Morgunblaðið - 08.09.1950, Page 12
r
1
12
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. sept. 1950
- Skaltciálögur
Guðmundur Kr. Hleldal, bóndi. Minningarorð
í Rússlandi
Framh. af bls. 11.
bóta eftir stríðið. — Má dæmi
Finna verða okkur að fordæmi
í þeim erfit' leikum, sem við eig-
um nú í, og því fremur sem að-
staða okk.:r er ólíkt betri en
kringumstæður Finna voru eft-
ir styrjöldina.
Einkum má það vera sumum
íslendingum athyglisvert for-
dæmi Finna, að hræðast hvorki
nje ánetjasí einræðis- og öfga-
stefnur í erfiðleikum sínum,
heldur halda hátt á lofti merki
lýðræðis mannrjettinda.
—x—
Kosningi.úrslitin í Danmörku
eru íhugu aarverð og að mörgu
leyti gleðilegur vitnisburður
þeirrar stj irnmálalegu þróun-
ar, sem hafin er í þeim löndum,
þar sem fólkið getur ennþá lát-
ið í ljós skoðanir sínar og haft
sjálft með höndum stjórn lands
síns.
Þann'g hafa borgaralegu
flokkarnir í Danmörku stór-
aukið fylgi sitt og þeir flokk-
ar mest, sem ákveðnastir
halda ":am frelsi og fram-
taki einstaklingsins. íhalds-
flokkurinn hefur bætt við
sig 40,9% atkvæða og Rets-
forbundet 78,1%. — Aftur á
móti hafa dönsku kratarnir tap
að 2,5% atkvæða og kommún-
istar hvorki meira nje minna
en 33%.
Það er þess vegna skiljan-
legt, að kommúnistar minnast
ekki á úrslit dönsku kosning-
anna í Þjóðviljanum, en með
öllu óskiljanlegt, að Alþýðu-
blaðið birtir heilan leiðara um
„kosningasigur“ danskra jafn-
aðarmanna, sem töpuðu 2,5%
atkvæða sinna. Það er líklega
orðið svo hjá krötunum, að það
heitir „kosningasigur“, ef ekki
er um algert fylgishrun þeirra
að ræða. Þeir vita svo sem á
hverju þeir eiga von.
Það má svo geta þess, að
flokkur sá, sem Framsóknar-
menn teJja sinn bróðurflokk í
Danmörku, tapaði við þessar
kosningar 23,8% atkvæða sinna
og bendir það tap óneitanlega á,
að það sje til í því, að eitthvað
muni líkt með hinum danska
vinstriflokki og Framsóknar-
flokknum
- Stalin og stríðið
Framh. af bls. 11.
banni væri frarr.fylgt. En Rúás-
ar vildu ekki' slíkt eftirlit.
Kommúnistar ætluðu sjer að
framleiða atómvopn þrátt fyrir
slíkt bann, í skjóli eftirlits-
leysis, treystandi á það, að lýð-
ræðisríkin hlýddu aftur á móti
og stæðu síðan vamarlaus gegn
óvígum her einræðisseggja. En
lýðræðisrilíin hafa sem betur
fer lært af reynslunni og standa
vonandi ekki aftur berskjölduð
gegn einræðis- og öfgastefnum.
Friðartal — hræsnishjal.
Ekkert fær hetur afhjúpað
hræsnina í friðartali kommún-
istanna íslensku og allra landa
en ofangreindur brjefkafli
Stalins. Það gæti þess vegna
verið, að kommúnistar mundu
afneita þessu pródukti mar-
skálksins, en bá verðum við að
biðja þá að fletta upp á bls.
175—176 í 12. bindi heildarút-
gáfu á verkum fielaga Stalins,
en heildarsafn betta er eefið út
af Ríkisforlagipu í Rússlandi
eftir áskorun Kommúnista-
flokks Ráðstiórnarrikianna.
ALTAF er það svo í okkar mann-
lífi, að breytilegt er veðurfarið þó
á sömu stundu eða sama degi sje.
