Morgunblaðið - 09.10.1949, Side 2
MUKGVfiULADlÐ
Sunnudagur 9. október 1949 ]
Frjáls verslun gegn kommúnisma
Greín sú, sem hjer birtist
lauslegur útdráttur úr, er
1 eftir enska húsmóður, frú
1 Wendy Wills; hún er nudd-
í læknir að menntun, en
\ einnig sjerfræðingrfr í
1 barnaverndarmáium, lætur
| stjórnmál mjög til sín taka
og er tilvonandi frambjóð-
andi „liber^Ja" flokksins í
næstu kosningum.
Á EINUM stað í leikritum sín-
um segir Arnold Blount: Skar-
ið eld að ykkar eigin köku, því
ef þið gerið það ekki sjálf, þá
gerir enginn það.
Maður freistast til að halda,
að, í þessari setningu leikrita-
höfundarins endurspeglist hug-
arfar nútímans. Eftir heims-
styrjöldina síðari virðist bera
mest á þeirri hvöt hjá fólkinu
að hrifsa allt til sín. Þetta kem-
er fram hjá öllum þjóðum,
nema e. t. v. meðal þeirra, sem
biðu ósigur í styrjöldinni, enda
höfðu þær löngu áður mist öll
tækifæri til að velja og hafna.
En nú eru liðin fjögur ár síðan
styrjöldinni lauk, og aðstæð-
urnar hafa breyst. — Nú vofir
hætta nasismans ekki lengur
yfir Evrópu, en í stað þess ógn-
ar okkur útþenslustefna rúss-
neskra hcimsveldissinna. Þetta
er ekkert nýtt fyrirbrigði í sögu
Evrópu út af fyrir sig. En nú
er stefnt að algjörum heims-
yfirráðum. Landsvæðið hand-
an við járntjaldið er talsvert
stærra heldur en það, sem
Rússland rjeð yfir á dögum
Rómanoffanna, en valdafíknin
er ennþá hin sama. Þjóðir Sov-
jetríkjanna eiga að verða fremst
ar allra, listum cg vísindum á
að sníða stakk eftir kenning-
ur.i kommúnista, því að valdið
er sannleikanum æðra! Alheims
viðskifti eiga að vera til hags-
muna fyrir Sovjetríkin. Rúss-
land verður að fá það sem það
vanhagar um, og það sem ekki
fæst á heiðarlegan hátt skal
nást með brögðum — tilgangur-
inn helgar meðulin. Við fellum
okkur ekki við rússneskar að-
ferðir eða meðferð þeirra á
leppríkjum þeirra. Og við verð-
um að svara ógnun þeirra bæði
í orði og á borði.
Svarið við rússneskri
yfirgangsstefnu.
Til þess að svara rússneskri
útþenslustefnu á praktiskan
hátt \’erður að fjarlægja þau
skilyrði í þjóðfjelögunum, sem
veita óánægju og óróa vaxtar-
skilyrði. Þessi skilyrði eru fá-
tækt, skortur og skriffinsku-
fargan þess opinbera. Það eina,
sem getur fjarlægt þessi skil-
yi'ði eru allsherjar umbætur á
lífskjörum fólksins. Þetta er
risaátak, en framkvæmd þess
mun leiða okkur inn í sæluríki
á jörð.
Leiðin er óralöng, en það er
hægt að hefjast handa og hver
veit hve langt er hægt að kom-
ast með góöum vilja.
Tíminn er stuttur. Eyðilegg-
ing atomsprengjunnar vofir yf-
ir. Við verðum að vinna vel —
feta okkur áfram að markinu,
bíása öllúm í brjóst nauðsyn-
inni á samvinnu, og gera fólk-
inu ljóst að gagnkvæm hjálp
gefur hverjum sinn ágóðahluta.
A 'ialinnihald rússnesks árcð-
urs eru loforðin um paradís
neytandans, af því að allir eiga
allt. í áróðri sínum minnast
kommúnistar ekki á þann regin
mun, sem er á rússnesku búð-
unum. Þeir geta ekki um hvaða
Verðleika menn þurfa að hafa
til að komast inn í nægtabúrin.
Þeir geta ekki um þrælana, sem
miljónum saman draga fram
lífið á auðnum Síberíu.
