því, að fá frí, hugsaði jeg með sjálfum mjer, en sagði ekki neitt. En Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, er áreiðanlega ekki í þeirra tölu. Enda er hann svo nátengdur þeirri stofnun, sem hann hefur helgað krafta sína í 40 ár, að öllum almenn- ingi finnst Matthías og Þjóð- minjasafnið fyrir löngu vera orð ið eitt og hið sama. Safnið vera hann og hann sterkur þáttur í safninu. En jeg ætla ekki að fara út í neinar bollaleggingar, heldur skýra frá því, sem okkur fór á milli. Hver var stofnandi safnsins? — Mjer hefur alltaf fundist, að þú munir hafa ákveðið á unga aldri að gerast fornminja- vörður. Var ekki svo? — Nei — ónei. Það er svo margt í lífi mínu, sem gerst hef- ur, án þess, að verið hafi af á- settu ráði. Nærri því eins og braut mín hafi verið ákveðin, áður en jeg fæddíst- og því öld- ungis án þess að minar eigin fyrirætlanir hafi þar komið til greina. Það er byrjað með því að sr. Helgi Sigurðsson verður til þess að skíra mig, upphafsmaður Forngripasafnsins, sem hafði verið stofnað á Matthíasar- messu. ■— En Sigurður Guðmundsson. Kallar þú hann ekki höfund stof nunarinnar ? — Sr. Helgi gaf frumgjöfina, sem safninu barst. En annars geta menn karpað um það óend- anlega, hver sje hinn rjetti faðir safnsins. Um það stóð mikil orrahríð á milli ísafoldar og Þjóðólfs, þegar þeim kom sem verst saman, Birni Jónssyni og Hannesi Þorsteinssyni. — Og hver sigraði í deilu þeirri ? — Jeg held þeím báðum hafi þókt þeir bera sigur af hólmi. Og þá er vel. En sagan er þessi. Sr. Helgi hafði safnað nokkrum forngrip- um, sem flestir voru frá 17. og 18. öld. Jón Arnason bókavörð- ur skrifaði stiftsyfirvöldun- um brjef, og skýrði frá að Helgi gæfi alla þessa muni sína til safns, verði það stofnað. — Þessu boði var tekið með þökk- um, og vísir til safns við það tryggður. Um sama leyti fundust hinir merku gripir í dys hjá Baldurs- heimi í Mývatnssveit. Og þegar frjettist um haugfund þenna, þá skrifar Sigurður Guðmunds- son, málari, grein um stofnun forngripasafns. En Jón Sigurðs- son frá Gautlöndum kemur með forngripina úr Baldursheims- dysinn hingað suður svo snemraá, að þeir verða fyrstu „númerin" skrásettir á undan gripunum, sem sr. Helgi gaf. Annars skiftir þettsl að sjálf- sögðu nauðalitlu máH. Verra' ið, var það, að þegar sr. Helgi hafði safnað mörgum góðum gripum seinna og býður þá safninu til kaups, að þá er þeim hafnað. „Nýlendu“-sýningin í Höfn. — En hvernig atvikaðist það að þú gerðist forstöðumaður Forngripasafnsins ? — Það var langur aðdragandi og margskonar tilviljanir. —• Þú hefur þá ekki siglt í þeim erindum, að undirbúa þig undir það starf, að loknu stúdentsprófi ? — Ekki alveg. Jeg var eigin- laga óráðinn í því, hvað jeg ætti að taka mjer fyrir hendur, er jeg fór heiman til Hafnar. Þetta var sumarið 1898. Þá datt mjer í hug, að vöntun væri á full- komnari orðabók er. þeim, er þá voru til yíir ísl. mál. Þá var til orða'oók Fritzners og „Supple- ment“ Jóns Þorkelssonar. Þegar út kom, tók jeg að lesa tungu- mál, með norrænu sem aðalfag, en sjergrein mín varð nokkru síðar scgustaðalýsing íslands. Studdist þar við lýsing Kaa- lunds. Jeg var erlendis að mestu levíi allt frá því jeg sigldi 1898 og til ársins 1906, en var hjer heima 1902—3, m.a. til þess ac rannsaka fornminjar í Borgar- firði og víðar. Aðalorsök þess, að jeg kom að safninu, var „Skrælingjasýning- in“, er við kölluðum svo og hald in var í Tivoli í Höfn sumaric 1905. Sú saga er í stuttu máli þann 'g: Þegar aldamóta-sýningin mikla var haldin í París, áric 1900, var safnað ýmsum gripum hjeðan í íslenska sýningardeild Það mun hafa verið Daniel höf- uðsmaður Bruun, sem hefði for göngu að gripasöfnun þessari. Hann ferðaðist hjer um á þeim árum. Þar var lika grænlensk deild. Svo er það á öndverðu ári 1905, að hin framtakssama skáld kona í Danmörku, frú Emma Gad, gengst fyrir því, að haldin verði sýnir.g í Tivoli um sumar- sem Danir kölluðu ,,Ný- lendusýningu“.