Morgunblaðið - 29.01.1952, Síða 6
6
MORGUTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. janúar 1952
Leifað að skæruliðjm
Vilhjálmur Guðmundsson
mMt jarSsunginn í dag
Hér sjást brezkir hermenn í Ismailia í leit að skæruliðum, eftir óeirðirnar, sem var urðu, er
ameríska nunnan var vegin.
Hveraig er hið flókna gert einfalt?
ERINDI UM SKOLAMAL EFTIR HELGA TRYGGVASON
[ÞAÐ er sannarlega ekki að á-
Etæðulausu, að mikið et rætt um
J>að nú á dögum, að lífið sé orðið
allt of flókið og margbrotið, og
Jess vegna þurfum við að vinna
að því að gera það aftur einfalt
cg óbrotið. Samt sem áður er það
6 o, að við getum ekki með öliu
Josnað við það margbrotna, og
þetta er dálítið giettið efni við að
fást. Það getur nefnilega orðið
fullflókin gáta fyrir okkur að
Íinna út, hvað er einfalt og hvað
er flókið og hvernig hlutirnir geti
orðið einfaldir.
FYRR OG NÚ
Nú ætia ég að nefna fyrir ykkur
»iokkur dæmi um hið einfalda og
hdið flókna í skólastofunni. Sum-
ir segja við mig sem svo: Þið
gerið miklar kröfur um alls konar
kennslutæki nú á dögum. 1 mínu
ungdæmi var allt með einföldu
Bniði og tæki voru fá. Þarna sát-
um við kringum borðið hjá kenn-
aranum í okkar litlu stofu, og
hann sýndi okkur allt á einfaldari
iiátt en þið viljið gera nú. — Satt
er það, að þegar fáir nemendur
etu saman, er miklu auðveldara
»ð taka tökum á öllu, færri svo-
lölluð skólatæki þarf að nota.
Það er tiltölulega einfallt að segja
til örfáum nemendum í einu, sem
naður hefur rétt hjá sér. Það
íiálgast mjög einkakennslu. En í
ysnjulegri nútíma skólastofu er
eafnað saman eitthvað um 30 nem-
endum og stundum fleiri. Hér er
vitandi vits stofnað til þess, sem
er margbrotið og flókið. Það er
íiefnilega alls ekki einfalt mál að
kenna um 30 börnum eða ung-
lingum í einu og láta vinna, svo
8ð vel sé. Er þá fært í slíkri skóla-
Btofu að hverfa aftur til þess ein-
falda og eðlilega á þann hátt að
Jiafa tækin sem fæst og laus við
J)að að vera margbrotin? Nei, síð-
fcr en svo. Þegar við höfum rtofn-
jað til þess erfiða og fiókna og
ynargbrotna, sem sé að kenna
Xr.örgum ungmennum í einu í sömu
gíofu, þá getur orðið eina lciðin
Jtil þess að komast út úr flækj-
Junni að nota tæki, jafnvel mörg
jtæki og margbrotin, ef því er að
ekipta.
KENNSLA GERÐ EINFÖLD
MEÐ TÆKNI
Ef ég kenni éinum eða örfáum
Jiemendum, get ég skrifað á blað
fneð venjulegri stafastærð, og nem-
fcndur hafa fulit gagn af. Þetta er
fnjög eðlileg aðferð. Kenni ég mörg
á'ður fyrr. Það var ekki svo ein-
íalt eða auðvelt að draga upp með
orðum eínum fjölmargar af þeim
mjög greinílega á tjaldi með
sliuggamyndavélinni. Ég er ekki
að innleiða það margbrotna og
fróðlegu myndum víðs vegar af
fróðleikssvíðum, sem ég get sýnt
um nemendum, sumum langt frá
mér, í stórri stofu, og ætli ég að
ná þeim sama einfaldleik sem í
einkakennslu, hef ég mjög stórt
blað, þ. e. a. s. stóra veggtöflu
og skrifa stórt letur, sem blasir
við augum hvers nemanda. Þar
með geri ég kennsuaðferðina aft-
ur einfalda með tækninni.
