Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. okt. 1947 Sjdlfstæðisflokkurinn vill tryggja hags- muni almennings með því að þeir fdi leyfin, sem gera hagkvæmust innkaupin Ræða Ingólf s Jónssonar við útvarpsumræðurnar Herra forseti! Góðir hlustendur! Háttv. 6. þm. Reykv. hefur flutt breytingártill. í frv. formi við 12. gr. 1. um fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlags eftirlit. Svo mikilvægt finnst kommúnistum um þetta frv., að þeir hafa óskað eftir útvarps- umræðum um það. Með frv. þessu, ef að lögum verður, telja kommúnistar, að vernda megi þjóðina fyrir hinu ímyndaða heildsalavaldi, sem þeir gera svo oft að umræðuefni. Heildsalagrílan. Heildsalavald og Landsbanka vald eru hugtök sem ýmsir stjórnmálamenn hafa á heilan- um. Þeim finnst þetta tvennt, sem aðeins er til í þeirra eig- in höfðum, en ekki í veruleik- anum, vera sá voði, sem þjóð- inni stafar mest hætta af. Sú var tíðin, að ísleridingar áttu engan banka. Þá var hjer ekk- ert innlent fjármagn og lána- starfsemi og framkvæmdir eng- ar. Þá var verslunin í höndum erlendra manna, sem högnuð- ust vel á viðskiptum við lands- menn, en fluttu allan gróðann út úr landinu. A þeim íímum var íslenska þjóðin fátæk og bjó við frumstæð lífsskilyrði. Það þóttu mikil tíðindi og góð, þegar dugmiklir athafnamenn komu hjer á fót banka fyrir landsmenn. Fjármagn bankans var lítið til að byrja með, en ekki leið á löngu. áður en hann gat lánað landsmönnum til skipakaupa og annarra fram- kvæmda. Bankinn varð til þess að flýta fyrir því, að verslun- in komst að öllu leyti í inn- lendra manna hendur. Innlend ir kaupsýslumenn tóku að keppa við erlendu kaupmenn- ina, og lauk þeirri viðureign, eins og kunnugt er, á þann hátt, að hinir erlendu kaupmenn þoldu ekki samkeppnina og hættu að reka verslun hjer á landi. Það kom fljctt í ljós, eft- ir að Islendingar fóru sjálfir að annast um öll viðskipti innan- lands -og utan, að hagur þjóð- arinnar breyttist mjög til batn- aðar. Þjóðin var nú ekki lengur mergsogin og fjeflett eins og áður tíðkaðist. Almenningur fjekk hagstæð viðskipti og hag- i ur þjóðarinnar blómgaðist. Ýmsar framfarir fóru nú að gerast í landinu og vorhugur og sjálfstæðisþrá vaknaði. ís- lendingar höfðu kastað af sjer þeim fjötrum, sem hjeldu þjóð- inni í fátækt og aðgerðarleysi. Frjáls verslun, frelsi í hvers- konar athöfnum og fram- kvæmdum, sem til heilla horfðu var ráðandi í landinu. En þótt mikið hafi áunnist eru þó mörg verkefni óleyst. Enn er laudið ekki ræktað nema að litlu leyti. Enn er afl fall- vatnanna að litlu leyti notað. Ennþá eru mörg verkefni til sjós jog lands fyrir menn til athafna og mikilla framkvæmda. Þjóð- in stenst því ekki við að hefta allar athafnir og framfaravið- leitni. Það er hættulegt að draga úr mönnum kjark og sjálfs- bjargarhvöt með því að predika stöðugt vonleysi og hrun. Kaup sýslumennirnir hafa mikið og vandasamt hlutverk að leysa. Eins og störf þeirra voru þýð- ingarmikil um það leyti, sem verslunin fluttist inn í landið, svo eru þau það einnig enn í dag. íslendingar eiga eftir að kynna framleiðsluvörur sínar víða um lönd og útvega mark- aði fyrir þær. Til þess þarf á hverjum tíma ötula og vel menntaða kaupsýslumenn, sem hafa lægni og hæfileika til að koma vörum landsmanna i gott verð. íslenska þjóðin er háðari innflutningi en margar aðrar 'þjóðir. FramleiHsla okkar er svo einhæf, að við hijótum ávalt að flytja til landsins margskon- ar iðnaðarvörur og annað, sem við getum ekki framleitt hjer. Dugandi kaupsýslumenn vinna þjóðnýt störf. Hjer á landi er tiltölulega fjölmenn stjett manna, sem annast innflutning hinna ýmsu vara. Margir innflytjendur hafa sýnt dugnað og árvekni í starfi sínu. En eins og oft vill verða, þar sem margir eiga hlut að máli, verða oft ýms mistök, sem spilla áliti stjettarinnar. Dug- legir kaupsýslumenn, sem leggja sig' fram til þjónustu fyrir almenning og vinna störf sín samviskusamlega, innan þess ramma, sem löggjafinn set ur, vinna þjóðnýt störf og verð- skulda ekki þær svívirðingar, sem stöðugt koma frá vissum flokkum og mönnum. Það hefur oft verið deilt um það, hvernig deila skuli inn- flutningnum. Ýmsir menn hafa kvartað undan því, að S.I.S. fái ekki rjetta hlutdeild í hon- um. Hafa Framsóknarmenn oft, og nú loks kommúnistar, talið, að hlutur S.