Morgunblaðið - 02.04.1950, Síða 4

Morgunblaðið - 02.04.1950, Síða 4
4 MOfitt/ /V BLAtílÐ Sunnudagur 2. aprfl 1950 1 Báðstefna hervarna- nefndarinnar í Haag Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HAAG, 1. apríl. — í morgun hófst í Haag ráðstefna landvarna- ráðherra Atlantshafsríkjanna 11. Louis Johnson, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna er formaður landvarnanefndarinnar. Hann ljet svo um mælt í dag, að í stuttu máli mætti segja, að markmið Atlantshafsbandalagsins væri þrenns konar: Að fæla hvers konar ásókn frá þessum ríkjum, að verja þau, ef á þau ræri ráðist og að vinna bug á árásarmönnum. „Við vinnum best fyrir friðinn með því að vera sem öflugastir," sagði ráðherrann. Einhugur ríkjandi. Að fundi loknum áttu ráð- herrarnir stefnu með frjetta- mönnum. Johnson sagði við það tækifæri, að á fundi ráðherr- anna hefði ríkt einhugur Ekki hefir verið gengið frá hervarn- aráætluninni til hlítar, því að efnahags- og íjármálasjerfræð- ingarnir vilja vita, hve mikið hún kostar. Hann benti á, að það væri hlutverk hervarnanefnd- arinnar að ganga frá hermála- áætlununum, en hins vegar væri það fjármálaráðherranna og ríkisstjórnanna að sjá um f járhagshliðina. Veitir fúllt öryggi Ráðherrarnxr lögðu áherslu á, að þegar hervarnaáætlunín væri komin í kring, mundi hún veita þjóðum V.-Eviópu fullt öryggi gegn ásælni. Áfengisbann í Indiandi LONDON, 1. apríl: — í dag gengu í gildi bannlög í fylkinu Bombay á Indlandi. Er þá svo komið, að nær helmingur landsins hefir verið þurrkaður að víni. Sum hjeröðin hafa þeg ar verið vínlaus í heilt ár rúm- lega. Bæði einstaklingum og vín- sölum er gert að afhenda vín- birgðir. Þrír eru þeir flokkar manna, sem bannið tekur ekki til: Menn úr landvarnaliðinu, útlendingar, þeir, sem sannað geta, að þeim sje áfengi nauð- synlegt heilsunnar vegna. Wvff barrafceimlli NÝLEGA hefir borgarstjóri undirritað fyrir hönd bæjar- stjórnar samning við Barnasum -ardvalarfjelag Oddfellowa. — Aðalefni samnings þéssa er það, að bærinn fær leigulaust til af- nota um 15 ára skeið húseign fjelagsins að Silungapolli á- samt innanstokksmununum í því skyni að reka þar dvalar- heimili árið um kring* fyrir 30 börn 3—7 ára gömul, sem ráð- stafa þarf af hálfu hins opin- bera. Bærinn teku.r að sjer samkv. samningum að annast þær breyt ingar, sem gera þarf á húsinu í framangreindu skyni og einn- ig að sjá um viðhald hússins. Endurbætur verða að samnings tíma loknum eign fjelagsins. — Fjelagið hefir og rjett'til þess gegn endurgjaldi að hafa börn í sumardvöl að Silungapolli. Eins og áður segir er samn- ingur þessi gerður til 15 ára, en hann framlengist sjálfkrafa um 5 ár í senn, ef honum verð- ur ekki sagt upp af hálfu samn- ingsaðila með 6 mánaða fyrir- vara- Minnld Reykja- Dvalarheimilisfull Irúar ræða við bæjarráð BÆJARRAÐ ræddi á fundihum á föstudaginn, um lóð undir væntanlegt Dvalarheimili aldr aðra sjómanna. Til viðræðna við bæjarfull- trúana, komu þeir íulltrúar Sjómannadagsráðsins, borvarð ur Björnsson, Henry Hálfdán- arson og Böðvar Steinþórsson. Fyrir nokkru ákvað bæjar- ráð að gefa Sjómannadagsráð- inu kost á lóð í Laugarásnum. EINS og flestum mun kunnugt vera, rekur SÍBS vöruhapp- drætti til ágóða fyrir bygginga- sjóð Vinnuheimilisins að Reykjalundi. Svo er til ætlast að þetta liappdrætti verði í framtíðinni aðaltekjulind