Þegar gleði og geislar eru á ein-
um stað getur dimma, sorg og
dauði verið handan við næsta
leiti. Mjer varð hugsað til þessa
þegar jeg frjetti um það, að sama
daginn sem þúsundir Norðlend-
inga voru á gleðilegu minninga-
móti á að höfuðstað Norðurlands,
Hólum í Hjaltadal, þá barði dauð
inn óvænt og skyndilega að dyr-
um á prófastssetri okkar Hún-
vetninga, Auðkúlu í Svínadal og
kallaði í burtu bóndann þar, Guð
mund Meldal, ágætan mann á
góðum aldri. Hjartabilun varð
honum að aldurtila og kom ást-
vinum, frændum og vinum mjög
á óvart, að svo fljótt skyldi sá
atburður að honum bera. En hin-
um æðri ráðstöfunum i lögmálum
náttúrunnar fær enginn raskað,
þó oft sjeu þær sárar.
Virðuleg kveðjuathöfn um Guð
mund sáluga fór fram á Auð-
kúlu 26. ágúst, að viðstöddu fjöl-
menni, en síðan var lík hans flutt
til brenslu í bálstofunni í Foss-
vogi, syðra.
Guðmundur var fæddur 19.
mars 1890, að Ásbjarnarnesi í
Víðidal. Foreldrar hans voru
Kristmundur Guðmundsson, síð-
ar bóndi í Melrakkadal og Stein-
unn Gísladóttir Gíslasonar prests
í Vesturhópshólum. — Hann ólst
upp með foreldrum sínum fyrstu
árin, en fór snemma að vinna
fyrir sjer sjálfur svo sem títt var
um efnilega unglinga á þeim ár-
um. Kom brátt í ljós dugnaður
hans og hagsýni.
Um nokkurra ára skeið var
Guðmundur ráðsmaður á stórbúi
hjá Jórunni Jósefsdóttur á Hjalla
landi í Vatnsdal. Reyndist hann
þar athafnamaður og hygginn
stjórnari og ávann sjer mikið álit
allra er til þekktu. Þaðan fór
hann, sem lausamaður að Kagaða
hóli á Ásum, en vorið 1921 byrj-
aði hann búskap á Höllustöðum í
Blöndudal og bjó þar í 6 ár.
Árið 1924, þann 21. júní, gekk
hann að eiga Rósilíu Guðrúnu
Sigurðardóttur, ágæta konu. Var
hún mjög lengi Ijósmóðir í Svína-
vatnshreppi, en hefur látið af því
starfi fyrir nokkru, sökum heim-
ilisanna og heilsubilunar. — Hún
lifir nú mann sinn.
Árið 1927 fluttust þau hjón að
Þröm í Blöndudal og keyptu þá
jörð, en fluttu þaðan að Litladal
í Svínavatnshreppi 1937 og
bjuggu þar í 13 ár. Að Auðkúlu
fluttu þau á s.l. vori.
Þau hjón eignuðust eitt barn,
en mistu það ungt. En þau tóku
tvö fósturbörn og ólu upp sem
sín eigin og eina dóttir, nú full-
r.: ■'JTjrrm^rr^rrjrrrprmf,
. ■
tíða, átti Guðmundur. — Eru öll
þessi börn hið efnilegasta fólk.
Guðmundur Kr. Meldal var
greindur maður og gjörhugull. —
Las mikið, einkum í okkar fornu
bókmenntum. Var og víða heima,
enda vel minnugur, ákveðinn í
skoðunum og ljet eigi hlut sinn
fyrir neinum.
Hann var einn þeirra manna,
sem óhætt var að treysta. Sagði
það eitt er hann vissi rjettast og
brást aldrei því er hann lofaði.
