Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUTSBLÁÐIÐ Fimmtudagur 30. okt. 19471 MÁNADALUR Sld idiaaa, eítir J}acb cjCondon, 42. dagur j ..Lýðræði — það er draum-, ur heimskingjanna, heillin mín. Lýðræði er lygi lífsins, töfraorð, sem er fundið upp tii þess að verkamennirnir j skitli sætta sig við hlutskifti. sitt, alveg eins og trúarbrögð- | in sættu þá við hlutskifti sitt, hjer áður. Þegar þeir stundu: undir okinu og börmuðu sjer, þá hugguðu menn þá og hug- j iireystu með því að segja þeim sögur um hið fyrirheitna land | á himnum, þar sem þeir mundu lifa í eilífri sælu fyrir ( alla hrakninga sína hjer á jarðríki, en hinir ríku munduj allir fara í logandi vítisbál. Það voru þeir hygnu, sem ( fundu upp á þessu, og þeir, hafa skemt sjer vel vegna þess hvað þetta hepnaðist vel. En þegar þessi lygi var útslitin, og menn fóru að hugsa um lýðræði, þá sáu hinir hygnari fýrir því að það yrði fagur, draumur, og ekkert nema draumur. Þeir hygnu ráða öllu í heiminum". | ,,En að þjer skulið fala svo'na“, sagði Saxon. ,,Þjer eruð þó ein af okkur í verkamanna- stjett“. j „Jeg? í verkamannastjett? góða mín, jeg hefi að vísu tap- j að öllu í braski, að vísu er jeg orðin gömul og get ekki lengur heillað hina ungu menn og að vísu á jeg einskis annars úrkosta en lifa og j deyja með gamla Berrry hjer í þessu greni. En jeg er af höfð- . ingjum komin, góða mín, og heimsku undir fótum. Jeg hefi verið í svo dýrum veislum, að kostnaðurinn við þær hefði nægt til að framfleyta öllum í þessu borgar hverfi í heilan mannsaldur. Dick Golden og jeg sólunduðum fjögur hundr uðum þúsunda franka á einni viku við spilaborðin í Monte Carlo. Það voru peningar Dicks, en það hefði líka verið mínir peningar. Hann var Gyð ingur, en hann kunni að eyða. í Indlandi bar jeg á mjer gim- steina, sem hef,ði nægt til að bjarga þeim þúsundum rnanna, sem dóu þar úr sulti fyrir augunum á mjer“. „Horfðuð þjer upp á það, að þúsundir manna urðu hung- urmorða, en gerðuð ekki neitt að bjarga þeim hrópaði Sax- on skelfd. „Já, jeg var ekki að ^yða gimsteinunum mínum í það — en svo stal rússneskur liðsfor- ingi þeim af mjer áður en árið var liðið“. „Og þjer ljetuð fólkið deyja?“ sagði Saxon. „Þetta voru ræflar. Þeir eru eins og maðkaveiða og við koman eins hjá fiskiflugum. Þeir voru einskis virði, góða mín. Þeir voru álíka vitlausir og verkamennirnir hjer. sem gera ekki annað en hlaða Jiið ur börnum svo að herrarnirj hafi altaf nóga þræla“. Saxon var engu nær þegar hún fór frá henni-. Ráðgáta til j verunnar var jafn óleyst eftirj sem áður. Og eftir þvi sem lengur leið urðu verkfallsmenn! æstari og æstari. Billy hristi j höfuðið og kvaðst ekkert skilja1 í hvað það gæti verið, sem kom' ið hefði þessari bölvun á stað.' „Jeg skil þetta ekki“, sagði hann við Saxon. „Þetta er eins og óleysanleg flækja, eða að menn sje að berjast í myrkri. Líttu nú til dæmis á okkur ökumennina. Þeir eru far|nir að skrafa um það að gera sam- úðarverkfall til heiðurs við vjel smiðina sem hafa gengið at- vinnulausir í viku, og nýir menn komnir í þeirra stað. Þeir segja að ef við ökumenn irnir höldum áfram að vinna og aka vörum í verksmiðjurn ar, þá sje verkfallið tapað“. „Ekki datt ykkur í hug að gera verkfall þegar dregið var af kaupi ykkar“, sagði Saxon. „Hvers vegna ættuð þið þá að gera verkfall nú?“ „Það var nú svo ástatt að við gátum ekki gert verkfall þá“, sagði hann. „En nú eru öku- mennirnir í San Francisco og hafnarverkamennirnir þar við búnir að styðja okkur. Að minsta kosti er svo sagt. Og ef við gerum verkfall þá reynum við auðvitað um leið að fá kaup ið hækkað, svo að það verði eins og áður var“. „Pólitíkin er svívirðileg11, sagði hann öðru sinni. „Þetta er alt svívirðilegt og mennirn ir líka. En alt væri gott ef við hefðum vit á því að kjósa heið arlega menn ------“ „Þið Bert og Tom getið aldrei orðið sammála. Hvernig get- urðu þá búist við því að allir aðrir verði sammála?