Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. apríl 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í iausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Heilbrigt umh verfi skapar heilbrigt fólk UMRÆÐURNAR um starfsemi Sameinuðu þjóðanna eru vana- lega að langsamlega mestu leyti tengdar stjórnmálaafskiptum samtakanna. Það eru störf alls- herjarþingsins, öryggisráðsins og styrjöldin í Kóreu, sem heims- fréttirnar snúast fyrst og fremst um. En Sameinuðu þjóðirnar hafa viðtæk afskipti af fjölmörgunr mannúðar- og menningarmálum Þær vinna t. d. mikið starf á sviði heilbrigðismála. Forystuna um það hefur hin alþjóðlega heil- brigðismálastofnun samtakanna. Þessi stofnun hefur m. a. beitt sér fyrir því að alþjóðlegur heil- brigðisdagur er hátíðlegur hald- inn í flestum þátttökuríkjum þeirra. Tilgangur hans er sá, að minna þjóðirnar á það, að mikils er um vert, að hver einstakling- ur leggi fram sinn skerf til þess áð auka heilbrigði, hreinlæti og hollustuhætti :í heiminum. Kjörorð hins alþjóðlega heil hrigðisdags, sem á morgun, hinn 7. apríl, verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn, er ‘fietta: „Heilbrigt umhverfi skapar heiihrigt fólk“. í þessu kjörorði felst til- gangur þessa baráítudags. Hann er í stuttu máli sá, að hnekkja ofurvaldi sjúkdóm- anna, lina þjáningar mann- kynsins og byggja upp líkam- legt og andlegt heilbrigði. í skýrslum frá heilbrigðismála- stofnun S. Þ. er m. a. frá því skýrt, að þrátt fyrir hinar miklu framfarir á sviði læknavísinda og sjúkdómsvarna þá þjáist þrír fjórðu hlutar alls mannkynsins enn þann dag í dag af sjúkdóm- um, sem berast msð óhreinu vatni vegna skorts á hreinlæti, :neð skordýrum, músum, rottum og í óvarinni mjólk og matvælum. I þessum skýrslum er ennfrem ur gerður samanburður á tölum um dauðsföll í 89 löndum á tíma- bilunum 1930—1932 og 1948— 1950. I öllum þessum löndum er þróunin á sömu lund. Ungbarna- dauðjnn þverr og meðalævin leng ist. Á 'fyrra tímabilinu dóu 18.9 af þúsundi til jafnaðar á ári. Á síðara tímabilinu var dánartal- an komin niður í 13,7 af þúsundi á ári. I átta ríkjum, sem skýrsl- urnar ná til, lækkaði dánartalan um 40 af hundraði á þessu tíma- bili. í 23 löndum lækkaði hún um 20 af hundraði. Mest var lækkun dánartölunnar í löndum, þar sem heilsuvernd og sjúkdómsvarnir höfðu verið mjög ófullkomnar og hægt var að auka þær verulega á skömmum ííma. Fram til ársins 1930 dóu 10 áf hverjum 100 börnum á fyrsta aldursári. í einu landi var dánar- talan 30 af hverjum 100 börnum. Þessi dánartala hefur lækkað mjög verulega vegna framfara í heiisuverndarráðstöfunum og baráttu alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Meðal þeirra landa, sem hafa lægsta dánartölu ung- barna eru Svíþjáð, en þar er dánartalan 23,3 af þúsundi og ísland, sem hefur dánartöl- una 23,9 af þúsundi. I nokkrum .’