Þess vegna má áróðurinn sín
mikiis og hið rjetta svar við
honum er að losa heimsvið-
skiptin við allar ócðlhegar
hömlur, koma á fót frjálsum
vöruskiptum milli landa, svo að
allir neytendur geti keypt það
sem þeir þurfa, einungis ef þeir
framleiða það sem nágranna
þeirra vantar.
Þetta er hægðarleilcur.
Til þess að bæta lífskjörin
verðum við að hafa gott kaup
og nógar vörur, sem við getum
keypt fyrir það. Og ef þetta á
að ná til allra þjóða, verða allir
að framleiða meira — selja
meira -—• kaupa meira.
Það er langur vegur að því
marki verði náð að allir verði
mettir. En við eigum að stefna
þangað hiklaust. Ef við getum
framleitt meira og selt meira,
fáum við meira endurgjald og
með því getum við keypt meira
og þannig hjálpað náunganum
til að selja, framleiða og kaupa
meira. Þetta er ofur einfalt, svo
einfalt, aó við erum alveg hissa
á hvers vegna þetta skuli ekki
vera gert.
En það er ekki gert. Og hvers
vegna?
Það er vegna þess, að okkur
hættir til. að horfa á lífið með
augum Arnolds Blounts. Við
erum hrædd um að náungarnir
græði á okkur; þess vegna ger-
um við varúðarráðstafanir, tök-
um upp höft og hömlur til að
„tryggja“ okkur í samkeppn-
inni.
Við framleiðum með sjálfs-
ánægju það, sem við teljum að
neytandinn eigi að fá og setj-
um á það verðið eftir eigin geð-
þótta. Það er engin furða, þótt
útsendurum Rússa heppnist að
ala á óánægju með því að lofa
neytendunum hreinustu para-
dís — að vísu falsloforð, en
hver hugsar út í það, sem býr
við böl hungursins.
Samkeppnisfært verð.
Við verðum að vera raunsæ
í framleiðsluháttum. Ef við finn
um að aðrir geta framleitt jafn-
góða vöru fyrir lægra verð, eig-
um við að hætta að framleiða
eða kasta okkur út í samkeppn-
ina og reyna að sigra.
Ef til vill finnst þjer þetta,
lesari góður, vera hörð kenn-
ing — það heldur vellí sem
hæfast er — því nú stefnir allt
að því að vernda aðra, að veita
fjelagslegt öryggi o. s. frv.
Já, það er nú svo. Almennar
tryggingar gefa oss ókeypis hár
kollur og falskar tennur, en
allar okkar verndarráðstafan-
ir megnuðu ekki að afstýra
stríðinu, sem rýrði stórjcostlega
lífskjörmanna urn, víða' veröld.
Ef við eigum að eignast öryggi
í nokkurri mynd, hvort heldur
fyrir einstaklinga eða heildina,
þá verðum víð að halda folk-
inu í önnum við framleiðsluna,
svo að kaupgeta þess vaxi og
það hafi hvorki tíma nje til-
hneigingu til að leggja fyrir
sig eyðileggingarstarfsemi í
nokkurri mynd.
Menn, sem una glaðir við
vinnu sína, eru ófúsir til að
heyja stríð, sem tekur fyrir alla
velmegun. Framleiðsla og eftir-
spurn geta haldið góðu jafn-
vægi þegar þetta tvennt svar-
ar hvort til annars.
Framleiðsla og eftirspurn.
Samkeppni er að harðna. Það
verður sífelt erfiðara fyrir okk-
ur að flytja út, því að verðið
er of hátt. í surnum tilfcllum
er það 30 % hærra en á heims-
markaðinum og gæðin eru ekki
altaf sem svarar þessum verð-
mun.
Ef við eigum að lifa, verð-
um við að selja vörur okkar
á því verði, sem kaupendurnir
hafa ráð á að borga. Þessvegna
verður framleiðslukostnaður-
inn að minka annaðhvort með
því að lækka launin eða kaupa
ódýrara hráefni.
Það fyrnefnda mundi hafa í
för með sjer aukna óánægju
launþega vegna versnandi lífs-
kjara, svo að það er best að
Hta fyrst á'hitt úrræðið.
