Morgunblaðið - 06.04.1952, Blaðsíða 7
Sunnudagur S. apríl 1952
MORGUISBLAÐIÐ
SKAK
Eftir Árna Snævarr og Baldur Möller
Skák nr. 1.
SKÁK þessi var tefld í símskáka-
keppni milli Akurej'rar og
Keykjavíkur árið 1940.
liollenzk vörn (Blackmarbragð)
Hvítt: Svart:
Jóh. Snorrason Einar Þorvalds.
1. d2—d4 f7—f5
2. e2—e4 Í5xe4
3. Rbl—c3 Rg8—fG
Nú er hægt að leika 4. g4.r? með
mjög tvísýnu tafli.
4. Bcl—g5 c7—c6
5. f2—f3! Ðd8—a5
Ef sv. tekur peðið, fáer hv.
mjög góða sóknarstöðu.
6. Bg5xRf6
Nú er betra Dd2, skiftin á f6
létta mjög á stöðunni hjá sv.
6. e7xBf6
7. f3xe4 Bf8—b4
8. Ddl—f3 0—0!
Ögrun!
9. Bfl—c4f d7—d5!
10. e4xd5 Bc8—£4!
Höfuðatriði leikkeðjunnar hjá
hv. er að hindra drottninguna í
því að vaida Rc3 og reitinn d5
i einu. Nú væri bezt fyrir hv. að
taka Bg4 og svara Bb4xRc3 með
Kfl! með tvísýnni stöðu, hinn
gerði leikur er sá næst bezti, því
verra var að drepa á c6.
11. d5—d6f! Kg8—h8
12. Df3—g3 Hf8—e8f
13. Rgl—e2 b7—b5
Betra var BxRe2 og því næst
c6—c5 og sv. hefur mun betri
Stöðu.
14. Dg3xBg4 Bb4xRc3f
15. Kel—f2! Bc3xb2
16. Bc4—f7!
Á þessúm leik byggðist vörnin
hjá hv. sem nú breytist skyndi-
lega í sókn.
16. IIe8—d8
17. Hal—bl Bb2—a3
18. Hbl—b3 Ba3xd6
19. Hb3—h3 Ða5—d2
Hv, hótaði Hxh7 og því næst
máti.
20. Hh3—h5!
Tekur reitinn g5 af D og und-
irbýr að reka D af d2 og máta
á h7.
20. h7—h6
If I
i;v Hý ifff iu i
x p Í ± A i'
i M íM n ''iSrn •
B, ® .gi#i§
t wmm
21. Hhl—dl!! Dd2xc2
Ekki DxH vegna 22. Hxh6 og
því næst Dg6 og mát verður
ekki varið.
22. Hdt—cl Dc2—h7
23. Hcl—c3 Bd6—f8
24. Bf7—g6 Dh7—g8
25. Hc3—h3 Rb8—a6
26. Bg6—f5 Bg8—f7!
Til þess að geta svarað BeS
með f5! — Leikurinn kemur einn
ig í veg fyrir Dg6.
27. Kf2—gl! Ra6—c7
Nú verður að hindra Be6, því
nú er f5 ekki mögulegt vegna
Hxf5, DxB, Hf8f o. s. frv.
28. Re2—f4 c6—c5!
29. Rf4—e6 RclxReð
30. Bf5xRe6 Hd8xd4!
Eiha vörnin gegn Hxh6ý og síð
an Dg8, mát.
31. Dg4—f5 Df7—e”
32. Hh3—g3 g*—g5
Eina vörnin gegn Hxh6+ og
Hg8, mát, en nú skvidi maður
ætla að hv. hefði ekki fleiri örv-
ar í mælinum, sv. hefur 3 peð
yfir! —
33. Hg3xg5!! f6xHg5'
Hv. hótaði Hg8 mát og ef sv.
'ék Bg7 kom 34, Hg6, Df8 35. Dhc
ag vinnur.
34. Df5—e5+ Kh8—h7
D eða B má auðvitað ekki leike
'yrir vegna Hxh6 mát!
35. Be6—f5f Kh7—g8
36. Bf5—e6+
Jafntefli.
★
Endatafl nr. 1.
J. Moravec
(Ceskol. Sach 1931)
L®L u ■
• ■ §§j §jj
# 'fM
W ........
§§§ §§!
§§ fl i
Jlt JHf Wh 1
Hvítur leikur og heidur jafntefli.
Tafllok þessi eru mjög lærdómsr.