Þar áttu að vera deildir frá öllum ,,nýlendum“ Dana eða ,,Bilande“, eins og það stundum var kallað þá, eða hjá- lendum. Emma Gad fjekk fjölmenna nefnd manna í lið með sjer, og Lovísu þáv. krónprinsessu, konu Friðriks, síðar konungs, VIII., til að vera vernadara sýn ingarinnar.Ennfremur haíði frú Gad íengið frú Helgu Vídalín til þess að lána á sýningu þessa það safn merkra kirkjugripa og annara íslenskra muna, sem þau hjónin, Jón Vídalín og hún höfðu safnað hjer á landi á undanförn- um árum. Mjer leist ekki á þetta. Jeg þóttist sjá að undirbúningurinn undir þessa íslensku sýningu yrði alltof stuttur og ófullkom- inn, hætt yrði við að sýningin myndi verða ómynd. Jafnvel gæti farið svo, að einokunarverslunin grænlenska gæti komið upp að sumu leyti ásjálegri afurðasýningu en hin ísl. yrði. Ógeðfeldast af öllu var sumum það, að ísland skyldi vera sett þarna á bekk með ný- ’endum Danmerkur. Jeg reis því öndverður gegn sýningu þessari fyrir hönd ís- lands. Nærri allir íslenskir st'dentar í Höfn og hjer heima snerust gegn þátttöku ís- lendinga í sýningunni og mót- mæltu því kröftuglega, að við íslendingar kæmum nálægt sýn- ngunni. — Forstöoukonurnar, Emma Gad og Helga Vídalín. vildu fá mig til þess að vera í forstöðunefndinni. En jeg af- agði það með öllu. Sýningin var haldin, hvað sem við Islendingar sögðum, og )ráu fyrir mótmæli íslenskra )!aða. Þórarinn Tulinius, stór- kauprnaður og útgerðarmaður, 'af skála unclir hina íslensku rýningarmuni. ITonum gekk bó ekki annað en gott til. Plann vildi grípa tækifæri, til þess að sýna þarna íslenskar aíurðir, og gefa gestum, er sýninguna sæju, hugmynd um "ramfarir Islands. Hann ljet sig engu skifta, í hvaða fjelagsskap við vorum. Grein um verndun fornminja. Sýningarmál þetta varð til þess, að jeg skrifaði grein í Skírni um verndun fornminja og gamalla kirkjugripa. Sýndi jeg þar fram á, að fullkomin þörf væri á því, að sett yrðu lög, þar sem réistar væru skorð ur við því, að einstakir menn gerðu það að gamni sínu, að safna kirkjugripum og flytja þá úr landi. Stúdentafjelagið í Höfn sendi Alþingi einnig áskorun um að sinna málinu. Þá var Hannes Hafstein ráðherra. Alþingi fól stjórninni að undirbúa slíka lög- gjöf, sem jeg hafði bent á í grein minni, og fjekk Hafstein mig til þess að semja frumvarp til slíkra laga. Annað frumvarp var Finnur próf. Jónsson beðinn að gera, en Björn Olsen gerði síðan, er á þing kom, breyting- ar á frumvarpinu. Þetta gerð- ist. á þinginu 1907. Þá vár jeg kominn heim. Þá vair Jón Jakobsson forstöðu- maður Forngripasafnsins; hafði það sem aukastarf. Ekki um annað að ræða, því að launin fyrir það voru kr. 60 á mánuði, ef jeg man rjett. Jeg annaðist að mestu leyti um safnið fyrir hann frá 1. febrúar 1907. Um haustið 1906 andaðist Hallgrím- ur Melsted landsbókavörður, og tók þá Jón við því starfi. En jeg var settur fornminjavörð- ur 1. jan. 1908. Það embætti var stofnað samkv. nýju lög- unum. En lögin hlutu staðfest- ingu á aldarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Það þótti mjer merkileg tilviljun, því svo mikinn áhuga hafði Jónas fyr- ir fornminjum, einkum rúna- steinum. Forstöðumenn. — Var Jón Jakobsson lengi umsjónarmaður