Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 8
8 MORGIJTSBLÁÐIÐ Fimmtudagur 30, okt. 1947 JHííríl ' Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgfiarm.) FrjeUaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Aml Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Alltaf að tapa KOSNINGUNUM í Danmörku er lokið. Þeirra hefði verið beðið með töluverðri eftirvæntingu. En nú eru úrslit þeirra kunn. Megineinkenni þessara kosninga voru hin sömu og annara, sem fram hafa farið í Vestur-Evrópu í sumar, stórfelt tap, allt að því hrun kommúnistaflokksins. Flokk- urinn missir nær helming atkvæða sinna með þjóðinni og iær helmingi færri fulltrúa á þingi en hann áður hafði. Danska þjóðin þurfti ekki mjög langan tíma til þess að átta sig á því, hvað fyrir kommúnistum vakti. Þess- vegna gaf hún í þessum kosningum 9 af 18 þingmönnum ilokksins frí frá störfum á löggjafarsamkomu sinni. Þeir eru vel að því fríi komnir og trúlega fá hinir 9 það næst þegar kosið verður. Um úrslit kosninganna að öðru leyti, er það að segja, að jafnaðarmenn hafa fengið mest af hinu tapaða fylgi Kommúnista. í kosningunum 1945, töpuðu þeir mörgum þingsætum til kommúnista. Þetta fylgi hafa þeir nú end- urheimt að verulegu leyti. En danskir jafnaðarmenn hafa þó ekki unnið aftur þá aðstöðu, sem þeir höfðu um langt skeið til þess að geta myndað einir stjórn með róttæka flokknum. Þessir tveir flokkar hafa nú ekki nema 67 atkvæði af 148 í þinginu. En sá flokkurinn, sem flest þingsæti vann, var flokkur Knud Kristensen forsætisráðherra, Vinstri menn, sem er sá stjórnmalaflokkur Dana, sem stendur einna lengst til hægri. Hann bætti við sig 11 þingsætum, aðallega á kostn- að íhaldsflokksins. Eru kosningaúrslitin því mikill sigur iyrir núverandi ríkisstjórn. Á þessu stigi er ekki vitað, hverjar stjórnarhorfur eru í Danmörku. Hugsanlegt er, að Vinstri menn myndi stjórn á ný, ann- að hvort minnihlutastjórn einir eða samsteypustjórn með einum eða fleiri borgaraflokkanna. En slík stjórn gæti stuðst við þingmeirihluta, þar sem borgaraflokkarnir eru í verulegum meirihluta í þinginu. Ellefu rófur ÍSLENSKUR hundur dinglar rófunni suður á Keflavík- urflugvelli framan í húsbændur sína. Hvers vegna gerir i:ann það? Svarið er nærtækt, þeir hafa gefið honum að jeta, hann er þeirra hundur og hann er með þeim. Þetta er ofureinfalt. Hundurinn er eins og aðrir hund- ar, tryggur og hændur að þeim, sem gefa honum bita og eitthvað að lepja. Framan i þá dinglar hann rófunni. íslenski kommúnistaflokkurinn fær fje og fyrirskipanir írá mönnum austur í Moskvu. Hann lifir á fjenu og fram íylgir fyrirskipununum. Hann er líka tryggur og hændur að húsbændum sínum. Við hversu örlítinn andvara, sem Jeggur að austan, blakta 10 kommúnistarófur á Alþingi. Hversvegna gera þær það? Sagan frá Keflavíkurflugvellinum er að endurtaka sig, það er verið að þakka fyrir matinn, að vísu ekki kjötbita eða mjóikursopa, heldur fje, sem varið er til þess að grafa undan sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, efnalegu og and- legu. Múnurinn á Keflavíkurrófunni og hinum tíu, er fyrst og fremst sá, að Keflavíkurrófan er hringuð. En það er mikill eðlismunur á þessu rófudingli, þótt orsökin sje sú sama á báðum stöðum. Eigandi Keflavíkurrófunnar gerir engum mein Hann nagar sitt bein og er ánægður. Eigendur hinna rófanna naga hinsvegar þær stoðir, sem halda uppi menningu og frelsi þjóðarinnar. Þeir eru Níðhöggvar íslensks