Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 2
I MORGVN BLAÐIÐ Fimmtudagur 11. des. 19471 * Brjef: Gengislækkun hefir mikla O annmarka Ummæli Þórodds Guð- mundssonar 7. nóv.: í * ------- ' UNDANFARNAR vikur haíur mönnum verið tíðrætt um geng- islækkun, og er ástæðan ef til vill sú, að gert er ráð fyrir, að eitt af dýrtíðarfrumvörpum stjórnarinn- ar muni hníga í þá átt. Hvað er gengislækkun? Gengislækkun táknar verð- hækkun á öllum innfluttum vör- •um og á erlendum gjaldeyri til hverskonar nota. Ef krónan er lækkuð um 20%, verðum við að greiða 1200 krónur í innkaupi fyr ir tilbúinn fatnað, sem áður kost- aði 1000 krónur; og nemandi, sem hefur getað dvalið úti fyrir 2000 krónur á mánuði, verður að greiða 2400 krónur. Hins vegar fá J)eir, er selja á erlendum mark- aði, aukinn krónufjölda fyrir vöru sxna. Gengislækkun er með öðrum orðum nákvæmlega sama tolla- hækkun plús verðuppbætur með útfluttum afurðum. Þessi síðar- nefnda aðferð var samþykt á Al- þingi snemma í vor, og hver varð áranglxrinn? Við fengum langvint og illvígt verkfall, er olli þjóðar- búinu stórtjóni, vísitalan hækk- aði úr 310 í 325 og sjávarútvegur- inn á í meiri örðugleikum en nokkru sinni. Við þurfum nýja tollahækkun og hærri verðupp- bætur fyrir sjávarútveginn. Ein gengislækkun elur aðra. Þetta er einmitt höfuðákostur gengislækkunar. Dýrtíðin, sem henni er samfara, eykur á örðug- leika atvinnuveganna. Enda þótt launastjettirnar sætti sig við rýrð kjör um hríð, rekur að því fyrr eða síðar, að þær verða að fá hærra kaup. Útflutningsfram- leiðslan rís ekh.i undir kostnað- inum, og ný gengislækkun er nauðsynleg. Ein • gengislækkun elur aðra. — Þessi hefur verið reynslan í fjölmörgum löndum við fjölmörg tækifæri. Fáir hag- fræðingar mæla nú með gengis- lækkun sem virkri aðgerð til úr- bóta. Henni er um megn að rjetta fjárhag eða leysa atvinnuvanda- mál á pósittivan hátt. Hinsvegar er hún framkvæmd sem leið- rjetting eða samræming, eftir að jafnvægi er náð og verðsveifla hefur staðnað. Hjá okkur er ekki um slíkt að ræða. Dýrtíðin er í vexti, svo sem vísitalan gefur til lcynna. Þess vegna er gengislækk- txn fánýt og í raun rjettri hið mesta óráð. Sjerstaða okkar Það hefur löngum vakið furðu mína, að þeir, er ráða málum okk .ar, og raunar einnig margir hag- fræðingar, virðast ekki geta kom- ið auga á neina lausn dýrtíðarinn ar aðra en hækkun hennar. Þó eru allir nú orðið á einu máli um J>að, að dýrtíðin Sje þegar meiri en atvinnuvegirnir þola. Gengis- Jækkun bitnar sjerlega hart á bjóð sem okkar, er kaupir að nær allar nauðsynjar sínar. Ef við þyrftum að flytja inn aðeins fáar vörutegundir, yrðu áhrif á verð- lag innanlands að s'jálfsögðu miklu minni. Gengislækkun er í öðru lagi mjög skaðleg fyrir okk- ur vegna hinna háu verotolla, sem hjer eru. Þeir magna dýrtíð- ina, sem af gengislækkuninni leiðir. Tollar eru 100% á mörg- um vörum, t. d. fatnaði, þegar þess er gætt, að þeir eru reiknað- ir á cif. verð. Þannig tvöfaldast gengislækkunin í tollameðferð- inni. í þriðja lagi má geta þess, að verðlag fer ört hækkandi í viðskiptalöndum okkar. Einnig fyrír þessa ástæðu verður geng- islækkunin ,,progressive“. Fyiir ríkissjóð er gengislækk- un hæpin ráðstöfun. Hvert stig vísitöíunnar kostar aukin útgjöld ríkissjóðs, er nema hundruðum þúsunda króna. Á hinn bóginn munu skattskyldar tekjur dvína ■\'.............. ----- dœ?