Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 1 Frú Sigríður Eiríksdóttir: SJÚKRAHÚS OG ALÞINGI HIÐ HAA ALÞINGI situr nú og ræðir vandamál íslendinga. Kennir þar margra grasa — mis- jafnlega góðra grasa —. Eitt af bjargráðunum er ölfrumvarp þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Sig urðar Hlíðar og Steingríms Stein þórssonar, og má segja að mjög sje um það deilt, bæði á manna- mótum og í einkasamræðum. Mót mælum hefir rignt yfir Alþingi svo tugum skiftir. Konurnar í landinu eru þar' engir eftirbát- ar, enda eru kvenfjelög þessarar þjóðar jafnan á verði, þegar menningu og siðferði þjóðarinn- ar er stefnt í voða. — En opin- ber skrif um málið hafa þær lát- Ið karlmönnunum eftir. Jeg hefi reynt að viða að mjer allflestu af því, sem um þetta mál hefir verið skrifað og aðeins rekið mig á eina grein eftir konu, frú Ast- ríði Eggertsdóttur, en hún skrif- aði ágæta og rökrjetta grein um málið í Tímann 15. nóv. s. 1. En jþótt konurnar skrifi ekki mikið um þetta, hafa þær sýnt með mótmælum sínum, að þær ætla sjer ekki að láta það afskifta- laust. Það sem sjerstaklega hefir ýtt mjer af stað til þess að láta álit mitt í ljós um þetta einstæða frumvarp, er hinn einhliða' mál- flutningur, að öldrykkja geti tæp lega verið skaðleg, jafnvel sje hún holl, og sú rökfræðilega firra, að drykkjuskapur muni minnka, en þó muni tekjur ölsins verða slíkar, að fyrir þær verði hægt að reisa eitt stórhýsið á fætur öðru, og reka þar kostnaðargama starfsemi, læknisaðgerðir og sjúkrahjúkrun. Slíkum staðhæf- ingum má ekki láta ómótmæit, og verður þá ekki komist hjá því að athuga nokkuð meðal annars greinar Guðbrands Isbergs sýslu manns á Blönduósi, Friðriks Ein- arssonar læknis í Reykjavík, og loks grein hins ágæta læknis og góðkunningja míns, Páls Kolka, en ganga hans á villigötum veld- ur mjer einna sárustu vonbrigð- unum. Góðtemplarareglan og binðindisfræðslan. Til þess að villa ekki á mjer heimildir, vil jeg gera þá játn- ingu, að jeg er ekki góðtemplari, og skil vel þá ánægju, sem því fylgir, að taka glas af víni með mat við veisluborð, eða í góðum vinahópi, sem auðvitað á ekkert skylt við þann taumlausa drykkjuskap, sem nú fylgir venju legast veislugleði íslendinga. En jeg er ekki vínhneigðari en svo, að mjer stæði á sama, þótt jeg aldrei sæi yínföng. og lít því á það sem siðferðilega skyldu hvers einstaklings, sem líkt er ástatt um og mig, að neita sjer um þessa gleði, og rjetta á þann hátt jþeim bróðurhönd, eins og Páll Kolka segir, sem veikari eru f^-- ír áfengisnautninni, með því að stuðla að allri hugsanlegri hindr- un á útbreiðslu áfengra drykkja í hvaða mynd sem er, jafnvel að- flutningsbanni. Þessvegna fylgi jeg Góðtemplarareglunni að mál um og tel óhróður þann og á- deilur, sem nú eru hafðar í frammi á störf Reglunnar, vera mjög ómaklegar 'og vítaverðar. Vel má vera, að Góðtemplarar sjeu oft óþarflega einstrengings- legir í málflutningi sínum, og haldi ekki alltaf,rjett á málun- ttm, en vínáhangendur hafa ávalt verið sterkir í sjerhverju þjóð- fjelagi og hafa aldrei látið neitt tæ ifæri ónotað til þess að bregða íæti fyrir þá, sem berjast fyrir