Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 1
16 síðiar
39. árgangur.
4. tbl. — Sunnudagur 6. janúar 1952.
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Flying Enlerprise á Aflantshafi
Sigraðist 6 náftímöílunum með
hurðiengi og úræði - uleinu
€hiu,3,c2iill mað
blaðamönnum
NEW YORK, 5. ian. — Churc-
hill forsætisráðherra ræddi við
blaðamenn þegar eftir komuna til
New York og varaði hann brezku
og bandarísku þjóðirnar við því,
að búast við miklum og óvæntum
ákvörðunum og niðurstöðum af
fundi þeirra Trumans forseta.
Hann kvaðst vænta náins og gagn-
kvæms skilnings milli sín og Tru-
mans.
Síðdegis í dag var tilkynnt, að
Churchill væri kominn til Wash-
ington. ■—Reuter.
Mynd þessi er tekin er Carlsen skinstjóri var orðinn einn um borð
i „Fiying Enterprise“. Þrautseigja hans hefur vakið heimsathygli.
pll 09
¥ið sumninguborðið
KOMNÚNiSTAR ÁSAKA BANDARÍKIN
Lársa Endverjm
NÝJU DELHI, 5. jan. — Nehru,
i forsætisráðherra Indlands og
sendiherra Bandaríkjanna í Nýju
| Delhi hafa undirritað samning,
> þar sem Bandaríkin lána Ind-
verjum 50 .milljón dali íil að
auka matvæ'iaframleiðslu lands
ins.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
PANMUNJOM, 5. jan. — Orðahnippingar og illyrði settu svip sinn
á viðræðurnar í Panmunjom í dag. Fulltrúi kínverskra kommún-
ista lýsti því yfir, að bandarískar sprengjuflugvélar hefðu gert
lðftárásir á kínversku borgirrar Shanghai, Mukden og Tsingtao,
en slík ásökun hafði áður komið fram í Peking-útvarpinu. Að
sjálfsögðu urðu viðræðurnar í dag með öllu árangurslausar og mjög
ófriðvænlegt var á fundunum.
FÁRÁNLEGAR ÁSAKANIR ^---------------------------------
Eftir slíkar ásakanir á hend
ii r Badaríkjamönnum kvað
kínverski fulltrúinn svo að
orði, að firrur þeirra og hroki
keyrðu úr hófi fram.'! Við
annað tækifæri réðst kín-
verski fulltrúinn að Turner,
flotaforingja, fulltrúa S. Þ. í
undirnefndinni og Iýsti því
yfir, að hann væri ekki full-
trúi bandarísku þjóðarinnar.
Fleiri stóryrði lét kínverski
fulltrúinn falla og lauk fundi
með því að samningamenn
kölluðu hverjir aðra stiga-
menn.
NEITA AÐ SVARA
Kommúnistar neita enn að svara
málaleitan S. Þ. um tafarlaus
skipti á sjúkum og særðum föng-
um.
Yfir Norð-Vestur-Kóreu áttu
bandarískar Sabre-þrýstiloftsvél-
ar í höggi við MIG-orrustuflug-
vélar af rússneskri gerð og höfðu
betur. .
SKÆRULIBUM ÚTRÝMT
Suður-Kóreumenn tilkynna, að
þeir hafi fellt 214 skæruliða og
handtekið 149 á sunnanverðum
Kóreuskaga, undanfarna tvo
daga, Herskip S. Þ. héldu upp
Han-fljótið í dag og hófu ákafa
fallbyssuskothríð að bækistöðv-
uin kommúnista á árbakkanum
og ollu gífurlegu tjóni.
WASHINGTON, 5. jan.: — 300
leynilögreglumenn og aðrir aðitoðar
meirn lögreglunnar í Bandaríkjun-
-um vinna nú að þvi að handsama
eiturlyfjasala og neytendur i alls-
herjar herferð gegn þessum ófögn-
uði, sem gert hefur vart vi.ð sig í
mjög vaxandi mæli í Bandaríkjun-
um að undanförnu. Ilafa aldrei j.afn
margir lögreglumenn tekið þátt i
kerfisbundinni útrýmingu eiturlyfja-
nautnar þar í landi og nú.
