Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 14
14 HtORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. des. 19471 ÁNADALU Sí didáaqci eitip -Íii cL -Lon <íon 78. dagur „Hann hefir ekki verið leið- ur á því á sama hátt og þjer“, sagði frúin. „Ástin er ekki karl mönnum alit, eins og konum. Borgarlífið varð yður óbæri- legra en honum. Þjer mistuð barnið. Hann hafoi ekkert af því að segja og skildi ekki til- finningar yðar“. Billy kom inn í þessu og þá sneri frú Mortimer sjer að hon- um. „Hafið þjer nú komist að því hvað það er sem yður fellur ekki?“ „Hjer um bil“, sagði hann og settist í stól, sem hún bauð hon um. „Og jeg skal nú reyna að útskýra það---------“. „Bíðið þjer augnablik", sagði frú Mortirper. „Þetta er sterk- ur og góður stóll, sem þjer sitj- ið á og þjer eruð líka stór og sterkur, en konan yðar er þreytt — nei, nei, þjer skuluð ekki standa á fætur — hún þarf ekki á stólnum að halda, en hún þarf á kröftum yðar að halda. Mjer er alvara. Bjóðið henni að setjast í kjöltu yðar“. Svo leiddi hún Saxon til hans og ljet hana setjast á knje hans. „Þetta líkar mjer“, sagði frú Mortimer. „Og nú skuluð þjer segja mjer hvað ér athugavert við bað, hvernig jeg hefi ofan af fvrir mjer“. „Jeg sagði ekki að neitt væri athugavert við það“, sagði Billy. „Búskapur yðar er fyrir- mynd. En jeg áfti við það að aðferð yðar hæfir ekki fyrir okkur. Við mundum ekki geta búið á sama hátt og þjer. Og það er líka stór munur á yður og okkur. Þjer eigið kunningja, auðugt fólk, sem veit að þjer voruð einu sinni bókavörður og voruð gift háskólapróféssor. Og það er þessi munur á yður og okkur að þjer voruð mentuð kona og að þjer kunnuð skil á viðskiftum og að umgangast heldra, fólk, sem við getum aldrei komist í kynni við“. „Góði vinur, yður er í lófa lagið að læra alt, sem þjer þurfið að læra“, sagði frú Mor- timer. Billy hristi höfuðið. „Þjer skiljið ekki hvað jeg á við“, sagði hann. „Ef til vill get jeg gert yður það skiljanlegt með dæmi. Setjum svo að jeg hefði byrjað á því að framleiða ávaxtamauk og svo hefði jeg farið. rakleitt, eins og þjer, til þessa fína veitingahúss og vilj- að fá að tala við höfuðpaurinn. Jeg hefði verið eins og þorskur á þurru landi um leið og jeg kom inn í skrifstofu hans. Og jeg mundi finna til þess sjálfur og bað væri verst af öllu. Mig hefði undir eins rekið í roga- stans, og hann hefði haldið að jeg væri einhver þorpari og ætl aði að fleka sig til að kaupa eitthvert óæti. Hvernig hefði svo farið? Jeg hefði órðið reið- ur og jeg hefði sagt honum blátt áfröna að hann væri heimsk- ingi. Skiljið þjer það. Jeg er nú þannig gerður. Jeg hefði sagt honum að hann rjeði því sjálf- ur hvort hann vildi kaupa af j mjer maukið eða ekki, og það er auðvitað ekki ráðið til áð j selja.“. „Þetta skil jeg vel“, sagði frú Mortimer. „En þjer eigið konu. Lítið þjer aðeins á hana. Haldið þjer að hún gæti ekki vafið hverjum kaupsýslumanni um fingur sjer? Henni væri óhætt“. Billy varð þungur á brún. „Hvað hefi jeg nú gert?“ sagði frú Mortimer og hló. „Jeg er ekki sokkin svo djúpt enn“, sagði hann, „að jeg kæri mig um að græða á fegurð konu minnar“. „Nei, auðvitað ekki, og jeg átti ekki við það heldur. Gall- inn á ykkur báðum er sá, að þið eruð hálfri öld á eftir tím- anum. Það er hreinasta furða að slíkt fólk skuli alast upp nú á dögum. Þiá eruð eins og álfar út úr hól. Eru nokkur dæmi þess á þessum dögum að ung og nýgift hjón taki skréppu á bak sjer og leggi-af stað fótgangandi til þess að leita sjer að jarð- næði? Þið eruð ekki enn komin af landnemastiginu. Það er ekki neinn munur á ykkur og land- nemunum, sem fóru fótgang- andi þvert yfir sljetturnar til þess að leita sjer að jarðnæði. Jeg er alveg viss um það, að þið eruð komin út af þessum landnemum". Billy varð aftur vingjarnleg- ur