Viðskiptasamningar milli
ríkja og ríkisinnkaup á hráefn-
um eru óhagstæð, þegar fallandi
verðlag er á framleiðslunni. Og
þó að við viljum gjarna tryggja
okkur framboð með því að á-
byrgjast innkaup, þá munum
við finna að við höfum ekki
eíni á að gera langvarandi samn
inga.
Þegar á annað borð er búið
að gera samning er ekki hægt
að lækka verðlagið, en ef verð-
ið er á hinn bóginn of lágt, þá
er samningurinn engin hvöt fyr
ir ‘seljandann til að halda fram
leiðslunni áfram, því að enginn
samningur getur fengið menn
til að vinna án efnalegs ávinn-
ings.
Einstakir kaupendur geta
samt gert tímabundna samn-
inga um innkaup á heimsmark-
aðsverði. Þegar eftirspurnin er
mikil hækkar verðið en lækk-
ar aftur þegar hún minkar. Af
þessu lögmáli framleiðslu og
eftirspurnar stjórnast athafnir
framleiðendanna. Samkeppnin
er þeim stöðug hvöt til betri
og meiri framleiðslu.
Viðskiptahömíur skapa
jarðveginn fyrir
kommúnismann.
Ef siðferðilegur mælikvarði
yrði lagður á athafnir manna í
viðskiptum og verslun, myndu
heimsviðskiptin blómgast og
veþnegun aukast. Sá góðvilji,
sem hjálpar náunganum hvar
sem hann á heima, mun veita
okkur fótfestu til að stemma
stigu fyrir öllum yfirgangi,
hvort sem hann kemur frá
Rússum eða öðrum þjóðum.
En ef við höldum okkur við
núverandi hömlur og hindran-
ir, neyðumst við til að lækka
kaupið æg af þvi að við get-
um ekki keypt, getum við held-
ur ekki selt og almennt at-
vinnuleysi fylgir í kjölfarið. Þá
er kominn jarðvegur fyrir sæði
kommúnismans í þessu græna
og fagra landi.
j Við skulum taka þá djörfu á-
! kvörðun að leysa öll þessi höft.
Burt með innflutningskvóta,
j verndartolla, viðskiptahöft og
hvað það nú heitir alt saman,
sem hindrar frjáls viðskipti
milli þjóðanna. Bandaríkin hafa
sýnt, að þau vilja hafa forust-
una, Beneluxlöndin hafa byrj-
^ að vel, Bretland verður að hefj-
j ast rösklega handa, ef við eig-
um að fylgjast með en ekki
dragast aftur úr.
Henfistefna F, U. I
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði
mjög svo villandi frá um
ræðufundi stjórnmálafje-
laga ungra manna í gær
á 8. síðu og skal því vís-
að í frásögn Mbl.
FUJ var eindregið á
móti aldurstakmarkinu
35 ár og vakti það enga
furðu, þar sem tilgangur
þeirra var að útiloka mik
inn hluta Heimdallar frá
umræðum.
En í sama blaði á 3ju
síðu auglýsir svo FUJ fund
í Njarðvíkum. Einn ræðu
mannp vaírð fertugur í
júlí í sumar.
Hvöf heldur kvöld-
vöku n. k. mið-
vikudagskvöld
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFJE-
LAGIÐ Hvöt heldur kvöld-
vöku í Sjálfstæðishúsinu mið-
vikudaginn 12. okt., og hefst
hún kl. 8,30 e. h>
Verða þar ræður fluttar, söng
ur og dans. Ekki þarf að efa
að fjelagskonur fjölmenni. —
Auk þess mega þær taka með
sjer gesti. Aðrar Sjálfstæðis-
konur, þótt þær sjeu ekki fje-
lagsbundnar, eru einnig vel-
komnar á fundinn.
Ungkommar bera
ia illa
j ÞJOÐVILJINN hefur verið að
i skrifa um það undanfarið, að
j það hafi fátt fólk sótt æsku-
I lýðsfundi ungra Sjálfstæðis-
jmanna um síðuhtu helgi. Að
jvenju hafa kommúnistar farið
þar með ósatt mál.
Eru þessi skrif Þjóðviljans
til þess gerð, að breiða yfir
ófarir ungkommúnista, en þeir
hafa flækst viða um land nú
! upp á síðkastið. og boðað til
1 samkoma til útbreiðslu og á-
^ góða fyrir ,,Landnemann“. —
j Þessar samkomur hafa víða fall
ið niður og verið svo hörmu-
! legai sóttar, að þess eru fá
* dæmi, og samt reyndu ung-
j kommúnistar að draga að sjer
jfólk með margskonar skemmti
! atriðum. En allt kom fyrir
ekki, fólkið flúði þá hvar sem
þeir komu.