SÍBS. Það er því undir velgengni þess komið hve fljótt sambandinu tekst að byggja upp Reykjalundinn, samkvæmt áætlun sinni. Þeir, sem hafa kynnt sjer Vinnuheimilið að Reykjalundi, ljúka upp einum munni um það, að ekki hafi öllu betur verið varið almanna fje, á landi hjer. en til þess að byggja þenna fyrirmyndarstað. Að Reykjalundi sitja, sjúkir menn og örkumla, hallalaust fyrirmyndarbú, enda haldast þar í hendur, dugnaðurinn og fyrirhyggjan, vinnugleðin og trúmennskan. Næsta verkefni SÍBS er að reisa vinnuskála að Reykja- lundi, í stað hermannaskálanna sem notast hefir verið við hing að til og sem nú eru farnir að láta svo á sjá, að til vandræða horfir. Til þess að þetta verk- efni verði fljótt og vel af hendi leyst, þurfa landsmenn að st.yðja happdrættið svo um munar. Ef að annar hver Reyk- víkingur gerist viðskiftamaður þess er fyrirtækinu borgið og SÍBS á það sannarlega skilið, að hver, sem gétur, leggi því lið, það hefir reynslan kennt oss. Fimm krónur á mánuði kost- ar það að eiga miða í happ- drættinu. Lítið framlag, þegar þess er gætt, að annarsvegar eru góðar hagnaðarvonir, en hinsvegar stuðningur við hjart fólgið þjóðþrifamál. 92. dugur ársins. Fullt tungl. Árdegisflæði kl. '6,00. Síðdegisflæði kl. 18.20. Næturlæknir er í læknavarðstof unni, simi 5030. Næturvörður er í Lyfjabuðinni Ið- vthni, simi 7911. Næturakstur annast 'B.S.R., simi 1720. Helgidagslæknir er Haukur Kristj ánsson, Vifilsgötu 7, sími 5326. LO.O.F. 3=131438— Messur í dag Ctskálaprestakall. Barnamessa að Útskálum kl. 11 f.h. Messa í Njarð- vjk ki. 2 e.h.. og Keflavik kl. 5 e.h. — Sr. Eirikur Brynjólfsson. Landakotskirkja Lágmessa kl. 8,-30 f.h. Hámessa kl. 10 f.h. (Á und an messunni fer fram pálma-vígsla). Guðsþjónusta ki. 6 siðd. (síra Hákon Loftsson). Guðsþjónusta verður að forfalla- lausu í Elliheiniilinu Grund í dag á Páimasunnudag kl. 10 f. h. Síra Ragnar Benediktsson flytur messu. — ■ (Ræðumál: Hver af oss er kristinn í anda og sannleika?). Þeir, sem vilja hlýða á messu, eru hjartanlega velkomnir, ungir ög aldurhnignir, ef þeir finna hvót hjá sjer til þess. Afmæli Kjartan Ólafsson, innheimtumaðui hjá rafveitu Keflavíkur, verður 60 ára mánudaginn 3. apríl. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Grjeta Finnbogadóttir, Öldugötu 59 og Trausti Eyjólfsson, Sólvallagötu 20. Frá Kvennadeild Slysavarnafjelagsins Kvennadeild Slysavarnafjelagsins heldur fund mánudagírm 3. apríl, kl. 8,30 i Tjarnarcafé. Til skemmtunar verður ýmislegt. Leiðrjetting 1 frje'ttatilkynningu um Jóhannes arpassíuna, er verður flutt í dag kl 5 í Frikirkjunni, fjell niður nafn Þur- iðar Pálsdóttur, einsöngvara, en hún flytur þar sópranhlutverkið. Leiðrjetting Orðið ellihæli hefir fallið brott þar sem talar voru í grein minni stofn- anri, er „Liknarsjóður lslands“ á að styðja. S. Á. Gíslason. Síðdegistónleikar í Sjálfstæðishúsinu. Carl Billich, Jóhannes Eggertsson. Þorvaldur Stein grimsson leika: 1. Nokkur sigild lög frá timabili Gluck R. Wagner. 2. E. Grieg: a) Til vorsins. b) Vöggu- visa. c) Norskur dans. 3. E. Wald- teufel: Dolores, vals. 4 Martini: Plais ir d’amour. 5 V. Hruby: Óperettu- lagasyrpa. 