Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur 284. tbl. — Finimtudagur 11. desember 1947 fíafoldarprentsmiðj a h.l Bretar herða eftirlit sitt í Palestínu Aga Klsan segisi ætla aS kaupa fandið! Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti tii Morgunblaðsins ffá Reuter. SIR ALAN CUNNIN.GHAM, landstjóri í Paiestínu, tilkynti í dag, að Bretar mundu grípa til róttækra ráðstafana, ef núverandi átök milli Araba og Gyöinga hjeldu áfram. Yfirlýsing landstjórans kom um líkt leyti og emír Ismail Suleiman, einn af æðstu mönnum Araba í Sýrlandi, tíikynti sýrlensku stjórninni, að Aga Khan, sem segja má að sje æðstiprestur allra Múhameðstrúarmanna, hefði lýst því yfir, að hann mundi geía 30 miljón sterlingspund í gulli til styrktar Aröbum. Þjóðverjar framleiddu kaibáta strax eftir fyrri heimsstyrjöld Aga Khan Segist kaupa landið! Frjéttamaður sá, sem skýrir frá þessu, hefur það eftir Sulei- man, að Aga Khan hafi og til- kynt, að ef Sameinuöu þjóðirnar hjeldu til streitu skiptingu Pal- estínu, mundi hann kaupa ait landið og afhenda það síðan Aröbum! Frjett þessi er þó ó- staðfest, sem og frjettin um mil- jónagjöfina. 15 drepnir Engin lát voru á átökunum í Palestínu í dag, og munu að minsta kosti niu Gyðingar og sex Arabar hafa látið lífið. Flýja fangelsi Þá tókst 18 Aröbum að flýja úr Aere-fangelsinu í Norður- Palestínu. Komust þeir undan með því að saga sundur rimlana fyrir klefum sínum, binda einn af vörðunum og renna sjer síð- an á reipi, sem smyglað hafði verið inn í fangelsið, út um einn glugganna. Verkföi! eru dýr París í gærkvöidi. SCHUMAN, forsætisráðherra Frakklands, skýroi frá því í útvarpsræðu í kvöld, að síð- ustu verkfallsmennirnir væru nú um það bil að taka upp vinnu á ný. Schuman minnti áheyrend- ur sína á það, að verkföll væru. dýr, og gat þess sem dæmis, að tvær miljónir tonna af kolum og yfir 400.000 tonn af stáli hefðu tapast í veykföll unum að undanförnu. i!i a tekJiiskaHi K.höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. HEDTOFTST J ÓRNIN lagði fram fyrstu efnahagsfrumvörp sín í danska þinginu í gær. Fer stjórnin fram á það, að tekju- skattur verði hækkaður um tíu prósent, en tuttugu prósent skattur verði lagður á skinna- vöru. Búist er við,> að hinir nýju skattar muni auka tekjur ríkis- ins um 94 miljónir króna, en þó vantar enn 46 miljónir til að fjárlögin verði hallalaus. I GÆR var dregið í 12. flokki Happdrættis Háskólans. Dregn-! ir voru út 2009 vinningar alls. Hæsti vinningurinn í þessum flokki eru 75 þúsund krónur. — Kom hann upp á % miða, sem allir voru í umboði St. Pálsson- ar & Ármann í Varðarhúsinu. Sarni maðurinn átti alla miðana fjóra. Næst hæsti vinningurinn 25 þús. krónur komu einnig upp á J/4 miða nr. 22073 er voru í umboði Marenar Pjetursdóttur Laugaveg 66. Þriðji hæsti vinn- ingurinn kr. 20 þús. kom upp á heilmiða nr. 5366 er var*seldur í umboði Elísar Jónssonar Kirkjuteig 5 og f jórði hæsti kom einnig upp á heilmiða nr. 20132, sem seldur var í Siglufjarðar- umboði. Morgunblaðið birtir í dag vinn ingaskrána á 9. síðu, en án á- byrgðar. Aðstoðuðu Japani við kafbátasmíðar Krupp-mennirnlr fyrir rjeHi Núrnberg í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. KRUPP-VOPNAVERKSMIÐJURNAR þýsku seldu Japönum upp- arætti af kafbátum þegar á árinu 1920, eða aðeins tveimur árum , eftir að heimsstyrjöldinni fyrri lauk. Frá þessu var skýrt hjer í ■ Núrnberg í dag, er rjettarhöld hjeldu áfram í máli 12 fyrverandi ! háttsettra starfsmanna verksmiðjanna. Eru menn þessir meðal ! annars sakaðir um að stuðla að vopnaðri árás á önnur ríki, auk þess sem þeir eru óbeint bendlaðir við dauða tugþúsunda erlendra manna, sem nasistar fluttu til Þýskalands til vinnu í Kruppverk- smiðjunum. Aga Klian, hinn heimsþekti auð- kýfingur, er nú nefndur í sam- bandi við Palestínudeiluna. — Lausn hans á málinu er ákaflega einföld: Ilann segist bara kaupa alt landið! Baðmuliarframleiðsla U. S. A. eykst. WASHINGTON: — Landbýnað- arráðuneyti Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að