Morgunblaðið - 02.04.1950, Side 8

Morgunblaðið - 02.04.1950, Side 8
8 WOR(rli(\ttLA0lÐ fcunnuúagur 2. apríl 1950. * í lífgstiislaiiiö Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)4 ’/WW' Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. —• Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, Þrjár nýjar menning- arstoðir VIÐ íslendingar viljum vera menningarþjóð og erum það. En í raun og sannleika er menning okkar nú stödd á vega- rr.ótum. Hún hefur frá upphafi byggðar landsins verið sveita- monning. Það er afleiðing þess að þjóðin hefur fram á síðustu aratugi búið svo að segja öll í sveitum og stundað landbúnað. Is’enskar sveitif hafa þannig alið og fóstrað þann menningar- srf, sem er hyrningarsteinn stjórnmálalegs og menningarlegs sjálfstæðis okkar. 2n þessi þjóð, sem um aldir hefur lifað fábrotnu lífi í sveitum lands síns, einöngruð í strjálli byggð, hefur á ör- iáum áratugum byggt sjer kaupstaði og höfuðborg, þar sem mi’dll hluti hennar hefur tekið sjer bólfestu. /rfleiðing þess hlýtur að vera mikil breyting og raunar bylting í menningarlífi hennar. Jafnhliða hefur landið sjálft færst í þjóðbraut á samgönguleiðum milli landa og heims- álfa. ★ Sú spurning hlýtur þess vegna að vakna meðal okkar sjáifra, hvernig við fáum samrýmt menningu okkar hinum iiýju viðhorfum. Meðal annara þjóða hefur borgarmenningin, þiettbýlismenningin, þroskast við hlið sveitamenningarinnar og sótt til hennar lifandi þrótt og styrk. Hjá okkur gerist sú breyting á nokkrum áratugum að fólkið flytur til bæja og borga og þjettbýlismenning 20. aldarinnar skýtur rótum. Við skulum ekki dylja okkur þess að hjá okkur er sú menning enn nýgræðingur, sem skortir þroska og fyllingu. íslend- ingar eru að vísu ákafir í að tileinka sjer og taka á móti þeim straumum alþjóðlegra menningaráhrifa, sem um þá hafa leikið undanfarin ár. En þeir gjalda samt lofsverðan varhug við að gleipa þá ómelta. Er það vel farið. í sambandi við hina ungu þjettbýlismenningu o'kkar er ástæða til þess nú að minnast á nýjar stoðir, sem renna undir hana og okkur ber að meta og virða að makleikum. Það er fyrst að hjer er í þann mund að taka til starfa þjóðleikhús, sem verður íslenskri leiklist ómetanlegt höfuð- hof. Leiklistin hefur a. m. k. s.l. hálfa öld átt vaxandi ást- sældum að fagna hjer á landi. En hún hefur jafnan átt við erfiðar aðstæður að búa. íslendingar hafa í raun og veru aldrei átt leikhús þó að þeir hafi bæði ort ágæt leikrit óg leikið þau. Þráin til þess að leika og horfa á leikið hefur hins vegar skapað Ieikhús úr ljelegum húsum og kumböldum. Þess vegna stöndum við furðulega framarlega á þessu sviði listarinnar. Með hinu nýja þjóðleikhúsi skapast þessari grein menningarinnar gjörsamlega ný þroskaskilyrði. Það er annað að hjer er nú nýstofnuð fullskipuð symfóníu- hljómsveit. Engum, sem eitthvað lætur sig hljómiistarmál varða, getur blandast hugur um að þar er um stórmerkan atburð að ræða á sviði þeirrar listgreinar. Enginn getur heldur dregið það í efa að mikill fengur sje að myndun hennar fyrir hljómlistarlíf í landinu. Loks er þess að geta í þriðja lagi að sá dagur nálgast nú óðum að fullgert verði þjóðminja- og listasafn í höfuðborg- inni. Er fheð því bætt úr tilfinnanlegum skorti, sem mikill vansi hefur verið að um langt árabil. ★ Þetta þrennt, þjóðleikhúsið, symfóníuhljómsveitin og þjóð- minja- og Jistasafnið eru vissulega merk spor til sköpunar vaxandi þjettbýlismenningar í þessu landi. Þess vegna hlýt- ur þeim að vera fagnað af öllum þeim, sem unna fögrum listum og aukinni menningu og þroska þjóðarinnar. En allt þetta kostar fje, mikið fje, sem lítilli þjóð kann að verða erfitt um vik að leggja fram á viðsjálum tímum. En þess er þá einnig að minnast að íslensk sveitamenning er