Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1947, Blaðsíða 8
8 HOKGU1\BLA0IÐ Fimmtudagur 11. des. 1947 Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austúrstræti 8. — Sími 16-00. Áskriftargjalcx kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,0C utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Skollaleikur komm únista KOMMÚNISTAR leika um þessar mundir einstæðari skolla- leik í íslenskum stjórnmálum en svo, að almenningur fái ekki auðveldlega sjeð í gegnum svikráð þeirra við þjóðfjelagið. Þeir deila á stjórn landsins fyrir það, að ekki sje nægilega mikið flutt inn af ýmiskonar vörum og þessvegna ríki hjer vöruskortur. Hinsvegar berjast þeir harðsnúinni baráttu gegn þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að tryggja rjettláta dreifingu þeirra vara, sem inn eru fluttar. Þeir saka bæjarstjórn Reykjavíkur um ábyrgðina á því að framkvæmdir hafa tafist við eimtúrbínustöðina við Ell- iðaár og bæjarbúa hefur þeasvegna um skeið skort ljós og hita. Á sama tíma hafa þeir sjálfir haft forystuna um að stöðva vinnu við þetta þýðingarmikla mannvirki með verk.- falli þeirra iðnaðarmanna, sem mest reið á að störfuðu að því að ljúka verkinu. Þeir halda uppi látlausum óhróðri um sjávarútvegsmála- ráðherra vegna þess að hann hafi vanrækt að gera nægileg- ar ráðstafanir til þess að greiða fyrir móttöku og flutningi Hvalfjarðarsíldarinnar., En jafnhliða lýsir fulltrúi þeirra í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins því yfir, að hann telji að síldveiðiskipin eigi sjálf að annast síldarflutningana norður og ríkisvaldið þurfi þar engin afskipti af að hafa. Þeir segja verkamönnum að þeir sjeu eini stjórnmála- flokkurinn, sem vill koma í veg fyrir að hjer skapist atvinnu- ieysi. Jafnframt því að lýsa þessu yfir leggja kommúnistar á það höfuðáherslu að koma í veg fyrir eða torvelda alla við- leitni til þess að atvinnutækin verði rekin á samkeppnishæf- um grundvelli. Þannig væri hægt að rekja fláttskaparferil kommúnista á öllum sviðum þjóðlífsins. Allstaðar er framkoma þeirra í æpandi ósamræmi við yfirlýsingar þeirra um hollustu við þær stjettir, sem þeir þykjast vilja styðja og efla. Trúa verslunarmenn þvi að kommúnistar sjeu á móti tak- mörkun innflutningsins vegna hagsmuna þeirra eða við- skiptavina þeirra? Áreiðanlega ekki. Kommúnistar hafa jafnan barist fyrir því að íslensk verslun væri hneppt í hvers konar fjötra einokunar og hafta. Þeir hafa verið og eru örg- ustu fjendur frjálsrar verslunar. Ádeiíur kommúnista á Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráð- herra eru álíka fjarstæðukenndar. Aðaldragbíturinn, sem hann hefur átt við að etja, og sá eini í stjórn södarverk- smiðjanna, er einmitt fulltrúi kommúnista, sem „ekkert varðaði ufn þjóðarhagsmuni“. En þessi framkoma kommúnistanna íslensku er raun- ar ekki aðalatriði í þessu sambandi. Kjarni málsins er sú staðreynd að þessi skollaleikur er aðeins einn þáttur þeirrar alþjóðlegu skemmdarstarfsemi, sem kommúnistum allra landa hefur verið falið að framkvæma gagnvart þjóðfjelög- um sínum. Það er ekki hægt að dyljast þessarar staðreyndar. íslenskir kommúnistar eru að leika hjer nákvæmlega sama leikinn og frönsku kommúnistarnir hafa verið að leika und- anfamar vikur og lamað hefur alt atvinnuiíf Frakklands. Þeir eru að reyna að eyðileggja þá glæsilegu möguleika, sem íslenska þjóðin hefur til þess að treysta framtíð sína með því að hagnýta sjer nýja markaði á þessum tímamótum í við- • skipta- og verslunarmálum. En eins og verkföll og skemmdarstarfsemi kommúnista í Frakklandi eru nú að renna út í sandinn, mun skollaleikur og moldvörpuiðja