Ef ég kenni einum eða örfáum
nemendum, get ég sýnt þeim póst
kort eða aðrar litlar myndir.
Hver maður hefur þá fullt gagn
af. Þegar ég hef gert verkefni
mitt flókið með því að safna
mörgum í stóra stofu, þarf ég
stærri mynd, veggmynd, landa-
bréf, prentaða Ijósmynd, skugga-
mynd. Ef einhver segir við mig:
Hvað ert þú að gera með þetta
svona fyrirferðarmikið og marg-
brotið? Hvers vegna haugar þú
þessum myndum að þér? Þetta
er svo flókið og umstangsmikið.
Já, áður var allt einfaldara. Þá
svara ég: Þetta er einmitt leiðin
til þess að gera flókið námsefni
einfalt. Sjón er sögu ríkari. Höld-
um enn áfram. Stundum er sagt
við mig: Ekki þurftum við
skuggamyndavélar í gamla daga,
með mörgum glerjum og ljósa-
gangi og rafmagnsstraum. Þá var
allt einfaldara. En ég segi: Málið
í sjálfu sér var ekki einfaldara
flókna, þegar ég nota skugga-
myndavélina, heldur þvert á móti
að gera það flókna mjög einfalt
fyrir sjónum nemendanna með
sönnuM myndum, og ég þarf
ekki nema nokkur orð um hverja
mynd, þá er allt ljóslifandi.
KVIKMYNDIR, FJÖLRITUN,
SEGULBAND OG FLEIRA
Og hvað getur gert hlutina eins
einfalda fyrir augum okkar eins
og kvikmyndavélin með allri
sinni margbrotnu tækni á bak
við?
Ekki voru heldur fjölritunar-
tækin í gamla daga, sem við telj-
um nú, að þurfi að vera í hverj-
um skóla. Til eru margs konar
fjölritunaraðíerðir, sem nútíma-
tæknin býður. Það vita þeir, sem
reynt hafa, hversu einfalt og á-
hrifamikið og hentugt í alla staði
er að geta rétt hverjum nemanda
sitt eintak af fjölrituðu efni, öll
nákvæmlega eins. Flókin fjölda-
kennsla verður þar með að einka
kennslu með hjálp iækninnar.
Hvað er áhrifameira í fram-
sagnarkennslu eða söngkennslu
en að sýna nemandanum einfald-
lega, hvernig hann talar og syng-
ur, með bví að taka rödd hans
upp með hinni dásamlegu nýtízku
tæki, segulþræði eða segulbandi?
Þar fær hver að skoða sjálfan
sig í spegli. Þegar t.d. kennara-
nemi fær að hlusta á sýnishorn
af því, sem hann var að kenna,
tekið á segulþráð, verður það
honum lærdómsríkara en mörg
leiðréttingarorð kennarans. Slík
tæki hafa geysi-þýðingu á
kennslusviðinu til þess að gera
hið flókna einfalt, og sá, sem fer
að nota slíkt tæki, vill ekki af þvi
sjá. ,
TÆKNIN EYKUE,
AFKÖSTIN
Ef ég spyrði skólastjóra í ensk-
um skóla sem svo: Hvers vegna
ert þú að gera starf þitt flókið
með því að hafa símasamband í
allar stofur frá skrifborði þínu?
myndi áreiðanega detta af hon-
um andlitið af undrun. Gera það
flókið! Sérðu ekki, að ég er að
gera mitt flókna starf einfaldara,
og það er líka hlutverk símans
á öllurh sviðum. Auk þess sem ég
geng oft um í skólastofum mín-
um þarf ég iðulega að ná augna-
blikssambandi við mína mörgu
kennara á þennan einfalda hátt
og koma skilaboðum, og þessu
tæki á ég það mikið að þakka, að
ekkert slíkt lendir í undandrætti
og tími sparast. Einnig get ég
komið boðum til allra í skólanum
í einu hvenær sem ég vil. Þá stilli
ég mín tæki inn í allar stofur í
einu.
