Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. febr. 1952 Útg.: H.f. Áxvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjeri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarCar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 meS Lesbók. Tvenns konar viðhorf gagnvart listum I „ELDHUSDAGSUMRÆÐUM" Stúdentafélags Reykjavíkur um menningarmál komu á mjög at- hyglisverðan hátt fram tvenns- konar viðhorf til lista og menn- dngarmála yfirleitt. „Menningin getur aðeins þrif- ist þar, sem listin er fullkomlega frjáls", sagði Kristmann Guð- mundsson, rithöfundur. Jóhannes skáld úr Kötlum komst hinsvegar þannig að orði, að í kommúnísku þjóðfélagi hefði listamaðurinn fyrst og fremst ábyrgð gagnvart •flokkn- um og- hagsmunum hans, er hann yrði að túlka. I áframhaldi af þeirri yfirlýs- ingu taldi skáldið ekkert athuga- vert-við það, þó pólitískir vald- hafar Rússlands hefðu atyrt tón- skáld sín fyrir óflokksleg tón- verk. Hið sanna frelsi listamann- anna væri í því fóigið að þjóna kommúnistaflokknum, sem bezt og dyggilegast. I þessum tveimur stefnuyfir- lýsingum Kristmanns Guðmunds sonar og Jóhannesar úr Kötlum koma á mjög greinilegan hátt fram viðhorf lýðræðisskipulags- ins annars vegar og einræðisins hins vegar til allrar menningar- starfsemi. Lýðræðissinnaðir menn telja frelsið frumskilyrði þess, að listin geti þroskazt og heil- brigt menningarlíf dafnað meðal þjóðanna. Þeir vilja að listamennirjiir hafi frjálsræði til þess að fara þær götur á hinum ýmsu svið- um listarinnar, sem þeim sjálf um sýnist. Þeir eigi ekki að þurfa að hugsa fyrst og fremst um það, hvernig verk þeirra kunni að falla einhverjum yaldamönnum eða pólitískum flokkum í geð. « Viðhorf kommúnista er gjör ólíkt. Frumskylda listamanns- ins er að þeirra hyggju, að þjóna kommúnistaflokknum sem dyggilegast. Allt mat þeirra á listum byggist þess vegna á árcðursgildi þeirra. Listaverk, hvort sem það er á sviði tónlistar, bókmennta eða myndlistar, hefur þess vegna ekkert Iistrænt gildi í augum kommúnista, ef það túlkar ekki kommúníska Tífsskoðun og hefur ekki það takmark að þjóna flokkshagsmunum þeirra. f landi, þar sem sovét skipulag ríkir, er því litið á list ina sem algerq, ambátt í eld- húsi pólitískra grautargerðar- manna. Þar er ekkert til, sem heitir „listin fyrir listina". — Hún á þar .ekkert takmark annað en það eitt, að reka á- róður fyrir ákveðið þjóðskipu Iag, sem rænir einstaklinga og þjóðarheild persónulegu frelsi og mannréttindum. Kjörorð sovétskipulagsins gagnvart henni er því í raun og veru þetta: Listin í þágu einhliða áróðurs kommúnistaflokksins. Þetta er hinn skelfilegi sann- leikur um það svartnætti, sem kommúnisminn boðar þjóðunum í menningarmálum. , I raun og veru er það sorglegt þegar sæmilega vitibornir menn og góðir listamenn í lýðfrjálsu þjóðskipulagi eru slegnir þeirri blindu, að telja þetta viðhorf til lista og menningarmála líklegt til gæfu og þroska fyrir þjóð sína. • Af cðru athyglisverðu, sem kom fram á umræddum íundi meimtamamia, bsr að minnast hvatningarorða Tómasar Guð- mundssonar um aukna rækt við íslenzka tungu. Ummæli hans í því sambandi um skólana eru e.t.v. nokkuð hörð. En hitt er | áreiðanlega rétt, að