í annara manna mál vildi hann
eigi blanda sjer og forðaðist því
opinber störf. En þeim, sem
þurftu hjálpar við í hans ná-
grenni rjetti hann drengilega
hjálparhönd og vildi sem minst
láta á því bera. Hann rjeði yfir
skemmtilegri kímnigáfu, en beitti
henni sjaldan. Helst þó, ef honum
fanst einhver hafa ó sjer veru-
legan yfirlætisbrag.
Að vera sannur bóndi í þess
orðs bestu merkingu var sam-
gróið eðli hans og hugsunarhætti.
Við þann atvinnuveg lagði hann
allan sinn hug og misti heldur
ekki marks eftir því sem ástæður
leyfðu. Honum var það nautii að
rækta jörðina sína og rækta fjen-
aðinn sinn, að láta þar tvö strá
vaxa er áður óx eitt og sjá skepn-
urnar sínar í sem bestu ástandi
allan ársins hring.
Hann var einhver besti fjár-
ræktarmaður í Húnavatnssýslu.
Fje hans var fagurt og hraust og
að sama skapi arðsamt. — Hann
hafði gott vit á að velja ser f je og
gott vit á því, að fara þannig
með það, að það gæfi góðan arð.
Honum voru því vonbrigðin sár,
þegar óvætturinn mikli, Kara-
kúlpestin, æddi yfir hjeraðið, sem
hinn voðalegi, eyðandi eldur. —
Vissi jeg fáa, jafnvel enga, sem
tóku sjer það nær en Guðmund-
ur Meldal, að farga sínum fall-
egu kindum þegar fjárskiftin fóru®'
fram 1948.
Eins og að líkum lætur af því,
sem þegar er sagt, bjó Guðmund-
ur myndarlega á þeim jörðum,
sem hann sat, enda orðinn allvel
efnaður. Hann gerði verulegar
umbætur eftir því sem gerist um
leiguliða og hafði alt í reglu.
En hann átti þess engan kost,
að fá keyptar þær jarðir er hann
óskaði og á þeim tveim jörðum,
Höllustöðum og Litladal, er hann
bjó lengi fjekk hann eigi, eig-
enda vegna, lengri ábúð. — Hafði
hann án efa orðið stórtækur fram
kvæmdabóndi á hvorri sem var,
ef náð hefði hann þar eignar-
rjetti. En svo fastheldinn var
hann við sveitalífið, að hann
kaus heldur að búa í tíu ár á
einni afskektustu heiðarjörð, sem
til er í Húnavatnssýslu, en að
hverfa að öðru starfi. — Þótti
mörgum það jafnvel undur um
svo efnaðan og duglegan bónda.
En þar sem annarsstaðar var
hann trúr sinni stefnu og lífs-
skoðun. En hætt er við að þang-
að flytji enginn aftur.
Guðmundur var vinsæll maður
meðal allra er honum kynntust.
Hann var gestrisinn og heimili
hans skemtilegt. Hjónin voru
samhent um að svo væri. Hjóna-
band þeirra var ástríkt og ánægju
legt. Konan sköruleg húsfreyja
og mesta góðkvendi.
Þeim hjónum hjelst því vel á
fólki til heimiiisvinnu og hverj-
um er þangað kom var tekið
tveim höndum.
Guðmundur var frekar stór
maður og myndarlegur. Svaraði
sjer vel og þannig í framkomu,
að hann vakti eftirtekt þar sem
hann mætti í fjölmenni.
Hann var einn þeirra manna,
sem bændastjettinni var sómi að.
Hans er af sveitungum og vin-
um minst með virðingu og þökk.
Jón Pálmason.
Framh. af bls. 8.
son, ÍD, 14,7 sek., 2. Baldur Ja-
fetsson, ÍF, 15,2 sek.
6x60 m. boðhlaup: 1. Sveit ÍD,
69,5 sek., 2. Sveit ÍF, 78,1 sek.
Hástökk: 1. Baldur Jafetsson,
ÍF, 1,30 m., 2. Ásgeir Þorkelsson,
ÍD, 1,20 m.
