Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 6
V ii 6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. apríl 1952 tmn BARNAMJðL j hefir öll bætiefni og steinefni, sem barn yðar þarfnast, og auk þess er það mjög lystugt. - eiðjið um CLAPP’S - Add milk or Formula—SERVE 5 herbergja íbúð með sérinngangi, sérþvottahúsi, sérhitaveitu og sér • lóð í Vesturbænum TIL SÖLU. ; > Skipti á góðu einbýlishúsi (ca. 4—5 herbergja íbúð) ; ■ sem má vera í Höfðahverfi, Laugarneshverfi eða • Kleppsholti koma til greina. ■ Upplýsingar ekki gefnar í síma. ■ NÝJA FASTEIGNASALAN, Bankastræti 7. \ ■ Einbýlishús eða stór íbúð ; \ ■ ■ j ; Gott og nokkuð stórt einbýlishús eða stór íbúð helzt : ■ : innan hitaveitusvæðisins, óskast til kaups 14. maí eða j • 1. október. Minna hús, eða þriggja herbergja íbúð á : z , ■ ; hitaveitusvæðinu fæst til kaups eða leigu frá sama tima. : ■ ■ ■ J ; Tilboð merkt „Beggja hagur — 547“, sendist agfr. blaðsins : ■ ■ : fyrir miðvikudagskvöld. : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ • .................................. lingbarrafatnaður Skírnarsjöl Ungbarnatreyjur Silkiskór Húfur Hosur Vettlingar Smekkir Útiföt Marka ðurinn BANKASTRÆTI 4 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag | ■ n.k. verða til sýnis í Miðbæjarbarnaskólanum teikn- j. ingar þær, er bárust s.l. haust í samkeppni, er ; Bæjarráð Reykjavíkur efndi til, um gerð smáhúsa : í samfelldri röð (II. og III. fl.). j Sýningin verður opin þesas daga frá kl. 10—18. j ■ ■ Bæjarverkfræðingur. u Gálfteppi NÝ SENDING ÓDÝR. Skooið í gluggana um helgina. Málarinn h.f. Frú HolMóra Ófcliióttlr s©iti: ',,JEG VÆLGER mig april“, sagði Björnson. Hvers vegna? Hann Sýaraði því sjálfur: „I den blir somren til“. Frú Halldóra Ólafsdóttir er fáedd 7. apríl, og það eru iiðin 60 áf á morgun frá því hún fæddist. Ég renni huganum til skólaára minna. Ég kom inn í herbergi tii menntamanns að norðan hér í bænum og sat þar nokkra stund. Kom ég þangað til að fræðast. Þar inni var sitt af hverju, eins og gengur, en ég man aðeins eft- ir mynd, sem hékk á veggnum af ungri stúlku. Ég hafði heyrt, að maðurinn, sem ég heimsótti, væri heitbundinn konu að aust- an. Eg þóttist vita, að myndin væri af henni, en hvar hafði ég séð mynd, sem var svo nauða- lík þessari? Reyndar hugði ég, að myndin, sem konan minnti mig á, hefði verið af karlmanni, og nokkru seinna rifjaðist það upp fyrir mér, að karlmannsmyndina hafði ég séð í Nýjum Félagsrit- um, þegar ég var unglingsdreng- ur, og að hún var af engum öðr- um en Finni prófessor Magnús- svni. Mér kom það ekkert á óvart, er frá leið og ég vissi ætt Halldóru Ólafsdóttur, þó að svip- ur hennar og andlitssköpun líkt- ist Finni Magnússyni, því að hann var langömmubróðir henn- ar. Ættarmót er stundum sterkt. Erfðirnar láta sig ekki án vitnis- burðar. Þess nýtur afmælisbarn vort. Frú Halldóra Ólafsdóttir er dóttir Ólafs Finnssonar, prests í Kálfholti, og konu hans Þórunn- ar Ólafsdóttur bónda í Mýrarhús- um á Seltjarnarnesi Guðmunds- sonar. Foreldrar sr. Ólafs voru þau hjónin Finnur Magnús Ein- arsson, bóndi á MeðalfelU í Kjós, og Kristín Stefánsdóttir Stephensen prests á Reynivöllum. Finnur var sonur sr. Einars Páls- sonar presti til Reynivalla og Ragnhildar Magnúsdóttur lög- manns á Meðalfelli Ólafssonar. En kona Magnúsar var Ragn- heiður Finnsdóttir biskups í Skálholti Jónssonar. Bróðir Magnúsar var varalögmaðurinn, sem ,,ofan í bráðan Breiðafjörð í brúðarörmum sökk“. —- Sr. Einar var sonur sr. Páls Þorláks- sonar á Þingvöllum og Sigríðar Stefánsdóttur prests á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð Högnasonar (Presta-Högna). — Sr. Stefán á Reynivöllum, tengdafaðir Finns á Meðalfelli, var