Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. april 1952 ÍUORCZJNBLAÐIÐ U Laugardagur 5. apríl A FOSTUDAGINN var, voru 3 ár liðin frá því að Atlantshafs- bandalagið var stofnað, en stofn- un þess og þátttaka Islendinga : þessum samtökum vestrænna lýð ræðisþjóða, marka þáttaskil í ut- anríkismálum okkar. í tilefni þessa þriggja ára af- mæiis fluttu þeir ræður s útvaro ■ ið hér, Bjarni Benediktsson, Ey- steinn Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Eindrægni og samhugur í ut- anríkismálum er frumskilyrði fyrir því, að hverri þjóð megi vel farnazt. Mönnum er í fersku minni hóvaði sá og uppsteitur, sem hin íslenzka deild hins alþjóðlega kommúnistaflokks gerði, þeg'ar Alþingi ákvað, að íslendingar gerðust aðilar að hínu öfluga varnarbandalagi Atlantshafsþjóð anna. Bandalagið var stofnað til þess að lýðræðisþjóðirnar geti varið sjálfstæði sitt, svo ekkí færi fyrir þeim, einni og eínni, eins og fór fyrir Tékkóslóvökum í febrúar 1948. Hinir íslenzku kommúnistar snerust gegn þátttöku okkar í! bandalaginu vegna þess, að j þeir óskuðu eftir og óska eftir j því enn í dag, að saraa ógæfan | skelli yfir íslendinga og Tékkó ! slóvaka, þegar flokksdeild kommúnista þar í landi, með hið rússneska herveldi að bak- hjalli brauzt þar til valda. Að greiða atkvæði með grjóti 3SLENZKU kommúnistarnir gerðu tilraun til þess að hindra afgreiðslu málsins á Alþingi, er rætt var um inngöngu íslands í varnarbandalagið. Aðfarir þeirra voru einskonar prófraun á i hvernig takast mætti á íslenzkri j grund, að greiða aíkvæði með > grjóti. I Það mistókst fyrir þeim. Síðan hafa þeir einangrast ennþá meira 1 en áður, eru orðnir utanveltu í hinu fámenna þjóðfélagi okkar og eiga yfirleitt ekki samleið með löndum sínum Iengur. En langtum liðfleiri eru þeir enn í dag en með nágrannaþjóð- iim okkar á Norðurlöndum. Orsökin er sú, áð íslenzkum kommúnistum Iiefir tekizt bet ur en fíokksferæðrum þeirra og samstarfsmönnmn á megin landinu að varpa hulinsblæju yfir aðfarir og stjórnarhætti húsbænda sinna austan Járn- ijalds. Hin vonlausa baráíta kommúnísta gegn staðreyndum BARÁTTA íslenzkra Rommúnista í dag snýst fyrst og fremst um áð balda því leyndu, sem gerist í ríkjunum austan Járntjalds. Hafa þeir sér þar tíl stuðnings öfluga, skipulagða áróðursstarf- semi, sem stjórnað er þaðan aust- an að. Með lygum og rargfærsl- tim og allskonar blekkingum reka þeir iðju sína hér á landi, bæoi í blöðum sínum, tímaritam og á klíkufundum. Barátta þeirra er vonlaus, sak- ir þess að sannleikurinn er allt af ákaflega skæður andstæðingur, þar sem frjáls hugsun. er enn þá leyfð. Öflugar varnir örugg asta ráðið gegn styrjöld 3 RÆÐU sinni, sem birtist hé’- í blaðinu í gær, lýstí Bjamí Bene- diktsson utanríkisráðherra í fáum orðum tildrögum og tilgangi Atlantshafsbandalagsins. Sagði m. a. frá hvernig stjórnmálamenn heimsins áttuðu síg á því, eftir fyrri heimsstyrjöfdina, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að styrjöld brytist út, nf Þ’óð- verjar hefðu gert sér Ijóst, hve öflug ríkjasambönd yrðu mynduð til vamar yfirgangi þeirra. Þriggja ára afmæli Atlantshafs-bandalagsms • Uppreisnartil ■ raun íslenzkra kommúnista • Sannleikurinn er þeirra öflug- asti andstæðingur • Oflugar varnir koma í veg fyrir styrjcld • „Slökkvilið" Litvinc /3 • 13 ára ábending Islendings & Rithöfundar fylkja sár til varnar c.ndlegu frelsi • Sænskir kommúnistar viðurkenna andstöðu sína gegn þjcð sinni • Hvað verkalýðurinn fær í rlkj; m kommúnismans c Sannanirnar um þrælahaldið • Þegar ÞjóðviLinn birtir aust- urþýzkan cróður fyrir Islendinga o Vilja Þjcðviljamcnn kynnast sannleikanum um Grikkkmd? . Frá þingi Atlantshafsba.idalagsins í Lissabon. Einn þeirra manna, er gerði sér fulla grein fyrir því, hvernig öflug friðarsamtök gætu afstýrt yfirgangi, var Litvinoff, þá ver- andi utanríkisráðherra