þeirra hjer á landi verða afhjúþuð og for- dæmd af öllum almenningi. Hjer eins og þar munu svikin og falsið í málflutningi þeirra verða augljós. Það er ekki hægt til lengdar að dylja almenn- ing þess, hvert sje hið sanna eðli og tilgangur kommúnista. Fólkið sjer hvað er að gerast í heiminum og það veit að ís- lenskir kommúnistar eru nákvæmlega sama manntegundin og sú, sem stendur fyrir fólskuverkum og ofbeldisathöfnum út um Evrópu. fslensku kommúnistarnir þora aðeins ekki og geta ekki framkvæmt slíka verknaði hjer, enda þótt þeir lofsyngi þá í blöðum sínum. \JíLver}i óLrifc ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Dimmir dagar. SKAMMDEGIÐ er að ná há- marki hjá okkur, en eftir nokkra daga fer aftur að birta „um hænufet á dag“.. — Annars vitum við Reykvíkingar lítið af skammdeginu á móts við þá sem í sveitunum búa. Þótt raf- magnið sje dauft eins og er, þá er birtan meiri, en íslendingar hafa átt að venjast frá íslands- byg.ð. Og jólaannirnar gera sitt til þess að stugga frá mönnum leiðindum og áhyggjum, sem oft eru samfara skammdeginu. Það væri daufara yfir mönn- um ef ekki væri jólaundirbún- ingurinn, þótt oft geti hann einnig verið lýjandi. En best er að steypa sjer ekki of langt út í hugleiðingar um skammdegið. Það bætir engan. • „I dag er jeg ríkur...“ HINN STÓRI DAGUR Happ- drættis Háskólans var í gær, Margir hafa undan'farna daga rent hýrum augum til hæsta vinningsins — 75 þúsund krón- ur. En það geta ekki allir feng- ið stóra vinninginn í þessu happ drætti frekar en öðrum og flest- ir verða að gera sig ánægða með minna og flestir fá ekki neitt (á því byggjast happ- drætti). Happdrættið. hefir stundum komið að miklu gagni og marg ir eru ríkir í dag, sem voru fátækir í gær. Happdrætti Háskólans er eina happdrættið í þessu landi, sem mjer finst eiga rjett á sjer. „Myndi hætta að vinna“. í fiÆR GERÐI jeg það að gamni mínu að, spyrja nokkra, sem jeg hitti á förnum vegi, hvað þeir myndu gera ef þeir fen"iu stærsta vinninginn í happdrættinu. Sá fyrsti var lítill dreng- hnokki, 10 ára gamall og heitir Jón. Ekki veit jeg önnur dsili á honum. Jón litli stóð iyrir fram.an búðarglugga og horfði á leikföng. „Ff jeg fengi stærsta vinn- ingin, ha?“ sagði hann. ,,Jeg myndi fyrst kaupa mjer flug- vjel og síðan gefa mömmu af- ganginn". Sá næsti, sem jeg spurði var piltur um tvítugt í verkamanna fötum. Hann hallaði sjer upp að vörubíl. „Fpngi jeg hæsta vinninginn, myndi jeg hætta að vinna“, svaraði hann og glotti. J'annig eru mannanna áhuga mál misjöfn. Þeir, sem duttu í lukkupottinn. FYRIR MÖRGUM ÁRUM safnaði Happdrættið sögum um fólk, sem hafði unnið í happ- draetlinu — dottið í lukþupott- inn — og birti í auglýsingum daghlaðanna. Það var gaman mörgum þessum sögum og það besta við þær var að þær voru sannar. Þar var sagt frá manni, sem var að byggja sjer hús og hafði hálflokið við það er hann varð peningalaus. Þá vann hann í happdrættinu og kom húsinu sínu upp, Einnig voru sagðar sögur um drauma í sambandi við happdrættisvinninga. Það ætti að halda áfram að safna slíkum sögum. ♦ • Sögur sem ekki eru birtar. EN SVO ERU til sögur í sam bandi við happdrættið, sem aldre.i hafa verið birtar. Sögur um menn, sem ekki þoldu að vinna peninga — kunnu ekki með þá að fara. Það eru nefni- legá margir, eins og pilturinn, sem jeg gat um hjer að framan og sem ætlaði að hætta að vinna, ef hann fengi hæsta vinn inginn í happdrættinu. Iðnnemi úti á landi hlaut fyrir stríð 20. þúsund króna vinning. Hann hætti námiriu og fór til Reykja víkur. .Elcki varð vinningurinn honum til góðs. • 500 þúsund síldar- mál á Austurvelli. NOKKRIR STARFSMENN í verkfræðingadeild Reykjavík- urbæjar voru að leika sjer að því í kaffit.