Í.S. sje fyrir borð borinn, ef miðað er við þann fjölda, sem vill hafa viðskipti sín við kaupfjelögin. Því hefir oft verið haldið fram, að við Sjálfstæðismenn viljum ganga á rjett S.Í.S. Þetta er hrein- asta fjarstæða. Við Sjálfstæðis- menn styðjum samvinnuversl- un. Enda er vitað, að mörg þúsund Sjálfstæðismenn um land allt eru fjelagsmenn í kaupfjelögunum. En við Sjálf- stæðismenn höfum alltaf talið, að öryggi almennings og góð og heilbrigð viðskipti fengjust helst /með því, að verslunin væri frjáls, og þeir, sem mestan dugnað sýna og best kjör bjóða, hafi möguleika til að starfa. Ingólfur Jónsson. Við Sjálfstæðismenn viljum ekki einræði, hvorki í verslun- arháttum eða öðrum greinum. Það þóttu góð tíðindi, sem bárust frá aðalfundi S.Í.S. 1946. Á þeim fundi var samþykkt til- laga, sem bar algjörlega heim við stefnu okkar Sjálfstæðis- manna í verslunarmálum. Fund »rinn lýsti því sem stefriu sinni, að vinna bæri að því að gera verslunina í landinu frjálsa. Mun forstjóri S.í S., Vilhjálm ur Þór, hafa beitt sjer fyrir til- lögunni og fengið hana sam- þykkta. Þótt núverandi ástand, þar sem um skömmtun á ýms- um nauðsynjavörum er að ræða, leyfi ekki friálsa versl- un, munu þó þeir, sem vilja stefna að frjálsri verslun, svo fljótt, sem möguleikar leyfa, vilja stuðla að því, að eins mik- ið frelsi ríki í verslunarmálun- um og unt er, við þær aðstæð- ur, sem við nú búum við. Jeg býst því við, að frv. það, sem hjer um ræðir. og háttv. 6. þm. Reykvíkinga og fulltrúi Framsóknarmanna hafa lýst, sje ekki borið fram eftir ósk eða vilja S.Í.S. Hugtakið frjáls verslun og þetta frv. er svo ólíkt, að það getur á engan hátt samrýmst frelsisunnandi hugsunarhætti. Frv. háttv. 6. þm. Reykvíkinga er byggt á höftum og ófrelsi, Háttv. flm. þykist vera að vinna fyrir kaupfjelögin með flutn- ingi frv. Hann hefur einnig sagt, að það tryggi hagsmuni og frelsi almennings. Meiri fjar stæðu mun sjaldan hafa verið haldið fram hjer í sölum Al- þingis. Jeg mun sanna, að hagsmun- ir fólksins eru fyrir borð born- ir, ef farið verður eftir tillögu háttv. flm., og kaupfjelögin geta á engan hátt hagnast á því, þótt frv. þetta verði samþykkt. Innflutningslcyfi miðuð við hagkvæniust innkaup. I 12. gr. 1. um fjárhagsráð, innflutning og verðlagseftirlit stendur þetta orðrjett, -— með leyfi hæstv. forseta: „Úthlutun innflutningsleyf- anna sje við það miðuð, að versl unarkostnaður og gjaldeyris- eyðsla verði sem minnst. Reynt verði eftir því sem frekast er unnt að láta þá sitja fyrir inn- flutningsleyfum, sem best og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vör- ur sínar ódýrast í landinu. Skal þetta gilda jafnt um kaup- mannaverslanir og samvinnu- verslanir og miðað við það, að neytendur geti haft viðskipti sín þar, sem þeir telja sjer hag- kvæmast að versla.