Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÍITLITIÐ: — Faxaflói; ALLHVASS austan. — Rign- ing. — Gistihúsbygging í Seykjavík í GÆR var lögfi fram á Al- þingi svohljóðandl fyrirspurn til samgöngumálaráðherra frá Sigurði Bjarnasyui: Hversu langt er komið und- irbúningi að byggingu gistihúss þess, sem ríkisstjórninni var með 1. nr. 36 frá 1948 heimilað að láta reísa í Revkjavík í sam- vinnu við bæjarsijórn Reykja- víkur, fjelög og einstaklinga? Hversu miklu fie hefur verið varið úr ríkissjóði til þess að láta gera teikningar erlendis að slíkri byggingu, og er þeim teikningum fulllokið? fknðmenn greiSa rúmar 24 krénur fyrir síldarmáiið SÍLDARVERÐIÐ í Noregi var ákveðið í gær. Var það ákveðið kr. 16,25 á hektolíter fyrir stór- síld og 13,25 norskar kr. fyr- ir vorsíld, en vorsíldveiðin hefst um áramótin í Noregi. Þetta verð svarar til þess að norskir sjómenn fá um það bil 24 norskar krónur fyrir síldarmál- ið af stórsíld og tæplega norskar 20 krónur fyrir málið af vorsíld- inni. HAROLD WILSON, breski verelunarmálaráðherrann, er kominn aftur til London frá Moskva, en þar tók hann þátt í verslunarviðræðum Breta og Rússa. Wilson tjáði frjettamönnum, sem^ræddu við hann á flug- vellinum í Southamton, að við- ræður sínar og Rússa hefðu ver ið hinar gagnlegustu, enda mundi samningaumleitunum verða haldið áfram. I fjarveru Wilsons er sendi- herra Breta í Moskva fyrir bresku samningancfndinni. —Reuter. SKRÁ yfir happdrættisvinn inga er á bls. 9. Veður hefir hamlaf velðum sílasfa sólarhríng ROKIÐ, sem gerði í fyrrakvöld og hjelst fram eftir degi í gær, varð þess valdandi, að síldveiði- flotinh I Hvalíirði gat ekkert að- hafst. Síðastliðinn sólarhring komu aðeins þrjú skip með um 1750 mál síldar alls. Þótt komið væri besta veður í gærkvöldi munu íá eða engin skip hafa kastað, því enn var talsverð kvika. Skip þar höfðu orðið vör við talsverða síld. í gær munu hafa verið þar milli 20 og 30 skip. Reykjavík Hjer í Reykjavík voru í gær- kvöldi um 30 skip er biðu lönd- unar en verið var að afferma ein 10. Síldin úr þessum skipum fór ýmist í Fjailfoss eða Hrimfaxa eða að henni _yar ekið til geymslu í grjótnámi bæjarins. Þar er nú komin eitthvað nær 30 þúsund mál. Þegar ofviðrið skall á í fyrri- nótt voru nokkur síldv'eiðiskip á leið til Siglufjarðar meö eigin afla. Munu þau yíirleitt hafa leit að í var, eða breytt áætlun sinni og farið með síldina til Patreks- fjarðar. Hreinsa þarf Hvalfjörff. Um 20 skip voru á Ilvalfirði og hafa engar frjettir borist um að skemdir hafa orðið á þeim eða þau orðið fyrir öðru tjóni. Sjómenn hafa beðið Morgun- blaðið að koma þeim tilmælum sínum til rjettra aðila, að nauð- synlegt sje að hreinsa botninn í Hvalf. er færi gefst. Skip hafa orðið fyrir skemdum á legufær- um vegna víra og þessháttar drasli, sem liggur á botninum. Gengur ör! á Kasiðds lán Breia London í gærkveldi. London í gærkveldi. BRETAR hafa nú. eytt þrem- ur fjórðu hlutum af lóni því, sem þeir fengu í Kanada í fyrra. Var frá þessu skýrt hjer í London í dag, en af láninu eru