Langstökk: 1. Þorsteinn Helga-
son, ÍD, 4,01 m., 2. Baldur Jafets-
son, ÍF, 3,97 m.
Boltakast: 1. Logi Magnússon,
ÍD, 62,90 m., 2. Baldur Jafetsson,
ÍF, 62,45 m.
LF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI
ÞÁ HVER ?
Veslur-fslendingar
kjörnir í ábyrgðarstöður
EFTIRTALDIR íslendingar
voru kjörnir við ríkiskosningar
er fram fóru í N.-Dakota:
Guðmundur Grímsson, fyrir
10 ára kjörtímabil við hæsta-
rjettinn (Superme Court) gagn
sóknarlaust.
E. T. Christianson, í Cavalier,
yfirríkislögsóknara-embættið.
Kosning hans kom öllum að ó-
vörum. Hann er ungur og gáf-
aður lögfræðingur, sem hefir
stundað lögfræðisstörf í Cavali-
er s. 1. ár. Hann mun vera fædd
ur og uppalinn á Mountain.
F. M. Einarson frá Mountain,
varð hæstur af 5 frambjóðend-
um sem fulltrúi til ríkisþings
frá Pembina County.
F. G. Sn«wfield í Cavalier,
var kjörinn ríkislögsóknari í
Pembina County.
W. J. Sturlaugson var út-
nefndur fyrir endurskoðara
(County Auditor) í Pembina
County.
John H. Axdal, var hæstur af
5 frambjóðendum fyrir fjehirð
ir í Pembina County.
Sam Samuelson varð hæstur
fyrir lögreglustjóra (sheriff) í
Pembina County.
Steve Indriðason var útnefnd
ur fyrir hjeraðsdómara (Coun-
ty Commissioner) i þriðja um-
dæminu í Pembina County.
(Samkv. Heimskringlu).
Bókarfregn
Framh. af bls. 10.
Ekki veit jeg hvort Friðrik
bóndi í Fagradal býr í hárri
höllu, en hann dvelur að sínu
heima, en jeg veit að enginn
þarf að borga skattinn hans,
og að hann hefir unnið fyrir
öllu. Enginn þarf að kaupa bók
hans í, gustukaskyni, en þeir
sem hafa gaman af að kynna
sjer viðhorf Vestur-íslendinga
og sambúð þeirra og íslenskr-
ar tungu ættu að eignast bók-
ina. Hún kostar 30 krónur og
er til sölu hjá Árna Bjarnasyni
á Akureyri, Þorsteini Hjálmars
syni í Hofsósi og bókaforlaginu
Fagurskinna (Guðm. Gamaliels
son) í Reykjavík.
Árni G. Eylands.
REYKJAVIK - ISAFJORÐUR daglegai ferðir
LoitleiSir, LækjargÖtu 2 sími 81440 \
Markús
4
Eftir Ed Dodd
TkMMiifsniiiiiiiiiiiHiiiitiiiHiiitfiiffiiiittiiiiiiiiiniiisiiiiiimmnii
3ITSX yOUR FRIEND TRAIL HERE ),
TELL5 US YOU WANT TO BOARD
ANO TRAIN DOGS...
.1
Rengja
heimild?
kommúnistar þá
I
1) — Trítill. Við mundum
það, að vinur þinn, hann Mark-
ús, var einhverntíma að tala um
að þig langaði til að æfa veiði-
hunda.
2) — Þar sem Tryggur var
svona stórkostlegur vdiðihund-
ur, þá ákváðum við 30 í fjelag-
inu að biðja þig og pabba þinn
um að taka veiðihundinn okk-
ar til tamningar.
3) Og svo er það meira. Við
vitum, að hundurinn þinn tap-
aði í keppninni, en hann var
svo dásamlegur, að við höfum
ákveðið að skjóta saman í sjer-
stök verðlaun handa honum að
upphæð 500 krónur. Jeg óska
þjer til hamingju.
— Ja, nú veit jeg ekki, hvað
jeg á að segja.