Margt fleira get ég talið upp
af þessu tagi, en mér dettur ekki
í hug að reyna að segja allt um
þetta merkilega efni, hvernig
tæknin eykur afköstin í skóla-
stofunni og greiðir úr flækjum
þar eins og á öðrum nútímavinnu
stöðum. En þið megið nú ekki
segja, að ég hafi sagt, að við skul-
um setja allt okkar traust á tæk-
in. Því að það væri oftraust.
Helgi Tryggvason.
I DAG er til moldar borinn í
Húsavík einn sérstæðasti borgari
Húsvíkinga, Vilhjálmur Guð-
mundsson í Hliðskjálf. Hann and-
aðist þann 19. þ. m. að heimili
finu. Var því nærri 83 ára að
aldri, — fæddur í byrjun þorra,
þann 25. janúar 1869.
Vilhjálmur Guðmundsson kom
til Húsavíkur fulltíða maður um
aldamótin. En þar hefur hann
lifað öldina hálfa.
! Það er að vissu leyti mikið bil
í lífi og sögu íslenzku þjóðarinn-
ar milli þeirra manna, sem voru
fulltíða um aldamótin síðustu —
og, hinna, sem náð hafa sama
aldri nærri öldinni hálfnaðri.
Lífsþægindi, sem menn kref jast
í dag, voru draumsýnir þeirra,
sem lögðu beztu krafta sína í
lífsbaráttuna um aldamótin. Ekki
rnun þó allt talið betra nú en þá.
I Vilhjálmur Guðmundsson var
' fæddur á Flateyjardal við Skjálf-
| anda, af góðu og harðgeru fólki
' kominn.
| Þegar hann fór að heiman,
undir tvítugt, var hann talinn
tilkomumikill í sjón — og heyrði
ég oft til þess tekið síðar á Húsa-
vík, hversu fyrirmannlegur Vil-
hjálmur þótti vera. Hann var
I einn þeirra ágætu manna, sem
bæði eru höfðinglegir í sjón og
jraun.
Áður en Vilhjálmur settist að
í Húsavík bjó hann búi sínu i
Kelduhverfi og Axarfirði. —
Skömmu eftir að hann kom t.il
Húsavíkur, sennilega 1905, byggði
hann þar tvílyft hús, mjög mynd-
arlegt að þeirra tíma hætti, og
bjó þar síðan, til hinztu stundar.
Betur væri, að þeir, sem þekktu
Vilhjálm nánast rituðu um hann
látinn. Mundi þá betur sannast
égæti hans. Mér er hins vegar
mjög ljúft að minnast þessa góða
Húsvíkings. Vakna þá bæði eigin
góðar endurminningar um mann-
inn og það verður minnisstætt
hið góða hugarþel, sem aðrir
báru til hans. En það tel ég ótví-
rætt endurskin af hans eigin
mannkostum.
Vilhjálmur Guðmundsson var
rnanna skemmtilegastur, og það
hef ég heyrt beztu vini hans
segja, að það hafi verið eðli hans
að vera glaður, — glens og mein-
laust gaman streymdi frá honum.
Hann gaf sig ekki að opinberum
jmálum, en sjálfur vildi hann allt
fyrii aðra gera, ef því var að
skipta. ‘♦Ufcf
j Það er nú liðinn röskur aldar-
fjórðungur síðan Vilhjálmur
missti ágæta konu sína, Helgu
I ísaksdóttir. Skömmu síðar varð
; hann fyrir því áfalli að kenna
meins í fæti, sem leiddi til þess
ao taka marð af annan fótinn.
| En Vilhjálmur Guðmundsson
,átti líka sitt mikla lífslán, þar
'sem eru börn hans þrjú, Gu5-
mundur, forstjóri Eimskipafélags
íslands, Óli, framkvæmdastjóri
S.Í.S. í Kaupmannahöfn og síð-
ast en ekki sízt María, sem alla
jtíð hefur verið hjá föður sínum.