nú um 80 miljón pund eftir. Til þgssa hafa Bretar eytt 10—12 miljón sterlingspundum af lánsfjenu á mánuði hverj- um. —■ Reuter. Breska frímerkjaútgáfan London i gærkvöldi. TILKYNNT var hjer í Lond on í kvöld, að þriár nýjar frí- merkja tegundir munchr verða gefnar út í Bretlandi á næsta ári. Frímerki þessi eru gefin út 1) til að minnast silfurbrúð kaups bresku konungshjón- anna, en það er næsta vor; 2) til að minnast endurheimtu Ermarsundseyjanna, sem Þjóð verjar hersátu á stríðsárun- um; og 3) í tilefni af olymp- isku leikjunum. — Reuter. Samkeppni um kvikmyndadreifingu BERLÍN: — Kvikmyndadreifing á Bandaríkjasvæðinu í Þýska- landi hefur nú verið sett á sam- keppnisgrundvöll. Hefur einu bandarísku, einu ensku og átta þýskum fjelögum verið veitt leyfi til kvikmyndadreifingar. Fonnaður gjaídsyris- nsfndar CAMILLE GIJTT heiíir formað- ur alþjáða gjaideyrisnefndarinn- ar. Hefur hann nýiega skýrt frá liví, að nefndin hafi vc'ít ýrr.sum löndum lán að upp'.iæj 180,5 miljónir dollara. ,.SÖLVI“, skáldsaga eftir sr. Friðrik Friðrikssön er komin bókaverslanir, en útgefandi er bókagerðin Lilja. Er þetta fyrra bindi af skáldsögenni, en ætl- unin mun að gefa út síðara bindið á áttræðisafmælí sjera Friðriks næsta vor. Sjera Friðrik samdi söguna um Sölva upphaflega einungis til unplestrar á fundum í KFUM, fyrir rúrolega 20 árum og mun aldrei hafa »ætlast til að hú.n yrði birt. Enda segir hann svo í formála. fyrir bók- inni, að hann hafi látið tilleið- ast „þvernauðugur“ að senda Sölva út í heiminn til ókunn- ugra. Hinsvegar hafa hundruð ungra manna á þessuro árum hlustað á söguna af Sölva og hrifist af henni og það mun vera fyrir áeggjan aðdáenda Sölva, að hann er nú kominn á prent. Það mun gleðja ótal marga að fá tækifæri til að endurnýja kvnni sín af Sölva sjera Frið- riks. I H hala beðiS V.H. irn aÖs!o§ FYRIR tveim dögum síðan tók Vetrarhjálpin til staría hjer í bænum. I gærkvöidi höfðu 76 manns sótt um aðstoð hennar, sagði Stefán A. Páisson forsíj. Enn sern ko*mið er hefur Vetrar- hjálpinni borist lítið fje, um 1600 krónur. Þar af gaf Veiða- færaverslunin Geysir í gær 500 kr. Söínunarlistar hafa verið sendir til fyrirtækja og stofn- ana hjer í bænum og er þess vænst að þeim verði gerð góð skil sem allra fyrst, því óðum nálgast jólin. Næstkomandi þriðjudag munu skátarnir safna fje fyrir Vetrar- hjálpina í Austurbænum og á miðvikudag í Vesturbænum. Nú hefur Vetrarhjálpin feng- ið síma í skrifstofu sína Banka- stræti 7 og er hann 2488. Verkfall járniðnaðar- manna kostaði þá og verkamenn smiðjanna tvær miljónir króna Samningar lókust í gærkvöldi VERKFALLI járnsmiða, sem staðið hefur yfir í tæpa tvo mán- uði lauk í gærkvöldi, er samningar tókust milli meistara og fje- iags járniðnaðarmanna fyrir meðalgöngu sáttasemjara ríkisins, — Ilefur verkfallið kostað hvern einstakan járniðnaðarmann um 8 þúsund krónur, en samtals hefur tjón 150 járnsmiða, sem þátt toku í vinnuslöðvuninni, orðið 1,2 milj. kr. Tjón* verkamanna Við þessa upphæð þætist svo tjón 150 verkamanna og gerfi- smiða, sem