ekki vaxin upp við auð og allsnægtir heldur efnalega kröm og kvöl. Menningin ávaxtast ekki í bankabókum. Hún vex og dafnar í hugum fólksins, sem sækir svölun og sálubót til lagurra lista. Þess skulum við einnig minnast nú þegar þjóð okkar er stödd á veðramótum velgengni og vand- íæða. \Jíliar ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Tölusettar aðfinnslur ■NR- 1, nr. 2, nr. 3 stendur í brjefi, sem dálkarnir hafa feng ið og flytur sundurliðaðar skammir um strætisvagna Reykjavíkur. Höfundurinn hef ir yfir svo mörgu að rífast, að hann hefir valið þann kostinn að tölusetja glósurnar og að- finnslurnar. Brjef hans verður ekki birt hjer, því miður, liggur mjer við að segja, því það er vel skrifað og skemmtilegt að ýmsu leyti. En brjefritarinn fjallar um mál, sem eru svo margtuggin, að eng in leið er að minnast á þau að sinni. Það er* búið að tala þau í gröfina. • Brjef í tugatali ANNARS er það athyglisvert, að rekstur strætisvagnanna og útvarpsins eru þau tvö mál, sem oftast er drepið á í brjef- um til þessara dálka. í fljótu bragði kann þetta að sýnast einhver hending, en svo er þó ekki. Strætisvagnarnir og út- varpið koma svo mjög við sögu okkar höfuðstaðarbúa, að það er ekki nema eðlilegt, að ,,Borgarar“ semji á ári hverju tugi brjefa um þessi fyrirtæki. Verstur skollinn, að þau eru nær öll eins — og flest ákaf- lega leiðinleg. • Umferðarkennsla í skólum FRÁ skrifstofu Slysavarnafje- lagsins hefir Daglega lífinu borist eftirfarandi: ,,Á undanförnum árum hafa leikfimikennarar í Reykjavík og víðar notað nokkrar stund- ir á hverjum vetri til þess að kenna umferðarreglur, og beitti Slysavarnafjelagið sjer fyrir því upphaflega, er fulltrúi þess leiðbeindi kennurunum í þess- um efnum og hefir síðan þrá- faldlega haft æfingar með börnum í umferðarreglum. „Götur“ j í barnaskólaportum „ÚTIÆFINGAR þær, sem Slysavarnafjelagið og lögregl- ’ an byrjuðu á í fyrra, þegar mál aðar voru „götur“ í barnaskóla portin, munu endurteknar í vor. Umferðarkvikmyndir Slysa- varnafjelagsins fá börnin að sjá árlega, og prentaðar umferðar- reglur, sem fjelagið ljet ganga frá í samráði við Fjelag ísl. bif- reiðaeigenda, voru látnar börn um í tje í vetur á lögreglustöð- inni og fást þar ennþá. • Á barnaleikvöllum „NYLEGA leiðbeindi fulltrúi fjelagsins konum þeim, er gæslu hafa á barnaleikvöllun- um, í kennslu í umferðarregl- um, og mun því bráðlega verða byrjað á tilsögn i slíku á sjálf- um barnaleikvöllunum, eins og Morgunblaðið minntist á. Kennslan fer fram undir handleiðslu ungfrú Unnar Ágústsdóttur leikfimikennara og fulltrúa Slysavarnafjelags- ins. Loks er í ráði að byrja á svip uðum leiðbeiningum fyrir börn í leikskólunum, og æskilegt væri, að kennarar færu með einstaka nemendahópa út á göturnar í þessum tilgangi, eins og bent er á í Daglega lífinu“. • Tilmæli til bílstjóra AÐ LOKUM segir í brjefinu frá Slysavarnafjelaginu, að ýmsir muni hafa tekið eftir því, að síðan byrjað var að leið beina skólabörnum í umferðar- reglum, hafi sá góði siður færst í vöxt meðahbarna, sem stjórna reiðhjólum, að rjetta út aðra hvora hendina, til marks um það, að þau ætli að breyta stefnu, t. d. við gatna- mót. „Þetta út af fyrir sig er mjk- jils virði“, segir rjettilega í brjefinu, „og eru allir bílstjór- 1 ar beðnir að gefa þessu gaum ’og láta börnin finna, að tekið sje tillit til merkjanna“. • Innlennt og erlent ENN er komið brjef um ís- lenskar karlmannaskyrtur, og stendur höfundurinn á því fastar en fótunum, að þær sjeu engir eftirbátar þeirra útlendu. Auðvitað efast enginn um, að til er fjöldi erlendra skyrtu- tegunda mun lakari íslensku tegundunum. En hinu er og erf- itt að neita, að hingað hafa kom ið erlendar karlmannaskyrtur, sem meiri fengur hefir þótt í en innlendum. Þessvegna