á svipinn, en augu Saxons ljómuðu. „Jeg er líka komin út af þess um landnemum", sagði frú Mor timer. „Amma mín var ein af þeim fáu ^em komst af í Donner slysinu. Afi minn, Jason Whit- ney, var einn af þeim, sem drógu upp bjarnarfánann í So- anom. Hann var í Montery, þegar John Marshall fann gull í mvllulæk Sutters. Ein af göt- unum í Sart Francisko hefir ver ið látin heita í höfuðið á hon- um“. „Jeg kannast við það“, sagði Billy. „Það er Whitneystreet. Það er ska-mt frá Rússahæð. Móðir Saxons var ein af þeim, scm j^ekk yfir sljetturnar“. „Og Indíánar drápu afa ogj ömmu Billys“, sagði Saxon.: „Faðir hans var þá barn að aldri og hann ólst upp hjá Ind-I íánum, þangað til hvítu menn- • irnir náðu honum. Þá vissi hann ekki hvað hann hjet, en maður að nafni Roberts ól hann j upp“, , j „Kæru börn, við eruð þá I sama sem skyld“, sagði frú Mortimer glöð í bragði. „Það er eins.og hinir góðu gömlu dagar sjeu komnir aftur. Mjer þykir sjerstakl. vænt um þeta vegna þess að jeg hefi verið að skrá- setja allar frásagnir frá þeim tíma sem jeg hefi getað náð j í. Jeg kannast við hann föður yðar. Það er sagt frá honum í sögu Bancrofts. Modok Indí- j ánar gerðu árás á landnem'a-j lestina. Það voru átján vagn- ar, og eríginn komst af nema hann faðir yðar. En þá var hann svo ungur að hann vissi ekki hvað gerðist. Hann var svo seinna tekinn 1 fóstur af for- ingja fyrir hópi hvítra manna“. „Þetta er alveg rjett“, sagði Billy. „Það voru Modok Indí- ánar. sem rjeðust á lestina. Hún var víst á leið til Oregon. Mjer þætti gaman að vita hvort þjer i kannist nokkuð við móður henn j ar Saxon. Hún var skáld“. „Er nokkuð prentað af ljóð- um hennar?“ „Já“, sagði Saxon. „Þau voru prer»;ið í blöðunum í San José“. • „Kunnið þjer nokkuð af þeim?“ spurði frú Mortimer. „Já, eit-t þeirra byrjar þann- ig: Þinn blíði og barnslegi rómur berst. mjer úr fjallanna þröng sem vindhörpu unaðsómur í andblæ um vorkvöldin löng“. „Mjer finst jeg kannast við þettaý, sagði frú Mortiíner. „Og svo byrjaði annað Ijóð þannig: Háreisti lífsins jeg flýði og fann frið inní lundi grænum. búa þar guðir í blómahöll bjartri með háum mænujn“. „Þetta hefir verið ástarljóð“, greip frú Mortimer fram í. „Bíðum við, nú fenjeg að lcann ast við, þetta. Bíðum við — na — na — na — na — na jú,‘ nú manjeg það: I hálfrökkri skrautgarðsins bærist hvert blað er blærinn af fjöllunum leikur um £að----------- Þetta er eftir sömu konuna, en ieg man nú ekki hvað hún hjet“. „Hún hjet Daisy“, sagði Sax- on. „Nei, hún hjet Davelle“, sagði frú Mortimer því að nú mundi hún það alt í einu. „Hún var aldrei kölluð því nafni“, sagði Saxon. „Hún setti það undir ljóðjn sín. Hvað hjet hún meira?“ „Daísy Wiley Brown“. Frú Mortimer gekk að bóka- skápnum og tók þar fram þykka bók í sterku bandi. „Þetta er saga framsveit- anna“, sagði hún. „í henni eru öll bau ljóð, sem þá voru orkt, tekin eftir gömlum blöðum“. Hún leit í nafnaskrána. „Jú, hjer kemur'það. Dayelle Wiley Brov/n. Hjer eru rríeira að segja tíu ljóð eftir haná: „Víking- arnir“, „Gullstraumurinn“, „Tryggð", „Cabarello“, „Graf- reiturinn h]á 'Little Meadow“ ,.Þar ráku þau Indíána á flótta“, greip Saxon fram í. „Mamma var þá kornung, en hún fór út úr vagnborginni til þess að sækja vatn handa hin- um særðu. Indíánar skutu ekki á hana, og allir sögðu að það væri kraftaverk“. Svo sleit hún sig latisa úr faðmi Billy og stökk á fætur. „Æ, lofið mjer að sjá þessa bók. Lofið mjer að sjá hana. Jeg hefi aldrei sjeð haha. Jeg kannast ekki við þessi kvæði, en má jeg ekki skrifa þau eftir bókinni? Eða læra þau utan að? Þetta eru kvæði eftir mömmu“. Frú Mortimer uppgötvaði nú að hún þurfti að fága gleraug- un sín. Hún settist hjá Bill og þau sátu langa stund þögul, en Saxon var sokkin niður í Ijóð mömmu sinnar. Bvo lagði hún hana.aftur, en hjelt samt fingr- inum milli blaða og sagði við sjálfa sig hvað eftir annað: „Þetta hefi jeg ekki vitað“. lllllllllllllllllllllllllllimfllllraflMIIIIIIIMIIMl'IMMMKI I Almenna fasteignasalan § Bankastræti 7, sími 7324 s er miðstöð fasteignakaupa. JHw.si.KiiVt.i'bsÍRO ’ GULLNI SPORINN. 