algeru bindindi. Svo langt er jaínvel gengið þessa dagana, að eitt blaðið telur Templara hafa „c.ominerað“ í áfengismálunum hjer undangengin ér. Mjer dettur í þessu sambandi í hug atvik, sem kom fyrir mig á dögunum. Jeg hafði verið að lrlusta á umræður um ölfrum- varpið á Alþingi og mætti einum ráðherranna í stiganum, er jeg gekk út. Hann sagði við mig á þessa leið: „Þið eigið að láta ölið eiga sig, en berjast heldur gegn brennivínsskrattanum“. Það gafst ekki tími til frekari viðræðna, en nú vil jeg spyrja þennan ráð- herra og þingmenn alla: Hafa þeir aðstoðað í baráttunni gegn neyslu sterkra drykkja? Sýna viðræður þeirra þessa dagana í sölum Alþingis, eða upplýsingar þar gefnar, að svo sje? Hafa þeir að ósk þjóðarinnar framkvæmt hjeraðabönnin og almenna skömmtun áfengis? Láta þeir loka áfengisútsölum á mannmörg um vinnustöðum, samkvæmt ein- dreginni ósk íbúanna á staðnum? Eða kannski það mætti takast að kenna Templurum um'seinagang á afgreiðslu þéssara mála, eins og þeim er kennt um, að hjer sje aðeins falt áfengi á heilflösk- um, en ekki í Vi og V2 flþskum, sem þó vel gæti verið athugandi. Það liggur við, að jeg sje svo illgjörn að álíta, að meira sje litið á að draga fje í ríkissjóð, sem misjafnlega er varið, en að bera fyrir brjósti siðferðismál og heilbrigðismál þjóðarinnar. Loks vil jeg spyrja? Hvað hefir Al- þingi látið til sín taka með bind- indisfræðslu eða styrkt heilbrigt almenningsálit á skaðsemi drykkjuskapar? Ef svo væri, mætti ætla, að á vegum hins opinbera færi fram margþætt bindmdisfræðsla um allt land, undir forustu lækna og mennta- manna þjóðarinnar, sem falið er að fræða og mennta æskulýðinn. I sambandi við þessa fræðslu, væru notaðar kvikmyndir, og væri á þann hátt brugðið upp myndum úr lífi þeirra, sem hafa orðið áfengisnautninni að bráð, öðrum til viðvörunar. Slík. starf- semi er nú fastur þáttur í hejlsu- vernd margra erlendra þjóða. Sjúkrahús fyrir bjór. Eins og jeg gat um áðan, er mjer ekki sársaukalaust að deila við Pál Kolka hjeraðslækni um þetta mál. En það er þá best að vera hreinskilin og segja hug sinn allan, jeg skammast mín fyr- ir, að nokkur sá Islendingur skuli vera á Alþingi, sem býður oss heilbrigðisstarfsfólki þjóðarinnar þá firru, að ætla sjer að bæta heilbrigðisástand hennar með því að veita henni áfengi. Heilsuvernd þjóðarinnar á að grundvallast á áfengisnautn hennar- Þá er betra að fá sjúkra- hústekjur sínar af veðhlaupum, eins dg hjeraðslæknirinn segir um Ira! Ríkissjóður hefir nú um 40 miljóna árstakjur af drykkju- skap þjóðarinnar, en hefir þrátt fyrir það ekki sjeð sjer fært að fullnægja brýnustu þörf lands- manna með hin nauðsynlegustu sjúkrahús og heilbrigðisstofnan- ir. Og drykkjuskapurinn er að eyðileggja þjóðina, í þeirri mynd sem hann nú er, um það eru all- ir sammála. Þá á bjórinn að taka við, til þess að draga úr neyslu hinna sterku drykkja. Samkv. rökrjettri hugsun, híýtur þar með að draga úr tekjum ríkissjóðs á þeirri vöru og hvað á þá að koma í staðinn og fylla þá holu? Ef ályktun þremenninganna reynist rjett, er þá ekki hætt við að bjór- gróðinn fari í þær greiðslur ríkis sjóðs, sem brennivínsgróðinn