var upphaflega vakið máls á þessu hjer í dálkunum, því hjer er um þá tegund framleiðslu að ræða, þar sem við íslendingar getum að minnsta kosti staðið jafnfætis færustu útlending- um, jafnt vestan hafs sem aust an. © Ölvun á almanna- færi í BRJEFI, sem hjer hefir legið nokkuð lengi og því miður ver ið ógerlegt að birta, segir höf- undur að lokum, að „full adressa" sín sje þetta og þetta. Hann er að því leyti kurteis- ari en ýmsir aðrir, að hann skrifar undir nafni og heimilis- fangi. En „full adressa“! Fyrr má nú vera! Maður býst hálft í hvoru við að á eftir fylgi: „Yðar ölvaði J. J.“ • Snör handtök GAMALL blaðamaður hjer í bæ fjekk 30. mars brjef frá kunningja sínum í Pakistan. Brjefið var póstlagt 24. sama mánaðar. Og svo segja þeir í einum skemmtiþætti Bláu stjörnunn- ar, að póstmenn sjeu mestu sleðar! tinnififtftiiinifinmiTrHv-*” MEÐAL ANNARA ORÐA .... |||||ll■lllllllllllllflllllllll■fllllllf■llllflffllllllllllll■l■llllllllllllllllllllltMl»Mllll•tllllltmllll■lllllllllllll■|||||■■lll| Stðrf allsherjarþingsins vaxa því yfir hðfuð Eftir Michael Fry, frjettamann Reuters. LAKE SUCCESS: — Allsherj- arþingi S. Þ. er nauðugur einn kostur að koma starfhæíi sínu á rjettan kjöl. Annars kostar má búast við, að það bíði al- varlegan hnekki. Málum á dag skrá þess fer fjölgandi með ári hverju. Árið 1946 voru þau 50, árið eftir 60, og árið 1949 voru þau orðin 75. STARFIÐ FER VAXANDI ÞEGAR S. Þ. voru settar á stofn árið 1946, litu stofnend- ur svo á, að venjulegt allsherj- arþing mundi standa í 5 til 6 vikur. Þjóðabandalagið stóð yf- irleitt þann tíma. Hingað til hefir það þó staðið 14 vikur hverju sinni. Megin- galli á starfsemi S- Þ. er sá, að allsherjarþingið hefir enga sjer staka nefnd sem undirbúið gæti setu þess hverju sinni, og sjeð um, að því sje ekki íþyngt með fánýt’um málum. Öryggisráðið, sem starfar milli þinga er út af fyrir sig. Það skiptir sjer ekki af nema fáum þeirra vandamálá í efnahags- og fje- lagsmálum, sem eru á dagskrá allsherjarþingsins. • • FÁNÝT MÁL TEFJA STARFIÐ AFLEIÐINGIN er sú, að hver aðili getur lagt ályktunartill. á skrifstofu Trygve Lie, hve- nær sem er, og það verður tek- ið á dagskrá allsherjai'þingsins. Þannig fær það tillögur til með- ferðar, enda þótt þær sjeu næsta fánýtar. Hjer verða ekki nefnd nein dæmi, en það gefur auga leið, að allar þessar hald- lausu tillögur tefja störf þings úr hófi fram. • • „LITLA ALLS- HERJARÞINGIÐ ÁIIRIFALÍTIÐ ÞEIR, sem stuðluðu að stofn- un milliþinganefndarinnar eða „litla allsherjarþingsins", töldu, að það mundi geta komið í veg fyrir, að ómerk mál yrðu alls- herjarþinginu til tafar. — En Rússar og vinir þeirra vjeku frá fundum þess og gerðu það tiltölulega áhrifalítið. • • TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA SÚ umbótatillaga, sem nú er efst á baugi um bætta starfs- hætti, er, að komið verði í veg fyrir, að bæði undirnefndir þingsins og þingið sjálft taki sama mál til meðferðar. Eftir gildandi reglum verður mál rætt í allsherjarþinginu eftir að efnahags- og stjórnmála- nefndin hefir fjallað um það. Tillögurnar eru þannig, að þingið geti með • atkvæða- greiðslu komið í veg fyrir þessa endurtekningu, ef það vill. — Rússar og hjáríki þeirra eru þessari hugmynd öndverð. — Ennfremur hafa komið fram tillögur um að skera niður um- ræður. • • UMBÓTA ER BRÝN ÞÖRF MÖNNUM verður ljös nauðsyn in á að auðvelda allsherjarþing- inu sem mest störfin, þegar þess er gætt, að það verður að end- urskoða störf öryggisráðsins, efnahags- og f jelagsmálanefnd- arinnar og verndargæsluráðs- ins, en störf þessara stofnana fara sívaxandi. Því spá marg- ir því, að allsherjarþingið verði að sitja a. m. k. hálft ái’ið, ef ekkert Verður aðgert. Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.