- ■ / vegna verri afkomu launastjett- anna sem og fyrirtækja, er vinna fyrir innlenda markaðinn (dýrari hráefni, minni kaupgeta.) Orð Magnúsar Sigurðssonar Þá er hin siðferðilega hlið máls ins. Gengislækkun hefur jafnan viljað valda tortryggni hæði heima fyrir og meðal viðskipta- þjóða. Magnús Sigurðsson banka- stjóri, ljet svo um mælt skömmu áður en hann lagði af stað til Genf, sem varð hans hinsta för, að við skyldum forðast gengis- lækkun umfram alla hluti. Trú fólksins á gjaldmiðilinn, sagði hann, er jafnveigamikil og trúin á sjálft lýðræðið. Þetta er mála sannast. Það á að vera kappsmál okkar og metnaður að halda kaupmætti krónunnar stöðugum bæði hjerlendis og erlendis, enda er slíkt hin mesta nauðsyn fyrir atvinnuvegina og atvinnulífið. Magni Guðmundsson. ræft í Nd. FRUMVÁRPIÐ um bænda- skóla, sem er stjórnarfrumvarp, var til 2. umr. í gær í Nd. — Landbúnaðarnefnd lagði til að frv. yrði samþykkt. Helstu breytingar frá núgildandi lög- um eru: 1. Öll lagafyrirmæli varðandi bændaskóla eru sameinuð í þessu frv. 2. Breytt er um tilhögun verk legs náms við skólana þann veg að verknámsskyldan er nokkuð stytt. 3, Heimilað er __ . . að setja á stofn jfklÍ ■ framhaldsdeild fjrrir búfræð- inga. Sigfús Sigur- hjartarson vildi ví’sa málinu frá og bar fram til- lögu um það. Sii tillagá var felld með 15:6 atkv. kommún- ista, en frv. samþ. til 3. umr. Sigurður Guðnason var eini kommúnistinn, sem fylgdi frv. Deilur í Ed. Allheitar' umræður urðu í gær í Ed. um fru.mvarpið um söluskatt af 'jörðum, sem land- búnaðarnefnd flytur. Þorsteinn Þorsteinsson hafði á hendi framsögu og skýrði frá aðalefni frumvarpsins, en það er að viðkomandi hreppsnefnd skuli, er jörð er seld háu verði fá nokkurn hlutá af ágóðanum. Sölugjaldið er stighækkandi þannig að ef jörð, sem er 10 þús. kr. að fasteignamati, er seld á 40 þús. kr. gveiðist ekkert sölugjald, en ef hún er seld á 50 þús. kr. greðiist 1 þús. kr. sölugjald og ef hún er seld á 60 þús. kr., greiðist 3 þús. kr. o. s. frv. Gísli Jónsson gagnrýndi frum varpið allmjög og kvað það upphaf að nýrri skattalögn á allar fasteignir í landinu. Kvað hann sannarlega nóg komið af skattabrjálæðinu, þótt þetta frv. yrði ekki samþykkt. Urðu nokkrar deilur milli hans og framsögumanns. - Páll Zophoniasson taldi frv. ganga alltof skammt óg vildi að ríkið ætti allt land. Málið fór áfram til 2 umr. Hvað varðar okkur um þjóð- arhagsmunina1 í TILEFNI af umræðum, sem fram hafa farið á Alþingi um afstöðu fulltrúa Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins, .í stjórn SR, Þórodds Guðmundssonar, til síldarflutn inganna norður og fyrir- greiðslu stjórnar SR við aðrar verksmiðjur til þess að þær gætu hafið vinnslu á Hvaífjarð arsild vil jeg skýra frá eftir- farandi: ■* Þóroddur Guðmundsson var því mjög andvígur, að SR veittu öðrum verksmiðjum nokkra fyrirgreiðslu til þess að þær gætu hafið vinnslu á Hval fjarðarsíld. Samanber fundar- gerðabók stjórnar SR 5. nóv. um lán á tækjum til Fiskiðj- unnaj í Keflavík. Sömu af- stöðu hafði hann til láns á skil- vindu til verksmiðjunnar á Akranesi og um síldarflutninga til Patreksfjarðar. Þá var Þór- oddur því mjög andvígur, að SR leigðu skip til síldarflutn- inganna og hjelt því lengi vel ákaft fram ,að SR ættu ekki að kaupa síldina í Reykjavík, heldur aðeins á Siglufirði. Á fundi 