6. a) Heliidiurg-Holmes: Italskur mansöngur. b) G. Winkler: Andaluziskur dans. 7. Vinsæl dægur lög. Kvenfjelag Neskirkju heldur aðalfund sinn í Tjarnar- rafé (uppi) kl. 8,30 e.h. annað kvöld Nemendasamband Kvennnskólans í Reykjavík heldur aðalufnd sinn í Kvennaskól arum i dag kl, 4 e.h. Fyrirlestur um liýbýla- og húvbúnað Að undanförnu hafa á vegum Mæðrafjelaginu verið fluttir fyrir- lestrar um hýbýla- og húsbúnað. I dag kl. 3 flytur Sveinn Kjarval 3. fyrirlesturinn í þessum flokki og nefnist hann „Heimilið, húsgögnin og })jóðfjelagið<'. Sveinn Kjarval er einn hinn fróð- asti allra íslendinga um þessi mál og allar nýjungar þeim viðvíkjandi á NorðuVlöntluín og víðar. Aðgangur er heimill almenningi. Skipafrjettir Eimskip: Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn 31. mars til Sarpsborg og Reykjavík ur. Dettifoss fór frá Akranesi um há drgi í gær til Reykjavikur. Fjallfoss var væntanlegur til Siglufjarðar í gær frá Leith. Goðafoss fer frá Ham- borg 3. apríl til Gdynia. Lagarfoss er í New York. Selfoss fór frá Reykja vik 31. mars vestur og norður, og til Noregs. Tröllafoss fór frá R.eykjavik 25. mars til New York. Vatnajökull fór frá Marseilles 30. mars til Palest- E. & Z.: Foldin fór frá Hull 30. f.m. áleiðis til Palestínu með frosinn fisk. Linge slroom er fyrir Norðurlandi, lestar fiskimjöl til Hollands. Ríkisskip: Hekla er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Esja er á léið frá Aust fjörðum til Akureýrar. Herðubreið e’' væntanleg til Reykjavíkur um há- degi í dag frá Ve'stfjörðum og BrBeiða firði. Skjaldbreið er vantanleg til Reykjavíkur seint í kvöld -eða nótt að vestan og norðan. Þyrill er í Reykjavík. Ármann var í Vestmanna cyjum í gær. Kvennadeild Bridgefjelagsins Spilafundir Kvennadeildar Bridge fjelagsins í Mjólkurstöðinni fálla nið ur á meðan parakeppnin stendur yfir. Handiðnaðarsýning verður háldin í Forum í Kaup- mannahöfn dágana 14.—30. apríl n.k. Þangað til sýningin verður opnuð er hægt að fá upplýsingar um hana með því að snúa sjer til Haandværkets udstilling 1950 sékretariat, Dr. Tvsfer gade 2, K, Köbenhavn K. og í sima „byen 7291“. Á meðan á sýningunni stendur fást úþplýsingar í skrifstof- unni í Forum í síma „luna 2020“. Öxnadalsheiði að opnast Akfæri á fjallvegum hefir verið óbreytt s.l, viku nema hvað í fyrra dag fóru bílar yfir Öxnadalsheiði óg komust því allá leið hjeðan frá Reykja vík til Akureyrar. Heiðin er þó ekki fær nema stórum bílum. Kvikmyndir frá Belgíu og nýlendum Ferðaskrifstofan hefur sýningu á kvikmyndum frá Belgíu og nýlendum Belgíu í Flugvallarhótelinu í dag kl. 3 e. h. — Fímm mínúfna krossgáta SKÝRINGAR Lárjétt: — 1 fýknin — 7 kraftúr — 8 stilli — 9 liggja saman — ll greinir — 12 haga — 14 fjörkálf — 15 mjúkir. LóSrjett: — 1 kind — 2 eldstæði — 3 skammstöíun — 4 ending — 5 mannsnafn — 6 talar illa um. — 10 hljóm — 12 spjald — 13 manni. l ausn á síðustu krossgátu: Lárjett: — 1 flokkur — 7 rif — 8 Una — 9 að — 11 dd — 12 ota — 14 Kósakki —• 15 maura. LóSrjett: — 1 frakka — 2 lið . 3 of — 4 ku — 5 und — 6 raddir — 10 æta — 12 osta — 13 akur. Eimskipafjelag Reykjavíkur: Katla átti að fara frá Aalborg I i gærkvöld áleiðis til Réykjavíkur. Erlendar litvarpsstöðvar Noregur. Bylgjulengdir: 19 —3 — 31,22 — 41 m. — Frjettir kL 07,06 — 12,00 —13,00 — 18,07. Auk þess m. a. Kl. 16,05 Norsi: lög. Kl. 17,00 Þjóðlög. Kl. 18,35 Filh, hlj. leikur. Kl. 19.55 Gömul danslög Kl. 20,25 Upplestur úr „Kristin Lav- ransdatter" eftir Undset. Kl. 21,50 Danslög. Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1588 og 28,5 m. Frjettir kl. 19 og 22,15. . Auk þess m. a.: Kl. 16,20 Grammó- fónmúsik. Kl. 18,50 Útvarpshljom ■ sveitin. Kl. 20,15 Hljómleikar stúcl entakórsins í Stokkhólmi. Kl. 21.30 Hljómlistin og hafið. Danmörk. Bylgjulengdir: 1250 og 31,51 m. — Frjettir kl. 18,40 og kl. 22,00. Auk þess m. a.: Kl. 18,15 H. C, Andersen, frásögn og upplestur. Ki, 16,00 Hljómleikar. Kl. 20,10 „Wahl- steinsonatan" eftir Beethoven. Kl. 21.15 Paul Robeson sjmgur (plötur), England. Bylgjulengdir: 232, 224, 293, 49,67, 31,01, 25,68 m. —Frjettir: kl. 3. 4, 6, 7, 11, 13, 17, 18, 20. 23. Auk þess m. a.: Kl. 13,15 \HI ióm- sveit leikur. Kl. 14,15 Píanó konserí nr. 1 eftir Beethoven. Kl. 15,15 Barnu tími. Kl. 16,15 Píanóleikur. Kl. 16.30 Guðsþjónusta. Kl. 17,00 Frá London, Kl. 18,30 Atburðir fyrir 21 ári, 1929. Kl. 20,15 Saxafónkvartett leikur. KI, 21,00 Ljett lög, ÍTtvarpið 8,30—9,00 Morgunútvarp. — 10,10 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkj unni (sjera Bjarni Jónsson vígslubisk up). 12,15—13,15 Hádegisútvarp, 15.15 Miðdegistónleikar (plötur): a) Píanósónata í g-moll op. 22 eftir Schu n’ann. b) Grengjakór Kaupmanna- hafnar syngur. c) 15,45 Lúðrasveie Reykjavíkur. Paul Pampichler stjórn ar. 16.15 Útvarp til íslendinga er- lendis: Frjettir — Erindi (Sigurður Magnússon kennar). 16,45 Veður fregnir. 18,30 Barnatimi (Þorsteinn ö. Stephensen) 19,25 Veðurfregmr, 19,30 Tónleikar. Cellókonsert í D-dúe eftir Tartini (plötur), 19,45 Auglýs- ingar. 20.00 Frjettir. 20,20 Tónleik- ar: Óbókvartett í F-dúr (IC 370) eftir Mozart (plötur). 20,35 Erindi: Lista - verk í Árnasafni (Björn Th. Björns- son listfræðingur). 21,00 Einsöngur í útvarpssal; Sigurður Skagfield óperu söngvari syngur. Við píanóið: Frit«, Weissliappel: a) „Suður í Tyrol“ iu' óperettunni „Fuglasalinn" eftirLeliác d) „Vísnavonh“ eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson d) „Fjólan“ eftir Þór- arinn Jónsson. e) „Á berjamó“ eftir Siguringa Hjörleifsson. — Einleikut: á pianó (Fritz Weisshappel). f) Aiia úr óperunni „Cavalleria Rusticána"' eftir Mascagni. g) Aria úr óperunni „Fidelio“ eftir Beethoven, h) Aría úi' óperunni „Manon" eftir Massenet. i) Aria úr óperuimi „Siegfried" eftir Wagner. 21,40 Upplestur: „Skyrtu söngurinn 1941“, smásaga eftir Dor- othy Parker (Arndís Björnsdóttir leik kona). 22,00 Frjettir og veðurfregnir. 22,05 Tónleikar. „Plánetuniar hljómsvéitarverk eftir Gustav Holst (plötúr). 23,00 Dagskrárlok. Mánudagur: 8,30—9,00 Morgunútvarp. — 10,10 Veðurfregnir. 12,15—13 15 Hádegis útvarp. 15,30—16,30 Miðdegisútvarp. —■ 16,25 Veðurfregnir. 18,30 íslénsku kennsla.-I. fl. — 19,00 ÞýskukennsLi II. fl. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Þing- fr-jettir. — Tónleikar. 19,45 Auglýs- ingar. 20.00 Frjettir. 20.20 Útvarps - hljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar) a) Alþýðulög (Gunnar Kristinsson sjmgur með hjólmsveit- innj). b) Lög úr óperunni „II trova- tori“ eftir Verdi. 20,45 Um daginit og veginn (Bénedikt Gröndal blaða- maður). 21,05 Tónleikar (plötur). 21,10 Erindi: Smiður Andrjesson; III. Eftirmál og þjóðeimi Smiðs (Einar Arnórsson, dr. juris). 21,50 Sjórinn og sjávarlifið (Ástvaldur Eydal lic- ensiat). 22,00 Frjettir og veðurfregnir — 22,10 Passiusálmar. 22,20 Vinsæl lög (plötur). 22,45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.