Morgunblaðið - 17.07.1948, Síða 2

Morgunblaðið - 17.07.1948, Síða 2
2 MORGUNBLAÐlk I mánudog kveðju lefkvikiugcif ðlym- píufaruno Þá koma þeir allir tram é íjsróilavellinum. 'Á MÁNUDAGINN verður hinn svonefndi Ólympíudagur, og um kvöldið fer fram Ólympíumót frjálsíþróttamanna á íþróttavell- inum. Áður en keppnin hefst ganga allir íslensku Ólympíukepp- endurnir, bæði í frjálsíþróttum og sundi, inn á völlinn í búningi þcim, er þeir verða í í London, en fyrir fylkingunni verður bor- inn fáni sá, er borinn verður fyrir íþróttamönnunum á Ólympíu- leiltvanginum. Mun Ben. G. VVaage, forseti Iþróttasambands ís- lands, flytja stutt ávarp við það tækifæri. Dregið í happdrætti'4> Olympíunefndar. Einnig verður um kvöldið á íþróttamótinu dregið í happ- drætti Olympíunefndarinnar, en á mánudaginn verður lögð sjerstök áhersla á sölu miða. Verða þeir seldir í 3—4 bílum á götum bæjarins og fjórum bókaverslunum, Isafoldar, Ey- mundssonar, Helgafelli og Lár- usi Blöndal. í happdrætti þessu er 1. vinningur Hudson bifreið, annar vinningur rafmagnsheim ilistæki, ísskápur, þvottavjel, rafsuðuvjel og strauvjel og þriðji vinningur aðgöngumiði að Olympíuleikunum ásamt far miðum. Er takmarkið að á mánu dagskvöldið hafi allir happ- drættismiðar selst upp. Ættu Reykvíkingum að vera ljúft að stuðla að því, að svo verði. Brjefmerkið. Þá er rjett að minna á brjef- merki Olympíunefndarinnar, sem er mjög smekklegt. — Það fæst í öllum helstu bókaversl- unum bæjarins og í öllum póst- húsum landsins. Keppt í II greinum. Keppt verður í 11 greinum á mótjnu á mánudagskvöldið og verða allir Olympíufararnir í frjálsum íþróttum þar meðal keppenda. Þátttakan verður sem h?er segir: 100 metra hlaup: Haukur Clausen og Finnbjörn Þor- valdsson, ÍR. og Trausti Eyj- ólfsson og Ásmundur Bjarna- son, KR. í Kúluvarp: Vilhjálmur Vu- mundarson, KR, Sigfús Sig- urðsson, Selfossi, Örn Clausen, ÍR, og Ástvaldur Jónsson, Á. Staagarstökk: Torfi Bryn- geirsson, KR, Bjarni Linnet, Á, KoJbeinn Kristinsson, Selfossi, og Þorkell Jóhannesson, FH. 400 metra hlaup: Reynir Sig- urðsson og Örn Clausen, ÍR, og Páll Halldórsson og Sveinn Björnsson, KR. Langstökk: Finnbjörn Þor- valdsson, M3gnús Baldvinsson og Örn Clausen; ÍR, óg Halldór Lárusson, UK. Spjótkast: Jóel Sigurðsson, Gísli Kristjánsson og Örn Clau- sen, allir úr ÍR, 200 metra hlaup: Haukur Clausen, ÍR, Ásmundur Bjarna- soíi og Trausti Eyjólfsson, KR, og Þorbjörn Pjetursson, Á. Þrístökk: Stefán Sörensson. TR. Þorkell Jóhannesson, FH. Hermann Magnússon, KR og Hallur Gunnlaugsson, Á. Kxl^glukast: Ólafup Guð- mundsson og Þorsteinn Löve, ÍR, Gunnar Sigurðsson, KR, og Gunnlaugur Ingason, Á. 1500 metra hlaup: Óskar Jóns son, IR og Ingi Þorsteinsson KR. Þá verður keppt í 4x100 m bpðhlaupi, er meðal ann- ars allir þeir, sem verða í Ol- ympíusveitinni taka þátt í. Fyrstu verðlaun á mótinu verður lítill Olympíuskjöldur, önnur verðlaun lítil skeið með Olympíumerki og 3. Olympíu- merki. Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, formaður Olympíu- nefndarinnar. afhendir verð- launin. Hann mun einnig við það tækifæri afhenda sund- mönnunum verðlaun fyrir afrek þeirra á Olympíusundmótinu. Reykvíkingar munu áreiðan- lega fjölmenna á völlinn á mánu dagskvöldið til þess að kveðja þá glæsilegu sveit ungra kvenna og manna, sem verða fulltrúar íslands á Olympíuleikunum. — Þorbjörn. Brjefmerki Olympíunefndar Sendið ekkert brjef án brjef- merkis Olympíunefndar. Meðul við krabba- meini Washington í gær. LEWIS L. STRAUSS, sem er meðlimur Jgarnorkunefndar Bandaríkjanna upplýsti nýlega, að kjarnorkuvísindin hefðu opn- að nýjar leiðir til að sigrast á krabbameininu. Lýsti hann tveimur aðferðum, sem hefðu verið reyndar undanfarið við kjarnorkustöðina í Oak Ridge, sem hefðu gefist vel. Báðar eru nýjar aðferðir við notkun geisla- virkra efna. Fyrri aðferðm, sem Strauss nefndi, er með geislavirku gull- dusti, sem er sprautað beint inn í krabbameinsæxlið. Hin aðferð in er lík, nema þar er notað geislavirkt joð. Strauss sagði, að joðaðferðin væri mjög marg- brotin, en hún hefði reynst bet- ur. ísland sendlr 22 bátttakendur á 01- ympuleikana ISLAND sendir alls 22 þátttak- endur á Olympíuleikana í Lon- don, sem hefjast í þessum mán- uði. Fjórtán keppendur verða i frjálsum íþróttum, en átta í sundi. * Frjálsar íþróttir: 100 m hlaup: Haukur Clau- sen, ÍR, Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, og Örn Clausen, ÍR. 200 m hlaup: Haukur Clau- sen, ÍR. 400 m hlaup: Reynir Sigurðs- son. ÍR. 800 m hlaup: Óskar Jónsson, ÍR. 1500 m hlaup: Óskar Jóns- son, IR. Langstökk: Finnbjörn Þor- valdsson. ÍR. Þrístökk: Stefán Sörensson, ÍR. Stangarstökk: Torfi Bryn- geirsson, KR. Spjótkast: Jóel Sigurðsson, ÍR. Kúluvarp: Vilhj. Vilmundar- son, KR, og Sigfús Sigurðsson, Selfossi. Tugþraut: Örn Clausen, ÍR. 4x100 m boðhlaup: Haukur Clausen, ÍR, Finnbjörn Þor- valdsson, IR, Ásmundur Bjarna son, KR og Trausti Eyjólfsson, KR. 4x400 m boðhlaup: Haukur Clausen, ÍR, Reynir Sigurðsson, ÍR, Magnús Jónsson, KR og Páll Halldórsson, KR. Sund karla: 100 metra skriðsund: Ari Guðmundsson, Æ. 400 metra skriðsund: Ari Guðmundsson, Æ. 100 metra baksund: Guð- mundur Ingólfsson, ÍR. 200 metra bringusund: Sig- urður Jónsaon, HSÞ, Sigurður Jónsson, KR og Atli Steinars- son, IR. Sund kvenna: 100 metra baksund: Kolbrún Ólafsdóttir, Á. 200 metra bringusund: Anna Ólafsdóttir, Á, og Þórdís Árna- dóttir, Á. Koussevifsky heiðr- aður Washington. DR. SERGE KOUSSEVITZKY, hinn 74 ára gamli stjórnandi Boston symfóníuhljómsveitar- innar, var nýlega heiðraður fyr- ir að hafa stuðlað meira en nokkur annar maður að því, að hjálpa ungum, bandarískum hljómlistarmönnum. Næsta ár eru 25 ár liðin frá því að hann hóf að stjórna Boston-symfón- íunni, og hefur hann tilkynt, að hann muni þá draga sig í hlje. I júlí og ágúst mun hljómsveitin halda alls 14 hljómleika. Dr. Charles Munch hefur verið val- inn sem eftirmaður Kousse- vitzky, en hann hefur undanfar- ið stjórnað hljómsveitum í Frakklapdi, Hollandi og Belgíu. Laugardagur 17. júlí 1948. ] Norræna helmiHslSnaðarsýningin Norska deildin á norrænu heiniilisiðnaðarsýningunni. Norræna heimilisiðn- aðarþinginu lokið SJÖTTA NORRÆNA heim- ilisiðnaðarþinginu lauk á mið- vikudagskvöld s. 1. og höfðu verið flutt á því alls 6 erindi um ýmis atriði heimilisiðnað- arins og auk þess skýrsla frá hverju Norðurlandanna um á- stand og horfur þessara mála síðan síðasta þing var háð í Stokkhólmi 1937. Var allstaðar sama sagan, að ófriðarárin höfðu truflað mjög alla handa- vinnu og síðan stríðinu lauk hafði allstaðar verið mjög örð- ugt um að fá æskileg efni