8. nóv. greiddi hann atkvæði á móti leigu þriggja flutningaskipa og var síðan á móti leigu á öllum þeim flutn- ingaskipum, sem álits hans var leitað um. I umræðum sem fram fóru á'skrifstofu minni í Reykjavík, sem jafnframt er fundarher- bergi stjórnar SR, hinn 7. nóv. s. 1. um viðhorf stjórnar SR til síldveiSanna í Hvalfirði, átaldi Þóroddur mig fyrir, að jeg liti á málið frá þjóðhagslegu sjón- armiði en ekki frá sjónarmiði SR. — Liet hann ,í því sambandi þessi orð falla: „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmunina“. Þessi ummæli bókaði Júlíus Havsteen, sem hlustaði á þau eins og jeg, samdægurs í vasa- bók sína, en fundargerð var ekki Jbókuð þennan dag. Reykjavík, 10. des. 1947. Sveinn Benediktsson formaður stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins. —--- ^ ^________ íslandsför Itigu SYO nefnist nýxxtkomin ung- lingabók eftir eínn vinsælasta unglingabókahöfund á Norður- löndum, frú Estrid Ott. Síðast- liðið ár var skáldkonan gestur Bókaútgáfunnar Norðri hjer, og ferðaðist víða og kyntist landi og þjóð. Árangurinn af þessum ferðalögum birtist nú í hinni prýðilega skemtilegu telpnasögu, sem og Norðri gefur út. Aðalsögupersónurnar eru Inga, Ruth og Rúna. ínga er norsk stúlka, sem kemUí’ til íslands á stríðsárunum, Ruth er dönsk og Rúna íslensk. Skólasysturnar þrjár leggja land undir fót, að loknu gagnfræðaprófi og reyna hina ótrúlegustu hluti. Þær eru kátar og reifar og vekja gleði hvar sem þær fara Þær eru alls staðar velkomnar og mestu bú- álfar og sístarfandi, í kaupavinnu í Mývatnssveit, í síldinni á Siglu firði og matseljur ( vegavinnu. Jafnframt því, sem þessi saga kemur út á íslensku birtist hún einnig á hinum Norðurlandamál- unum, og er því ekki að efa að hún verður mikið lesin bók. Kommúnistar óttast af- glöp sín í síldarmálunum i Rógur þeirra um sjávarútvegsmála- ráðherra hrakinn ÞAÐ VERÐUR nú ljósara með hverjum deginum, sem líðuxf a<5 kommúnistar eru orðnir hræddir við frumhlaup sín og skeytingar- leysi fulltrúa síns í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins um móttöku Hvalfjarðarsíldarinnar og flutninga hennar til Siglufjarðar. Árásirnar á sjávarútvegs- málaráðherra, Þjóðviljinn ræðst enn í gær á Jóhann Þ. Jósefsson sjávar- útvegsmálaráðherra og bregð- ur honum um að hafa ranglega skýrt frá því á Alþingí að hin frægu ummæli Þóroddar Guð- mundssonar, „hvað varðar ókkur um þjóðarhagsmuni“ hafi verið skráð þegar er hann hafði látið þau sjer um munn fara. Sú yfirlýsing ráðherrans að þessi ummæli hafi þá þegar ver ið skráð, að vísu ekki í gerða- bok síldarverksxniðjustjórnar, heldur í dagbók eins stjórnar- mannsins, hafa nú verið stað- fest með vottorði formanns verksmiðju;stjórnarinnar, sem þirt eru hjer í blaðinu í dag. Þóroddur á móti öllu. Með þessari yfirlýsingu er það einnig sannað, að Þórodd- ur var einn mótfallinn af- skiftum verksmiðjustjórnar af síldarflutningunum, að hann greiddi atkvæði gegn leigu 3ja stórra flutningaskipa til flutn- inganna, að hann barðist gegn fyrirgreiðslum, sem miðuðu að því að hægt yrði að taka á móti síld í Keflavík og á Akra- nesi og varpaði að lokum fram þessari frægu spurningu, þeg- ar honum var bent á að þessi mál öll snertu alþjóðarhag: „Hvað varðar okkur um þjóð- arhagsmunina?