fer nú í, eða er það meiningin, að 130 þúsund íbúar. eigi að drekka bjór fyrir upphæðii/ sem nægir til þess að bæta upp tekjur_fyr- ir hina sterku drykki og að auki standa undir kostnaði og rekstri þeirra stofnana, sem lofað er að byggðar verði fyrir ölpeningana, en í 8. gr. frumvarpsins stendur orðrjett: „Tekjum þeim, sem ríkis sjóður hefir af sölu áfengs öls, skal fyrst um sinn varið til þess að byggja og reka fullkomin fjórðungssjúkrahús í Vestfirð- inga, Norðlendinga og Austfirð- ingafjórðungi. Ennfremur til þess að koma upp sjúkraskýlum og læknisbústöðum í sveitum og kauptúnum“. — Minna mátti nú gagn gera, enda hefir óspart ver- ið brosað að • þessari ríflegu á- ætlun flutningsmanna. Ekki þýð- ir þó að taka hana með glettni eingöngu, því á bak við hana liggur slungin tilraun til þess að vinna almenning með ölfrum- varpinu, með því»að hampa fram vinsælu natiðsynjamáli. Er öldrykkja skaðlaus? Um öldrykkju er deilt, meira að segja á meðal lækna. Sannast í því máli mun vera eins og með vínið, öl- eða víndrykkja í hófi endrum og eins, getur varla tal- ist skaðleg fullþroskuðu fólki, en dagleg neysla öls hlýtur að vera skaðleg, ekki síst vegna þess, að þeir sem fara að neyta þess dag- lega, láta sjer sjaldnast nægja ein flaska. Auk þess er ölið við- urkennt að vera íkveikja í löng- un til annara slerkra drykkja. Sem heilsuverndarhjúkrunar- kona hefi jeg reynt að kynna mjer heilsuvernd annara landa eftir föngum, bæði í fræðslurit- um og með því að ferðast er- lendis. Jeg hefi haft ágætt tæki- færi til þess að kynnast slarfandi heilsuverndunarh j úkrunarkonum og litast um 'með beim á vinnu- stað. Síðast í sumar dvaldi jeg um skeið í London og kynnti mjer heilsuverndarstarfsemi Englend- inga, — að aflokinni heimsstyrj- öld. Allsstaðar var mjer sagt, að lausung meðal æskulýðsins hefði aukist mjög og þar með drykkju- skaparóregla. Sömu sögu hafa Finnar, Norðmenn og Danir að segja. Og ölið er svarinn óvinur heilsuverndarhjúkrunarkvenna meira að segja hinn „gómsæti Carlsberg, sem stilt er út í glugga eins. og hverri annari vöru“. Heilsuverndin telur ölstofur verkamannahverfanna, sem eru á'hverju strái erlendis, vera ein- hverja mestu eiturbyrlara. Verka menn venjast á ölþamb, og þeir sogast inn í ölstofuna, þegar þeir koma frá vinnustað, eyða þar fje sínu, og leiðist margir þar út í ofdrykkju. Myndi ekki verða líkt ástatt hjer. Skólaæskan, sem af einhverjum ástæðum og eftir- litsleysi, hefir tamið sjer þann ósið, að þjóta í frímínútum út í næstu búð í gosdrykkina þar, myndi sennilega dragast að hinu ljetta áfenga öli sem hressingar- lyfi á köldum vetrarmorgnum. Heilsuverndin telur hvern þann, sem neytir daglega alkohols, þótt í litlum mæli sje, fyrirgera heilsu sinni, enda eru íþróttamenn í þjálfun varaðir mjög við áfengu öli. — Islenskir læknar, að ör- fáum undantekningum, eru litl- ir heilsufræðingar þótt ágætir geti þeir verið að öðru leyti. Það er Ijóður á þeirra ráði, og með- ferð þeirra á áfengismálunum fyrr og síðar hefir ekki ávallt verið þeirri virðulegu stjett sæm- andi. Almenningsálitið. Guðbrandur Isberg sýslumað- ur byrjar grein sína með því að