Morgunblaðið - 05.02.1949, Síða 1
16 síður
Afgreiðsla fjárhagsáætlunarinnar
Ú tsvörin tækka um 1,1
rndjón króna
HIN ÖRUGGA fjárhagsstjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík
hefur leitt til þess, að bæjarbúar munu á þessu ári greiða einni
milljón 120 þús. krónum minna í útsvar en á árinu 1948. Þrátt
fyrir fólksfjölgunina í bænum. — Á þessu ári nema útsvörin
kr: 52.070.00.
Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir
þetta ár stóð yfir í um 14 klukkustundir og var atkvæðagreiðsl-
unni lokið klukkan langt gengin 7 í gærmorgun.
TJtsvörin lækka.
Aður en gengið var til at-
kvæða um fjórhagsáætlunina
tók Gunnar Thoroddsen borgar
stjóri til máls. Gerði hann stutt
lega grein fyrir þeim breytinga
tillögum, er fram höfðu komið
frá bæjarráði og sjálfstæðis-
mönnum. En þó þær væru sam
þykktar mætti lækka útsvör
bæjarbúa um 1.1300.000 krónur
frá í fyrra.
Nýir liðir.
Við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unarinnar voru allar ályktunar
tillögur Sjálfstæðismanna er
birtar voru í Mbl. í fyrradag,
samþykktar. Hjer á eftir verð
ur gerð grein fyrir nýjum liðum
fjárhagsáætlunarinnar, er fram
komu frá bæjarráði og Sjálf-
stæðisflokknum, ennfremur get
ið ályktunartill., er fram komu
frá Sjálfstatðismönnum á fund
inum í fyrrinótt og loks er svo
getið ályktunartiilagna frá
minnihlutaflokkunum.
Styrkir til ýmsra
menningarmála.
Fyrsta tillag'a bæjarráðs við
afgreiðslu fjárhagsáætlunarinn
ar var lækkunartillaga. Að laun
vegna framfærslumála verði
lækkuð úr kr. 400 þús. í kr. 350
þús.
Framlag bæjarins til heilsu
verndarstöðvarinnar Líkn, var
hækkað úr 172 þús. kr.. í 200
þús. kr. Þá kemur nýr liður.
Það er 75 þús. kr. fjárveiting til
mæðrastyrksnefndar til bygg-
ingar dvalarheimilis. Framlag
til Tónlistarskólans var hækk-
að um helming, eða í 80 þús. kr.
Til Vei’kstjórasambz. íslands
voru veittar 5000 kr., vegna
námskeiðs fyrir fjelagsmenn.
Til íþróttastarfseminnar í
bænum 50 þús. kr. hækkun. Til
búreksturs bæjarins voru veitt
ar 400 þús. kr. en í fyrra 300
þús. kr. Framlag bæjarins til
Skógræktarfjel. íslands var
hækkað úr 40 þús. kr. í 75 þús.
kr.
Jarðhitarannsóknir
Til jarðhitarannsókna var í
ár veittar 400 þús. kr. Er hjer
um 100 þús. kr. hækkun að
ræða. Síðasta tillaga frá bæjar
ráði við' afgr. fjárhagsáætlunar
innar, var að á árinu skuli
veita 80 þús. kr. vegna girð-
ingar umhverfis friðland Reyk
víkinga, Heiðmörk.
Tillögur frá Sjálfstæðis-
mönnum.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri flutti breytingatillögu við
áætlunarlið um skatta ríkis-
stofnanna og samvinnufjelaga
að hækka skattinn í 2,5 milj. kr.
úr 1,5 milj. Ennfremur var sam
þykkt að til lánveitingar vegna
Sogsvirkjunarinnar eða til ann
(Framh. á bls. 5)
Mindszenly-
rjellarhöldin
Budapest í gærkveldi
RJETTARHÖLDUNUM yfir
Mindszenty kardinála var hald
ið áfram í Budapest í dag. —
Tilkynti ákærandi kommúnista
þá, að kardínálinn hefði „tek-
ið aftur“ ummæli sín í brjefi
því, sem hann ritaði í október-
mánuði síðastliðnum, er hann
varaði við því, að hann kynni
að verða píndur til að játa á
sig ýmsar sakir.
í yfirlýsingu kardínálans í
dag eins og hún var lesin fyrir
rjettinum, segir, að hann líti nú
„öðrum augum á málin en áð-
ur“ og sjái eftir villu sinni.
— Reuter.
Vill Slalin leiðtoga-
ráðstefnu Veslur-
veldanna og
Rússlands
London í gærkveldi.
ÝMSIR erlendir frjettamenn í
Moskva töldu í dag, að Stalin
marskálkur vilji gjarnan koma
saman á ráðstefnu með Truman
forseta og forsætisráðherrum
Bretlands og Frakklands. Telja
sömu frjettamenn ekki ólíklegt
að Vesturveldin mundu fús til
‘að athuga gaumgæfilega mögu-
leikana fyrir slíkri ráðstefnu,
ef opinberum tilmælum um
hana yrði komið til ríkisstjórna
þeirra. — Reuter.
