Morgunblaðið - 27.10.1950, Síða 16

Morgunblaðið - 27.10.1950, Síða 16
PAXAFLÓI. — VEÐURÚTLlTs SUBAUSTAN stinningskaldá, rignlng með köflum._______ FJÖLÞÆTTAR framkvæmð-< ir á Akurpyrí. Sjá grein á b1a$< síðu 2, Meirihluti sjómunnu á móti sáttntiliögunni álkvæöagreiðsiu lokið í 5 sjómannal jeiögum og FÍ8 í GÆRKVÖLDI lauk atkvæðagreiðslu í 5 sjómannafjelögum um miðlunartillögu sáttanefndarinnar í togaradeilunni. Ennfremur r Fjelagi íslenskra botnvörpuskipaeigenda. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að í fjórum sjómanna- íjelaganna var meirihluti þeirra. er atkvæði greiddu, tillögunni niótfallinn. í einu fjelaginu var meirihlutinn henni samþykkur. í Fjelagi íslenskra botnvörpuskipaeigenda var sáttatillagan hmsvegar samþykkt. Sögðu þar 36 já, 2 nei, en tveir seðlar voru auðir. ÚRSLIT í EINSTÖKUM FJELÖGUM Úrslit í einstökum fjelögum «rðu sem hjer segir: í Keflavík sögðu 13 já við tillögunni, en 3 nei. Reykjavík, 254 nei, 149 já, 3 seðlar voru auðir, en 1 ógild- ur. Hafnarfjörður, 80 nei, 32 já, 2 seðlar voru auðir og 1 ógildur. ísafjörður, 27 nei, 22 já. Vestmannaeyjar, 17 nei, 16 já. ATKVÆÐAGREIÐSLU FKKI LOKIÐ Á þremur stöðum er atkvæða greiðslu um sáttatillöguna ekki tokið. Á Siglufirði verður henni Jokið í dag; á Akureyri þegar togarinn Jörundur kemur að landf og í Neskaupstað þegar togarinn Goðanes kemur í höfn. Á Seyðisfirði var samningum hixlsvegar ekki sagt upp og fer því engin atkvæðagreiðsla fram þar. ðílar ilórskemmasf > HARÐUR árekstur var í gær á Jjorni Sigtúns og Lauganesveg- ar, með þeim afleiðingum, að báðir bílarnir skemdust mjög Lindberg í Keflavík FLUGKAPPINN frægi Charles Lindberg, var á Keflavíkur- flugvelli í gær. Hann var far- þegi í flugvjel, sem er á vegum hersins. Hann kom frá París og hjelt áfram með morgni til New York. Lindberg mun ekki hafa kom ið hingað síðan hann var í hnattfluginu mikla hjer á ár- unum. Öldruð kona verður fyrir bíl í GÆR nok’kru eftir að dimma tók. varð háöldruð kona fyrir . bíl í Aðalstræti. Var í fyrstu' talið að gamla konan, sem heit- ir Sesselja Þorsteinsdóttir, Kirkjutorgi 6, hefði kjálka- j brotnað við að falla í götuna, er bíllinn rakst á hana. En j rötgenmynd leiddi ekkert slíkt í Ijós og var gamla konan flutt heim. Bíllinn sem hún varð fyrir, R-3290, mun hafa verið ekið hægt. rnikið að framan. Slys var ekki j á mönnum þeim sem í bílun- I um voru. Annar þessara bíla er leigu- bíll. R-814. Hann var á leið inn , f Laugarneshverfi og kom eftir Laugarnesveginum. Bílstjórinn var einn í bílnum. Hinn bíll- inn. R-5388, var á leið niður í bæ og ók vestur eftir Sigtúni. I þeim bíl var auk bílstjórans, lítill drengur. Á fvrrnefndum gatnamótum skullu bílarnir saman. Bíllinn sem kom eftir Sigtúni skall á hægra framaurbretti leigubíls- kis og varð áreksturinn svo harður að bíllinn kastaðist á sfcóra kantsteina sem þarna eru og reif þá upp með sjer og Jenti bíllinn með fullum þunga sínum ofan á einu.m þeirra. —• Hælf við bæjaráð- sfefnu í Eyjum ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta bæjaráðstefnu, sem boð- að hafði verið til í Vestmanna- evjum af bæjarstjórninni þar. Ráðstefna þessi átti að ræða sameiginleg hagsmunamál bæja utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Hafði bæjarstjórn Vest mannaeyja sent 10 bæjarstjóm- um boð um ráðstefnu þossa en | aðeins fjórar bæjarstjórnir hafa , svarað boðinu og hefur með til- | liti til hinna ljelegu þátttöku, verið hætt við ráðstefnuna. Leigubíllinn skemdist mikið eins og myndin á þessari síðu ber með sjer. Hinn bíllinn stór- fíkemmdist líka að framan. Ber gýnilegt þótti að báðir. höfðu ekið allgreitt. Bílstjórarnir báru það við yfirheyrslú, hvor fyrir sig, að hvorugur hefði sjeð til ferða hins. Rigning var er þetta gerð- ist. Rjett hjá árekstrarstaðnum var maður á gangi er árekst- urinn varð, klæddur kulda- jakka og er þess vænst að hann komi tií viðtals í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar fyrsta. Nobelsverðlaun í læknisfræði veilf STOKKHÓLMI, 26. okt. — Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði voru veitt í dag. Komu þau í hlut þriggja manna, dr. Edward C. Kendall og Philip C. Hench í Rochester í Bandaríkjunum og Tadeus Reichstein í Basel í Sviss. Verð launin nema röskum 164 þús. sænskra króna, og geta vísinda- mennirnir fengið þau greidd í gjaldeyri þjóðar sinnar, ef þeim sýnist svo. — Reuter. Eftir árekslurinn Engin síld í Hvalfirð ÝMSIR hafa látið sjer koma til hugar að síld væri gengm í Hvalfjörð, en því miður er þaf® alveg úr lausu lofti gripiS. Akurnesingar, sem hafaí fylgst manna best með göngu síldarinnar inn í Hvalf jörð, hafa S haft net úti á KrosKvík í rúm- an mánuð en aldrei fengið eirta síld í þau. Útilokað er talið, að síldin geti gengið inn í Hval- fjörð, nema að hennar verði áður vart í síldarnetin í Kross- vík. I HÆGRAframbretti og vjelahús og fleira á leigubílnum skemmd- i ist við áreksturinn, sem var afar harður. Litli drengurinn á myndinni var einn hinna tnörgu er athuga þurftu bílinn. Sjá frjett um árekstur þennan hjer á þessari blaðsíðu. (Ljósm. Mbl.) Akurnesingðrtelja aflaleysið miðunum slundarfyrirbæri Nýtl roðlag er að myndast á síldinni HLJE hefur orðið á síldveiði reknetabátanna, er stundað hafa veiðar hjer við Faxaflóa að undanförnu. Á Akranesi er þetta skyndilega aflaleysi talið aðeins millibilsástand, sagði Sturlaug- ur Böðvarsson útgerðarmaður í símtali við Mbl. í gærkvöldi. Höfðinglegar minn- ingargjafir um ■ Eggerf (laessen STJÓRN Eimskipafjelags ís- lands hefur sent Slysavarnafia lagi íslands kr. 10,000,00 aðl gjöf til minningar um hinn ný- látna formann stjórnar Eim- skipaf jelagsins, Eggert Claessen hæstarrjettarlögmann. Þá hefur íramkvæmdanefnöt Vinnuveitendasambands ís- lands einnig fært Slysavarna- fjelaginu minningargjöf urrí Eggert Claessen, að upphæð kr» 5000,00, en hann var fram- kvæmdastjóri sambandsins frá upphafi. Stjórn Slysavarnafjelagsina hefur þakkað þessar höfðing- legu minningargjafir og vottað stjórnum nefndra fjelaga samúfl sína og Muttekningu vegna fra fals þessa