hnjóta í Hjálpræðisherinn, og er það leitt, að blandað skuli þeirri stofnun í deilurnar um áfengis- málin, enda á hún það síst skilið. Jeg get frætt sýslumanninn um það, ’að Hjálpræðisherinn í Reykjavík hefir á undanförnum árum haft ágætis fólki á að skipa og unnið hjer þjóðþrifastarf. Auk þess að halda uppi ódýrri gisti- og greiðasölu, hafði Hjálpræðis- herinn á stríðsárunum í fóstri einskonar óskilabörn þjóðfjelags- ins, þ. e. börn, sem einstæðis- mæður höfðu komið þar fyrir vegna heimilisleysis, og var það víst ekki ótítt, að börnin „gleymd ust“, en Hjálpræðisherinn skildi ekki við þaU, fyr en þeim hafði verið útvegaðir úrvalsstaðir til framhaldsdvalar. Mjer finnst ó- maklegt að draga dár að fólki, sem vinnur mannúðarstörf í þjóð' fjelaginu, þótt túlkun þeirra á trúmálum ekki falli manni í geð. En um e-itt er jeg sammála sýslumanninum og það er, að raunhæfar aðgerðir verða að koma í stað orðagjálfurs. Þær raunhæfu aðgerðir eru ófram- kyæmanlegar, eins og nú standa sakir, en með breyttu almenn- ingsáliti hið auðveldasta verk. Því skyldi t. d. ekki vera hægt að halda uppi löghlýðni gagnvart áfengisneyslu, bruggun, smygli og öðrum ósómá, ef mönnum væri alvara og nógu fast væri fylgt eftir? Hjer í Reykjavík er í almæli, að bílstjórar þjóti með bíla sína um allan bæ að nóttu til og út um allt land, og selji áfengi með uppsprengdu verði. Afgreiðslufólk Afer.gisverslunar- innar hlýtur að þekkja þessa menn, eins og það hlýtur að vita, áð það á ekki að selja drengjum áfengi, þótt þeir þykist vera að sækja það fyrir aðra. — En menn yppta öxlum, við þessu er ekk- ert að gera, og allt slampast á- fram í sama farinu. Sýslumanni Húnvetninga er áreiðardega treystandi til þess að vera svo skeleggt yfirvald, að geta ráðið við bruggara og smyglara. En hins getur hvorki sýslumaður- inn eða hjeraðslæknirinn vænst, að til sje alltaf hópur manna og kvenna í landinu, sem endist til þess að berjast við skuggann sinn þ. e. að reisa við fallna menn og særða, sem vegna aðgerðarleysis ríkisvaldsins eða öfugra ráðstaf- ana þess, verða áfengisbölinu að bráð. — Ef öllum þessum mönn- um er alvara með að breyta á- fengismáunum frá því sem nú er, verður I. Að koma nú þegar á strangri skömtun ái'engis. Sl. Að ganga á milli bols og höfuðs á þeirri spiilingu, sem nú á sjer stað í smygli og óleyfi- legri áfengissölu (þótt ekki sje aðflutningsbann) og má þar hvorki hlífa erlendum nje inn- lendum. III. Að koma á bindindis- fræðslu í landinu, eins og jeg gat um að framan. IV. Að ganga ríkt eftir því, að menn, sem gegna opinberum trúnaðarstörfum, hvort heldur það eru kennarar eða aðrir opin- SIGURÐUR BJARNASON flyt- ur í Nd. frumvarp til laga um breytingu á lögunum um stríðs- gróðaskatt. Er þar lagt til að 75% álagðs stríðsgróðaskatts renni til sveit- ar- og bæjarfjeiaga en 25% til ríkissjóðs. Skal fje þessu skipt milli sveitar- og bæjarfjelaga í hlutfalli við lögleyfða útsvars- upphæð þeirra, þó þannig, að ekkert þeirra iái greitt meira en einn þriðja hluta þeirrar upp- híéðar, er til skipta kemur. í greinargerð er frá því skýrt að ríkissjóður hafi undanfarin ár fengið 50%. stríðsgróðaskatts