Svartur hótar Hel+ og síðan h2
—hlD. Hvíti kóngurinn þarf að
leita skjóls, en á hvern hátt slíku
verður bezt við komið, liggur
ekki í augum uppi. — Ráðning-
ar sendist blaðinu merktar
,,Skák“.
Pf»U
grein)
Dr- Benjamm Eiríksson: í
ViiskiptiiSífið og afkomnn 195
III. VIÐSKIPTAKJÓRIN
Afkoma þjóðarinnar veltur
fyrst og fremst á hagnýtingu
vinnuafls og tækja. Hvorttveggja
þarf að nýtast á þeim sviðum at-
vinnulífsins, þar sem þau skila
mestum afrakstri. Um þessa hlið
afkomunnar getur þjóðin sjálf
.áðið mestu. En afkoman veltur
únnig að miklu leyti á náttúr-
anni, fiskigöngum *og veðurfari
og svo viðskiptakjörunum við út-
önd, þ. e. hve mikið við fáum
■ afurðum í skiptum fyrir eigin
rfurðir. Um þetta síðasta atrioi
»etum við litív. eða engu ráðið.
Þróun viðskiptakjaraftna er
sýnd i töflu 4.
in, er það deginum Ijósara hvert
hefur verið höfuðvandamálið
innanlands í stjórnmálum eftir-
stríðsáranna: hvernig á að bregð-
ast við 30% versnun á viðskipta-
kjörunum? Ástandið hefur versn-
að smám saman á 5 árum. Þó
heíur breytingin gerzt með
hækkun á verðlagi innfluttra
vafa frékar en lækkun á útflutn-
ingsverðlagipu (nema á árinu
1950). Það þarf að fara aftur til
kreppunnar inrklu til að finna
hliðstætt áfall fyrir þjóðarbú-
skapinn. Á árinu 1931 versnuðu
viðskiptakjöTin um 227c, og það
að öllu leyti með lækkun útflutn-
ingsverðlagsins. Viðskiptakjörin
Tafla 4.
VIBSKIPTAKJÖRIN VIÐ ÚTLÖND
1935 = 100
Meðalverð Meðalverð
innfluttrar útflutírar
Magn ðlagn
Viðskipta- innfluttrar útfluttrar
Ar vöru vöru kjör vöru vöru
1944 291 289 99 187 188
,945 269 294 109 261 194
1946 273 332 122 357 187
1947 308 362 118 370 172
Í948 346 370 107 291 223
1949 345 345 100 271 180
1950 574(348)* 511(315)* 89 208 173
1951 741 628 85 274 246
Þú. sem ætlar að byrja að baka,
b’rssuð láttu fyrir þér va'ka:
Bezt er kaka
Bezt er kaka
-með LILLU-LYFTIDUFTI
_ rt-t'j metin »0“»
lenqut cn cliw
keU isienika’ hustn.^tt.
bstt og o V9 . w i o
neJ VU0VÍ& d*
UaUibjeU
í Norðurmýri til sölu. Er í
velbyggðum kjallara með
stein- og timburgiifi: 2 her
bergi, eldhús, baðklefi,
geymsla, kæligeymsla trjá-
garður umhverfis. I.aus til
ibúðar. Uppl. í síma 777Í.
* Án gengisbreytingar.
Þessi tafla hefur grundvallar-
þýðingu fyrir réttan skiining á
þróun efnahags- og stjórnmála á
íslandi seinustu árin. Fyrstu tvö
árin eftir styrjöldina stórbatna
viðskiptakjörin, en hrakar síðan
ár frá ári. Þannig hækkaði inn-.
flutningsverðlagið um 1% á ár-
inu 1950, en útflutningsverðlagið.
lækkaði um 9%. Á árinu 1951
var þróunin sú að verðlag inn-
flutningsins hækkaði um 29,2%1
miðað við meðalverð innflutn- j
ingsins 1950, en verðlag útflutn-
ingsins hækkaði um 22,8%.
Verzlunarkjörin versnuðu því
er.n um 5%. Þessar tölur þurfa
samt leiðréttinga við. |
Sjálfar tölurnar, sem sýna
verðlagsbreytingar 1951, eru of^
iiáar vegna þess að grundvöllur-
inn (allt árið 1950) er of Iágur,
þar sem verzlunartölur íyrsta
ársfjórðungsins 1950 eru á gamla
genginu. Þegar leiðrétt er fyrir
þfessu þá sýnir verðlag innflutn-
ingsins hækkun um 15,1% óg
'verðlag útflutningsins hækkun
um 16,7% á árinu 1951. Sam-
kvæmt þessum tölum versnuðu
verzlunarkjörin um 4%. |
Sé miðað við 1949, þ. e. árið
fyrir seinni gengislækkunina, þá
hefur verðlag aðkeyptu vörunnar
hækkað erlendis kringum 16%,
en verðlag útflutningsins kring-
um 1%. — Viðskipíakjörunum
gagnvart útlöndum hefur því
hrakað þessi tvö ár, sem Iiðin
eru frá gengislækkuninni, um
kringum 15%. Sé miðað við 1946,
þá hefur viðskiptakjörunum
hrakað alls um 30%.