baðmullarframleiðsla landsins muni aukast allmikið. Er það bygt á því að bæði í Texas og Californíu eru betri skilyrði en áður til þess að rækta baðm- ull. Búist er við að framleiðslan verði 11,694,000 ballar í desem- ber. 111 voru drepnir London : gærkvöldi. SKÝRT var frá því 1 breska þinginu í dag, að 111 manns hafi látið lífið í ýjeirðum þeim, sem urðu í Aden í Suður- Arabíu í síðastliðinni viku. Óeirðirnar urðu í sambandi við ákvörðunina um Palestínu, en í þeim ljetu lífið 75 Gyð- ingar, 34 Arabar og tveir Ind- verjar. Landsstjórinn i Aden til- kynti í dag, að alt væri nú með kyrrum kjörum i borginni og umhverfi hennar, — Reuter. ^Höfðu eftirlit með smíðinni Verkfræðingar frá Germaníu og Vulkan skipasmíðastöðvun- um voru meðal þeirra, sem eftir- lit höfðu með byggingu jap- anskra kafbáta, en báðar þessar skipasmíðastöðvar voru í eigu Krupps. Rafknviin tundurskeyti Þá var og skýrt frá því í dag, að í árslok 1923 hafi þýski flot- inn haft samvinnu við nokkrar erlendar þjóðir, í sambandi við tilraunir, sem gerðar voru með rafknúin tundurskeyti. Höfðu Þjóðverjar orðið að hætta þess- um tilraunum í lok fyrri heims- styrjalda'rinnar. únisfum Washington í gærkvöldi. FULLTRÚADEILD Bandaríkja þings samþykti í kvöld með 78 atkvæðum gegn 37, að stöðva alla bráðabirgðahjálp til handa þeim löndum, sem verða kunna áhrifasvæði Rússa eða kommún- ista. Þá var og samþykt með 109 atkvæðum gegn 57, að krefjast þess, að einstaklingar, sem hafa með höndum dreifingu banda- rískra aðstoðarbirgða í hinum ýmsu löndum, gefi um það yfir- lýsingu, að þeir sjeu ekki komm únistar. Forseti fulltrúadeildarinnar tilkynti í lok þingfundar í dag, að enn ætti eftir að ræða 13 breytingatillögur í sambandi við hina fyrirhuguðu bráðabirgða- aðstoð til handa Frakklandi, Austurríki og ítalíu. — Reuter. Ný rjettarhöld WASHINGTON: — Yfirrjettur Bandaríkjanna hefur skipað ný rjettarhöld í máli negra nokkurs, sem ásakaður er um að hafa drep ið hvítan mann. Flýfa þarf endurreisn Evrópu vomr sinar a og glundroða Washington. GEORGE MCGHEE, áhrifamikill starfsmaður hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu, ságði í ræðu í gær, að læra mætti það af Grikklandsmálunum að tíminn væri naumur í endurreisnarstörf- um Evrópu. Hann minnti einnig á að heimsveldastyrjaldir væru ekki lengur unnar með herjum, eins og sjá mætti í Ungverja- landi, Búlgaríu, Júgóslavíu og Albaníu. í Ungverjalandi er komm- únistasigurinn rjett að segja unninn, því að þangað fluttu sovjet- herirnir með sjer ungverska kommúnista, sem æfðir hafa verið í Moskva í skemmdarverkum og uppreisnartækni. Kommúnistar tapa kosningum ' Þegar svo kommúnistar hjeldu að kommúnistaflokkurinn væri orðinn nógu sterkur í Ungverja- landi þá leyfðu þeir frjálsar kosningar eins og um var samið að Jalta, en er það kom upp úr kafinu að kommúnistar hríðtöp- uðu, þá gripu þeir til sinna ráða og ógnarstjórn tók við völdum, sem ýmist drap eða gerði land- flótta alla, sem gegn kommún- istum stóðu. Ungverjaland var með öðrum orðum gert að „lög- regluríki“. Frh. á bls. 12. Sænski flotinn Samkvæmt sönnunargögnum, sem lögð hafa verið fram í Núrn bergrjettinum, tókst þýskum fyrirtækjum árið 1927 að ná samkomulagi við sænska flot- ann um tilraunir með rafknúnu tundurskeytin. Voru tilraunir þessar, sem og tilraunir með ým iskonar önnur vopn, svo árang- ursríkar, að Þjóðverjar áttu 12 fullvopnaða kafbáta aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að Hitler 1935 lýsti því yfir, að hann mundi hafa að engu á- kvæði Versaillessáttmálans um vopnabúnað Þýskalands. Skymaslervjel hrapar Massachussetts í gærkv. BANDARÍSK skymasterflug vjel, sem í eru 29 menn, hrap aði til jarðar í Labrador um miðnætti í gær. Tókst leitar- flugvjel að koma auga á flak vjelarinnar í dag, en við það mátti sjá einn mann á ferli. Björgunarleiðangrar eru nú á leiðinni til flugvjelarinnar, en ekki er vitað, hversu margir manna þeirra, sem í henni voru og allir eru í Bandaríkjaher, eru ennþá á lífi. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.