Morgunblaðið - 27.10.1950, Page 7
Föstudagur 27. okt. 1950.
MORQUXBLAÐIÐ
z r
Garðar 6. Jóhannesson,
Patreksfirði, fimtugur
í DAG er einn af mestu athafna
mönnum þessa lands, Garðar
Ó. Jóhannesson, útgerðarmaður
á Patreksfirði, fimmtugur. Á
þessum tímamótum æfinnar er
gaman að staldra við og líta
um öxl.
Þegar hann fyrir hálfri öld
síðan leit dagsins ljós í fyrsta
skifti, var fæðingarstaðurinn.
Eyrarnar, eins og verslunarstað
urinn við Patreksfjörð var þá
nefndur, lítið annað en visir að
sjávarþorpi, að vísu með tveim
ur verslunarfyrirtækjum, sem
þó ekki voru nema að litlu leyti
jnnlend, nokkurri báta- og þil-
skipaútgerð, læknisbústað og
sýslumannssetri en þó hluti úr
öðrum hreppi..
í dag er Patreksfjörður
stærsti hreppurinn á Vestfjörð
um með um 900 manns og að
því komin að geta öðlast bæjar
rjettindi hvenær sem væri. —
í dag eru þar fiskiðjuver og
önnur framleiðslutæki sem að
útgerð lúta, hafnargerð, raf-
orkustöð, gatnagerð, kirkja,
sundlaug, skólar, sújkrahús og
íbúðir, allt með meiri glæsileik
og myndarbrag en í nokkru
öðru jafnstóru þorpi á land-
;nu. Það má því segja, að
þroskatímabil beggja hafi ver-
ið hið sama. Baráttumál og
sigrar beggja, og raunir og á-
föll beggja svö samantvinnuð,
að ætla mætti að um einn aðila
hafi verið að ræða, enda mun
leitun á manni, sem verið hef-
ir jafn samgróinn athöfnum og
framförum sem Garðar. Það er
engu likara en að hjartaslög
hans sjálfs hafi einnig verið
hjartaslög þorpsins öll hans
starfsár.
Oll sín manndómsár hefir
Garðar háð baráttu með fólk-
inu og fólkið með honum, bar-
áttu fyrir betri lífskjörum til
handa báðum, baráttu, sem
oft hefir verið erfið og hörð,
og stundum slík, að vart hefir
mátt á rnilli sjá, hvort betur
mætti sín líf eða dauði þeirra
hugsjóna sem barist var fyrir
og barist var um. En einmitt
vegna þess að vitað var að Vel-
ferð fólksins var í húfi og að
aldrei var hikað við að leggja
allt í sölurnar, ber lífið að jafn
aði sigur úr býtum.
Jeg hefi átt með Garðari
margar stundir undanfarandi
áratug, bæði á heimili hans og
utan þess, oft sjeð morgunroð-
ann gylla himinhvolfið áður en
gengið væri til náða, og ávallt
var umræðuefnið það sama:
hvernig unnt væri að tryggja
fólkinu áframhaldandi örugga
afkomu og þorpinu eðlilega
þróun. Oll önnur hugðarefni
urðu að víkja fyrir þessu aðal-
áhugamáli. Þær eru ómældar
næturstundirnar sem þessi hug
sjón rændi frá honum þegar
aðrir nutu endurnýjunar kraft
anna í værum svefni. En slíkt
er jafnan hlutskipti mikilla at-
hafnamanna.
Jeg tel það víst að Garðar
hefði með viljaþreki sínu og at-
orku getað plægt og sáð aðra
reiti og eflaust hlotið þar betri
uppskeru á mælikvarða efnis-
hyggjunnar. En hitt er þá og
jafn víst, að inn í þá sigra hefði
ekki ofist sumt af því, sem gef
ið hefir lífi hans mesta gildi við
að brjóta lönd, sem voru hluti
af honum sjálfum. Það væri
þjóð vorri mikil hamingja, ef
tengslin milli moldarinnar, sem
fóturinn merkir í fyrsta sinni,
og mannsins, væru alsstaðar
jafn traust. Færi þá margt öðru
vísi með þjóð vorri.
