Morgunblaðið - 09.10.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1949, Blaðsíða 6
e MORGTJflRLAÐlÐ Sunnudagur 9. október 1949 Framkvæmdir í Höfðakaupstað halda áfram FRAMKVÆMDUM í Höfða- kaupstað hefur í sumar miðað nokkuð áfram þótt fjárskortur hafi tafið þær. Mikið hefur þó verið bygt af íbúðarhúsum fyr- ir einstaklinga og unnið hefUr verið að undirbúningi nýrra iðjuvera, hraðfrystihúss og mjölverksmiðju. Þetta sagði Hörður Bjarrta- son skipulagsstjóri, form. Ný- byggingarnefndar Höfðakaup- staðar, blaðinu í gær, er það leitaði upplýsinga um fram- kvæmdir á staðnum. Eins og kunnugt er, beitti fyrverandi ríkisstjórn sjer fyrir því, árið 1945, að lög væru sett um ný- byggingu í Höfðakaupstað. — Hefur síðan verið unnið sam- kvæmt þeim, eftir því, sem fjár magn hefur leyft. Fer hjer á eítir útdráttur úr skýrslu, sem Nýbyggingarnefnd hefur sent ríkisstjórninni um þessur fram- kvæmdir frá byrjun. Mælingaruppdráttur, skiplag og lóðakaup. Jarðir þær og lönd í Höfða- kaupstað, sem nefndinni voru fengnar í hendur undir fyrir- hugaðan kaupstað (Spákonu- fell og Höfðahólar), voru mæld upp og kortlögð sumarið 1945. Sama ár var gerður skipulags- uppdráttur að kaupstaðnum, og hann staðfestur af fjelagsmála- ráðherra hinn 25. júlí 1946. Að uppdrættinum vann Ný- byggingarnefnd ásamt starfs- mönnum skipulagsstjóra. Götur voru svo markaðar skv. skipu- lagi 1946 og 1947. Þegar hefja skyldi gatnagerð og úthlufun lóða, varð nefndin að kaupa ýms lóðarrjettindi úr erfðafestu. Var það gert með samþykki ráðherra og Nýbygg- ingarráðs, en kostaði allmikið fje. Var hjer um að ræða alveg nýjan kostnaðarlið, sem nefnd- in hafði ekki gert ráð fyrir þeg ar lönd undir kaupst. voru af- hent. Ennþá eru nokkrar lóðir leigðar á erfðafestu til einstak- linga, sem tryggja verður upp- kaup á þegar unt verður, og fjárhagur leyfir. I skiplagsuppdrátt hins fyr- irhugaða kaupstaðar var lögð mikil vinna og má segja, að grundvöllur sá, sem þar var lagður undir bygðina, sje hinn fullkomnasti. Nefndin hefur sjálf haft hönd í bagga með öll- um byggingarleyfum á staðn- um, en ýmsir erfiðleikar hafa orðið á vegi hennar í þeim efn- um og á stundum reynst örð- \ ugt að fá byggjendur til þess að skilja nauðsyn þess að byggja eftir fyrirmælum skipu- lagsins, eða þeirrar byggingar- samþyktar, er þegar í upphafi var sett fyrir staðinn. Nefndin hefur framleigt lóðir undir allar nýbyggingar á staðnum. Lóðaleiga er sambæri leg og í öðrum kauptúnum norðanlands. Framlag ríkissjóðs heffir verið tæpar 2 milj, Úr skýrslu nybyggingarnefndar Vatns- og skólpveita. Sumarið 1946 var vinna haf- in við vatnsveitu fyrir kaup- staðinn. Voru þá lagðar pípur frá stíflu í Hrafná niður að skipulagða svæðinu, eða um 3 km. leið. Komið var fyrir fjór- um stórum sandsíum nokkuð of I an við bæjarstæðið og byggt yfir þær. Næstu sumur voru lagðar pipur fyrir vatn og skólp í götukerfið innanbæjar. ♦Öll hús í þorpinu eru nú tengd vatnsveitukerfinu og auk þess nokkur hluti þeirra tengdur skólpveitunni. I Húsbyggingamól. — Efnissala. Með samþykki ríkisstjórnar- innar og Nýbyggingarráðs, flutti nefndin vandað sænskt timburhús til landsins, er byggj ast skyldi í tilraunaskyni í Höfðakaupstað. Um sama leyti var flutt allmikið af slíkum húsum til landsins og fullyrt að verða mundi hagkvæm lausn j á þeirri tegund húsbygginga, (eða íbúðarhúsum einlyftum, | ætluðum einni f jölskyldu. Undir þetta hús nefndarinn- 1 ar var steyptur kjallari. Reynsl an hjer, eins og annarsstaðar á landinu, af þessari tegund húsa varð eigi sú, er vonir stóðu til, og gat nefndin eigi mælt með byggingu fleiri slíkra húsa sak- ir kostnaðar, enda þótt reynt hafi verið að koma húsinu upp á eins hagkvæman hátt og frek- |ast var unt. Nefndin ljet hins- |vegar fullgera