Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 11
Finrmtudagur 30. okt. 1947 MORGUISBLAÐIÐ 11 Lögta k Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir vara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldurn: Tekjuskatti, tekjuskattsviðauka, eignarskatti, striðsgróðaskatti, fasteignaskatti, slysatrygg ingaiðgjaldi og námsbókagjaldi, sem fjellu í gjalddaga á manntalsþingi 31. júlí 1947, almennu tryggingasjóðs- gjaldi er fjell í gjalddaga að hálfu í janúar 1947 og að öðru leyti á manntalsþingi sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla, sem fjellu í gjalddaga 31. mars 1947, kirkju garðsgjaldi, sem fjell í gjalddaga 1. júní 1947, svo og á áföllnum og ógreiddum veitingaskatti, skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum og skipulagsgjaldi. Borgarfógetinn í Reykjavík, 29. október 1947. Kr. Kristjánsson. REYIÍVlKlNGAR! Hálftunnur og kútar undan kjöti verða keyptir næstu daga, enda sjeu ilátin hrein og ógölluð. Sœkjum heim. Frystihúsið Herðubreið, simi 2678. Garnastöðin, simi 4241. sími 4241 hriggja stofu íbtíð við Rauðarárstíg ásamt eldhúsi og öllum tískunnar út- búnaði er til sölu og laus 1. nóv. n.k. Ibúðin er unaðsleg og sá er sólarmegin í lífinu sem í henni býr. Nánari upplýsingar gefur Pjetur Jakobsson, löggiltur fast- eignasali, Kárastíg 12. Simi 4492. Viðtalstimi kl. 1—3. l’jelag Þingeyinga, Reykjavík Þingeyingafjelagið heldur aðalfund sinn með skemmtiatriðum og dansi á eftir í Tjarnarkaffi uppi kl. 9 s.d. i dag fimmtudaginn 30. okt. Fjölmennið. STJÓRNIN. Sendisvein vantar okkur í 2 tíma á dag, fyrir eða eftir hádegi. Uppl. í síma 6947. —V!fcjíiylncjaALri^itoj'an Fyrirspurn svarað um þingmannabústað og rekstrargjöld rík- isins FORSÆTISRÁÐHERRA og fjármálaráðherra svöruðu í gær tveim fyrirspurnum á Al- þingi. Rekstrargjöld ríkisins. Onnur fyrirspurnin var frá Skúla Guðmundssyni svohlj.: Hvað líður þeirri athugun á starfskerfi og rekstrargjöldum ríkisins, sem Alþingi fól rík- isstjórninni með samþykt álykt unar 3. mars 1945, að láta framkvæma? Jóhann Þ. Jósefsson, fjár- málaráðherra, varð fyrir svör- um. Upplýsti ráðherra að fjár- málaráðuneytið hefði í sam- ráði við ríkisstjórnina falið 5 mönnum að rannsaka allan kostnað við rekstur ríkisins og rekstur ríkisstofnana. — Skal nefndin síðan gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um hvernig koma megi á sparnaði á rekstr- argjöldum ríkisins. Voru þess- ir menn skipaðir í nefndina: Magnús Gíslason skrifstofustj. fjármálaráðuneytinu, Gunn- laugur E. Briem skrifstofustj. í atvinnumálaráðuneytinu, Jón- Guðmundsson skrifstofustj. í fjelagsmálaráðuneytinu, Magn ús Björnsson ríkisbókari, og Björn E. Árnason aðalendur- skoðandi. Kvaðst ráðherra vona að rann sókn þessari yrði lokið svo tím- anlega að hún gæti komið að notum við afgreiðslu fjárlag- anna. Ráðherra ræddi nokkuð í þessu sambandi um þá ábyrgð, er Alþingi bæri á útgjöldum ríkisins, bæði með afgreiðslu fjárlaganna og einnig með ýms um öðrum lögum sem krefð- ust mikilla fjárveitinga. Ráðherra benti að lokum á, að engu minni nauðsyn væri á að láta fara fram athugun á rekstrargjöldum bæjarfjelag- anna. Til máls tóku einnig Gísli Jónsson, sem óskaði eftir að fá sundurliðaða starfskrá um laun starfsmanna ríkisins til handa fjárveitinganefnd, (Pjet- ur Ottesen og Páll Zophonías- son). Þingmannabústaðir. Hin fyrirspurnin var um hvað gert hefði verið til að reisa hús eða kaupa hús fyrir þing- mannabústað. Fyrirspyrjandi Bernharð Stefánsson hjelt stutta ræðu. Benti hann á að forsætisráðherrabústaðurinn — Matthías Þórðarson Framh. af bls. 9 — Starístími minn við safn- ið er ný orðinn hátt í heiming af ævi þess. Það var 44 ára, þegar jeg kom að því, og nú eru rúm 40 ár síðan. Svo ekki væri það nema sjálfsagt, að safnið hefði tvöfaldast. En auk þess hafa bæst við bað nýjar deildir, svo sem Myntasafnið, Mannamyndasafnið, Listasafn- ið, Sjóminjasafnið og Iðnminja- safnið, að ótöldum nokkrum söfnum, sern komið hafa frá einstökum gefendum, og eiga að haldast sem sjerstakar deildir, svo sem safn Þorv. Thorodd- sen og frú Þóru, konu hans, og safn Stefáns og Önnu Steph- ensén. Stærst þessara deilda er Ásbúðarsafnið, sem keypt var af Andrjesi Johnsen í Hafnar- firði. Þá eru líka hinir stór- merku gripir safnsins, sem það fjekk eftir Willard Fiske, er hann hafði safnað í Egypta- landi, þegar hann var þar á brúðkaupsferð sinni. Oft hefir mönnum