Þegar jeg hugsa um þá gæfu,
sem Garðar hefir hlotið í
vöggugjöf og aldrei síðan
brugðist honum, dettur mjer í
hug gamla spakmælið: „Segðu
mjer hver móðir þín er,
þá skal jeg segja þjer
hver þú ert.“ — Þeir, sem
þekkt hafa frú Áróru Jóhannes
son vel, kemur það ekkert á
óvart að synir hennar skipa
sjer sólarmegin í lífinu. — Og
þeir sem auk þess þekkja
hversu innilegt samband hefir
verið_ á milli hennar og Garð-
ars alla ævi og hversu djúpa
virðingu hann hefir borið fyrir
móður sinni og hve mikils hann
hefur metið ráð hennar og til-
lögur, kemur það ekkert á ó-
vart, að sigrar hans hafa orð-
ið margir. Mildi og mannúð
föður hans, samfara mikilli
starfsreynslu, ást og umhyggju
móðurinnar, var veganesti úr
föðurgarði, sem hlaut að endast
lengi framgjörnum, hugstór-
um, góðum dreng, jafnvel þótt
stundum yrði _að dvelja langan
dag á öræfum erfiðieika og
mótblásturs.
Garðar Jóhannesson er
kvæntur hinni ágætustu konu,
Láru, dóttir Carls heitins
Proppé. Er hún manni sínum
ómetanlegur förunautur og
jafnan traustust þegar mest
liggur við. Er heimili þeirra
fyrirmynd í hvívetna, enda er
þar gott að dvelja. Munu marg-
ir vinir þeirra hjóna senda af-
mælisbarninu hugheilar óskir
og biðja þess, að þjóð vor mætti
eignast marga slíka sonu.
Gísli Jónsson.
lafmagiisyeitiir ríkisiis fifld
1000 hestöfl í Fossó í Bolungorvik
Bolvífesngar hafa í 30 ár bariif
fyrir vafnsafísvirkjun
Hafstöð
International dieselrafstöð 15 kw. með mælaborði til
sölu. — Uppl. í síma 5948.
Skrifhorð
Svefnherbergis-
húspgn
Hinar vinsælu
Kommóður
fyrír fermingarstúlkur
Ijáíqogn
OjkáCascinlfú'óhrg
ío örcddsstöíurn^
ÞINGMAÐUR Norður-ísfirð-
inga, Sigurður Bjarnason, lagði
í gær fram í Neðri deild frum-
varp um nýtt orkuver og nvja
orkuveitu rafmagnsveitna rík-
isins. Er aðalefni þess þetta:
Ríkisstjórninni er heimilt að
fela rafmagnsveitum ríidsins
að virkja Fossá í Hólshreppi í
Norður-ísafjarðarsýslu til raf-
orkuvinnslu í 700—1000 hest-
afla orkuveri og leggja þaðan
aðalorkuveitu til Bolungarvík-
ur.
Ríkisstjórninni heimilist að
taka lán fyri rhönd rikissjóðs
eða ábyrgjast lán, sem raf-
magnsveitur ríkisins taka, að
] upphæð allt að 3.1 milljón kr.,
til greiðslu stofnkostnaðar
þeirra mannvirkja, sem um get
ur í 1. gr. Af þeirri upphæð má
taka sem lán úr raforkusjóði
samkvæmt 1. lið 35. gr. raforku
laganna allt að 1 milljón króna,
þó eigi meira en nemur %
hluta af stofnkostnaði mann-
j virkjanna.
ÁSKORUN
HREPPSNEFNPAR
í greinargerð frumvarpsins
segir svo:
Flm. hefur borist eftirfarandi
áskorun hreppsnefndar Hóls-
hrepps um raforkumál Bolung-
arvikur:
„Eins og nú er komið málum
og með tilvísun til ýtarlegra til
rauna til að leysa raforkumál
Hólshrepps á þann hátt. að láns
fje fengist gegn ríkisábyrgð,
sem reynst hafa árangurslaus-
ar, telur hreppsnefndin nauð-
synlegt, að rafveitur rikisins
reisi orkuver á Reiðhjalia með
allt að 1000 ha. virkjun Fossár.
Skorar nefndin því á þing-
mann kjördæmisins að flytja á
Alþingi frumvarp til laga um,
að rafveitur ríkisins reisi orku-
ver ekki síðar en á næstu 5 ár-
um, og leggi aðalorkuveitu að
Bolungarvík.