Grískir kommúnistar tilkynna:
Markos „leystur frú störfum“
♦
Skæruliðaútvarpið í Grikklandi skýrði frá því í gær, að Markos
hershöfðingi væri „alvarlega veikur“. Þessi mynd var tckin
meðan „veikindin“ töfðu hann ekki frá störfum hjá komm-
únistaflokknum gríska. Lögreglan tók hana á sínum tíma og
liún er í vörslum hennar í Aþenu.
Pólskir kommúnistar hand-
taka þúsundir herforingja úr
andslöðuhreyfingunni
Þektir fryir hetjulega baráttu gegn nasistum
Varsjá í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
PÓLSKU stjórnarvöldin stað-
festu í dag að nokkru leyti
þrálátar fregnir, sem gengið
hafa um það að undanförnu,
að leynilögregla kommúnista
sje að láta handtaka mikinn
fjölda liðsforingja úr pólsku
andstöðuhreyfingunni fyrver
andi, en hún gat sjer meðal
annars frægðarorð fyrir upp-
reisnina í Varsjá í lok ófrið-
arins.
Erlendir stjórnmálamenn í
Varsjá áætla, að í höfuðborg-
inni einni hafi nokkur hundruð
manns verið handteknir, en
þúsundir úti á landsbygðinni.
að meðal þeirra handteknu sjeu
bæði stúdentar og prestar, sem
aðstoðuðu andstöðuhreyfing-
una.
Andstöðuhreyfingin, sem
hjer um getur, var stofnuð af
Sikorski hershöfðingja og stjórn
að frá London, meðan pólska
útlagastjórnin starfaði þar.
Dýrmæf höggmynd
LONDON — Victoria og Al-
bert safnið í London hefur
greitt 4000 sterlingspund fyrir
sjaldgæfa höggmynd af Volt-
aire. Hún er eftir Jean-Anton-
ine Houdon, sem var þekktasti
myndhöggvari sinnar tíðar.
— Reuter.
Mikið um
*1 * J#64
„veikmdi
1 flokknum
Flokksþing haldið á
næsfunni
Aþena í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
ÚTVARPSSTÖÐ grísku
skæruliðanna tilkvnnti í
kvöld, að miðstjórn kommún-
istaflokks Grikklands hefði á-
kveðið „að leysa Markos hers
höfðingja frá störfum.“ Kom
tilkynning þessi því aðeins
viku eftir að „ríkisstjórn“
Markosar birti skilyrði þau,
sem hún setti fyrir samvinnu
við stjórnarvöldin í Aþenu.
„Alvarlega veikur"
í- útvarpstilkynningunni í kvöld
sagði, að Markos væri „alvar-
lega veikur“ og „ófær um að
leysa þau verk af hendi, sem
honum hafa verið falin“, og
hefði því verið „leystur frá
öllum embættum sínum“. — Á-
kvörðun þessa, sagði skæru-
liðaútvarpið, tók miðstjórn
kommúnistaflokksins á fundum
„einhversstaðar" í Norður
Grikklandi 30. og 31. janúar.
Meiri ,,veikindi“
Tuttugu og sex meðlimir sátu
miðstjórnarfundina, sagði í út-
varpstilkynningunni. í henni
var því bætt við, að Chrysa
Hatzivassiliou, fráskilin kona
Roussoe, ,,utanríkisráðherra“
kommúnista, hefði og verið
leyst frá öllum skyldustörfum,
þar sem hún einnig væri hættu
lega veik og gæti því ckki innt
af hendi nein af „verkefnum
flokksins“.
Óvcnju margar handtökur
Victor Groaz höfuðsmaður,
talsmaður stjórnarinnar, neit-
aði þó í dag að staðfesta þetta,
enda þótt hann mótmælti því
ekki, að óvenju mikið hefði ver
ið um handtökur að undan-
förnu. Hann svaraði spurningu
erlendra frjettaritara um mál-
ið á þessa leið: „Yfirvöldin
munu bráðlega skýra almenn-
ingi frá ástæðunni fyrir hand-
tökunum“.
Stúdentar og prcstar
Óstaðfestar fi'egnir herma,
Sljórnmála-
námskeið
Heimdallar
í DAG kl. 4 flytur Bjarni
Benediktsson utanríkisráð-
herra fyrirlestur í Sjálfstæð
ishúsinu um utanríkismál.
Ollum ungum Sjálfstæðis-
mönnum er hcimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
Mætið stundvíslega.
Flokksþing
Skæruliðaútvarpið skýrði og
frá því, að kosningar til stjórn-
málanefnd&r flokksins mundu
fara fram og' breytingar gerðar
á miðstjórn hans, þegar er hið
fyrirhugaða áttunda þing flokks
ins hefði gefið samþykki sitt.
Arftakinn
í Aþenu er talið, að Goussis
hershöfðingi muni taka við af
Markosi sem æðsti maður gríska
kommúnistaflokksins. Goussis
var fyrst getið sem eins af
Frh. á bls. 12.