ímanum í fyrradag, að reikna út hvernig. líta myndi út á Austurvelli, ef allri síld- inni, sem veiðst hefir í haust væri dempt í einn bing á Aust urvelli og göturnar í kringum hann. Frá Hótel Borg að Land- símahúsinu og Alþingishúsinu að ísafold. Þeir komust að þeirri niður- stöðu, að 400.000 mála bingur af síld yrði á þessu svæði 8 metra hár. En ef sett væri þarna 500.000 mál síldar myndi síldin ná upp í þakrennur Alþingishússins. Það væri með öðrum orðum ekki hægt að halda ræðu af svölum Alþingis. • Það ætti .... ÞAÐ ÆTTI að vera lögboðið, að afgreiðslufólk í brauðabúð- um tækj með þar til gerðum töngum á kökum og sætabrauði er það afgreiðir. Það er jæðalega að sjá af- greiðslustúlkurnar róta í kök- unum.með berum höndunum og alveg óþarfi. En þetta sjer mað ur í hverri einustu brauðabúð í bænum. Ef gerðar eru athugasemdir út af þessum sóðaskap, svara sumar stúlkurnar illu einu til, eða að þær hafi engar slíkar tengur. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Eitt mikilvægasta leppríkíð ENGUM getur dulist það, að eitt af mikilsverðustu leppríkj- um Rússa í dag er Pólland. Landið hefir að vísu orðið fyrir geysimikilli eyðileggingu # í styrjöldinni, en lega þess or- sakar það, að frá hernaðarlegu sjónarmiði, er það ákaflega mikilvægt. Pólland er svo ó- heppið að vera einskonar tengi- liður milli austurs og vesturs; eins. og Rússar hljóta að nota landið, taki þeir upp á því að halda her sínum lengra í vest- urátt en komið er, eins hlýtur hver sú þjóð, sem herja hygst á Rússland, að sækja yfir Pól- land. Eins og í öllum öðrum lepp- ríkjum Rússa, eru það komm- únistarnir, sem eru umboðs- menn þeirra og verkfæri. • • Stefnuskráin. Bandarískur frjettamaður hefir nýlega lýst baráttuaðferð um pólsku kommúnistanna og skýrt frá stefnuskrá þeirra eft- ir styrjöldina. Frjettamaður þessi, Sam Welles að nafni, hef ir dv.alist í Póllandi og rætt þar við ýmsa háttsetta kommúnista og aðra stjórnmálaleiðtoga. Strjfnuskráin að styrjaldar- lokum var þessi: 1J Að sigrast á útlagastjórn- inni í London; 2) að ráða nið- urlö^um eða vinna hylli and- stöðuhreyfingarinnar; 3) að ná áhrifaaðstöðu í skólunum; 4) að vinna fylgi millistjettanna og smábændanna; 5) að komast að ,,samkomulagi“ við sósíalista; 6) að ráða niðurlögum kirkj- unnar. • • Sigruðu. Pólsku kommúnistarnir' hafa þegar sigrað í fyrstu tveim stór orustum sínum — gegn útlaga- stjórninni og andstöðuhreyf- ingunni. Allir sjálfstæðir með- P/liko!ajczyk flúði ógnarstjórn kommúnista limir Lundúnastjórnarinlnar hafa, með valdi, verið gerlSir hættulausir, en andstððújjjfeyf- ingin er næstum úr sögurini, síðan öllum meðlimum henjpr var heitin sakaruppgjöf. Ko»m únistar Póllands hafa þvi þlg- ar hafið þriðju og fjórmi *r- usturnar — orusturnar um sjból ana, millistjeí tirnar og smá- bændurna. Aðft; ðirnar eru hjer hinar sömu og í öðrum einræð- islöndum: þeir, sem reynast ó- þjálir til samvinnu, eru rjett- lausir menn. • • Sósíalistar. Bandaríski frjettamaðurinn, sem kynt hefir sjer þessi mál, skýrir svo frá, -að kommúnistar hafi — formlega að minsta kosti — enn ekki hafið stríð sitt gegn pólskum sósíalistum. Þess virðist ennþá lítil þör-f, þar sem kommúnistar hafa öll völd stjórnarinnar í höndum sjer. Sósíalistar hafa að vísu sex ráðherra, meðal annars forsæt- isráðherrann, Joseph Cyran- kiewicz, en kommúnistar halda þeim ráðuneytum, sem ein- hverjji mál skifta. Þeir ráða yf- ir hernum, leynilögrpglunni, fræðslumájlum, herdómstólun- umv erlendri verslun og öllu efnahagslífi Póllands. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.