Þegar hafa yfir 500 grunaðir eitur
lyfjasalar og neytendur verið hand-
teknir. Margir starfsmenn iögregl-
unnar hafa stófnað lifi sinu í hættu
til að kom.ast í samband við glæpa-
menn þessa.
Eiturlyfjanautn unglinga hefur
farið svo mjög i vöxt þar vestra að
undanförnu. að yfirvöld töldu óhjá-
kvæmilegt að gera viðtæka ti.lr.aun
til að grafast fyrir rætur þessa vanda
máls. — Reuter.
CANBERRA: — Ástralskur vís-
indamaður telur sig hafa fundið
í Viktoríuríki steinrunnin spor
eftir risafugla eða eðlur, sem
lifðu á jörðinni fyrir 50,000 árum.
Gfigork efsltsr með
IVi vinning
HASTINGS, 5. jan. — Hinu
árlega skákmóli í Hastings
lauk í dag. Júgóslafinn Glig-
oric vann keppnina, hafði IV-i
vinning eftir að hafa unnið
Bretann Hooper í dag efiir
30 leiki. Annar varð Yanof-
sky (Kanada) með 6 vinn-
inga, Schmid (Þýzkalandi)
5Ý2, Barden (Bretlandi),
Donner (Hollandi) og Popel
(Frakklandi) hver með 414
vinning, Thomas (Bretlandi)
3Ý2, Abrahams (Bretlandi)
Hooper (Bretlandi) og Gol-
ombek (Bretlandi) hver með
3 vinninga.
Úrslitin í síðustu umferð
urðu, sem hér segir: Yonof-
sky og Schmid gerðu jafn-
tefli, Barden og Donner jafn-
tefli, Abraham og Golombek
jafntefli, Popel vann Thomas
•—Reuter.
„Gefstu ekki upp!" sagði kona hans í skeyti
KLUKKAN NÍU í gærmorgun tókst loks að koma dráttartaug
um borð í bandaríska skipið Flying Enterprise frá brezka dráttar-
bátnum Turmoil, og eru skipin nú á leið til hafnar ásamt franska
dráttarbátnum, sem kominn var á vettvang. Eru þeir báðir ura
borð í skipinu Carlsen skipstjóri og fyrsti stýrimaður af Turmoil.
Fréttamaður brezka útvarpsins fór í gær flugleiðis á vettvang og
sáust báðir mennirnir á þilfari skipsins, en það hefur enn 60“
siagsíðu. Skiptast þeir á um að standa vaktir, en Carlsen var orðinn
mjög svefnþurfi eins og að líkum lætur. í gær tókst að koma mat-
vælum um borð í Flying Enterprise.
Skipta ágóðammi
BAGDAD, 5. jan. — Ráðherra-
nefnd hefur nú lokið við uppkast
að nýjum samningi milli olíu-
félagsins í írak og ríkisstjórnar
landsins. 1 samningnum er gert
ráð fyrir að hagnaður olíufélags-
ins skiptist til helminga milli ríkis
ins og félagsins.
Samningsuppkastið verður lagt
fyrir þingið til staðfestingar mu-
an tveggja vikna. -—Reuter.
(arlsen skipstjori
^GEFSTU EKKI UPP!
Skömmu áður en skipverj-
urn dráttarbátsins tókst aff
koma tauginni um borð í Fly-
ing Entcrprise hafði Carlsen
samband við bandaríska tund-
urspillinn með aðstoð vararaf-
geyma skipsins. Lét hann vel
af sér og kvaðst staðráðinn í
að dveljast í skipinu unz það
væri komið í höfn eða sykki,
Tundurspillirinn svaraði urr
hæl með kveðju frá eiginkonu
Carlsens svohljóðandi: „Gefstu
ekki upp, gæfan fylgi þér“.