öndum hefur meðal aldurinn hækkað um 20 ár frá síðustu aldamótum. Það land, sem hefur lengstan meðalaldur er KoIIand. Þar er meðalaldur karla 69 ár og 5 mánuðir en kvenna 71 ár og 6 mánuðir. Það er okkur íslendingum mik- ið ánægjuefni, hversu framar- lega við stöndum í baráttunni við ungbarnadauðann og ýmsa skæða sjúkdóma. Á það ekki sízt við um berklaveikina, sem fyrir ör- skömmu var algengasta dánar- orsökin hér á landi. Við megum ekki slaka á baráttunni fyrir fullkominni heilbrigðisráðstöfunum og heilsugæzlu. Við eigum vel menntaða og dugandi lækna- stétt, sem er fær um að hafa forystuna í þessum efnum. Við verðum að fá henni góð tæki, fullkomin sjúkrahús, búin nýj ustu og beztu verkfærum. Fólkið sjálft verður að taka þátt í sívaxandi heilsuvernd og heilsugæzlu. Kjördæmaskipyn og lýöræði S.L. SUNNUDAG var á það bent hér í blaðinu, að sú breyting, sem nauðsynlegust væri á stjórnar- skrá hins íslenzka lýðveldis, væri ný kjördæmaskipan. Var í því sambandi væít um, að skipting landsins í einmenningskjördæmi væri líkleg leið til þess að skapa tveggja flokka kerfi og útrýma hrossakaupastefnunni úr íslenzk- um stjórnmálum. Tíminn telur þessar hugleið- ingar sönnun þess að Sjálfstæð- ismenn hafi viðurkennt að þeim hafi skjátlazt er þeir beittu sér fyrir breytingu kjördæmaskipun- arinnar árið 1942. Þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Áður en sú breyting var gerð gat flokkur, sem hafði að- eins einn fjórða hluta kjósenda að baki sér náð hreinum meiri- hluta á Alþingi. Alþingi var þannig hrein skrípamynd af vilja þjóðarinnar. Ennþá verra var þetta áður en kjördæmaskipun- inni var breytt árið 1934. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan viljað halda í ólýðræðis- lega og rangláta kjördæmaskip- an eins og siður er rammra aftur- haldsflokka. Þessvegna getur hann heldur ekki hugsað sér einmennings- kjördæmi ef jafna á kjósenda- tölu kjördæmanna verulega og jafna þannig rétt fólksins til á- hrifa á skipan löggjafarsamkom- unnar. Það er alls ekki hugmynd Mbl. með uppástungunni um skipt- ingu landsins í einmenningskjör- dæmi að svipta eigi strálbý^ð á- hrifum sinum og láta höfðatölu- regluna eina ráða. En ef slík kjördæmaskipun á að skapa lýð- ræðislegt janrétti verður að jafna kjósendatölu kjördæmanna veru- lega frá því, sem nú er. En slíka jöfnun er hæglega hægt að fram- kvæma án þess að fremja rang- læti gagnvart strjálbýlinu. Fyrir Mbl. vakir fullkomn- ara lýðræði og heilbrigðara stjórnarfar. Mark og mið Tím- ans er hinsvegar áframhald- andi glundroði, klíkuveldi, hrossakaupastefna og mis- þyrming lýðræðis og þing- ræðis. Á þessum tveimur stefnu- miðum er mikill munur, IMjósnamálin s AJiemi Þyrllflup funn njósnnmiðstöi kommúnista uf kendinsra STÓRBLAÐIÐ The Timcs í Lundúnum birti hinn 1. apríl síðastliðinn grein eftir fregn- ritara sinn í Aþenu u* njósna málin mikiu LGrikklandi, þar sem rakin eru málsatvik að nokkru og aðdragandi þess að upp komst um hina yfirgrips- miklu landráðastarfsemi kommúnista í Grikklandi. Til fyllingar frásögnum Sigurðar A. Magnússonar í Morgunblaðinu af sjálfum réttarhöldunum fer hér á eft- ir ágrip af upplýsingum Lundúnablaðsins um starf- semi þýzku njósnaranna. ÞYRILFLUGAN Dag nokkurn í r.