Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1947, Blaðsíða 7
Fimmtiidagur 30. okt. 1947 MORGlJiy BLAÐIÐ 7 Ræða Ingó lfs Jónssonar Framh. af bls. 6 vöruskömmtun og hefir víðast verið frá byrjun styrjaldarinn- ar. En engin þjóð hefur notfært sjer þann vísdóm, það rjettlæti, sem háttv. kommúnistar og nokkrir Framsóknarmenn þykj ast sjá í tillögunni. Kvartanir S.Í.S. órjettmætar. Eins og áður er sagt, hafa ýmsir kvartað undan því, að Sambandið fái ekki innflutnings leyfi í rjettu hlutfalli við við- skiptamannaf jöldann. Þær kvart anir eru ekki á rökum reistar, því S.Í.S. hefur mætt skilningi og velvild innflutningsyfirvald- anna á hverjum tíma, sem og rjettmætt er. Að S.l.S. hefur fengið næg innflutningsleyfi sjest best á því, að það hefur ekki notað öll þau innflutnings leyfi, sem kaupfjelögin hafa fengið, og kaupfjelagsstjórar sambandsfjelaganna því farið með mikið af innflutningsleyf- um til annara innflytjenda og fengið vörur hjá þeim. Ef Sambándið hefði verið af skipt við veitingu innflutnings- leyfa, ætti þetta sjer ekki stað. Eeða trúir háttv. 6. þm. Rvík- ínga, áð kaupfjelagsstjórar sam- bandsfjelaganna afhendi öðrum innflytjendum en Sambandinu innflutningsleyfi, af því að þeir bjóði ódýrari og betri vörur en Sambandið. Má vera, að háttv. 6. þm. Rvíkinga vantreysti nú- verandi stjórnendum S.I.S. til þess að hafa Sambandið sam- keppnisfært í innkaupum. Má vera að hann hafi flutt frv. þetta þess vegna. Og það sje ástæðan fyrir því, að hann hefur ekki óskað eftir, að 12. gr. 1. um Fjárhagsráð og innfl.verslun verðixframkvæmd, eins og hún er nú. Jeg hefi alltaf haídið, að S.I.S. væri samkeppnisfært með verð og vörugæði. Je hygg því, að þetta dulbúna vantraust hv. 6. þm. Rvíkinga á Sambandið sje ástæðulaust með öllu. En hvað sem því líður er augljóst, að S.Í.S. hefur ekki verið afskipt við úthlutun innfl.leyfa. Þegar unnið er eftir þessum reglum, fá þeir innflutningsleyfi, sem gera hagkvæmust og best innkaup. Þeir einir standast Scunkeppnina, sém til þess vinna. Á þann hátt verður komið í veg fyrir, að þeir menn geri kaupsýslu að atvinnu sinni, sem ekki eru starfi sínu vaxnir. En hv. 6. þm. Rvíkinga og aðrir kommúnistar meina það, að hjer á landi sje hættulegt afl, sem kaliað er heildsalavald, ættu þeir að standa með þeim, sem vilja framkvæma þá stefnu í innflutningsmálum, sem jeg nú hefi lýst, og skapa þannig rjett- láta samkeppni í vöruvöndun og verðlagi. Þá gætu kommúnistar með rjettu sagt, að þeir væru að vinna fyrir almenning í landinu og vildu koma í veg fyrir það, að fámenn stjett manna auðgist án verðleika. Skömmtun á nauðsynjum manna hlýtur að valda óþægind um og ýmiskonar erfiðleikum. Það munu því flestir óska þess, að tímarnir breytist, og skömmt unin verði afnumin. Um stundar verksmiðjur og frystihús, sem nauðsynleg eru í sambandi við útgerðina, munu einnig eiga drjúgan þátt í að skapa hjer góða tíma, ef þannig verður að atvinnuvegunum búið, að þeir beri sig fjárhagslega. En það er það mikilvægasta og þýðingar- mesta, að atvinnuvegirnir sjeu ekki reknir með tapi. Að þeir, sem leggja sig fram, við atvinnu rekstur, beri meira úr býtum en þeir, sem ekkert eiga á hættu, en taka laun sín ’njá öðrum. Verslun, vöruskömmtun og margt annað, sem rifist er um, eru aukaatriði, ef þannig er að atvinuvegunum búið, að þeir geta ekki þryfist, því þeir eru undirstaðan og • þeir máttar- stólpar, sem öll þjóðíjelagsbygg ingin hvílir á. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd, að atvinnulíf þjóðarinnar er lamað. Vjelbátar nýkeyptir til landsins og önnur atvinnutæki, sem kostað hafa þjóðina stórfje, eru ekki í not- kun af því að eigendur þeirra þola ekki að tapa meiru en þeir stjórn hefur ekki verið sam- mála um, en meiri hluti hennar mælti gegn. Þetta er tilraun til að spilla nauðsynlegu samstarfi núver- andi stjórnarflokka. I heiminum takast nú á tvær stefnur, annarsvegar einræði og harðstjórn kommúnismans og hinsvegar stefna lýðræðis og mannrjettinda. Ljóst er, að kommúnistar hjer á landi, eins og kommúnistar annarra landa, eru háðir erlendu valdi, og verða að hlýða fyrirskipunum frá er- lendu stórveldi. Málstaður Is- lands er því ekki aðalatriðið í þeira augum. Þótt lýðræðisflokkana í land- inu greini á um stefnur í innan- landsmálum, er þó eitt víst, að þeir hafa það sameiginlegt, að vilja, þegar á reynir, þjóna hags munum Islands. Sú stund er upp runnin, að þessir flokkar, þrátt fyrir misjöfn sjónarmið á ýmsum málum, og þrátt fyrir deilur, sem oft hafa verið ill- vígar, verða nú að sameinast um það, að koma framleiðslu þjóð- Súsanna JónasdófEir Minningarorð gjaldeyrisástæður hafa nú gert. Það er augljóst, að arinnar á traustan grundvöll. sakir eru þjóðarinnar þannig, að ekki verður komist hjá því, að hafa skömmtun á flestum erlendum vÖrum. Ýmsir eru áhyggjufullir og horfa með kvíða til framtíðar- innar. Efast sumir um, að þjóð- fjelagið okkar litla og fámenna, standi af sjer þá ólgu og brotsjói sem yfir heiminn ganga á sviði fjármála og viðskiptalífs. En ís- lenska þjóðin hefur eigi að síður mikla möguleika og jafnvel meiri möguleika en nokkru sinni fyrr til þess að vera efna- lega sjálfstæð og veita þegnum sínum góð lífskjör. Miklum hluta af þeim gjald- eyri, sem þjóðin átti í erlendum bönkum, hefur verið breytt í ný- tísku tæki til sjós og lands. Þessi tæki eru ekki enn farin að gefa arð nema að litlu leyti. En á næstu mánuðum og árum mun árangurinn verða rneiri en ýms- ir hafa gert sjer grein fyrir, ef við berum gæfu til að tryggja atvinnulífið, og láta atvinnutæk- Islendingar eru fámenn þjóð b ^J m ganga. og hafa ekki efni a að eyða < , , . , , , I sveitir landsins er komið tima og orku í latlausar deilur. •, •* f ■ , . , • ^ . _T.._ __ ____ i nnkið af vjelum og tækjum, og bændur hafa hug á að hagnýta Þeir, eins og aðrar þjóðir, eru versluninni háðir, og skiptir miklu um afkomu almennings, að viðskipti öll sjeu hagstæð. Það er því nauðsynlegt, að í landinu starfi dugandi og sam- viskusamir kaupsýslumenn. Heil brigð og eðlileg samkeppni þarf að þróast, ef hagsmunir almenn- ings eiga að vera tryggðir. Við stöndumst ekki við því, að færa verslunina á eina hönd og kasta allri samkeppni fyrir borð. Þegar 12. gr. laga um Fjár- hagsráð og innfl.verslun kemur til framkvæmda, mun þ'róast hjer heilbrigð og eðlileg sam- keppni til hagsbóta fyrir al- menning. Með því móti verður unnið gegn dýrtíðinni í Iandinu. Á þann hátt verður fyrir því sjeð, að ekki fari meiri erlendur gjaldeyrir fyrir hverja vöruteg- und en nauðsynlegt er. Með því móti verður hagur