Eigendur skipsins sendu
einnig kveðjur og hvatning-
arorð til hins þrautseiga Dana
og Lnndúnablöðin birtu fregu
ir af atburðunum undir fyr-
irsögninni „Vertu-kyrr-Carl-
sen“.
i
VEÐURSPÁ HAGSTÆÐ
Síðast þegar fréttist gekk allt
að óskum og var veðurspá næstu
dægra ekki óhagstæð en þó var
ekki búizt við að skipih næðu
höfn fyrr en á þriðjudag. Skip-
stjóra hafa verið búnar glæsi-
legar móttökur í Falmouth og í
Lundúnum verður hann heiðurs-
gestur í félagsskap yfirmanna á
kaupskipum brezka heimsveldis-
ins. Búizt er við að tugir þús-
unda manna þyrpist á vettvang
til að fagna komu skipanna og
meðal þeirra foreldrar skipstjór
ans, sem brezka blaðið Daily
Express hefur boðið til Lur.d-
úna frá Danmörku til að íagna
syninum.
Hér birtist mynd af Kurt Carl-
sen hinum einbeitta skipstjóra
á „Flying Enterprise“ scm nú
er á leið til lands mcð skip sitt
eftir harðvítuga baráttu við
suit, svefn og stórsjó.
Öryggismálin rædd í gær
Tillaga Rússa fær dauiar undirtekfir
PARÍS, 5. jan. — Á fundi Stjórnmálanefndarinnar í dag var rætt
um ályktunartillögu 11 ríkja, þar sem farið er fram á, að áætlun
öryggismálanefndarinnar verði samþykkt, en hún gerir m. a. ráð
fyrir, að öll ríkin hafi til taks hersveitir, sem beitt yrði gegn árásar-
ríki.
VILJA NEFNDINA FEIGA
Rússar hafa lagt fram aðra álykt-
unartillögu um að öryggismálanefnd
in verði lögð niður og kalJ.aður verði
'Saman sérstakur fundur í öryggisráð
inu til að fjalla um hinar uggvæn-
legu horfur i heimsmálunum, ekki
sízt Kóreustriðið.
FULLTRÚI CHILE
Ukraina, IIvita-Rússland og Pól-
land hafa tekið afstöðu með rúss-
á óvart, en fulltrúi Chile sem tók
til máls í dag, var mjög harðorður
1 garð Rússa og lýsti andstöðu sinni
við tillögur þeirra. Kvað hann feril
Rússa i frið.armálunum vera með
þedrn hætti, að ekki, væri ástæða til
að samþykkja þessar tillögur.
Vesturveldin eru og andvig því,
að öryggisráðið verði kallað saman
til sérstaks fundar í þessu skyni, og
sagðj Acheson utanrikisráðherra í
gær, að samþykkt slíkrar tillögu
mundi aðeins tefja fyrir samkomu-
nesku tillögunum og kom það engum lagsumleitunum i Kóreu.
I
íara ti! Abadan
TEHERAN, 5. jan. — Mossadeq
forsætisráðherra Persa, hefur
nú fallizt á að tveggja manna
sendinefnd Alþjóðabankans,
sem dvelst í Teheran um þessar’
mundir, fái að skoða olíuhreins-
unarstöðvarnar í Ahadan, og
gefi síðan bankanum skýrslu
um niðurstöður af athugunum
sír.um.
Tillögum Alþjóðabankans um
að hafnar yrðu að nýju viðræð-
ur um olíumálið, svaraði Mossa
deq á þá lund, að þýðingarlaust
væri fyrir sendinefndina að
fara til Abadan, nema bankinn
samþykkti að gerast málsvari
Persastjórnar í olíudeilunni.
—Reuter.
Sagði af sér
TEHERAN. — Fregnir herma, að
innanríkisráðherra Persíu hafi
sagt af sér. Engin skýring hefur
fengizt á þessari ákvörðun ráð-
herrans, en hún hefur þó verið
sett í samband við stúdentaóeirð-
irnar í Teheran á dögunum.