Sendiherra i Kína.
WASHINGTON —, Fregnir hafa
heyrst um, að I.eighton Stuart, sendi-
herra Bandaríkjanna hjá kínversku
stjóminni, sem nú er staddur í Wash
ington, verði ekki látxnn fara aftur
til Kína.
Kemst þó
hægt fari
FRAMSÓKNARLIÐIÐ er núi
orðið svo hrætt við fylgisleysá
flokksins í kosningunum, að
það eyðir 5 dálkum í Tímanum
í gær, til þess að reyna að snúti
út úr samtaii við mig er birfe
var í Mbl. 5. þ. m. og jafnframí;
til að gera lítið úr hlutverká
húsmæðranna og þátttöku
þeirra í opinberum málum.
Tilefnið virðist helst vera, aðl
jeg hafi sagt að jeg hefði ekká
mikla þekkingu eða reynslu éi
þingmálum. Finnst mönnum
það óeðlilegt, þar sem jeg hef.i
ekki nein þingstörf að baki. —*
íslenskar konur hafa litla
reynslu í stjórnmálum, þar eö
þær hafa undanfarið verið ac5
mestu útilokaðar frá þátttöku
í þeim.
Tíminn segir að jeg muníi
hafa villst á listai Og blaðið’
segir; „Hún hefði kannske helcl
ur viljað bjóða sig fram fyrir
Framsóknarflokkinn ef húra
liefði haft tækifæri til að kýnneí
sjer almenn þingmál.
Jeg ætti máske að vera þakk-»
lát blaðinu fyrir það álit en
það hefur á mjer, er það jafno
vel hefði viljað taka mig á fram
boðslista flokksins og þá, að
sjálfsögðu í stað frk. Rannveig-
ar Þorsteinsdóttur.
En þar sem jeg er nú inn-
fæddur Reykvíkingur, hef jeg
kynnst umhyggju Framsóknar-
flokksins fyrir Reykjavík of
vel, til þess, að jeg nokkurn-
tíma villist inn í þeirra her-
búðir.
En ætli Rannveig Þorsteins-*
dóttir hafi ekki villst eitthvað
á flokkunum, er hún c'eysisl;
nú fram á vígvöllinn og segisfe
„lýsa stríði á lrendur allri fjár-
plógsstarfsemi“. Þar heggur sa
er hlífi skyldi.
Alkunnugt er að nokkrie
harðsvíruðustu fjárplógsmema
og braskarar landsins eru 2
framboði fyrir Framsóknar-
flokkinn og kollegar þeirrai
styðja há sem fastast.
Ætlar Rannveig líka í stríð
við þá?
Á öðrum stað í Tímanum e?
sagt um fylgi Rannveigar:
„Andstæðingablöðin eyða nu
ekki _ rúmi sínu undir annacS
meira en að halda því fram,
að kosning Rannveigar Þor-
steinsdóttir sje alveg vonlaus.
Þessi mörgu og löngu skrif:
þeirra scgja þó raunar allt, ania
að. Ef þau álitu Rannveigu vora
lausa og óttuðust ekki, að húra
tæki frá þeim þingsæti, myndis
þeir ekki vera að cyða svonð
miklu af rúmi sínu fyrir kosn-
ingarnar undir skrifin um hana*
Þau myndu ekki telja það ó-
maksins vert“.
Hvað segja menn, er Tím-»
inn eyðir á einum degi 5 dálk-
um til þess að reyna að ófrægjsi
mig.
Ber það ekki vott um hræðslu
þeirra við fylgi Sjálfstæðis-»
flokksins?
Og af því a'o blaðinu verðul,
svo tíðrætt um ömmur, vil jeg
taka upp hið sama tal, og endaj
þessi orð með þeirra ósk, a«S
Reykjavík fylgi sú heill, aíS
Framsóknarmenn fái ekki kos-
inn fulltrúa á hing hjer, fyr en;
Rannnveig Þorsteinsdcttir cc
orðinn amma.
Kristín L. Sigurðardótíh, I