“ Eftir að slík framkoma hefir verið sönnuð á fulltrúa komm- únista í verksmiðjustjórninni og Áki Jakobsson- hefir gert sig að fífli á Alþingi fyrir að hlaupa þangað með tillögur um ráðstafanir, sem búið var að ákveða. er það furðuleg dirfska að Þjóðviljinn skuli leyfa sjer að ráðast með brigsl um á þá aðilja, rem alla for- ystu hafa haft um að gera nauðsynlegar • ráðstafanir til hagnýtingar hins óvænta síld- arafla í Hvalfirði. 1 Forysta" sjávarútvegsmálá- ráðherra Sjómenn og útvegsmenn vita vel að Jóhann Þ. Jósefs- ' son sjávarútvegsmálaráðherra hefir af miklum dugnaði unnið að því að útvega skip til síld- arflutninganna og yfirleitt gert alt, sem unnl var að gera jtil þess að greiðu fyrir, sem greiðastri löndun og flutning um. Þeir vita einnig að fáir ís- lendingar hafa haft, fjölþættari afskifti af málum útvegsins en einmitt hann. Fyrir þau af- skifti nýtur hanu ekki aðeins trausts sjómanna og útgerðar- manna í Vestmannaeyjum heldúr og hjá þessurn stjettum um land alt. Rógur kommúnista um þenn an forystumann litvegsins mun þessvegna falla dauður og ó- merkur, en afglöp þeirra sjálfra koma þeim þess verr í koll. Það er vegna qttans við afleiðingar þéssarar framkómu sem Þóroddur Guðmundsson flúði frá störfum í síldarverk- smiðjústjórninni meðan aðrir stjórnarmeðlimir halda áfram að vinna að riauðsynlegum ráð stöfunum ti\ þess að hagnýta Hvalfjarðarsíldina. En þannig er rrfhnndómur kommúnista. Ávarp frá Mæðra- sfyrksnefnd Mæðrastyrksnefndin sendir kveðju sína og þakkir ykkur öllum, sem undanfarin ár hafið sýnt nefndinni vináttu, traust og framúrskarandi örlæti, með peningagjöfum og ýmsum öðr- um góðum gjöfum, og með því gert okkur kleift að færa þeim, sem í skugganum sitja, gjafir frá ykkur. Það er áreiðanlegt, að góðar óskir og þakklæti frá þeim, er gjafirnar þiggja, nær til ykkar og hlýjar ykkur, þegar þið sjálf haldið jólahátíðina með ykkar nánustu. Nú fer að líða að jólum, og ennþá heitir Mæðrastyrksnefnd in á hjálp ykkar. Við vitum að vísu að hagur flestra er ekki eins. rúmur og undanfarin ár, en þá má líka gera ráð fyrir, að ennþá meiri þörf sje á að gleðja þá, sem enga, eða sama sem enga, eiga að. Góðir Reykvíkingar, við treystum örlæti ykkar. Skrifstofa Mæðrastyrksnefnd ar í Þingholtsstræti 18 veitir gjöfum móttöku frá kl. 2—7 e. h. alla virka daga fram til jóla. Guðrún Pjetursdóttir, form. Mæðrastyrksnefndar, Jélablað „Víkings" er nuiiii JÓLABLAÐ Sjómannablaðsins Víkings er komið út, fjölbreytt: að eíni. Hefst það á Jólanætur, kvæði eftir Guðmund Friðjónsson. Þá er grein um skáldsnillinginn Joseph Conrad, eftir prófessor Richard Beck, Tvö kvæði eftir Jón úr Vör, Sumarnótt á Sviði , eftir Guðmund Björnsson, land- læknir, Bergmál, eftir Pjetur Björnsson, skipstjóra, Frá ör- birgð til auðsældar, eftir S. K„ Steindórs, í hópi Siglfirðinga, eftir Sigurð Ingjaldsson, Krist- ján Árnason, skipstjóri, éftir Jón Kr. ísfeld, Hafið söng umi Færeyjar, kvæði eftir H. A. Djur huus í þýðingu Gils Guðmunds- sonar, Landhelgisgæslan í smá- sjá, eftir Júlíus Havsteen, sýslu- mann, Ókindur hafsins, eftir Gils Guðmundsson, Ævintýri Philip Ashton, Frá öskustónni að hásætinu, eftir S. K. Stein- dórs, Á norsku selveiðiskipi, eft- ir Pjetur Guðmundsson, Við- burðarík sjóferð hafísvorið 1915 eftir Sigurð Sumarliðason, Ein- ar Jónsson, mag. art., eftir Frið- rik V. Óláfsson, þrjár smásögur; og margt ileira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.