Hreppsnefndin býðst til aó'
láta af hendi endurgjaldslaust
mannvirki þau, sem reist hafa
verið á Reiðhjalla, og undir-
búningskostnað þann, sem þeg-
ar hefur verið lagður fram
vegna mannvirkis þessa“.
Áskorunin var samþykkt
með 7 shlj. atkv. á fundi nefnd-
arinnar 9. mars 1950.
Það er í samræmi við þessa
áskorun, að frv. þetta er flutt.
Fara hjer á eftir nokkur helstu
atriði ur sögu rafmagnsmála
Bolungarvíkur.
VATNSMÆLINGAR
SÍÐAN 1917
Frá 1917 hafa meira og minna
reglulegar vatnsmælingar ver-
ið gerðar á Fossá í Hóishreppi
með tilliti til raforkuvinnslu.
Eru þessar mælingar hin síðari
ár a.m.k. gerðar vikulega. Mæl-
ingastaðurinn ec á Reiðhjalla,
en þaðan er 300 m fallhæð í fyr
irhugað stöðvarhús.
Árið 1929 var rð byrjun á
virkjun á þessum stað. Byggð
var steinsteypustífla með renni
lokum og öðrum útbúnaði. Er
áfram skyldi haldið, brast fjáv-
• h- gsgrundvöllur fyriv verkinu.
! Hafði það þá ostað um kr.
| 30Ö90.00, sem Hólshreppur hef-
ur einn orðið að stanua undir.
Síðan lá máli'ð niðri um nokk
iir ár, enda þoit vatnsma lmg-
um hjeldi áfram.
SAMTGK UM HVNJANOA
Þegar rfti tói' ’ð birta vfi
í .fnah..;gsOú.!um landsíns á
Frumvarp Siprðar Bjamasonar á Álþingi
stríðsárunum, voru hafin sam-
tök um að hrinda í framkvæmd
virkjun Dynjandisfossanna i
Arnarfirði til raforkufram-
leiðslu fyrir alla Vestfirði. Var
þá um langt skeið ekki rætt
um sjervirkjanir fyrir einstöJt
byggðariög á þessu svæði. Bol-
ungarvík var aðili að þessum
samtökum, og var ekki gerð til-
raun til að undirbúa sjálfstæða
virkjun þann tíma, enda talið
tilgangslaust vegna þeirrar
stefnu yfirstjórnar raforkumál-
anna, að virkja bæri í einu lagi
fyrir stærri svæði.
Um mitt ár 1946 strandaði svo
undirbúningur Dynjandisvirkj-
unarinnar ó því, að hún var tal
in í áliti raforkumálaskrifstof-
unnar of dýr og lítt framkvæm-
anleg af þeim sökum. Var þar
með loku fyrir það skotið, að
raforkumál Bolungarvíkuí
leystust á þann hátt.
Hreppsnefnd Hólshrepps tók
því í ársbyrjun 1947 á ný upp
þá stefnu, að leysa bæri raf-
orkuvandamál byggðarlagsins
með virkjun Fossár á Peið-
hjalla.
Fól nefndin oddvita, ásamt
hr. forstjóra Jóni J. Fannberg
og flm. þessa frv., að annast und
irbúning þeirrar virkjunar og
afla fjár til hennar.
Gerði Sigurður S. Thorodd-
sen, verkfræðingur nú frum-
áætlun um virkjun Fossár í
annað hvort 700 eða 1000 ha.
aflstöð. Fnn fremur gerði hann
teikningar af ÖRum byggingar-
framkvæmdum virkjunarinnar.
Áætlun hans er dagrett 7. febr.
1947. Hinn 15. febr. sama ár
gerði raforkumálaskriístofan
heildaráætlun um virkjunina,
þar sem rafbúnaður er tekinn
með ásamt háspennulínu til Bol
ungarvíkur. Var kostnaðurinn
af 700 ha. virkjun áæthfður
1505 þús. kr., en af 1000 ha.
virkju 1745 þús. kr.
Hinn 3. mars 1947 gerði raf-
orkumálaskrifstofan rekstrar-
áætlun fyrir 700 ha. virkjun.
Byggir hún þar á áðurnefndum
undirbúningi og reiknar stofn-
kostnað kr. 1655 þús.