fundist, að óheill fylgdi gripum þeim, sem komn- ir eru frá hinum fornu gröfum Egyptanna. Og vera kann að slíkt hafi einmitt komið fram í sambandi við gripi þessa, sem Fiske prófessor hafði með sjer þaðan, meðan þeir voru í eigu hans. En ekki hefir á því bor- ið eftir að gripirnir komu hing- að. Það var hið mesta happ fyr- ir safnið, og þjóðina má segja, að Hafstein tókst að koma Safna húsinu upp áður en mikli brun- inn varð í miðbænum, þegar Landsbankinn brann. Hefði safnið þá verið í bankahúsinu, hefði farið illa. Vinsæl stofnun. — Áskotnast safninu ekki mikið af gjöfum á síðari árum? — Þjóðminjasafnið hefir alt frá öndverðu átt miklum vin- sældum að fagna meðal almenn ings. Og vonandi verður svo í framtíðinni, ekki síst eftir að safnið verður sett upp í hin nýju og rúmgóðu húsakynni, sem nú er verið að reisa fvrir það. Menn verða líka að hafa það hugfast, að þjóðminjar okkar eru víðar en á saíninu. Fyrsta áratuginn, sem jeg var forstöðu maður safnsins, fór jeg um alt land, og heimsótti svo að segja allar kirkjur og skráði alla kirkjugripi. Friðlýsti jeg líka þá staði, sem eiga, að varðveitast óhreyfðir samkvæmt lögunum um forn- minjar, og sendi jarðeigendun- um friðlýsingarbrjefin um þá, og hvernig þeir skyldu varð- um alt, sem við kemur því, er þeir hafa með höndum og með því gefa hinum fornu hlutum mál. Mikið lán hefir það verið fyrir verndun fornminja hjer á landi, að forlögin eða tilviljnn irnar skyldu beina Matthíasi Þórðarsyni inn í Forngripasafn ið okkar, þegar hann á unga aldri hóf þar starf sitt. Þjóð- menningarstarf það, sem hann þar hefir unnið, mun ekki fyrn ast. Öll þjóðin er sammála um að þakka honum óbilandi áhug.a og ómetanlegt starf. V. St. um kemur út bráðlege BRÁÐLEGA kemur á mark- aðinn bókin Bessastaðir,. eftir Vilhjálm Þ. Gisla’son skólastjóra. í þessari bók er rakin saga Bessastaða alt frá dögum Siiorra Sturlusonar, þar til það verður setur forseta íslands. Bókin er rúmár 200 blaðsíður og prýða hana fjöldi ljósmynda Henni er skipt niður í marga kafla. Svo sem kunnugt er koma margir helstu valdamenn lands- ins bæði innledir og erlendir við sögu Bessastaða. Þar hafa verið haldnir ýmsir merkilegir fundir og ráðstafanir. Að Bessastöðum hafa rán verið framin, Tyrkja- rán og rán Englendinga. Menningarstarfsemi var hald- ið uppi að Bessastöðum og voru þar sýndir sjónleikir. Þar var og hafin læknakensla. Þá er í bókinni kafli um Bessastaða- skóla og það menningar- og vís- indastarf, sem þar fór fram í sambandi við skólann. Bókaútgáfan Norðri á Akur- eyri gefur bókina út og er hún vel úr garði gerð. sæmdir heiðurs- FORSETI ISLANDS sæmcli í gær sr. Sigurbjörn Á. Gíslason stórriddarakrossi hinnar ísl. Fálkaorðu og trjesmiðameistara Flosa Sigurðsson riddarakrossi Fálkaorðunnar. Báðir hafa menn þessir vei ið í stjórn Elliheimilisins Gru«d frá stofnun þess. — Sigurbjörn Varð riddari Fálkaorðunnar árið 1930. — (Frjett frá orðuritara). við Tjarnargötu mundi vera heppilegur þingmannabústaður. veitast. Forsætisráðherra varð fyrir j Þegar hingað var komið svörum. Taldi ráðherra að eins samtalinu, fann jeg að nú og nú væri ástatt í gjaldeyris- { myndi jeg freistast til að spyrja og fjármálum okkar, þá væri ^ Matthías um ýmsa þá sögustaði, , sem hann hefir friðlýst fyrir þess enginn kostur að reisa þing mannabústað. Nauðsynleg íbúð arhús yrðu að sitja fyrir. En stjórnin hefði útvegar ut- anbæjarþingmönnum bústað á Hótel Borg, sem væri besta gisti hús landsins, auk þess rjett hjá þinghúsinu. Viðvíkjandi ráðherrastaðnum taldi ráðherra að hver ríkis- stjórn yrði að hafa slíkt hús til að halda uppi risnu. nútíð og framtíð, og margt og margt, því að fáa menn hefi jeg hitt, sem þolinmóðari eru en hann, til að leysa úr spurn- ingum manna. Enda hefir hann altaf reynst mjer vera sem lifandi alfræðiorðabók, um alt, sem við kemur fornminjum hjer á landi. En það er einn liður í starfi góðra safnvarða, að fræða almúgann og fáfróða De Gaulle stefnir eklti að einræði EINN af talsmönnum samfylk- ingar frönsku þjóðarinnar, — flokks De Gaulle, lýsti því yfir í dag, að sú staðhæfing komm- únista, að De Gaulle stefndi aO einræði, væri ekkert nema áróð- ur. Sagði talsmaðurinn einnig, að síðan samfylkingin hefði sigr að, hefði hin svokallaða komm- únistasamsteypa klofnaði ög með því farið út um þúfur -aR einræðisbrölt kommúnistaleið- toganna. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.