Sé litið á árin 1935 og 1949 sem
meðalár í þessu tilliti, þá hefðum
við átt að fá 128 m. kr. meira
fyrir útflutninginn 1951 en við
raunverulega fengum. Miðað við
viðskiptakjörin árið 1946, hefðum
við fengið 316 m. kr. meira. Að
sjálfsögðu er engin raunsæi að
gera ráð fyrir slíku happaári. En
þessi upphæð, 316 m. kr. ér næst-
um tvöfalt meira en hin mikla
aðstoð, sem við höfum fengið frá
Bandarikjunum á árinu.
Þrátt fyrir hina óhagstæðu
verðlagsþróun hefur útkoma
verzlunarinnar á árinu orðið
mjög sæmileg, og er það fyrst og
fremst að þakka stórkostlega
auknu magni útflutningsins (sjá
4. töflu).
IV. VERÐLAGSÞRÓLN
EFTIRSTRÍDSÁRANNA
Af því sem sagt hefur verið
hér að framan um viðskiptakjör-
versnuðu enn um 2% á árinu
1932. En þetta óhagstæða ástand
stóð aðeins í tvö ár. Á árinu 1933
batnaði verðlagshlutfallið um
15%, og árið 1934 voru hlutföllin
orðin næstúm eins hagstæð og
fyrir kreppuna, og árið 1935 voru
þau orðin heldur betri.
Hin óumflýjanlega lífskjara-
skerðing hefði getað gerzt á
tvennan hátt: Með lækkun kaup-
gjalds og verðlags innlendra
vara, að óbreyttu verðlagi á inn-
fluttum vörum; þetta er hin svo-
kailaða niðurfærsluleið; eða með
því að kaupgjaldinu væ’ri haldið
riiðri og vefðlag innfluttu var-
anna látið hækka; þetta er geng-
islækkunai leiðm.
Ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stef-
ánssonar, sem kom til valda í
janúar 1947, ætlaði að fara fyrri
leiðina. Það var einkum tvennt,
sem gerði það að verkum að
framkvæmd stefnu hennar mis-
tókst. Hið fyrra var, að til þess
að stöðva dýrtíðina var ekki nóg
að lækka kaupgjaldið. Það þurfti
um fram allt að stöðva myndun
nýrrar dýitíðar innanlands. Þetta
krafðist þess að fjárlögin væru
afgreidd hallalaus og að hemill
væri á útlánum bankanna. I
rauninni þýddi þetta að til þess
að þióðih sætti sig við þá kjara-
skerðingu, sem stafaði af versn-
andi viðskiptakjörum, varð að
koma í veg fyrir kjaraskerðingu
af völdum nýrrar dýrtíð.ar, þ. e.
aýrtíðar, sem stafaði af of mikl-
um framkvæmdum og halla-
rekstri. í stað þess að gera ráð-
stafanir í þessa átt voru vanda-
málin leyst með því að ávísa á
ríkissjóð, án þess honum væru
ætlaðar tilsvarandi tekjur. Þann-
ig var vísitalan lækkuð með
auknum niðurgreiðslum án þess
neitt fé væri handbært til slíkra
ráðstaf .na. Hið siðara atriðið var
að verkalýðsfélögin sættu sig
fekki við þessa stefnu,tieldur fóru
í kringum hana með grunnkaups-
hækkunum, og að lokum hækk-
auðu þau allt kaupgjald í landinu
um 10% vorið 1949. Þar með iauk
þessari tilraun til að fara niður-
færsluleiðina. Hún misheppnað-
ist vegna þess að hæfilegar ráð-
stafanir vantaði á öðrum svið-
um, og vegna þess að launþega-
samtökin trúðu að með kaup-
gjaldinu væri hægt að ákveða
í aunverulegar tekjur eða afkomu
launþeganna.