almennings best tryggður, og þau mistök, sem óneitanlega hafa stundum átt sjer stað í innflutningi ým- isa vara, munu ekki endurtaka sig. sjer nútimatækni. Eigi að síður vantar fjölda bænda, dráttar- vjelar og önnur tæki, af því að erlendar verksmiðjur hafa ekki afgreitt á undanförnum mánuð- um, nema brot af þeim pöntun- um, sem borist hafa frá íslandi. • Enda þótt gjaldeyrir sje nú takmarkaður, verður ekki hjá því komist að flytja til landsins á næsta ári mikið af landbúnað- arvjelum, svo að landbúnaður- inn, annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, verði færari um að leysa sitt mikilsverða hlutverk í þjóðfjelaginu. Nýsköpunin mesta gæfusporið. Á næsta ári munu íslendingar eiga 35 nýja togara, og auk þess gömlu togarana, sem flestir eru nú í sæmilegu standi. Ef ekki hefðu verið gerðar ráðstafanir til kaupa á togurunum, væru framtíðarhorfur okkar í fjármál um ekki glæsilegar nú. Togar- arnir færa björg í bú og skapa mikinn gjaldeyri. Vjelbátar, ekki má lengur dragast, að koma framleiðsluni á traustan grur.dvöll. Það er vitað, að þetta er erfiðleikum bundið, en eigi að síður verður Alþingi og ríkisstjórn að hafa leyst þessi mál fyrir n.k. áramót. Atvinnu- tækin eru til í landinu, og er það mikils um vert. Það má einnig segja, að verð afurðanna sje á- gætt. Skilyrði til þess að afla gjaldeyris og tekna í þjóðarbú- ið, eru því fyrir hendi, ef ekki eru gerðar hærri kröfur til framleiðslunnar en atvinnuveg- irnir þola. Það er ljóst, að við verðum að færa tilkostnaðinn við fram- leiðsluna niður. Allar stjettir þjóðfjelagsins verða að taka höndum saman og lækka kröf- urnar. Stórra fórna þarf ekki að krefjast, — það teljast ekki stórar fórnir, þótt menn slaki á kröfunum, til þess að atvinnu- vegirnir megi ganga. Aðalatriðið er, að allir taki þátt í því, sem gera þarf, og að rjettur grundvöllur verði fund- inn i þessu efni. Blekkingar kommúnistn. Kommúnistar hafa leynt og ljóst reynt að slá ryki í augu almennings og telja mönnum trú um, að hægt væri að selja íslenskar vörur mun hærra verði en gert hefur verið. Hafa þeir leyft sjer að nefna háttv. utan- ríkisráðherra landráðamann, sem vinni gegn íslenskum hags- munum, og noti ekki þau tæki- færi, sem bjóðast við sölu ís- lenskra afurða. Blekkingarstarf- semi kommúnista ættu öllum að vera ljós. Þeir slá þessum fjar- stæðum fram vegna þess að þeir vinna að upplausn, og vilja ekki, að atvinnuvegir íslendinga og efnalegt sjálfstæði þróist. Þeir vita, að aðeins með því að upp- lausnarástand ríki, getur þeim tekist að halda hjer uppi flokks- starfsemi og nokkrum hóp manna til fylgis við sig. Og nú, þegar kommúnistar bú ast við, að stjórnarflokkarnir sjeu að því komnir, að semja um lausn málanna, reyna þeir að veikum mætti að flytja mál hjer í Alþingi, sem hæstvirt ríkis- Eitt er víst, að mestur hluti ís- íensku þjóðarinnar, fólkið í land inu, á ekki aðra ósk heitari, en þá, að þessir flokkar, með góðri forustu, vinni nú heiðarlega saman að því að vernda sjálf- stæði þjóðarinnar, efnalega og andlega. Verði sú ósk uppfyllt, náist slík samvinna, munu allir erfið- leikar verða yfirstignir, og yfir þjóðina koma nýir blóma- og velgengnistímar. „ERAT VINUM LÍFT INGI- MUNDAR". Þessi fögru orð Vatnsdælu komu mjer í hug, er jeg stóð við banabeð