Morgunblaðið - 15.10.1952, Page 14

Morgunblaðið - 15.10.1952, Page 14
» 14 IHORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. okt. 1952 ADELAIDE Skáldsaga eítir MARGERY SHARP Framhaldseagan 35 ekki gefast upp. í örvæntingu sinni leit hún yfir hópinn til að vita, hvort hún bæri ekki kennsl á neitt andlitið. Bert gamli mundi hjálpa henni. Hún kom auga á hann aftast í hópnum. „Bert“, kallaði hún. Hann tölti til hennar og nam staðar við stólinn. Hann var eins undirgefinn á svip eins og hund- ur, en það var þó eitthvert ör- yggi í nærveru hans. Frú Mouns ey hvessti á hann augun, svo að hann leit undan. Lögregluþjónn- inn tók sér stöðu við tröppurnar og setti á sig hátíðlegan valds- mannssvip. Allir biðu óþreyju- fullir. í öllum gluggum voru and- lit. „Loginn“ stóð fyrir utan dyr sínar. Allra athygli beindist að Adelaide. Hún umbar forvitni þeirra eins og hún hafði gert áð- ur. Hún sat þarna eins og stein- gerfingur, lostin sárustu sorg. En í barmi hennar barðist hjartað um með nýju lífi, og í huga sínum átti hún aðeins eina hugsun: „Nú get ég farið heim“. 7. kafli. 1. í>að voru grænmálaðir veggir í dómssalnum. Málningalyktin var ennþá í loftinu og blandað- ist vínbragðinu í munni hennar. Frú hlounsey hafði beðið eftir henni fyrir utan krána með breimivin í glasi og rétt að henni. Adelaide- þorði ekki að afþakka það. Einhver gaf Bert gamla líka í glas. Frú Mour.sey tæmdi þriðja glasið sitt. Eins og viðeigandi var, þar sem hún var aðalvitni og vin- kona ekkjunnar, hafði hún tínt saman svartar fatadruslur til að hengja utan á sig. Pilsið hennar var blettótt og rifið að neðan. Yfir herðarnar hafði hún sveipað stóru, svörtu leikhússjali, sem skreytt var einhverjum ódýrurn steinum. Og á höfðinu hafði hún svartan, barðastóran hatt með brotinni fjöður í annarri hiiðinni. Bert gamii var með sorgarband um hand'egginn. Adelaide sat á milli þeirra á bekknum í salnum. Hún var líka svartklædd, hafði keypt sér ódýran, svartan kjól í skyndi. Adelaide leit í kring um sig. Innst í salnum var hátt borð fyrir' dómarann og fyrir neðan það iágt borð fyrir skrifára hans. A milii kviðdómendapailanna og stúk- unnar, þar sem vitnin voru látin koma fram, var langt borð og við það sátu 6—8 menn. Þeir voru biátt áfram, hvorki hátíðlegir á svip eins og kvikdómendurnir eða eftirvæntingarfullir eins og áheyrendurnir á bekkjunum. „Blaðasnápar“, hvíslaði frú Mounsey. Það fór hrollur um Adelaide. Henni hafði yfirsézt sú hætta, sem gat stafað af þeim. Aftur beygði frú Mounsey sig yfir hana svo að henni fannst húri ætla að kafna af ódaun. „Þeir eru ekki komnir hingað okkar vegna. Næsta mál er morð- mál. En þú skalt reyna að vera ekki allt of íín með þig.... “ Adelaide kinkaði kolli. Vínið hafði stigið henni til höfuðs, og henni fannst það þægileg tilfinn- ing. Hún kunni vel að meta ráð- leggingar „Svírisins". Hefðarkona á þessum stað mundi alltaf vekja á sér athygli, jafnvel þótt næstg. mál væri morðmál. Hún hugsaði með sér hve litið umstang var í kring um þennan dauðdaga Henrys, samanborið við allt, sem mundi hafa þurft að ske ef ein- hver af Culver-fjöiskyidunni héfði dgið. Henni fannst það mið- ur aö ekki skyldi vera tekið rneirá tilíit til Heíirys. Hann var bara eins og númer á löngum lista fyrir þessum mönnum. En hún gat ekki hugsað frekar út í það. Hún varð að hugsa um sjálfa sig. Eg er ekki hefðarkona, en aðeins heiðvirð kona, hugsaði hún .... ekki einu sinni of heið- virð, ef hún ætti að geta sam- lagast frú Mounsey og Bert gamla og þegið hjálp þeirra. — Adelaide hneppti frá sér krag- anum í hálsinn og dró hárið dá- lítið lengra fram á enni. Hún sat lotin