þált tóku í verkfall- inu, vegna samúðarverkfalls Dagsbrúnar við járnsmiðina gagnvart smiðjunum, sem er um 6 þús. kr. á mann eða samtals um 900 þús. krónur. Samtals hef ur verkfallið þannig kostað verkamennina og iðnaðarmenn- ina, sem þátt tóku í því, rúmar tvær miljónir króna. Við þctta tjón bætist svo hið beina og óbeina tjón vjelsmiðj- anna og atvinnuveganna. T. d. varð einn togari að bíða allan tímann eftir nauðsynlegri viðgerð. Samkomulagið Samningar tókust á þeim grundvelli að kaupgjald járn- smiðja var ákveðið 170 krónur á viku í grunnlaun. Á móti þeirri breytingu var svo samið uro ýms atriði, sem smiðjurnar telja sjer hagkvæm- ari en áður og munu vega upp á móti þeirri grunnkaupshækk- un, sem samið var um að því er Sveinn Guðmundsson framkv,- stjóri tjáði blaðinu í gærkvöldi. Eru það þessi atriði : 1. Tekin var upp í samning- inn heimild til ákvæðis- vinnu. 2. Heimilað er að vanræktar vinnustundir að morgni dragist frá kaupi með 50% álagi. 3. 1. desember falli niður sem frídagur. 4. Heimilað að breyta mat- artíma þannig að kaffi- tímar falli niður. 5. Kaupsámningur járn- smiðanema falli niður, þ. e. fjelag járniðnaðar- manna semur ekki fyrir hönd nemenda. Gildir til 15. apríl 1949. Samningur sá, sem gerður var gildir til 15. apríl 1949 og er uppsegjanlegur méð tveggja mánaða fyrirvara. Samningar stóðu samfleytt frá kl. 8V2 á þriðjudagskvöld til kl. 4% í gærmorgun. í gær voru svo fundir í fjelögum iárn'smiðameistara og járniðn- aðarmanna og var samkomulag- ið samþykkt þar. Varaforseti rekinn BUKAREST: — M. George Tat- arescu, fyrverandi varaforseti Rúmeníu, hefur verið vikið frá störfum sem formaður frjáls- iynda flokksins þar. Kft sigraði Armsnn SUNDKNATTLEIKSMÖT Reykjavíkur hófst í gærkvöldi, í því taka þátt Ármann, KR og Ægir. í gærkvöldi fór fram fyrsti leikur mótsins. Þar mættust lið KR-inga og Ármenninga. Var leikur þessi mjög spennandi og þótti tvísýnn til hins síðasta. —• Leikar fóru svo, að KR-ingar sigruðu nieð 5 gegn 4. Fyrri hálf leik lauk með sigri Ármenninga 2:1. Valur keppir við Akurnesinga HANDKNATTLEIKS meistara- flokkur Vals fór S.I. sunnudag til Akraness og keppti við K. A. í hinu nýja íþróttahúsi Akurnes- inga. Þessum leik lauk með sigri Vals, 39 gegn 20, fyrri hálfleik- ur 17 gegn 10. Var keppnin mjög hörð og leikurinn spenn- andi. Rasmussen svarar aðdróHunum Kristensens K.höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. GUSTAV RASMUSSEN ut- anríkisráðherra, svaraði í gær hinum heiftúðlegu ásökunum, sem fram komu í ræðu beirri, sem Knud Kristensen, fyrver- andi utanríkisráðherra, flutti í s. 1. viku i danska þinginu. Sak- aði Kristensen utanríkisráð- herrann um tvöfeldni, þar sem hann hefði reynst fáanlegur til ao taka sæti í stjórn Hedtofts. í ræðu sinni I gær f sagðl Rasmussen meðal annars, að hann hefði aldrei, hvorki í Dan- mörku nje annarsstaðar, hitt stj órnmálaleiðtoga, sem haft hefði eins takmarkaðan skiln- ing á utanríkismálum og Krist- ensen. dagar ti! jóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.