óvembermán- uði síðastliðnum var bandarísk þyrilfiuga á loíti yfir úthveríi Aþenuborgar. Heyrðu flugmenn- irnir þá ókennilegar skeytasend- ingar, sem vöktu grUnsemdir þeirra. Gríska lögreglan fór þegar á stúfana og leidöu eftirgrennslan- ir hennar til þess, að afhjúpuð var . ein umfangsmesta mold- vörpuhreyfing síðari ára. Það voru 4 leiðtogar hennar sem telcnir voru af lífi í dögun sunnu- daginn 30. marz í Aþenu. GLAPPASKOTIÐ Allt frá því í júlímánuði 1950 hafði lögreglunni verið kunnugt um, að leynilegar skeytasending- ar áttu sér stað frá Aþenu, en ókleift hafði fram að þessu reynzt að ákvarða hvar sendi-' stöðin var niður komin eða ráða j dulmál skeytanna. | Sendingar fóru að jafnaði að- eins fram nokkrar mínútur í senn, en einmitt í þetta sinn, þeg- I ar þyrilflugan var á lofti, hélt j ein stöðin áfram sendingum í rúma klukkustund. Það var þetta örlagaríka glappaskot, sem beindi lögreglunni inn á slóð njósnaranna og 13. marz gerði hún skyndileit í húsi nokkru í Kalithea. SJÁLFSMORÐ Eftir 36 tíma árangurslausa leit komu lögreglumenn loks auga á kynlega rimlugrind í kjallaragólfinu. Ekki gátu þeir þó fundið op á gólfinu þar sem komast mætti niður í hugsanleg- an neðanjarðarklefa. Skyndilega gaus reykur upp um ristaropið og varð þegar ljóst að einhver brenndi pappír þar niðri. I sömu andránni kvað við skothvellur. ■ Nikolaos Vavoudis, maðurinn, sem sent hafði dulmálsskeytin til yfirboðara sinna handan landa mæranna, hafði framið sjálfs- morð. Um síðir fannst manngengt op niður í hvelfinguna, þar sem fyrir voru senditæki af fullkomn- ustu gerð. Staðreyndir um afbrotaferii grísku landráðamannanna ráð og njósnir. Ákæruvaldið hafði yfir að ráða gnótt sönn- unargagna, sem lögreglan hafði tekið í sínar vörzlur við húsrannsóknirnar. Af þeim gögnum varð ráðið, að um hernjósnir hafði aðallega ver- ið að ræða, — um gríska her- inn, stöðvar hars og búnað, um bækistöðvar flughersins, um Iandamæravörzlu o.s.frv. — Uppiýsingar um hermál og varnir Grikklands höfðu með ólögmætum hætti verið send- ar í sífellu til aðalstöðva kommúnista í Búkarest. DIMITRIOS BATSES I ljós kom, að njósnahreyfingin veitti viðtöku stórum fjárhæðum erlendis frá. Fjárreiður hreyfing arinnar annaðist lögfræðingur- inn Dimitríos Batses, sem tekinn var af lífi sunnudaginn 30. marz s.l. Hann játaði í réttinum að hafa tekið við peningum frá tveimur frönskum konum og einni svissneskri. I mánuði hverj um munu um 20—30 þús. doll- arar hafa farið um hendur hahs, .• Upplýst er, að einn mánuðinn •.« greiddi hann þjónustumönr.um sínum 27 þús. dollara. 'ftC-4. LEIKKONAN Grísk leikkona, María Kalligríj sem þáttitók í njósnastarfseminiu: 4 átti 2 þús. dollara í fórum sínuni þegar hún var handtekin. Öðru hverju ferðaðist hún til Parísa’- og veiíti þar viðtökufráfrönskum . Framh. á blsi 12. Velvakandi skrifar: ÚR DAGUGA LÍFi Gömul verzlun kvödd ÞAR, sem þúsundir Reykvík- inga hafa undanfarna ára- tugi keypt bækur sínar, minnir nú ekkert framar á þau viðskipti annað en eitt skilti. Fyrir 20—30 árum hófst verzl- un í Bókabúð Austurbæjar við Laugaveg, en nú hefir hún verið lögð þar niður. — skiltið eitt eftir. Þó að hún væri ekki mikil að ' rúmmáli, hefir fjöldi manns sótt þangað mestallt lesefni sitt, ef til J vill það, sem af er ævinnar, en ' nú sækir enginn sér framar bók inn fyrir þessar dyr. Skárra var það gabbið MJÖG ramt hefir kveðið að því úti í heimi, að menn væru gabbaðir 1. apríl, ekki bara ein- staklingar heldur heilar frétta- stofnanir og þá blöðin og lesend- urnir. I Bretlandi fundu strákar á fermingaraldri bók fulla af furðu legum tölum og