hvorki heim- ili né skóli rækja fyllilega skyldu sína gagnvart þjóðtungunni. ¦— : Margt bendir til þess, að hið I menningarlega uppajdi íslenzkr- ar æsku um þessar mundir snúi | af mikið út á við, en of lítið að því, sem inn á við snýr, að tungu þjóðarinnar, fornri menningar- arfleifð og ræktun lifandi áhuga á þessum dýrmætustu verðmæt- um allra kynslóða í þessu landi. En þennan hátt hins menning- arlega uppeldis megum við ekki vanrækja til lengdar, ef við vilj- um ekki glata sál okkar og and- legu sjálfstæði. Varnaðarorð Tómasar Guð- mundssonar eru því fyllilega tímabær. Okkur íslendingum hættir stundum til þess hin síðari ár, þrátt fyrir allan áhuga okkar fyrir aukinni menntun, að slá slóku við á sviði mann- ræktar og menningar. Hugur okkar hefur tíðum allu.r verið undir asklokinu í Vifrildi brauðbaráttunnar. En áhuginn fyrir henni er ekki einhlýtur til þess að tryggja framtíðina. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Þau sannindi verða ekki frekar sniðgengin á öld kjarnorkunnar en á liðn- um tíma, meðan mannkynið stritaði án vélaafls og tækni. KristsitássiEi Guðfcitusidss&s? ¦ Fundurinn í Lissabon. I GÆR hófst í Lissabon fundur í ráði Atlantshafsbandalagsins. Sækja hann utanríkisráðherrar allra þátttökuríkjanna og ýmsir aðrir ráðherrar og fulltrúar þeirra. Á þessum fundi ráðsins mun m. a. verða rætt um sambandið milli Evrópuhersins og varnar- ráðstafana bandalagsþjóðanna. Veltur á miklu að allar varnir þeirra séu sem bezt samræmdar. Ennfremur má gera ráð fyrir að efnahagsmál beri þar töluvert á góma. Hinn mikli varnarundir- búningur vestrænna þjóða hefur lagt á þær þungar byrðar í efna- hagsmálum. Vígbúnaðurinn og óvissuástandið í alþjóðamálum hefur þar að auki átt ríkan þátt í vaxandi verðbólgu og dýrtíð. Allt hefir þetta leitt til þess, að lífskjör þjóðanna hafa þrengst og margvísleg vandamál skapast. Mörgum mun nú finnast að alþjóðl. ráðstafanir og fund ir séu um þessar mundir all- tíðir. Verður því engan veginn neitað. En kjarni málsins er sá, að hin víðtæka samvinna þjóðanna krefst vaxandi sam- ráðs þeirra í milli um meðferð þýðingarmikilla mála, sem varða hagsmuni beirra og framtíðaröryggi. F.iöldi funda þeirra skiptir því litlu máli. Aðalatriðið er, að þeim takist að trevsta samvinnu sína og ná þeim áransri með henni, sem að er stefnt. Það skiptir meginmáli. Sú staðreynd dylst okkur fslendingum ekki frek- ar en öðrum þeim lýðræðis- þjóðum, sem eru bátttakendur í Aílanísliaícftandalaginu. Knut Hams UM heim allan hefur sú fregn flogið, að norska stórskáld- ið Knut Hamsun sé látinn. Með honum er fallinn í valinn víðfræg- asti rithöfundur Norðmanna, fyr>' og síðar. — Norska þjóðin kveður sjálfsagt þennan óviðjafnanlega snilling stíls og máls með nokkuð blendnum tilfinningum. Har.n hef- ur þó átt um margra áratuga r.keið stærra rúm í hugum og bókaskáv- um Norðmanna en flest ónnur skáld þeirra. Hann var mikill meistari — og mikill sérvitringur. Líklega hefur ekkert norskt skáld lifað jafn einangruðu lífi og hann. un mi ðviðjainanteguf nillingur slíis og máls ur, rór í fasi og lágmæltur. Hlé- drægur var hann allajafna, en átti til að skemmta sér þannig, rS mörgum varð minnísstætt. Kve:i- hollui' nokkuð