þjóðfje- iags. Þessvegna er iðja þeirra hættuleg. Þessvegna munu Jslendingar gefa flestum þessum rófum frí við næstu kosningar, alveg eins og danska þjóðin gerði í kosningun- um í fyrradag. ÚR DAGLEGA LÍFINU Milli vonar og ótta. Á MÁNUDAGSMORGUN- INN strandaði skip á Öndverð- arnesi. Þar tókst svo giftusam- lega til, að öllum mönnum var bjargað, sem í skipinu voru. En í 10 klukkustundi; varð að bíða eftir frjettum af því hver örlög mannanna hefðu orðið vegna þess, að ekki er sími nálægt strandstaðnum. í þetta skifti vildi svo til að skipið var er- lent og engir aðstandendur hjer sem biðu milli vonar og ótta í landi. Þó var einn Islendingur um borð. En ef um íslenskt skip hefði verið að ræða og íslenska skips höfn hefði sagan somt verið sú sama, engar frjettir um afdrif skipbrotsmanna fyr en seint og síðar meir. • Talstöðvarlausar björgunarsveitir. ÞAÐ hljómar eins og öfug- mæli, en er engu að síður satt, að björgunarsveitirnar, sem sendar voru á hinn afskekta strandstað höfðu ekki með sjer talstöðvar. Guðbjartur Ólafsson forseti Slysavarnafjelagsins sagði mjer þetta sjálfur. Og er jeg spurði hann hvernig á því stæð’i, að björgun^rsveitirnar hefðu ekki tæki til að láta vita um sig og bjöigunarstarfið, sagði hann að það stæði á Lands símanum. Slysavarnarfjelagsst j órnin vildi gjarna og sæi oft nauðsyn þess að björgunarsveitir hefðu með sjer talstöðvar, en það hafi til þessa ekki verið hægt að fá þær hjá Landssímanum. • Dugar ekki lengur. í ÞETTA umrædda skifti tókst björgunin vel. En í ann- að skifti gæti staðið svo á, að skipbrotsmenn kæmu særðir í land, eða björgunarsveitir, sem staddar eru langt frá manna- bygðum þyrftu nauðsynlega að láta senda sjer tæki, eða lækni, hjúkrunarfólk o. s. frv. Tal- stöðvarlaus björgunarsveit yrði þá að senda til bæja aftur og gæti orðið tafsamt, auk þess, sem það gæti og kostað manns- líf. — Hjer er um svo fáheýrt sleif- arlag að ræða, að það dugar ekki lengur. Og það verður einnig að koma fyrir talstöðv- um í skipbrotsmannaskýlunum, ef þær eru þar ekki fyrir. • Þjóðleikhús og gjaldeyrir. ÞEIM, sem hugsa um Þjóð- leikhúsið og bíða eftir því með óþreyju blöskrar altaf við og við pg geta þá ekki orða bund- ist. Gamall leiklistarunnandi hefir skrifað „Daglega lífinu“ á þessa leið: „Má jeg' þakka pistilinn um Þjóðleikhúsið s. 1 sunnudag. Það mætti gjarnan minnast oftar á það mál, því nú er svo komið að menn hrista höfuðið af undrun yfir því óskaplega sleifarlagi, sem virðist hafa ver ið við byggir.gu þessa húss. Mig minnir að húsameistari ríkisins hafi tilkynnt í blöðun- um í fyrra, að húsið yrði full- búið til notkunar haustið 1947. Ekki alls fyrir löngu kom svo tilkynning frá hor.um þar sem hann segir að fyrirsjáanlegt sje nú orðið að ekki geti sú áætlun staðist. • Stólakaup og gjaldeyrir. „NÚ gengur sú saga að ekki fáist erlendur gjaldeyrir til þess að hægt sje að festa kaup á stól- um o. fl. í húsið. Mig langar þessvegna til að spyrja háttvirt- ann húsameistarann, hr. Guð- jón Samúelsson, hvort hann hafi ekki athugað, fyr en nú á þessu ári þegar gjaldeyris- vandræðin vona skollin á, að stólar eru ef til vill nauðsyn- legir hlutir í leikhús? Við skulum vonn að honum hafi verið það fullljóst og að tilraunir hafi verið gerðar til að fá stóla, en ekki tekist. En mjer er spurn, var þá ekki hægt að tryggja húsinu erlendan gjaldeyri, fyrir því sem vantar, á meðan þjóðin áttl hann í ríkum mæli, og leggja upphæðina inn í erlendann banka þar