“ Þessi ákvæði laganna, sem jeg nú las, tryggja hagsmuni al- mennings. Þessi grein tryggir það, að neytandinn fær vöruna á hverjum tíma með þeim bestu kjörum, sem fáanleg eru. Nú, þegar gjaldeyrir þjóðar- innar er mjög takmarkaður, er meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr, að úthluta innflutnings- leyfum samkvæmt þessari laga grein, og tryggja með því, að gjaldeyrinum verði vel varið. I landi samvinnunnar, Svíþjóð, hefir sú regia gilt., að láta þá fá innflutningsleyfi, sem gera best innkaup. Svíar eru .nægi- lega miklir fjármálamenn til að sjá, að sú regla er hagkvæm- ust. Með því móti ei unnið gegn dýrtíðinni í landinu. Með því að nota þá reglu sparast erlendur gjaldeyrir, um leið og neytend- um er veittur sá mikilsverði og eftirsótti rjettur, að kaupa góð- ar vörur með vægu verði. Hjer í landi hefur þessi regla enn ekki verið framkvæmd, þrátt fyrir ákvæði laga um fjár- hagsráð og innflutningsverslun. Til þess liggja þær ástæður, að með setningu laganna var á- kveðið að leggja Viðskiptaráðið niður. Það drógst að vísu í nokkra mánuði, að þar, sem Viðskiptaráðsmenn vissu, að þeir áttu að hætta störfum, og gerðu ráð fyrir, að það yrði miklu fyr en raun varð á, þótti þeim ekki taka að vinna eftir nýjum reglum við úthlutun inn flutningsleyfa, og hjeldu sjer því við þær reglur, sem áður giltu um þessi efni. Þegar Viðskiptoráðið hætti, var Viðskiptanefndin skipuð. Síðan er ekki langur tími, enda hefir hún enn lítið veitt af inn- flutningsleyfum, eins og kunn- ugt er. Það höfðu allir gert ráð fyrir því, að Viðskiptanefndin starf- aði í samræmi við 12. grein laga um fjárhagsráð og innflutn ingsverslun, þangað til full- trúar Framsóknarflokksins í Fjárhagsráði komu með nýjar tillögur, sem starfsgrundvöll fyrir nefndina, og háttv. 6. þm. Reykvíkinga hefir borið fram í frumvarpsformi. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins í fjárhagsráði munu þó ekki hafa ætlast til, að tillögur þess- ar væru fram bornar á hæstv. Alþingi. Ef svo hefði verið, hefðu Framsóknarmenn flutt þær inn í þingið, sem sitt á- hugamál. En háttv. 6. þm. Reyk víkinga tók þessar tillögur upp og hugsaði sjer að nota þær, sem sprengjur á stjórn-rher- búðirnar. En sú tilraun háttv. 6. þm. Reykvíkinga mun bregð- ast og verður það óneitanlega vonbrigði fyrir kommúnista. Með tillögum þessum er lagt til, að bætt verði við 12. gr. áðurnefndra laga: „Að á meðan fleiri eða færri vörutegundir eru háðar skömmtun til neyt- enda, skuli innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til verslana og iðnfyrirtækja fyrir hinni skömmtuðu vöru vera í sam- ræmi við hina afhentu skömmt unarseðla þeirra til Viðskipta- nefndar“. En sagan er ekki öll sögð. Því samkvæmt tillögunni er viðskiptamönnum heimilt að afhenda skömmtunarseðla sína fyrirfram, ef að vörurnar eru ekki fyrir hendi hjá viðkomandi verslunum. Afleiðingin af þessu verður sú, að verslanir gera það sem í þeirra valdi stendur að safn\a skömmtunarseðlum, til þess að fá út á þá innflutnings- leyfi. Stórum hluta viðskipta- manna er því ætlað að gera kaup að ósjeðu, í trausti þess, að sú verslun, sem seðlana fjekk, geti síðar látið viðskipta- mennina fá það, sem þeim hent- ar. En takist það ekki, hafi nú önnur verslun hentugri vörur, ódýrari og betri vörur að bjóða en sú, sem fjekk seðlana fyrir- fram, er rjettur neytandans lítill orðinn. Því hann getur ekki keypt þá vöru, sem hann helst kýs, af því að önnur versl- un hefir fengið skömmtunar- seðlana. Það mundi einnig valda ósamræmi að veita innflutnings leyfi út á skömmtunarseðla, sem látnir hafa verið fyrir inn- lendar vörur, svo sem fataefni og innlenda skó. Hin mikla eft- irspurn eftir skömmtunarseðl- um, ef að þessu ráði væri horf- ið, myndi leiða til þess, að ýms- ir reyndu að gera þá að versl- unarvöru. Má vera, að ýmsum detti í hug að vinna bug á dýr- tíðipni með því að stuðla að slíkri verslun. Háttv. flutningsmaður segist flytja þetta frv. til að tryggja hagsmuni almennings, og í nafni samvinnunnar. Jeg hefi bent á, að frv. mun ekki vera flutt eftir ósk Framsóknarmanna, þótt þeir hafi borið upp samskonar tillögur í fjárhagsráði. Jeg hefi sannað, að þessar tillögur, ef að lögum verða, vinna gegn hagsmunum fólksins, og sam- rýmast ekki sjálfsákvörðunar- rjetti manna. I öllum löndum er upp tekin Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.