þjóðkunna og mikila metna fofustumanns. Saltfiskur er aðal- útflutningsvara okkar SALTFISKURINN hefur nú tekið forystuna sem aðalútflutn- ingsvara landsmanna. Við septemberlok hafði saltfiskur verið fluttur út fyrir 44,8 millj. Freðfisksútflutningurinn er aðeiná um 200 þús. kr. lægri, eða 44,6 millj. kr. Frá þessu er skýrt I skýrslu Hagstofunnar um útflutning ísl. afurða og er hún miðuð við sept. EFTIR 10 DAGA Jeg geri ráð fyrir að lítil sem engin veiði muni verða í svo sem 10 daga, sagði Stur- laugur, en úr því ætti veiðin að fara að glæðast á ný. Þessa skoðun sína byggir Sturlaugur Böðvarsson á reynslu Akranessjómanna, er stundað hafa reknetaveiðar ár- um saman hjer við Faxaflóa. VETRAR-ROÐLAG MYNDAST Það sem Akurnesingar telja að skeð hafi er í stuttu máli þetta: Þegar kemur fram á haustið, er eins og síldin fari í „vetrarbúninginn". Það mynd- ast annað. roðlag undir hinu venjulega lagi. — Um jólin er þetta vetrar-roðlag orðið jafn þykkt og hið ytra. Þegar vetrarlagið byrjar að myndast, er eins og síldin dýpki á sjer. Er þá oft mjög ljeleg veiði, en eftir um það bil 10 daga, þá hefur síldin jafnað sig og sækir upp í sjóinn og tekur veiðin þá að glæðast á nýjan leik. VONAST EFTIR GÓÐUM AFLA í NÓVEMBER Skoðun Akurnesinga er því sú, að hjer sje aðeins um stund arfyrirbrigði að ræða og eru þeir vongóðir um að síldveiðin geti orðið allgóð í nóvember, ef veður verða hagstæð tii síld- veiðanna. í GÆRKVELDI var kvik- myndin Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnd í Stjörnubíói og var forseti Islands viðstadd- ur sýninguna. Forsetinn var fjarverandi er sýningar fóru fram á myndinni hjer í Reykja- vík síðast, STÆRSTU ÚTFLUTNINGSLIÐIRNIR Þriðja hæsta útflutningsvar- an er lýsi, fyrir 35,7 millj. kr. Útflutningur síldarafurða nem- ur nú 26,8 millj. kr. og er söltuð síld verðmest þeirra, fyrir 17,8 mill. Útflutningur fiskimjöls nemur 13,8 millj. og karfamjöls 9,2 millj. kr. og útflutningur á söltuðum gærum nemur 8 millj. kr. ísfisksútflutningurinn er því sem næst óbreyttur frá því sem verið hefur síðan togaraverk- fallið hófst. VIÐSKIPTALÖNDIN í þessari skýrslu Hagstofunn- ar er einnig getið um viðskipta- löndin og er Holland enn aðal- kaupandinn að afurðum okkar. Á þessu ári, eða til sept.loka, höfum við selt þangað fyrir 49,5 millj. kr. — Bretland er annað í röðinni, 33,2 millj. kr. og þriðja mesta viðskiptalandið eru Bandaríkin 32,8 millj. kr. Þá kemur Ítalía með 25,3 millj. kr. Athyglisvert er það, að í september s.l. fóru ísl. afurðir aðallega - til Ítalíu, fyrir 11,1 millj. kr. Af Norðurlöndunum höfum við mest viðskipti við Svía og nemur útflutningurinn þangað 12,9 millj. kr. Til Pól- lands höfum við selt fyrir 11,9 millj. kr., til Grikklands fyrir, 10,6 millj. kr. og til Tjekkö- slóvakíu fyrir rúml. átta millj,, kr. Við sept.-lok var Spánn minnsta viðskiptalandið, með rúml. 1749 kr. viðskipti. Við septemberlok nam heild ar innflutningur 369,7 millj. kr, og útflutningur 224,3 milj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.