sonur Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum Ólafs- sonar stiftamtmanns Stephensen, en kona sr. Stefáns var Guðrún Þorvaldsdóttir prests og sálma- skálds í Holti undir Eyjafjöllum Böðvarssonar og þriðju konu hans, Kristínar Björnsdóttur prests í Bólstaðarshlíð Jónsson- ar. Móðir frú Halldóru var Þórunn Ólafsdóttir, eins og fyrr segir. Voru foreldrar hennar Ólafur Guðmundsson, bóndi í Mýrar- húsum, og fyrri kona hans Karítas Runólfsdóttir, bónda í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarson- ar.. Það var Ólaf ur, sem gekkst íyrir stofnun barnaskólar.s í Mýrarhúsum 1875 og réð fyrsta skóiastjórann til hans, öðlinginn Sigurð Sigurðsson. Foreldrar Ólafs voru Guðmundur Pálsson, bóndi í Mýrarhúsum, og kona hans Þórunn Ólafsdóttir. En kona Runólfs í Saurbæ og móðir Karítasar var Halldóra Ólafsdótt- ir bónda á Blikastöðum Guð- rr.undssonar (beinn karlleggur til Jóns biskups Vigfússonar og iík- lega til Sæmundar prests ins fróða). Runólfur í Saurbæ var kominn af Ormi í Eyjum í Kjós í beinan karllegg. Frú Halldór á mjög margt frænda og ættfeðra um Suður- land. Nægir í því efni að ’oenda á þá Stephánur.ga, Finnunga, Orms ætt, ættmenn um Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Kjalarnes, Kjós og Borgarfjörð. En það átti camt ekki fyrir henni að ligg.ia að dvcljast langdvölum sunnanlands. Tæp- lega þrítug að aldri fluttist hún r- með manni sínum til Akureyrar sumarið 1921 og átti þar heima til vorsins 1948, er hún fluttist á ný á suðurslóðir. En hún giftist Sigurði magister Guðmundssyni fi'á Mjóadal 28. apríl 1915. Hann fékk veitingu fyrir skólameistara- embættinu á Akureyri 3. júlí 1921. I 27 ár nærfelt réðu þau hjón húsum fyrst í Gagnfræðaskólan- pm og síðar í Menntaskólanum á Akureyri, og er það allra manna rnál, að svo vel sem skólameist- arinn þótti rækja starf sitt, lét frúin sitt ekki eftir liggja, svo að þar hallaðist hvergi á. Hún var móðir skólans og drottning. ,Ég hefi þekkt frú Halldóru hátt á fjórða tug vetra, og eftir þau kynni segi ég af fyllstu einlægni: Þessa konu virði ég því meir, sem ,ég þekki hana lengur, og því vænna þykir mér um hana, sem ég kynnist henni betur. Frakkar segja: Hvar er konan? Það er vissulega mikið komið und ir húsmóðurinni á hverju heim- ili, og ekki sízt á inum stóru skóla heimilum, eins og í heimavistar- skólanum á Akureyri. Það var mikið happ fyrir það heimili að fá að njóta krafta frú Haildóru. Framkoma hennar öll og starf var til mikillar fyrirmyndar og hafði mikið uppeldisgildi fyrir skólafólkið. Það er rómuð kennsla Sigurðar skólameistara að maklegleikum og einnig stjórn semi hans, en það þori ég að full- yrða, að hann átti mjög mikið að þakka konu sinni. Hún átti meiri þátt beint og óbeint í því, sem hann gerði bezt, en allur þorri manna hyggur, og hefir hann sjálfur fagurlegi minnzt þess, sem margir mega minnast. •— Þeim hjónum varð sex barna auðið, einnar dóttur, sem gift er í Eng- landi, og fimm sona. Einn þeirra lézt kornungur, 'en hinir lifa og eru allir kvæntir ncma inn yngsti sem enn dveist heima með móður sinni. Það var þungt áfall fyrir frú Halldóru að missa mann sinn, er þau höfðu nýlega komið sér fyrir í vistlegum innum hér í bænum, en dauða hans bar svip- lega að 10. nóvbr\ 1949. Börn hennar og barnabcrn létta henni gör.guna. Menntaskólinn á Akureyri stendur í mikilli þakkarskuld við ina sextugu sæmdarkonu, og það veit ég, að nemendur skó’ans frá tíð þeirra hjóna nyrðra munu með vináttu og viðurkenningu minnast hennar á þessum tíma- mótum í ævi hennar. Allir árna þeir henni friðar og farsældar og biðja henni blessunar Guðs. — F.g minnist með þakklæti margra glaðra og góðra stunda á heimili frú Halldóru, bæði