teikningar og sjeruppdrætti að: Tveggja hæða fjölbýlishús- um, 8 íbúða, Fjórum gerðum einbýlishúsa, byggingu. Tvíbýlishúsi og verkstæðis- I ráði var að byggja hús þessi fyrir reikning nefndar- innar, og selja uppkomin. Jafn framt að myndað yrði bygging- arsamvinnufjelag á staðnum um einhverja gerð ofangreindra húsa. Ur framkvæmdum varð þó ekki, þótt allur undirbún- ingur væri í lagi, Nefndin fekk ekki umbeðið fje til ráðstöf- unar, og áhugi manna á staðn- um var ekki sá, sem skyldi fyr- ir f jölbýlishúsum þegar til kom auk þess sem byggingarlán skv. lögum um samvinnubústaði brást. A vegum einstaklinga hafa þó á þessu tímabili verið byggð í Höfðakaupstað um 30 hús með 40 íbúðum, og hefir nefndin að- stoðað við þær byggingar eftir föngum, útvegað uppdrætti, launað byggingarfulltrúa, að- Istoðað við efniskaup, umsóknir o. fl. Nefndin keypti til lands- ins og seldi með kostnaðarverði 150 standarda timburs, til þess að örfa byggingarstarfsemi manna í Höfðakaupstað og greiða fyrir byrjunarfram- j kvæmdum. Auk þess, sem mikið hefur risið af nýbyggingum í Höfða- kaupstað, meðan nefndin hefir starfað, var einnig þó nokkuð um lagfæringar eldri húsa og smærri viðbætur. Rafmagnsmál. Eitt af þeim verkefnum nefndarinnar, sem tilgreind eru í lögum, er að henni beri að koma upp rafveitu fyrir þorpið. Þar sem ljóst var, að vatns- virkjun mundi eiga nokkuð langt í land, auk þess, sem vit- að var að til þess að leysa málið á þann veg, þurfti meira fjármagn en nefnd inni var heimilt með lögum, var nefndin sammála um að leggja til, að komið yrði upp sæmilega fullkomnu bæjar- kerfi, og rafmagn framleitt með dieselstöð. Með því að þetta er mjög kostnaðarsamt, sem m. a. stafar af því. hversu byggðin á staðnum er dreifð, varð að samkomulagi við hreppsnefnd kauptúnsins, að komið yrði á fót rafveitunefnd, þar sem hreppsnefndin tilnefndi 3 menn en Nýbyggingarnefnd 2. Voru lögð drög til þess í samkomu- lagi, að kostnaður við bvggingu rafveitulínu og vegna vjela- kaupa, skiftist til helminga milli hreppsnefndar og Nýbygg ingarnefndar, en framkvæmdir allar í höndum rafveitunefnd- ar. Með aðstoð rafmagnseftirlits ríkisins, hefur rafveitunefndin fengið áætlun um bæjarkerfið, og það sem að því lítur. A árinu 1948 var byrjað á framkvæmdum, og aðallína lögð í gegnum ca. % hluta þorpsins. Útgerðarmál. Árið 1947 var stofnað útgerð- arfjelag í þorpinu, með þátt- töku hreppsins, kaupfjelagsins og 40 einstaklinga. Nefndin vann og mjög að þessu máli, með útvegun lánsfjár og margs konar fyrirgreiðslu. Þetta-virðist hafa borið mjög góðan árangur og örfað athafn- ir allar á staðnum. Fimm bátar frá 15—30 lestir ganga nú frá Höfðakaupstað og hafa verið gerðir út með mjög sæmilegum árangri. Fyrir atbeina þessarar útgerð- ar hefir afkoma manna á staðn- um verið allgóð og ætíð nægi- leg atvinna. Útflutningsverð- mæti sjávarafurða, annara en síldar, námu á árinu 1948 um 2 V2 miljón króna. Nefndinni var það þegar ljóst að afkoma þorpsins verður að langmestu leyti að byggjast á útgerð almennt, og telur að reynslan sýni, að rjett sje stefnt í þessu efni. Hefir nefndin í samvinnu við útgerðarfjelagið óskað eftir kaupum á einum nýsköpunar- togara fyrir Höfðakaupstað og jafnframt heiftiildar til þess að verja helmingsframlagi til kaup anna á móti útgerðarfjelaginu. Telur nefndin það mál geta orð ið einna mesta lyftistöng und- ir blómlegt atvinnulíf og fram- kvæmdir í uppbyggingu stað- Framræsla lands, og vjelar. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir allverulegri fram- ræslu í Höfðakaupstað vegna votlendis. — Bæði þarf að sjá hinni auknu bygð fyrir nægi- legu rými skv. skipulagi, svo og undirbúa ræktunarlönd Þær áætlanir og undirbún- ingur hafa að mestu verið í höndum landnámsstjóra. Vegna þeirra framkvæmda festi nefndin kaup á fullkom- inni skurðgröíu. I Ýmsar vjelar og verkfæri hef ur nefndin þurft að eignast vegna tekniskra framkvæmda við gatnagerð o. fl , og nemur sú eign allmiklum upphæðum. .Fjórmál o. fl.: Yfirlit þetta ber glögglega með sjer helstu atriði um rekst ur nefndarinnar, þann, er lög um Nýbyggingar í Höfðakaup- stað lögðu henni á heröar. Allar meiriháttar fram- i kvæmdir hafa að sjálfsögðu ver ið gerðar að fengu samþykki ríkisstjórnarinnar og Nýbygg- ingarráðs, meðan það starfaði. i Náið samstarf hefur verið við hreppsnefnd Höfðahrepps og hafnarnefnd um ýms atriði í uppbyggingu staðarins. Enn- j fremur hefur nefndin átt gott 'samstarf við Síldarverksmiðjur rikisins, sem staðið hafa fyrir stórfelldum framkvæmdum í Höfðakaupstað. Nefndin hefur ekki ráðstafað nema tæpum 2 milj. króna af þeim 5 milj. sem ríkisstjórn er heimilað að veita til nýbygg- ingar í Höfðakaupstað, samkv. lögum, og sakir örðugleika í fjármálum þjóðarinnar burft að draga mjög úr þeim áætlun- i um, sem gerðar voru í v.pphafi. Núverandi fjármálaráðherra |var formaður Nýbyggingarráðs er ákveðið var að ráðast í skipu 1 lagsbundna nýsköpun á Skaga- ' strönd. Hefir hann ætíð síðan stutt störf nefndarinnar svo sem frekast hefir mátt og hann isjeð sjer fært. En fje til fram- kvæmda er aðeins ætlað með , sjerstakri lántöku. Það er augljóst mál, enda þótt menn, sem utan við standa eigi stundum erfitt með að skilja, að tæknilegar undirstöður undir nýja bygð, eru gífurlega fjár- frekar og ýmsar óbeinar fram- kvæmdir í sambandi við þær, sem eigi blasa við augum, en þó höfuðskilyrði fyrir því, sem af grunni rís. Sama má segja um alla vinnu, scm unnin er á teiknistofum og skapar þann grundvöll, sem bygt er á. Miðað við það, sem hrint • hefur verið í framkvæmd í Höfðakaupstað þann tíma, sem Nýbyggingarnefnd hefar haft . þau mál með höndum og mið- áð við hið takmarkaða fjár- magn, sem nefndin hefir haft til umráða á hverjum tíma, verður eigi með sanngirni móti mælt, að miklu hefir verið áorkað, og bjartsýni gætir í rík um mæli hjá þeim, sem byggja eiga afkomu sína á þessum fram kvæmdum. Nú er svo komið, að grund- völlur undir margar tækni- legar framkvæmdir hinnar vax andi bygðar í Höfðakaupstað hefur verið lagður og fram- kvæmdir hafnar á mörgum svið um, svo sem að framan greinir og löggjöf ákveður. Fjárveitingar til nefndarinn- ar hafa verið stöðvaðar í bili, vegna fjárhags ríkisins en fram tíðar áætlanir og framkvæmd- ir, byggjast fyrst og fremst á því, að fjármagn fáist. Hefur ríkisstjórnin sýnt fullan hug á að þeim verði haldið áfram, eft- ir því sem fjárhagur leyfir, og þátttaka ríkissjóðs gerir ráð fyr ir. En þrátt fyrir takmarkað framlag ríkisins nú undanfarið og væntanlega á næstunni, hafa einstaklingar og íbúar í Höfða- kaupstað ráðist sjálfir í marg- víslegar framkvæmdir fyrir eig- ið framlag, er halda málum þessum stöðugt gangandi eins og til er ætlast. Sýna þeir bann- ig trú sína á vaxtarmöguleika staðarins og lífsskilyrði, og byggja áfram á þeim grund- .velli, sem lögin um nýbygging- ar í Höfðakaupstað leggja þeim í hendur. I Nýbyggingarnefnd eiga nú sæti þessir menn: Skipulagsstjóri ríkisins, for- maður. Jóhannes Zoega verkfr., tilnefndur af Síldarverksm rík- isins. Gísli Halldórsson, arkitekt, tilnefndur af Nýbyggingarráði (Fjárhagsráði) Gunnar Gríms- son kaupfjelagsstj., tilnefndur af hreppsn Höfðahr. Ólafur Lárus- son símstjóri, án tilnefningar. ÍBUÐ éSKAST Óskum eftir að fá leigða íbúð. Helst tvö herbergi og eldhús. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. JJ^e^t -JJriótjánóóon (Jo. L.f C- Zj.e s ii ir Mjög góð tegund fyrirliggjandi. CJcjcjert JJriótjánóóon (J (Jo. L.f 8est ú eugfýsa í Morguublaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.