Gengislækkunin var með þessu
orðin óumflýjanleg og ekki ann-
að en tímaspursmál. En svo treg
sem verkalýðsfélögin' voru a9
sætta sig við lækkun kaupgjalds-
ins, þá hafa þau sætt sig öllu ver
við að láta verðlag innflutnings-
ins hækka án hækkunar kaup-
gjalds. En engin tilraun hefur
verið gerð til þess að binda kaup-
gjaldið. Almennt verkamanna-
kaupgjald hefur nú hækkað unj
48% síðan gengislækkunin var
framkvæm.d. Þetta er sennjlega
rneiri hækkun á kaupgjaldi en
átt hefur sér stað í nokkru öðru
landi á sama tíma. Hækkurx
kaupgjaldsins ýtir vísitölunni
upp á undan sér og kemur í veg
fyrir lækkun hennar þegar er—
lend vara lækkar í innkaupi.
Til þess að mæta versnun við-
skiptakjaranna hafa því báðar
.aðalleiðirnar verið nótaðar. Eng-
'in ein stefna hefur ráðið þessi 5
ár. Hagsmunasamtökin hafa tog-
að sitt á hvað, þar sem ekkerl:
samkomulag hefur ríkt úm
grundvallaratriðin. Verkalýðsfé-
lögin virðast þeirrar skoðunar a<3
það sé á þeirra valdi (eða ann-
arra aðila innanlands) að ráða
raunverulegu kaupgjaldi og af-
korhu launþeganna. Þetta er
skakkt. Það sem þau eru að gera
er að reyna að koma í veg fýrir
þá Iífskjaraskerðingu, sem stafar
af 30% versnun á viðskiptakjör-
unum .við útlönd.
Að sjclfsögðu er þetta óleys-
anlegt viðfangsefni. Það sem
launþegasamtökin fyrst og fremst
áorka er að koma á síhækkandi
verðlagi, en ekki hækkun á raun—
verulegu ka'upgjaldi.
Á síðari árum hefur mönnum
orðið ljósara en áður að verka-
lýðssamtökin geta litlu ráðið um
rounverulegt kaupg.jald, þ. e..
hvað launþeginn fær í vörum og'
þjónustu fyrir fyrirhöfn sína. I
kreppunni miklu var reynt að
Iækka framleiðslukostnaðinn með
launalækkunum. í helztu iðnað-
arlöndunum, eins og Bandaríkj-
unum og Þýzkalandi, þar sem
innanlands markaðurinn er höf-
uðatriðið, kom í ljós að lækkuri
raunverulegra launa verkalýðs-
ins var ekki á valdi verkalýðs-
r-amtaka og atvinnurekenda. Eftir
því sem kaupgjaldið lækkaði,
eftir því' lækkaði verðlagið. —
Kaupmáttur launanna breyttist
fekki þótt þau lækkuðu. Ráðstaf-
anir gegn kreppuástandinu þurfti
að gera á öðrum sviðum, ættu
þær að koma að gagni.
Seinustu ávin haía launþega-
samtökin hér á landi verið í
kspphlaupi við verðlagið og
tapað, enda óhugsandi að þau
gætu unnið. Versnandi viðskipta-
kjör þýðir minna í aðra hönd
fyrir hverja framleidda einingu,
minni þjóðartekjur. Það er sama
hver fer með völd í landinu, að
því leyti ti! að enginn getur forð-
að þjóðinni frá þessum utanað-
komandi áhrifum. Það eina, sem
hægt er að gera er að stöðva
myndun nýrrar dýrtíðar innan-
lands, og þar með fyrirbyggja að-
sú dýrtíðarbyrði leggist á þjóð-
ira. Þetta hefur verið gert með
því að afgreiða tekjuhallalaus
fjárlög, stöðva hallarekstur sjáv-
arútvegsins, og með því að tak-
marka verklegar framkvæmdir
innanlands við það, sem þjóðirt
vill standa straum af, og sen»
haast er að fá erlent fé til (aðal-
lega í Bandaríkjunum og Bret-
landi). ,,’í'akmarka“ er kannski
ekki rétta orðið, vegna þess að
framkvæmdirnar eru meiri en.
nokkru sinni áður, nema ef tií
vill meðan verið var * að eyða
stríðsgróðanum.
Eins og sést af töflu 4, þá eru
viðskiptakjörin nú ákaflega ó-
hagstæð. Þau eru nú óhagstæð-
ari en þau hafa verið nokkru
sinni síðan á kreppuárunum. En
það er ýmislegt, sem bendir til
þess að þessi óhagstæða þróun
kunni senn að stöðvast. Einkum
hafa hráefnin, sem hækkuðu í
verði í byrjun Koreustyrjaldar-
innar, lækkað aftur.