þótti hann á yngri j árum, ¦— enda bera sögui hans það með sér, að hann unni líl'inu og kunni vel að meta beztu gæði þess. Bezt kunni hann við sig í nátt- [ úrunni, meðal gróðurs og grænna skóga, enda var hann búhöldur 'góður. Búgarður hans, Nörholm, bar þess Ijóst vitni, þar var fyr- irmyndarbú. I EKKI TÍÐUR GESTUR í ÓSLÓ i 1 Osló var hann ekki daglegur gestur, oft mun hafa liðið svo árið, að hann kæmi þangað alls ekki. En þar sá ég hann þó í síðasta sinn, vorið 1935. Hann gekk hægt eftir Storgaten, en þar um slóðir gerist skáldsaga hans: „Sultur". Mannmargt var í Stor- gaten þennan eftirmiðdag, ys og þys og umferð mikil. En Hamsun gekk rólegum skrefum og bros lék um varir hans, bros draums og minninga, það var auðséð á fasi hans, að hann sá ekkert.. af því, sem þá gerðist í kringum hann. Hann var í heimsókn í Kristjaníu, borginni horfnu, þar sem „Sultur" gerðist! — Augu okkar mættust sem snöggvast, hann kinkaði kolli og brosti eins og barn sem er nið- ursokkið i leik sinn. Knut Hamsun var orðinn 92 ára gamall og sjálfsagt saddur líf- daga. Lát hans ber því ekki að harma, en frekar að. samgleðjasí þreyttum listamanni, ar lagzt hef- ur til hvíldar. Hann hefur gefið mannkyninu mikla fegurð og gleði. Þess verður minnst um ókomnar aldir, en öðru gleymt sem" u;n stund hryg-gði vini hans. Kri.sXmtt.nn Guðmundsson. rá Róm fíl Paríiar WASHINGTON, 20. íebr. — Tru- man forseti skipaði i dag James C. Dunn, sendiherra Bandaríkj- anna í Frakklandi. James Dunn var áður sendiherra Bandaríkj- anna á ítalíu. Tekur hann við hinni nýju stöðu af David Bruce, sem flyzt til Bandaríkjanna. Knut Hamsun. Sem maður var hann aldrei vin- sæll af almenningi, — en skáldið elskaði og dáði allur hinn mennt- aði heimur, líka landar hans. Við vitum hvað því olli, að vináttu- slit urðu með honum og norsku þjóðinni, en væntanlega munu dauði og tími jafna þær sakir að síðustu. Hvað sem í hefur skorist, finnst mér að svo hljóti að fara, að verk Hamsuns verði í fram- tíðinni jafn órjúfanlega tengd norskri þjóð og þau hafa áður ver- ið í bókmenntasögu heimsins. DÁÐUR AF BÓKMENNTA- VINUM HÉR Hér á landi * er andlátsf regn Knut Hamsuns mikil tíðindi. Það er ekki einungis vegna þess að ýms helstu verk hans hafa verið snilldarlega þýdd á tungu okkar, heldur miklu fremur af þeim sök- um, að þetta norska stórskáld hef- ur haft stórvæg áhrif á íslenzkar nútímabókmenntir, — miklu meiri en menn almennt gera sér giein fyrir. — Auk þessa hefur hann verið elskaður og dáður af bók- menntavinum hérlendis um háifr- ar aldar skeið. ÓKRÝNDUR KONUNGUR NORSKRA BÓKMENNTA Er ég minnist þessa látna af- burðamanns, kemur mér margt í hug. Þegar ég kom til Noregs, var hann fyrir löngu sveipaður þjóð- sagnakenndum ljóma. Öll ungu skáldin litu upp til hans sem hins ókrýnda konungs norskra bók- mennta. Raunar voru þar í landi margir og miklir skáldjöfrár: Bojer, Duun, Wildenway, Olaf Bull, Falkberget, Överland, — að ógleymdum meykonungnum sjálf- um: Sigríði Undset! — Vafalaust voru sumir þessara höfunda meiri andar en Knut Hamsun, en eng- inn stóð honum á sporði í norsku máli og stíl. Hann var einnig sá norskur höfundur, er þýddur var á flestar þjóðtungur. Talið er að bækur