til að vinna úr. í öllum löndunum var bá heimilisiðnaðurinn aft- ur að ná sjer á strik og t. d. í Finnlandi hafði fólkið fund- ið ný efni til að vinna úr á heimilúnum. I Svíþjóð hafði stóriðjan nokkuð tekið heima- vinnu í þjónustu sína. Norska ríkisstjórnin hafði ráðagerðir á döfinni um einskonar heim- ilisiðnaðarháskóla. í Danmörku var ástandið einna erfiðast sök um efnisskorts. En allstaðar vantaði kennslukrafta við námskeig og handavinnuskóla. Annars ber heimilisiðnarsýn ingin í Listamannaskáianum því eott vitni að margt fallegt og nvtsamlegt er unnið á heim- ilunum víðsvegar um öll Norð- urlöndin. I fyrirlestrunum kom það elöggt fram hve ýmiss kon ar tóvinna, saumaskapur, leð- urvinna, trjeskurður og smíðar á heimilunum er þýðingarmik- il starfsemi, fjárhagslega og Tnenningarlega sjeð. Ymsar sambyktir voru gerðar. Fyrst og fremst um samvinnu um efnisútveganir. Skipti á handa- vinnufólki milli landanna til kennslu og sami’æmingu kennslukrafta. Eftir lögum samabndsins á að halda þessi þing þriðja hvert ár til skiptis í löndunum. — Næsta þing verður haldið í Noregi, en vegna þess hve lengi dróst að halda þetta þing, verður hið næsta haldið 1950. Nokkrir þingfulltrúar eru þegar farnir heim til sín, en aðrir fóru í stutta skemtiferð norður í land. Meðan á þing- inu stóð gafst erlendum og inn- lendum fulltrúum kostur á að sjá ýmsa merkisstaði í bænum, m. a. Hstasafn Einars Jónsson- ar, Þjóðminjasafnið, Hitaveit- una og helstu byggingar. Far- ið var til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Allir róma fulltrú- arnir mjög dvöl sína hjer og kynningu af landi og þjóð. ís- lensku deildina á sýningunni telja þeir bera þjóðinni vitni um ágætan smekk og framúr- skarandi hagleik. í dag, laugardag, kl. 2 e. h. flytur landshöfðingjafrú Ger- trud Rodhe frá Svíþjóð, erindi á sýningunni um heimilisiðnað og bvðingu hans fyrir lönd og þjóðir. Sýningin getur aðeins verið opin fáa daga enn og verður þess langt að bíða, að annað eins tækifæri gefist hjer til að skoða úrvalsheimavinnu Norðurlanda á sýningu. Stefán Jónsson teiknari hef- ur annast um uppsetningu sýn- ingarinnar, en fyrir þinginu stóð stjórn Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfjelaga, en hana skipa nú: Próf. Matthías Þórð- arson, formaður, Halldóra Bjarnadóttir, Ragnhildur Pjet- ursdóttir, Ólöf Björnsdóttir og Sveinbjörn Jónsson. íekjuafgangur Bandaríkjanna 8 ralljarðar Washington. TEKJUAFGANGUR Bandaríkj anna á fjárhagsárinu 1948 nam rúmlega 8 miljörðum doliara. Er það hæsti tekjuafgangur í sögu Bandaríkjanna. Útgjöld voru 6,17 miljórðum minni en fjárhagsárið 1947 og stafar það mestmegnis af minnkandi út- gjöldum til hernaðar og frest- un, sem varð á aðstoð til handa Evrópuþjóðunum. Churchill afhendfr beiðwsdokforabrjef London í gær; WINSTON Churchill, var við- staddur hina árlegu hátíð Brist- ol háskóla, en hann er heiðurs- forseti skólans. Var honum falið að afhenda ýmsum merkum lær dómsmönnum, sem gerðir voru heiðursdoktorar háskólans, út- nefningarskjölin. — Reuter. - Paleslína Framh. af bls. 1 þeir hefðu tekið Nasareth, sem er mjög þýðingarmikil frá her- fræðilegu sjónarmiði. Auk þess vantar ekki mikið á, að þeir hafi náð öllum veginum milli Haifa, og Tel Aviv á sitt v,ald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.