Börn Vilhjálms hafa ekki aðeins
haft getu, heldur einnig hinn sanna
vilja, til að búa föðurnum skjól,
sem mun hafa verið honum óvana
lega ylríkt á efri árunum. Ég
veit að ég særi ekki tilfinningar
sonanna, þó að ég geti þess sér-
staklega, að öllum þeim, sem til
þekktu í Húsavík, hafi fundizt
mikil gæfa streyma frá hinni
kærleiksríku sambúð föðurins og
dctturinnar í Hliðskjálf.
Það er nú slitinn viðkvæmur
strengur nánustú ættingja.
Margir vinir minnast með
söknuði góðs drengs við andlát
og jarðarför Vilhjálms Guð-
mundssonar.
Jóhann Hafstein.
Friðrik Ólafsson fefl-
ir blindskákir í
Giftin gar nngs fólks hlut-
fallslega mestar í Israel
Bandðrikjaraenn fremsfir í hjónaskilnaði.
í ÍSRAEL gengur hlutfallslega fleira af ungu fólki i hjónaband en
í nokkru öðru landi heims. í Bandaríkjunum skildu 385.000 hjón
á einu ári. Þetta eru tvær óvæntar staðreyndir úr einni merkustu
og fróðlegustu bók S. Þ., sem nú er nýkomin út í þriðja sinn, en
það er „Demographic Yearbook 1950“, bók sem verður eftirsótt
um heim allan.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag tefldi
Friðrik Ólafsson fjöltefli við 18
menn í æfingasal Tafl- og bridge-
klúbbsins í Edduhúsinu. Tvær af
skákum þessum voru blindskák-
ir.
Viðureignin stóð yfir í rúmar
þrjár stundir og lyktaði með
sigri Friðriks á 16 borðum. en
tvær skákir urðu jafntefli. Önn-
ur þeirra var blindskákin.
Fá 40 dollara á mánuði
OTTAWA — I ársbyrjun gekk í
gildi nýtt lagafrumvarp í Kanada
um aðstoð við gamalmenni. Munu
635 þús. þeirra fá 40 dali mán-
aðarlcga.
EFTIRSÓTT UM ALLAN
IIEIM
Þegar áður en bókin var komin
út, byrjuðu pantanir að streyma
inn frá háskólum, menntastofn-
unum, viðskiptafyrirtækjum,
tryggingafélögum, opinberum
heilbrigðisyfirvöldum og einstakl
ingum — frá mönnum og stofnun-
1 um um víða veröld, sem þurfa
að vita hvernig háttar'um fæð-
ingar og dauða, meðaltalsævi-
| skeið, dauðaorsakir, íbúatölu,
fólksfjölgun o. s. frv. Allt eru
þetta upplýsingar, sem einungis
er að finna á einum stað í heim-
inum, hjá hagstofu S. Þ., sem á
hverju ári leggur mikla vinnu í
„Demographic Yearbook“.
VIÐBÓT UM HJÓNA-
SKILNAÐI
Og í ár hefur bókin fengið
nýja og fróðlega viðbót. í fyrsta
'skipti fylgir yfirlit um hjóna-
iskilnaði um allan heim.
j Hér fylgja nokkrar tölur um
hjónaskilnaði. Getur þá hver um
sig reiknað út, hversu lengi hjóna
bandið stendur að meðaltali I
hverju landi.
t 1950 giftust 1,669,934 hjón í
Bandaríkjunum, en hjónaskiln-
aðir voru 385.000.
| í Frakklandi giftust 329.917
hjón, en hjónaskilnaðir voru
35.000.
j í Danmörku giftust 38.838
hjón, skilnaðir voru 6.868.
| í Svíþjóð giftust 54.185 hjón,
skilnaðir voru 7991.
| í Noregi giftust 27.090 hjón,
skilnaðir voru 2324.
í Finnlandi giftust 34.200 hjón,
skilnaðir voru 3624.
Á íslandi giftust 1207 hjón,
en 102 skildu.
í Dapmörku giftust 9,1 af
hverjum 1000 íbúum, í Finnlandi
8,4, í Noregi 8,3 og í Svíþjóð 7,7
af þúsundi.