vinkonu minnar. Margar fagrar sagnir eru til að fornu og nýju um vin- áttu karlmanna, en öllu færri um vináttu kvenna. Súsanna var fögur kona og höfðingleg í sjón og raun, en umfram alt drengur góður. Hún var góðum gáfum gædd. Unni söng og hljómlist og öðrum fögr- um iistum, enda listræn, svo að af bar. Aldrei hef jeg sjeð heim- ili svo fagurlega skreytt hand- verkum einnar húsmóður sem hennar. Þar ljek hún sjer með saumnálina og náði þeirri leikni og snilli, að furðu sætti. Við- fangsefni hennar voru mörg og sjerkennileg. Stundum var það fagurt landslag, fallandi foss, skip, sem vaggaði á öldum hafsr ins, rósarunni eða andlitsmynd. Það var sama, hvert viðfangs- efnið var. ÖIlu gat hún gefið líf og lit, sem henni datt í hug að listsauma. Súsanna var fædd að Blöndu- ösi, dóttir hinna glæsilegu og góðu hjóna, Sigurlaugar Indriða dóttur og Jónasar H. Jónssonar, fasteignasala, sem fluttust síðar til Reykjavíkur. Súsönnu varð þriggja barna auðið. Son sinn, Jónas, misti hún 1941, þá 18 ára gamlan. Mann sinn, Árna Sig- urðsson skipstjóra, misti hún einnig, 11. des. 1945. Má því segja, að skamt hafi orðið stórra höggva á millum, þegar um ást- vinamissi hennar var að ræða. I dag fylgja henni til grafar hin aldraða móðir og tvær dæt- ur hinnar látnu: Sigurlaug og Guðrún. Sú yngri aðeins 10 ára. Bernskuheimili Súsönnu stóð mjer opið og var mjer athvarf, er jeg kom sem unglingur í fyrsta skipti til Reykjavíkur. — Það var í októbermánuði og þá sá jeg Súsönnu í fyrsta skiptið. Töfrandi var hún og ógleyman- leg. Hún ætlaði þá eftir nokkra. Gera sjómenn í Kefla vík verkfall 1. nóv.f Frá frjettaritara vorum í Keflavík. VERKALÝÐS- og sjómannafje- lag Keflavíkur hefur farið fram á að á komandi vertíð, verði kauptrygging sjómanna hækk- uð allverulega. Útgerðarmanna- f jelag Keflavíkur hefur ekki sjeð sjer fært að verða við þessum kröfum. Hefur stjórn Verkalýðs- og sjómannafjelagsins verið heimilað að segja upp samning- um við útgerðarmenn. Hækkun sú á kauptryggingu, er Verkalýðs- og sjómannafje- lagið fer fram á er úr kr. 325 í kr. 578 að viðbættri vísitölu. — Þessi krafa var tilkynt Útgerð- armannaf jelaginu 26. okt. s.l. Samkomulag hefur ekki náðst um hækkun þessa. I fyrrakvöld var fundur haldinn í Sjómanna og verkalýðsfjelaginu og sam- þykti fundurinn að heimila stjórn fjelagsins, að segja upp samningum við útgerðarmenn frá og með 1. nóv. n. k., ef samn ingar hafa ekki tekist fyrir þann j daga að yfirgefa foreldrahúsii* fíma- og hið furðulega skeði, við urð- Utgerðarmenn í Keflavík ræddu kröfu sjómanna á fundi í gær og var honum ekki lokið er þessi frjett var símuð. Ekki seinir fiL PÓLSKA stjórnin skipaði í dag þingnefnd til að rannsaka starf- semi Mikolajczyk, bændaleiðtog- ans pólska, og þeirra flokks- manna hans, sem nú er talið að flúið hafi land. — Reuter. um ferðaf jelagar. Einn' góðar* veðurdag í sólskini og svölun» andvara sigldum við frá Reykja- vík á leið til ókunnra landa. Út- þráin seiddi og lífið brosti við okkur. ’Frá þeim degi höfum við Súsanna verið tengdar órjúfandi vináttuböndum jafnvel þótt lönd og höf hafi skilið okkur að. Hún dvaldi í Danmörku og Noregi við nám og önnur störf, en henni var það ekki nóg, hún (Framhald á bls. 12>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.