til hægt væri að gera kaupin? • Onnur aðferð. ..MJER er sagt að h.f. Nýja Bíó hafi fyrir mörgum árum, víst áður en byrjað var á breyt- ingu hússins, fest kaup á hin- um mjög svo fallegu og bægi- legu stólum, sem þar eru nú komnir. En það er kannske af því að þar ræður hið dugandi einstaklingsframtak, sem marg- Ir vilja feigt. — Af hverju gat húsameistari ekki gjört eitt- hvað þessu líkt meðan vei ár- aði? Það væri sannarlega gam- an að fá upplýsingar um hvernig í því liggur. Nóg var plássið í Þjóðleikhúsinu . þótt geyma yrði stólana í nokkur ár. • Vantar skýringu. ANNARS er það mjög æski- legt og tími til þess kominn. að almenningur fái skýrar upplýs- ingar um hversvegna þessu máli miðar svona herfilega seint þar sem vitað er að marg- ir trjesmiðir og aðrir iðnaðar- menn eru við allskonar vinnu í húsinu og munu víst hafa ver- ið þar lengi. Þjóðin á heimt- ingu á að fá upplýsingar um þetta mál, svo lengi er hún bú- in að bíða róleg eftir þessu marg brotna og stórbrctna leikhúsi. Iðnó hefir verið aðal leikhús höfuðstaðarins í 50 ár, ef jeg man rjett. Tilbúið fyrir 25 ára afmælið. ÞAÐ virðist því tími til þess kominn að farið verði að hraða lúkningu stærra leikhúss, — og það er spá mín, að þegar Þjóð- leikhúsið verður loksins tekið í notkun, þá muni margur hugsa — jafnvel þeir, sem hafa verið andvígastir Þjóðleikhúsbygging unni — mikill er nú munurinn ekki aðeins fyrir leikhúsgestina heldur og líka fyrir leikarana. Og þeir munu segja, skömm er að því hvað við fengum þetta leikhús seint, hafa augu hinna ráðandi manna virkilega verið algjörlega lokuð fyrir þessu menningarmáli fram að þessu. En sagan á sjálfsagt eftir að segja margt fleira og misjafnt um þetta mál. Og nú skulum við vona að. áður en Þjóðleik- húsið verður 25 ára verði því fulllokið. — Vel má bæta því hjer við að það vantar svo sem ekki að birtar hafi verið mynd- ’r af byggingunni í tímaritum og erlendum blöðum þegar ver- ið var að gorta af menningu þjóðarinnar“. MEÐAL ANNARA ORÐA .... i . | Eftir G. ]. Á. |-----— i---—4 Tvíeggjað vopn Um áróðursbók, sem á að sanna yfirburði komm únismans, en gerir allt annað. • ÁRÓÐUR getur ósjaldan haft önnur áhrif en ætlast er til. Stundum springur byssan í höndum áróðursmannanna og propagandapúðrið þeytist beint í andlit þeirra. Þannig var það oft með Göbbels, svo eiÞ dæmi sje nefnt. Sá heiðursmoður átti það til dæmis til að gleyma því, að Bretar nefna oft flotastöðvar og búðir sjóliða sinna skipa- nöfnum. His Majesty’s Ship Tiger getur þannig alveg eins verið braggaþyrping einhvers- staðar við Zuesskurðinn, eins og korvetta á Atlantshafi. — Því var það, að Göbbels iðu- lega á styrjaldarárunum „sökti“ dvalarstöðum breskra flota- stúlkna lengst inn í landi. Kommúnistum og þeim öðr- Að hverju hlær það? um, sem mikið beita áróðurs- vopnum, hefur einnig orðið hálft á þessari braut. Þannig er aðeins skammt liðið síðan þeir Ijetu „myrða“ bandarískan kvikmyndaleikara Afturhalds- seggirnir „myrtu“ hann auðvit- að, og kvikmyndaleikarinn (sem síðan hefur sjeð sig til- neyddan að lýsa því yfir opin- berlega, að hann sje énnþá bráð lifandi) var auðvitað að berj- ast baráttu kommúnista. • • Bók um Rússland. Núna nýverið barst mjer bók, sem sýnir á áþreifanlegan hátt, hvernig vopnið getur snúist í höndum Göbbelsanna. Bókin er að ýmsu leyti merkileg: Hún er prentuð í Leipzig í Þýskalandi fyrir valdatöku nasista, og hún (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.