“ spurðii hún. „Já, það eru vandræðin", [ sagði hann. „Maður getur orð ið vitlaus á því að hugsa um! alt þetta. Og þó er lausnin svo afar einföld. Við þurfum ekki' að gera annað en kjósa heiðar, lega menn á þing og þá kemur í alt af sjálfu sjer. En Bert vill uppreisn og Tom reykir pípu1 sína og lætur sig dreyma um að, sá tími muni koma að allir' kjósi eins og hann vill. En við eigum ekki að hugsa um fram | tíðina. Það er hin líðandi stund sem gildir fyrir okkur. Tom | segir að við getum ekki fengið heiðarlega menn kosna núna og Bert segir að við fáum þá -al drei kosna. Hvað á einstakling 1 urinn að gera þegar engir geta' orðið sammála? Líttu nú á jafn aðarmennina, þeir eru altaf í illindum innbyrðis, aldrei sammála og keppast um að reka hvern annan úr flokknum. Þetta er alt saman vitfirring og svei mjer ef jeg er ekki að verða vitlaus út úr þessu öllu sam- an. En það sem jeg get ekki skilið er, að allir skuli ekki sjá það að við þurfum nú þegar að fá heiðarlega menn til for- ustu“. Hann þagnaði og horfði spyrj andi á Saxon. „Hvað er að?“ spurði hann svo alt í einu hræðslulega. „Ertu veik — eða er eitthvað að þjer?“ Hún hafði gripið höndinni að hjarta sjer og skelfingarsvipur komið á hana. En svo breyttist þetta skyndilega. Hún brosti og fagnaðarsvipur kom á and- litið. En það var ehgu líkara en að hún tæki alls ekki eftir því að maður hennar var hjá henni það var eins og hún væri að hlusta á einhvern fagnaðarboð skap, sem henni einni var ætl aður. Eftir nokkra stund áttaði hún sig og rjetti Billy höndina. „Það lifir“, hvíslaði húh.! „Jeg finn að það er lifandi. Ó. hvað jeg er sæl, óumræðilega sæl“. Þegar Billy kom heim frá vinnu kvöldið eftir minti hún hann á þáð hverjar skyldur fylgja því að vera faðir. „Jeg hefi verið að hugsa um þetta Billy“, sagði hún, „og jeg er svo ung og hraust að við þurfum ekki að baka okkur nein sjerstök útgjöld. Mjer hef ir dottið í hug að sækja Mörtu Skelton — hún er ágæt Ijós- móðir.“ En Billy mátti ekki heyra það nefnt. „Ekki Um að tala, Saxon“, sagði hann. „Við sækjum Hent ley lækni. Hann er læknir Bill Murphy og Bill er stórhrifinn af honum. Hann er að vísu gamall, en hann kann sitt, verk. „Marta sat yfir Maggie Dona hue og það gekk ágætlega“, sagði Saxon. „Það er sama, hún fær ekki að sitja yfir þjer, nei, ekki að mjer heilum og lifandi“ sagð hann. „Læknirinn kostar tuttugu og fimm dollara“, sagði Saxon. ,,og svo heimtar hann að jeg hafi hjúkrunarkonu hjá mjer, af því að jeg þekki enga sem getur hjálpað mjer. En Marta mundi gera hvort tveggja og vera miklu ódýrari". Þá faðmaði Billy hana og mælti með áherslu: „Heyrðu nú kona góð. Við horfum ekki í aurana, þegar á þarf að halda. Við erum nú þannig og þú mátt aldrei gleyma því. Nú átt þú að ala barn og þú átt ekki að hugsa um neitt annað, enda er það alveg nóg fyrir þig. Mitt hlut- verk er að útvega peninga og hugsa um þig. Og ekkert er of gott fyrir þig. Jeg vil alls ekki eiga það á hættu að neitt komi fyrir þig. Heldur vildi jeg eyða þúsund dollurum én að eiga nokkuð í hættu þín vegna. Hvers virði eru peningar á á móts við þig? Þeir eru ekki annað en rusl. Þú ert mjer alt — og svo drengurinn. Jeg er altaf að hugsa um hann á hverj um degi. Og ef mjer verður sagt upp, þá er það því að kenna að jeg hugsa of mikið upi hann. Jeg hlakka óstjórn- lega mikið til þess að sjá hann En þó segi jeg þjer það satt, Saxon, að heldur vildi jeg að hann dæi en að nokkuð yrði að þjer. Og á því ættii'ðu að sjá hvað þú ert mjer mikils virði. Og nú skal jeg segja þjer það, Saxon, að áður en jeg hitti þig helt jeg að fólk byrjaði á því eftir