safnsins? — Já, hann hafði það starf á hendi rúm 11 ár. A undan honum hafði Pálmi Pálsson haft umsjónina, en það var ekki nema stutt, frá miðju ári 1892 til haustsins 1896. Hann hætti, , er hann varð fastur kennari við Latínuskólann. — Hann hefur tekið við af Sigurði Vigfússyni, og þar á undan var Sigurður málari? — Nei. Sigurður málari var í rauninni aldrei forstöðumað- ur safnsins. Það var Jón Árna- son bókavörður, cn Sigurður var honum til aðstoðar, og ann- aðist ^afnið af lífi og sál, alt til ^æviloka. Hjónaskilnaður bjargaði grip- wnum heim. Fyrsta sumarið, sem jeg vann við sáfnið, gerðust þau gleði- ! tíðindi, að Vidalínssafnið kom heim, eða mikið af því. — Hvernig atvikaðist það? — Þau skildu hjónin, frú Helga og Jón konsúll. En Jón gerði það að skilyrði, til þess að konan fengi skilnaðinn, að hún gæfi sitt samþykki til þess, að safnið yrði alt gefið Forn- gripasafninu. Hún hafði, að sögn, ætlað þjóðminjasafni Dana gripina. — Hún íjellst nú á þetta, nema nvað hún áskyldi sjer rjett til þess að hafa surna af gripunum í sínum vörslum á meðan hún lifði. Sumt, sem eftir var í fyrstu hjá henni, sendi hún nokkru síðar, en hið síðasta kom heim árið 1930, að henni lát- inni. Jeg man ekki til, að jeg hafi verið öllu Ijettari í spori, en þegar jeg var að bera Vídalíns- gripina upp í safnið, er þá var uppi á lofti í Landsbankahús- inu. Sýningartími: 20 mínútur. Safnið hafði þar tvær góðar stofur á miðhæðinni, og efsta loftið. En af því að vörðurinn var ekki nema einn, en safnið þannig í þrennu lagi og ekki opið nema eina klukkustund í einu, þá var ekki hægt að hafa hverja stofu opna nema 20 mínútur í hvert sinn. Að þeim tíma liðnum, varð að reka alla gestina út og í næstu deild. Jeg man eftir því, að Meulenberg prestur í Landakoti kvaðst hafa orðið forviða á því eitt sinn, er jeg hefði vísað sjer á dyr á til- settum tima, þegar hann kom á safnið með einhverjum útlend- ingi. En er jeg sagði honum frá því, hvernig á þessu hefði stað- ið, sá hann þegar, hvernig i öllu lá, og urðum við síðar góð- ir. vinir — Hvar var safnið áður , er» það kom í bankann? — Það var á suðausturloftinu í Alþingishúsinu. — Þar hefir ekki verið' mikið húsrúm til þeirra nota. — Jæja. Þar fór betur um safnið, en á meðan það var á dómkirkjuloftinu. En þar var það geymt fyrstu tvo áratug- ina. Skáldskapargáfa Hafsteins. — Mikil viðbrigði hafa þatJ verið að komast með það í nú- verandi húsakynni frá bankan- um? — Það þótti í mikið ráðist, að byggja Safnahúsið í þá daga. — Hvernig komst það í kring? — Það yar alt saman skálct-. skapargáfu Hannesar Hafstein að þakka. Hann hreif þing- mennina með sjer, að sam- þykkja þá stórbygging. — Var gert ráð fyrir að Forn gripasafnið, eins og það hjet þá, vrði ekki nema stuttan tíma i Safnahúsinu? — Jeg flutti saínið þangað rjett fyrir árslokin 1908 og kom því þar fyrir á fyrstu mánuðum ársins 1909. Það tók mig eina 4 mánuði að raða því. Safnið var ekki stærra en það þá, að hægt var að raða öllum mununum upp í hinum nýju húsakynnum. En ekki leið á löngu, uns húsrúmið var orðiö altof lítið. Það var ekkert bein- línis talað um, hve lengi safnið ætti að vera þarna á loftihu. En yfir útidyrum hússins var letrað „Landsbókasafnið“, af því að svo mun haía verið ráð fyrir gert, að hin söfnin fengju annað húsrúm, er stunair liðu. Þróun safnsins. — Getur þú gerf þjer í hug- arlund, hve vöxtur safnsins hef- ir orðið mikill í þinni tíð, þessi 40 ár, sem þú hefir veitt safn- inu forstöðu? Framh. .á bls. 11. á hinu nýja safni, <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.