151 Mínúturnar liðu ein af annari, og þó fannst mjer eins og rcipið væri alltaf jafnlangt í burtu. Jeg hríðskalf, svitinn bogaði af mjer, þótti eins og jeg væri að verða veikur. Jeg þurfti hvað eftir annað að stoppa og hvíla mig og reyna að ná einhverri stjórn á sjálfum mjer. Jeg hjelt stöðugt áfrarn að hrópa, og loks, er jeg hafði fikrað mig áfram í að minnsta kosti hálfa klukkustund, var jeg kominn að reipinu. En nú varð jeg aftur að snua mjer við. Eftir nokkra stund tókst mjer þetta, enda var syllubrúnin þarna heldur breiðari en annarsstaðar. En hvernig átti jeg nú að ná í reipið? Eins og áður er sagt, hjekk það um þrjú fet frá syllunni, og lykkjan á enda þess var um tveimur fetum fyrir neðan mig. Jeg teygði út aðra hendina og reyndi að grípa í það, en að minnsta kosti fet vantaði upp á að jeg næoi því. Á jeg að stökkva út að því, hugsaði jeg, eða bíða þar til hjálp berst? Það fór hrollur um mig, þegar jeg hugsaði um þetta voða- stökk. En sviminn var aftur að koma yfir mig — mjér fannst eins og jeg hlyti að steypast fram af syllunni, ef jeg biði mikið lengur. Jeg Céygði því hnéin, sleppti tökunum á klettaveggnum og stökk. Jeg sá gljáandi hafflötinn fyrir neðan mig. Hægri hendi min kom við eitthvað — þetta var reipið. Svo náði jeg taki með vinstri hendi, og ríghjelt mjer nú þarna og sveiflaðist fram og aftur. Eftir nokkurn tíma tókst mjer að koma öðrum fætinum inn í lykkjuna, heyrði að því loknu að hrópað var íyrir ofan mig, og fann svo, að byrjað var að draga reipið upp. „Fljótur, Pottery, í guðanna bænum vertu fljötur,“ hróp- aði jeg. Áuðvitað gat hann ekki heyrt þetta, en halaði þó í reipið, eins og hann ætti lífið að leysa. Ekáldið: — Það er sem ieg hefi aíiaf sagt, maður hefði átt írí) lifa á þeim gömlu og góðu tímiim, þegar aðrir voru ekki búnir að nota allar klassisku hugmyndirríar. X Maður nokkur kom inn í veit ingahús og bað um rjómalaust kaffi. Hann hafði beðið í rúmar 20 mínútur, þegar stúlkan kem- ur til hans og segir afsakandi: „Við höfum því miður eng- an rióma, en mætti kaffið ekki alvej eins vera mjólkurlaust“. ir Vinna. Stúlka óskar eftir hússtörfum hjá góðu fólki. Get- ur matreitt og sjeð um börn. (Au"l. (í amerísku blaði). ★ Presturinn: — Mjer þótti það leitt að sjá þig ekki í kirkjunni í gær, Jón minn. Jón: — Já, en það var nú svo mikil déskotans rigning, að eig- inle.ga var ekki hundi út sig- andi. En jeg sendi þó konuna mína ein^ og þú sást. ★ Viðskiftavinurinn: — Mjer þykir borðið fallegt, en fæturn- ir eru of stuttir. Kaupmaðurinn: — Of stuttir, ná þeir kannske ekki alla leið niður á gólf. ★ Lítil og góðleg kona kom á fund geðveikralæknis. Hann spurði hana vingjarnlega, hvernig á því stæði, að fjöl- skylda hennar vildi koma henni í hæli. „Og segið mjer nú alveg eins og er“, bætti hann við, „hvað gengur að yður?“ „Það er það“, sagði konan og hikaði, „það er bara það, að mjer þykja svo góðar pönnu- kökur“. „Er það alt og sumt“, sagði læknirinn, „mjer sjálfum þykja pönnukökur einnig mjög góð- ar“. „Þjer segið ekki satt, lækn- ir“, sagði hún um leið og hún skríkti af ánægju. ,,Þjer megið til með að heimsækja mig ein- hvern daginn, jeg á margar töskur fullar af þeim“. Varahlutar í Dodge 40 til sölu og sýnis í Máva- | hlíð 7. I itiiiimiiiiMiitniJiita»Mitiiiiii»4iiiiiiiil>iiiiiiiiiiiiiiiiiiM ittiiiiiiiMiiiitititttiiiiiiiiiiiiiiiivnTrmilimiiililllllMr Bílamiðlunin | Bankastræti 7. Sími 7324. | er miðstöð bifreiðakaupa. =

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.