brúðkaupið að reyna að koma sjer saman eins og það best gæti. Og jeg held að þetta sje rjett um öll önnur hjón en okkur. Mjer þykir vænna og vænna um þig með hverjum deginum sem líður. Þessa stund ina þykir mjer vænna um þig heldur en þegar við giftumst, já, mjer þykir núna vænna um þig heldur en fyrir fimm mín útum. Þú þarft enga hjúkrun- arkonu. Læknirinn getur vitj- að þín á hverjum degi og svo getur Mary hjálpað þjer og svo getur þú hjálpað henni aftur þegar stendur eins á fyr- ir henni. Ej Loflur getur þaö ekki — Þá hver? GULLNI SPORINN 121. Sautjándi kafli. Jeg finn Delíu. Jeg mun láta sagnfræðingana um, að skýra frá því öðru, sem við kemur þessum sigri okkar. Þó get jeg sagt frá því strax, að við tókum meir en 1700 fanga, ásamt her- núðum uppreisnarmannanna, fallbyssum þeirra og vist- von. Strax eftir að riddaralið Digbys ofursta, hafði verið sent til að reka flóttann, fann jeg að eitthvað kom við hendina á mjer, og þegar jeg sneri mjer við, var hestur minn þarna kominn, en hestasveinn hjelt í beisli hans. Jeg ákvað nú að yfirgefa vígvöllinn og lagði af stað niður hæðina, sem hörðustu átökin höfðu orðið um. Pott- ery skipstjóri, gekk við hliðina á hesti mínum, í brattanum lá fjöldi dauðra og særðra manna, og þori jeg að fullyrða, að fjórir af hverjum fimm hafi verið uppreisnarmenn. J Niðri í dalnum var byrjað að dimma, en sólin sendi síðustu geisla sína á moldarvirkið uppi á hæðinni. Við íórum yfir lækjarsprænu í botni dalsins og leituðum svo I upp hann. Syo komum við að vegi með trjárunnum á báða vegu, og þar rákumst við á tvo uppreisnarmenn, sem lögðu á flótta strax og þeir sáu okkur. Við ljetum I þá afskiptalausa. Vegurinn lá í vesturátt og gegnum smáþorp, þar sem enginn maður var sjáanlegur. Við gengum í gegnum þorp- ið og komum að lokum auga á hafið í fjarlægð. Við höfð- um gengið spottakorn, þegar Pottery allt í einu nam stað- ar og starði út á sjóinn. Jeg horfði líka, og kom auga á litla skútu, sem lá í um Pálfrar mílu f jarlægð frá ströndinni. Þetta var hin falleg- asta sjón, en þó fjekk jeg ekki skilið, hvers vegna Pottery ] var svona heillaður. Það var eins og hann tæki eftir þessu, því hann sagði: j „Hvað ætli svona skúta sje hjer að gera — og svona nálægt landi?“- Svo hló hann og hristi höfuðið og sagði: 1 „Jæja, við skulum fá okkur eitthvað að borða.“ Ertu í slcsmu skapi, Htli vinurf k Farþegi nokkur var í flugvjel langt upp í skýjum, þegar flug- maðurinn allt í emu byrjaði að hlæja hástöfum. — Hvers vegna ertu að hlæja? sagði farþeginn. — Jeg er að hugsa um hvað þeir munu segja á vitfirringa- jiætinu, þegar peir frjetta að jeg er sloppinn. | * i — Raggi: — Ekki veit jeg hvað hann Nonni gerir við alia peningana sína. — Hann var „blankur" í gær og aftur í dag. Maggi/; — Hefur hann verið að reyna að fá lánað hjá þjer? Raggi: — Nei, nei, jeg hef verið að reyna að fá lán hjá honum. I k Hr. Smith: — Hvers vegna segja konur, að þær hafi verið að versla þegar þær koma ekki með neitt heim. Frú Smith: — Hvers vegna segja menn að þeir hafi verið að veiða, en koma ekki með neinn fisk. ★ Rafmagnsmaðurinn: Hjerna, haltu í endann á vírnum. Lærlingurinn: Jeg held í hann. Hvað svo? Rafmagnsmaðurinn: Finn- urðu nokkuð? Lærlingurinn: Nei. Rafmagsmaðurinn: Jæja, passaðu þig á að koma ekki við hinn endann, því í honum er 3 þús. volta straumur. ★ Farþeginn: — Hvort á jeg að fara út að aftan eða framan? Strætisvagnabílstjórinn: —■ Það er alveg sama, vagninn stoppar bæði að aftan og frarn^ an. ★ — Já, sagði Kaliforníubúinn, hjer höfum við sól 365 daga á ári. — Ert.u nú viss um það, sagði gesturinn, sem var í heimsókn. — Já, flest öll ár, nema þegar hlaupár er, þá er auðvitað sól í 366 daga. BEST AÐ AUGLÝSA / MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.