hans hafi verið þýddar á allt að þrjátíu málum. HÖFDINGLEGUR MAÐUR Knut Hamsun var gerfilegur maður og höfðinglegur. Hann var með hæstu mönnum, herðibreið- Velvakandi skrifar: tJS& 2$$L€5Ii!5€?I1 SsS?SS8C Fólk, sem allir leita til AÐDAUN okkar er óskipt hjá stjarnspekingum, Rúðuford- um, korgspákonum og lófalesur- um að ógleymdum þeim, sem leggja spil og geta í þeim séð und- arlega hluti, bæði orðna og ó- orðna. Merkilegt, að þetta fólk skuli ekki enn hafa stofnað stéttarsam- band ásamt' viðeigandi sérsam- böndum. Líklega þá helzt af því, að vinnuveitendurnir, ég og þú, ganga viðstöðulaust og í blindni að öllum kröfum þess. Spámaðurinn Barbanera kveður sér hljóðs | AF EINSKÆRRI hollustu við' stéttina, því að stétt er þetta engu að síður, hefi ég tekið mér fyrir hendur ákaflega merkilegt rannsóknarstarf, nefnilega hvort spádómar hinna snjöllustu stand- ist. .. lijá lófalesaranum í grein, sem nýlega birtist í Morgunblaðinu um spár fyrir ár- ið 1952, kennir margra grasa. — Einn spámaðurinn gengur þó feti framar en hinir, sem þar er getið. ítalinn Barbanera segir upp á dag fyrir um, hve nær stórvið- burðir ársins gerist. Átjándi íebrúar ÍÚTVARPINU mánudaginn 18. febrúar var æ ofan í æ sagt frá fyrstu kjarnorkusprengjutil- raunum Breta, mundu þær gerð- ar í Ástralíu einhvern tíma á ár- inu. Jafnframt var sagt frá því, að Bandaríkjamenn mundu sprengja kjarnorkusprengju á Bikiniey, Blöðin greindu og ræki lega frá þessum fréttum í fyrra- dag. Og viti menn. I skrá Barban- eras hins ítalska um viðburði árs- ins stendur þetta efst á blaði: „18. febrúar, tilkynning um nýjar kjarnorkutilraunir". Nú bíð ég með eftirvæntingu, að næsta spá hans rætist og frek- ari sönnur'fáist um óskeikulleik hans. Mæðgurnar og líkamsvöxturinn BÝSNAALGENG sjón er það á götum höfuðborgarinnar að sjá mæðgur leiðast, enda eðlilegt og sjálfsagt, þó að ekki væri til annars en dóttirin veitti roskinni móður stuðning sinn. En það er athyglisvert við þess ar mæðgur, að dóttirin er oftast nær hávaxnari, meira að segja miklu hærri. Þetta er enn ein sönnun þess, að Islendingar eru að hækka. Þegar Guðmundur Hannesson, prófessor, gerði líkamsmælingar á íslendingum fyrir einum 30 ár- um, var meðalhæð kvenna talin um 162 sm, en karla um 172 sm. Skyldi engin rannsókn hafa verið gerð í þessum efnum síðan? Góðar myndir fara fyrir ofan garð og neðan GÓÐI VELVAKANDI. Ég sé í blöðunum í dag, að Krafta- verk klukknanna, se'm sýnd var fyrst í Gamla-bíói á laugardag fyrir hálfu húsi, hefir ekki geng- ið nema í tvo daga. .Myndin var þó í senn góð og sérkennileg. Þetta minnir mig á mynd, Citizen Kain hét hún víst, sem var sýnd hér fyrir hálffullu húsi í 2 daga fyrir einum 7—8 árum. Myndin sú var sérstaklega vel tekin og vakti miklar deilur úti um heim. Voru þar farnar ótroðn- ar slóðir og eins og þá vill oft verða töldu sumir hana lélega, en aðrir töldu hana og telja enn einhverja beztu mynd, sem tekin hefir verið. En menn áttuðu sig ekki á á- gæti hennar fyrr en hún var sigld úr landi, þeir, sem áttuðu sig þá á annað borð. Kvikmyndahúsgestur". Já, svona fer þetta stundum, að silfurkerin sökkva í sæ, en soðbollarnir fljóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.