uppdráttum. — Stóð utan á henni, að hún væri frá brezku kjarnorkurannsókna- stöðinni og finnanda bæri að brenna henni. ! Þeir skiluðu bókinni íil lög- reglunnar og allt komst í upp- nám. — Kjarnorkuleyndarmálin liggjandi á víðavangi, svo að blöðin voru jafnvel með fimm- dáika fyrirsagnir. | Svo þegar gauragangurinn ætlaði að keyra um þverbak, gerðu strákarnir heyrinkunnugt, að þeir hefðu sjálfir ritað í heftið og væri því varla nokkuð á því að græða. DULMÁLSLYKILLINN FINNST Aðra sendistöð fann lög- reglan í húsi einu í útborg- inni Glyfada. Þar hafði sendi- klefinn verið útbúinn í eins konar búri innar af eldhúsi en laus múrsteinn í eldhús- veggnum varð til þess að lög- reglan komst að raun um hvers kyns var. í þessum klefa fann lögreglan firn af skýrslum og skjölum, þar sem á voru letruð fyrirmæli til grískra kommúnista frá Kominform og sömuleiðis af- rit af upplýsingum sem send- ar höfðu verið til Búkarest, — og loks það sem mest var uzn vert, dulmálslykilinn. HERNJÓSNIR Mikil er skriffinnskan Moldvörpuhreyfing komm- jU'FTIRFARANDI bréf er ritað únista hafði verið afhjúpuð. Li norður á Siglufirði 31. marz 29 manns, þar á meðal 8 kon-' síðastlioinn. ur, voru ákærðir fyrir land-! „Vér lifum á tímum nefnda fargans og skriffinnsku. Lítið er gert til að draga úr þessu, frekar virðist haidið áfram á þeirri braut, að fyrirskipa aukna skýrslugerð og auknar skriftir. Skal hér minnzt á lítið dæmi. Frá síðustu áramótum hefir þess verið krafizt hér á Siglufirði, að innkaupareikningar frá út- löndum væru undirritaðir og hafa vörur alls ekki fengizt toll- afgreiddar nema því aðeins að eitthvert nafn stæði á fæti inn- kaupareikningsins. ITefir þetta orðið til þess, að allir innflytj- endur hér í bæ hafa orðið að endursenda sölufirmum eitt ein- tak af innkaupareikningi og fá hann endursendan póstleiðis. — Skapar þetta aukna fyrirhöfn auk þess, sem dráttur hefir orðið á, að menn næðu vörum sínum út af afgreiðslu, þótt fé og gjald- eyrisleyfi væru fyrir hendi. Nafnið á réttum stað TOLLSKRIFSTOFAN hér hefir tjáð mér, að svo stranglega gangi tollyfirvöldin í höfuðborg- inni eftir því, að reglur þessar séu haldnar, að athugasemd hafi verið við það gerð, að nafn á inn- kaupareikningi hafi verið of of- arlega sett. Mætti slíkt alls ekki viðgangast og yrði að hafa strangt eftirlit með því, að nafn- ið væri sett á réttan stað. Gilda aðrar reglur í Reykjavík? IDAG átti ég símtal við kunn- ingja minn í Reykjavík, sem gert hafði mér þann greiða, að yfirtaka vörusendingu, sem mér var hingað send frá Ameríku. — Allt gekk þetta greiðlega, en ég varð að segja honum frá drætti þeim, sem orðið hefði á því að hann fengi vörurnar suðyr, en hann stafaði af ofangreindum á- stæðum. Skýrir hann mér þá frá því, að aldrei hafi verið krafizt slíks af sér við tollafgreiðslu. — Hafi hann aldrei heyrt minnzt á þessa fyrirskipun um undirskrift ir á innkaupareikningum. Skal þess getið til fróðleiks, að* þessi kunningi min flytur inn allt að 4 sinnum fleiri vörur en ég. Ná spyr ég: Gilda önnur lög og aðrar reglur um tollafgreiðslu á vörum í höf- uðborginni, en úti í landsbyggð- inni? — Kaupmaður“. Spurningunni er hér með kom- ið áleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.