TÆKNILEGUM UNDIR
BÚNINGI LOKIÐ
Með þessu mátti telja tækni-
legum undirbúningi komið svo
langt, að næsta skref gæti ver-
ið að ljúka heildarundirbúningi
og afla fjár til að hefja fram-
kvæmdir. Með brjefum land-
búnaðarráðuneytisins, dags. 8.
og 19. mars 1947, og brjefi fjár-
málaráðuneytisins, dags. 22.
mars 1947, til oddvita og hrepps
nefndar Hólshrepps var form-
legum undirbúningi síðan lokið.
Brjef fjármálaráðuneytisins
er svo hljóðandi:
FJÁ RMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Reykjavík, 22. mars 1947.
Með skírskotun til brjefs
landbúnaðaráðuneytisins, dags.
19. þ. m., samþykkir fjármála-
ráðuneytið hjer með að veita
ríkisábyrgð fyrir láni Hóls-
hrepps, allt að 8i>% stofakostn-
aðar, til að reisa raforkuver við
Fossá til raforkuvinnslu handa
hreppsbúum.
Ríkisábyrgðin verður veitt
fyrir allt að tveggja mihjóna
króna láni, samkvæmt áæthm
raforkumóiastjóra, og er ábyrgU
in jafnframt bundin bví skil-
yrði, að sjerskuldabrjef fvrir
öllu láninu verði gefin út, en
f jármálaráðuneytið varðveiti
brjefin og afhendi þau jafnóð-
um og hlutfallslega, eftir því,
sem hreppurinn íallnægir
skyldu sinni um 15% framlag-
ið, sbr. 22. gr. raforkulaga nr.
12 frá 1946.
Það er ennfremur skilyrði
ráðuneytisins fyrir ábyrgð rík-
issjóðs, að ársvextir af iáninu
verði eigi hærri en 5%.
F. h. r.
Magnús Gíslason.
Kjartan Ragnars.
BREYTT VIÐHORF
Samkvæmt reynslu undan-
farinna ára var nú talið, að
merkum áfanga væri náð. Ríkis
tryggð skuldabrjef höfðu fram
að þessu selst jafnóðum. En nú
var breyting á orðin. Þrátt fyr-
ir stöðugar tilraunir síðan og
fram á mitt yfirstandandi ár
hefur ekki tekist að aflá nauð-
synlegs lánsfjár í þessu skyni,
Var lögð áhersla á að afla
Marshallfjár í þessu skyni. En
niðurstaðan varð sú, að Bol-
ungarv. varð útundan. Ollu því
fje, sem til rafveitna skyldi var
ið af Marshallfje, var veitt til
tveggja stórvirkjana fyrir
stærstu kaupstaði landsins. Var
þar með undirstrikuð sú háska-
stefna, að fjármagni lands-
manna skuli nær öllu veitt til
sköpunar lífsþæginda í stærstu
kaupstöðunum, en framleiðslu-
stöðvar úti um land látnar sita
á hakanum. Ástæðulaust er að
rekja allan þann feril nánar
hjer, en mikil vinna hefur ver-
ið lögð í þær tilraunir, þótt þær
hafi verið án árangurs.
Þess má einnig geta, að Sig-
urður Þórarinsson, jarðfræðing
ur, hefur rannsakað virkjunar-
staðinn og stöðvarhússtæðið og
gefið út um það álit, dags. 9.
júni 1949. Telur hann enga veru
lega hættu á jarðleka á stíflu-
svæðinu, en gerir ábendingar
um hentugri staðsetningu stöðv
arhússins með lítilli tilfærslu.
VARA AFLSTÖÐ
ÓHJÁKVÆMILEG
Hreppsnefnd Hólshrepps sá
sjer því þann kost vænstan að
mælast til þess, að rafmagns-
veitum ríkisins yrði falið með
lögum að byggja orkuverið og
aðalleiðsluna til Bolungarvík-
ur. En vegna tafa á •framkvæmct
vatnsvirkjunarinnar hefur
nefndin orðið áð fallast á að
xeisa varaaflstöð þegar í stað til
að fullnægja brýnustu orku-
þörf næstu ára. í þvi skyni hef
ur hún fest kaup ; 3 rafölum,
ca. 75 kw. að -ærð hverjum,
ásamt einum 200 a. hraðgeng-
um dieselhreyfli og 2 hæggeng-
um 144 ha. hreyflum. Allar þess
ar vjelar eru keypiai innan-
Framhald á bls. 12.