Rúss- lands. Hann komst svo að orði á fundi í Þjóðabandalaginu í sept. 1938. „Við álítum að friðrofarnir skilji ekkert annað en vaíd- beitingu og ekkert annað dugi til að stöðva þá. Þið eruð þeirr j ar skoðunar, að ekki eigi að^ halda upp slökkviliði, þegar hvergi sé eldur uppi. Við er- um þeirrar skoðunar, að brvuia liðið verði alltaf að vera til taks, ef eldur skyldi brjótast út, og að ólíkt hægara sé að slökkva eld, þegar nýkviknað er í en þegar húsið er aleida“. Síðan minntist ræðumaður á það örlagaríka spor, er stjórn Litvinoffs steig, þegar hún yerði bandalag við sjálfan íkveikju- manninn Hitler. Slökkvilið lýðræðisþjóðanna VEGNA þess friðleysis, sem rík- ir í heiminum, sagði utanríkisráð herrann, taldi ríkisstjórn og Al- þingi íslendinga óverjandi annað en að sjá landinu fyrir vörnum og gerast þátttakandi í því slökkvi- liði vestrænna iýðræðisþjóða, sem eitt getur komið í veg íyrir nýja heimsstyrjöld. Því megin- hluti þjóðarinnar leit svo á að hlutleysisyfirlýsing íslendinga frá því 1918, væri einskisnýt orðin. Menn gerðu sér grein fyrir þessu áður en síðari heimsstyrj- öldin braust út, eirs og sjá má af ummælum, er ræðumaður vitn aði í frá árinu 1939 og höfð e,-1 eftir einum þeirra manna, er mest hefir látið þessi mál til sín taka. Hann komst svo að or ði: „Frá því ísland fékk sjálf- stæði sitt 1818, hcfir orðið svo stórfelld breyting a alþjóða- Iiáttum, að sú trygging, sera menn þá trúðu á að nægja v-vndj fvrir «mábjóð»r »'c' « Íslendinga: Virðing fyrir sjálf stæði þjóðar og drengskapur gegn vopnlausri smáþjóð, eru nú horfin“. Síðar sagði sami maður: „Því er það, að íslenzka þjóð- in verður og að íryggja sér, ef nokkur kostur er á, að erlend ríki, sem síyrkur er að, og standa myndu við skuídbind- ingár sínar, tækju einnig ábyrgð á sjálfstæði íslands o? verðu það, ef á það yrði ráð- :>st.“ Sú hugsun, sem liggur til grund vallar fyrir þátttöku Islands í varnarbandalagi Atlantshafsþjóð anna, var vcknuð fyrir síðustu- styrjöld. j Ræðumaður gat þess ekki, "lývCy ú - Charles Orr, höfundur bókar- innar um fangabúðir Stalins. hvaða stjórnmálamaður komst svo að orði fyrir 13 árum. En rnörgum leikur forvitni á að vita hver hann er. Berjasí fyrir andlegu írelsi FYRIR nokkru hélt rithöíunda- félagið, er berst fyrir .s.ndlegu frelsi meðal lýðræðisþjóða, íunc! í Stokkhóimi. Var þar margt fyrirmanna samankomið. Hann heim'-f’ægi rithcfundur fJpton Sinclair sendi fundinum svo- hijóðandi skeyti: „Ég sendi öllum lesendum mín um kveðju. Bezta leiðbeining :nín til ykkar er, að mótmæla mis- notkun kommúnista á fyrri bók- um mínum, þar eð tímarnir eru gerbreyttir frá því þær bækur voru ritaðar." Eins og kunnugt er, er Upton Sinclair einn þeirra rithöfunda, er á tímabili studdi kenningar kommúnista, en hefir nú gjör- samlega snúið við þeim baki, og telur sem rétt er, að aðfarir þeirra séu mannkyninu til hneisu. Samtök þau, sem hér er um að ræða, hafa aðalbækistöð sína París. Þau voru stofnuð sumarið 1950 í Berlín, I mörgum löndum gangast þau fyrir varnarstarfi gegn ágangi kommúnista, til verndar vestrænu lýðræði. Forgöngumennirnir líta svo á. að það sé skylda rithöfunda, vís- indamanna og listamanna í öllum vestrænum löndum, að vinna gegn öllum einræðisstefnurn, hvar sem þær skjóta upp .koll- inum. Á fundinum í Stokkhóhni var gerð ályktun, þar sem segir m. a.: „A.ndlegt frelsi er meðr.l ófrávíkj- anlegustu mannréttinda, og hlut- leysi gagnvart kúgun einræðis- ríkja er svik við æðstu v&rðmæti mannkynsins, uppgjöf f’-á iiendi þeirra manna, sem bera eiga ábvrgð á andlegum mannréttind um.