ins en að öðru leyti hafi skatt- urinn skiptst þannig að 45% hans hafi runnið til þeirra bæj- arfjelaga, þar sem hann var á lagður og innheimtur, en 5% til sýslufjelaga og þeirra bæjarfje- laga, sem* enginn stríðs^róða- skattur fellur til í. Þá segir svo í greinargerð- inni: berir embættismenn, sjáist aldrei undir áhrifum áfengis, enda varði endurtekning slíkra brota frá- vikningu úr stöðum. Sje álitið, að jeg taki hjer of djúpt í árinni, leyfi jeg mjer að vitna í grein Friðriks Einars- sonar læknis, þar sem hann seg- ir, að menn í opinberum trúnað- arstöðum og embættum í Dan- mörku missi traust fólks og kom- ist ekki úfram þar, ef þeir gæti illa starfs síns^vegna ofdrykkju. Jeg er ekki sammála Friðriki lækni um það, að drykkjuskap- urinn í Danmörku sje minna þjóð arböl þar en hjer. Drykkjuskap- urinn fylgir meira verkamanna- stjettinni þar, og vilja margir einmitt kenna það ölinu, enda sýna skýrslur, að þar hefir til skamms tíma verið meiri áfengis neysla á mann en hjer, og ein- hverstaðar hlýtur það að koma niður. En mikils drykkjuskapar gætir því meir sem þjóðin er minni, enda almenningsálitið löngum verið þann veg hjer, að allt er afsakað, og það þótt þektir embættismenn þjóðarinnar sæj- ust dauðadrukknir á almanna- færi. Ber því m. a. minna á drykkjuskap þar en hjer. Mjer þykir leitt, að geta ekki fylgt framtíðardraumum Páls Kolka um sjúkrahúsmálin á grundvelli öldrykkju landsmanna Hjeraðslæknirinn veit þó, að sjúkrahúsmál og heilbrigðismál Islendinga eru mjer ekki síður sem jeg gæti orðið til liðs í þeim efnum, mun jeg ekki draga af mjer. Reykjavík 7. des. 1947. Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona. | Athugasemd. Það skal tekið fram, að þau ummæli háttvirts greinarhöfund- ar, að hætt sje Við að ágóðinn af bjórsölunni verði látinn renna x ríkissjóð, vegna minkandi tekna hans af brennivínssölunni, en ekki til byggingar sjúkrahúsa, eru byggð á misskilningi á ákvæð um frumvarpsins Þar er skýrt tekið fram að öllum hagnaði rík- issjóðs af framleiðslu áfengs öls skuli varið til bvggingar sjúkra- húsa í landinu. ■■— Ritstj. afikallandi. Löggjafinn hefur mjög aukið á þessa nauðsyn með ýmissi lagasetningu, svo sem lög um um almannatryggingar, fræðslulögum o. fl. Með því að ríkissjóður geft nokkuð eftir af hlut sínum a£ stríðsgróðaskattinum og með jafnari og rjettlátari skiptingu hans milli sveitar- og bæjarfje- laganna, er að áliti flm. þessa frv. stefnt í rjett átt. Óhjákvæmilggt er að tryggja bæjar- og sveitarfjelögum nýja tekjustofna í framtíðinni. — Má jafnvel segja, að breyting sú, sem í þessu frv. felst, sje mikils til of síðla fram borin. Stríðs- gróðinn hefur á undanförnum árum svo að segja allur safnast saman í Reykjavík. Bæjar- og sveitarfjelögin úti á landi hafa lítið af honum að segja, en ekki síður orðið að mæta hraðvax- andi útgjöldum. Hefur þetta haft örlagaríkar afleiðingar, m. a. þær, að fólksstraumurinn burt úr þessum bygðum hefur orðið Frh. á bls. 12. , „Nauðsyn nýrra tekjustofna fyrir sveitar- og bæjarfjelög er Sveitar- og bæjarfjelög fái 75% stríðsgróða- skattsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.