fyr og siðar, syðra og nyrðra, og ann henni alls ins bezta nú og ætíð. Jafnan mun ég minnast af- mælisbarnsins sem einnar þeirr- ar konu, er hvað mestur „gerðar- þokki“ stendur af. Er hún með öllu laus við tepruskap og kann að nefna hlutir.a sínum réttu nöfn um, svo hreinskiiin og djaifmælt sem hún er. — Sem betur fer er ævisumar hennar ekki enn iiðið. Apríl er enn einu sinni kominn. Sumarmálin eru fram undan. Eg óska þér, frú HalldóraÓlafsdóttir, gleðilegs sumars. B. T. Á MORGUN á frú Halldóra Ólafs dóttir frá Kálfholti, ekkja Sig- urðar Guðmundssonar skólameist ara, sextugsafmæli. . Hinir fjölmörgu vinir hennar og þeirra hjóna munu við þessi tímamót minnast þessarar höfð- inglegu húsfreyju og senda henni árnaðaróskir. Fjöldamörg ár var frú Halldóra húsmóðir á stærsta heimili lands- ins, því að segja má að hún hafi vakað yfir heimavist Mennta- skólans á Akureyri með sömu árvekni og sínu eigin heimili, og áreiðanlega mun hún ekki gieym- ast þeim, sem nutu þar umhyggju hennar og hlýju. Sigurðar skólameistara verður ávallt minnzt sem eins gagn- merkasta_ uppalanda og skóla- manns á Islandi, en þess skal þá líka minnzt, að frú Halldóra á ekki lítinn þátt í því gifturíka starfi. Það er ekki létt verk né vanda- iaust að stjórna stórum skóla, oft verða árekstrar, ótal erfiðleikum þarf að sigrast á, beita verður bæði lagni og festu, ef vel á að fara, þegar í hlut eiga óróabelgir og ærslafuilir unglingar. Frú Halldóra stóð ávallt við hlið manns síns bæði í blíðu og stríðu. Stilling hennar og skap- festa var einstök, móðurleg um- byggja Ijennar, en stjórnsemi um leið, vakti virðing og aðdáun allra, sem henni kynntust. Frú Halldóra verður jafnan í huga mínum meðal þeirra ís- lenzkra kvenskörunga, er hæst ber í sögu okkar. Ber margt til þess. Hún er glæsileg kona svo að af ber. Alit fas hennar og framganga ber það með sér, að hún er kona skapföst og vilja- sterk, drenglyr.d og hreinlunduð, höfðingi í sjón og raun. Hún hef- ur óvenju næman skilning á mannlegu eðli. Hún getur sett sig í annarra spor og fordómalaust skilið margvíslega örðugleika, sem maðurinn á við að etja. Hún er umhyggjusöm móðir margra barna og stjórnsöm hús- freyja á stóru heimili. Um hana má segja líkt og sagt var um Erling á Sóla, að hún hafi komið öllum til nokkurs þroska. Frú Halldóra ann gróandi og vaxandi lífi og'hlúir að hverjum nýgræðingi, sem á vegi hennar verður. Norðanmenn munu seint gleyma frú Halldóru, þegar hún á vorin tók að hlúa að garði skól- ans. Með eigin hendi .gróðursetti hún tré og blómjurtir, upprætti arfa og illgresi og breytti um- hverfi skólans í fegursta lysti- garð. Á þann hátt hefur hún reist sér fagran og táknrænan minnisvarða. Trén og hinn marg- víslegi gróður í lystigarði skól- ans og hugarþel hinna mörgu vina hennar bera því gleggst vitni, hvílíkur sáðmaður frú Hall- dóra er. Frú Halldóra er enn á léttu skeiði og vinir hennar vona, að hún eigi ennþá um langan a’dur eftir að hlúa að gróðri eg vexti jafnt í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Við Norðanmenn þökkum frú Halldóru fyrir allt starf hennar í okkar þágu og skólans, sem var heimili okkar margra um mörg ár. Við þökkum henni fyrir að hún ávallt heldur hátt á lofti merki þeirra eiginleika, sem bezt ir hafa þótt í- fari íslenzkra kvenna, bæði fyrr og síðar. Friðfinnur Úlafssoi;. E(]arnorka Eil iækninp hðilakrakba BOSTON — Bandarískir læknar skýra frá því, að reynd hafi verið ný aðferð við lækningu heilakrabba, þar sem beitt er kjarnorku. Um skeið hefir hóp- ur manna verið til lækninga, þar sem nýja aðíerðin hefir verið höfð um hönd. Árangur hefir verið undraverður, segja lækn- arnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.