“ Fundurinn beindi þcim ein- dregnu tilmælum sir.mn til andans maniia á Norðuríönd- um að standa vörð um það and lega frelsi, sem við ennþá eig- um, og mótmælti eindregið því offceldi og frelsisráni, sem við- gengst í Sovétríkjunum og öðrum einræðisríkjum. Hefir rithöfundafélag hér- Iendis gefið þessum samtökum gaum, eja lagt nokkuð til mál- anna í þeim efnum? Það vant- ar þó ekki, að íslenzkir and- stæðingar freisis og fcoðberar ofbeldisins minni á það með framferði sínu að þörf sé á að brvna fyrir hluUeysingjum og cðru „fínu fólki“, hvað.r ábv”«-ifV hvílir á þeirra hcrðum nú á tímum. Sænskir kommúnist- ar opinskáir í SVÍÞJÓÐ ’-ekur hvert njósi’.a- málið annað og hvert öðru um- íangsmeira. Gerist þar alltaf sama sagan. Sænskir kommúnist- ar í þjónustu Rússa verða upp- vísir að því, c.ð hcfa á:um sax ian snuðrað uþpi hernaðarleyndarmál þjóðar sinnar, til að koma þeim í hendur ; firboðara sinna fyrir austan Ey.r.trasólt. Engum getur dahzt. hð tiigang- ur þessara ólánsmanna er aö auð- velda inrásarher ' að bt jóta alia andstöðu sænskú þjóðarinnai' á bak aftur. Samkvæmt yfirlýsingurr, þeim, sem áhangendur o? erindfekar Kominj'orm hafa gefið, getur eng* an furðað á, að sænskir* komm- únistar sem og flokksbræður þeirra í öðrum lönduln, séu þann ig innrættir gagnvart þjóð sir.ni. En sænskir kommúnistar hafa varast það í lengstu'lög að viður- kenna þjóðsvik sín opinberlega. Þeir reýna að afsaka sig með því, að enn trúi þeir á jafnréttis- og friðarhugsjónir í fari kommún- istanna. Og halda því fram að austan við Járntjald sé hvert sæluríki öðru unaðslegra. Fvrir nokkrum dögum komst einn af forystumönnum sænskra kommúnista í klípu, er hann játaði skriflega, að hann sem og flokksbræður hans óskuðu beiníínis eftir því, og stefndu að • því, að sænska þjóðin biði ósigur ef Snvétherir réðust inn í Sví- þjóð. Upprunalega lýsti hann þess- ari afstöðu sinni til fósturjarðar- sinnar og þjóðar í bréfi til verka- manns við Volvo-verksmiðjurn- ar. Ennfremur skýrðí hann svo "rá: Ég hefi unnið mikið fyrir frið- arávarpið, vegna þess, að eínasta styrjöld, sem hefir nokkurn til- gang, er borgarastyrjölflin, þ. e. a. s. stéttabarátta innanlands. En ef styrjold er fiáð þjóða í milli, á verkalýourinn í stríði við stétt- arbræður sína meðal annarra þjóða. Vegna þess að ég er komm únisti óska ég þess, að bjóð mín bíði ósigur ef til styrjaldar kem- ur. Hvað verkálýðurinn fær ÞARNA er afstaða kommúnista skýrð með fullri hreinskilni. En nafi menn fyrir því, að setja sig í spor svona manns, þá liggur fyrir að spyrja þá: Hvaða kjör bíða stéttarbræðra þeirra í ríki kommúnistanna. Vinnuskylda, réttlej’si, fanga- búðir, þrælkun. Menn hafa að vísu „rétt“ til að andmæla þrælk- uninni en verða þá sviptir öllum lífsmögúleikum, sveltir í hel. Hér á landi hafa kommúnistar hingað til svarað því einu, þegar þrælk- unarvinnan í fangabúðum Stalins hefir borið á góma, að þetta sé ekki umtalsvert, því þrælkun eigi sér ekki stað og fangabúðirnar séu ekki til. Þegar alþjóðasamtök verkalýðs ins í vestrænum löndum hefir safnað sönnunum fyrir því, að Sovétstjórnin reki menn í þræl- dóm og hafi yfir 10 millj. þræla í þjónustu sinni, eru menn hér á Islandi, sem enn treysta sér til þess að neita öllum staðreynd- um í því efni. En aðeins hér, á þessum eina stað í veröldinni, ei* slík neitun staðreynda talin gild. En rétt er að spyr ja íslenzka kommúnista, er kalla sig verkalýðsleiðtoga og þykjast vilja vinna af alhug fyrir vel- ferð íslenzkra verkamanna og kvenna. Hvernig lízt þeim á blikuna, er það kemur á dag- inn, að þeir, sem hafa rann- sakað þessi mál í Rússlandi hafa rétt fyrir sér. -Treystu íslenzkir menn sér til þess að halda því fram eftir sem áður, að kommúnisminn sé líklegur til að bæta kjör verkamanna? Hvernig skyldi t. d. afstaða formanns Dagsbrúnar vera í þessu máli? Er hann þeirrar skoð unar, að frásagnirnar um bræla- búðirnar í Rússlandi eigi við engar staðreyndir að styðjast? Já eða nei, Sigurður. Því er að sjálfsögðu engin tak- mörk sett, hversu trúaðir van Framh. é bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.