í -herðum og bogin í baki. „Svínið“ gaut augunum til henn- ar og kinkaði kolli svo lítið bar á. Adelaide sat niðurlút. Hún stóð upp eins og hitt fólkið þegar dóm- arinn kom inn, en hún leit ekki á hann. Hún sá heldur ekki kvið- dómendurna, þegar þeir sóru eið sinn C2_L*Tfu snöggvast út í einni röð til að sjá líkið. Þeir komu inn aftur heldur fölari í framan og settust í sæti sín. Hún hvorki sá né heyrðí það sem fram fór, fyrr cn nafn henn- ar var kallað Frú Mounsey og vingjarnlegur lögreglubiónn hjálpúðu henni á fætug. Hún var komin í stúkuna og studdi höndina á biblíuna. Einhver rödd sagði skipandi: „Kyssið bókina“, og Adelaide snerti óhreint skinnið með vör- unum. „Þér eruð Adelaide Lambert, og þekkið líkið af manninum í iíkhúsinú sem eiginmann yðar heitinn Henry Lambert?“ „Já“, sagði Adelaide. Ósjálf- rátt rétti hún úr bakinu, en gætti sín og lét axlirnar síga niður aftur. „Já“. ,,Á mánudaginn klukkan hálf eitt datt Henry Lambert ofan úr tröppunum fyrir framan hús sitt, númer tvö í Britannia Mews og lét lífið samstundis. Getið þér sagt okkur frá því hverjiig það vildi íil?“ „Maðurinn minn stóð við hlið- ina á mér í efstu tröppunni. Hann var á leiðinni út. Hann sneri sér við og missti fótanna. Þegar ég kom niður til hans, var hann .... dáinn“. I Ameriski? stofuiatnpaa' j Adelaide létti þegar hún sá að dómarinn hafði ekki hinn minnsta áhuga fyrir sögu henn- ar, en var bara fegin því að hún sagði skýrt frá og í fáum orðum svo enginn tími færi til spiliis. Hann beindi næstu spurningú að lögregluþjóninum, sem stóð við hlið hennar. „Hvað voru tröpp- urr.ar háar og voru þær brattar?“ „Níu fet og nokkuð brattar“. „Var eiginmaður yðar skapgóð- ur og rólyndur maður?“ „Já, mjög svo“. „Aldrei rifrildi eða ósamkomu- lag á heimilinu?" „Nei. Hann var bara á leiðinni út .... ég kvaddi hann“. Adelaide bar ósjálfrátt vasa- klútinn að augum sér. Það var nóg til þess að vekja almanna meðaumkun áheyrenda. Áður en hún hafði gert sér það ljóst að yfirheyrsla hennar var yfirstað- in, tók lögregluþjónn undir hand m g hennar og leiddi hana til sætis síns. Þegar hún leit upp aftur, var frú Mounsey komin í stúkuna. „Þér eruð frú Sarali Mounsey og eigið heima í númer 9 í Britania Mews?“ „Já“. „Viljið þer ^egja frá því rivað þér sáuð á mánudagsmorguninn ' 1 er var?“ 1 ! „Svínið“ kingaði kolli. „Ég rtóð , við gluggann minn sem er rétt hjá gluggunum hennar frú Lam- j bert. Ég sá hjónin standa þarna og hann var að fara ut. „Vertu sæll“, sagði hún við hann. Hann . 'snýr sér við, missir jafnvægið og I dettur niður eins og steinn. Ég sé að hún hleypur niður til hans . og svo kom ég sjálf á eftir. En jég fer bara hægt af því að ég ' er feit. Og þegar ég sé að hún j 'er utan við sig af sorg og skelf- ,ingu, þá segi ég: Sækið lögregl- una í guðanna bænum Það varð stutt þögn. Adelaiöe horfði ekki á frú Mounsey held- ur á dómarann. Henni sýndist hann vera greindarlegur maður. Honum þótti auðsjáanlega nóg til um útganginn á „Svíninu“. % fÞ lU llrói holftur snýr afftur eftir John O. Ericsson 27. Hanri var foringi kesjuliðanna, en þeir voru versti glæpa- tkríil og hataðir eins og pestberar um allar byggðir Frakk- iands. Þegar þessi blóðhundur heyrði orðin, sem mælt voru við konunginn, ætlaði hann jafnskjótt að ráðast á íangann, cn konungur benti honum með hendinni að hafa sig hægan. ,— Hægur nú Merchandee, sagði hann. Hér heíir runnið nóg blóð í dag. Ekki eitt hár skal verða skert á höfði hans. Ég fyrirgef honum, bæði það, sem hann hefir gert og það, sem hann hefir sagt, því að hann er hugrakkur maður. Megi ætt hans lifa lengi og hann sjálfur eiga góða daga. Gefðu honum tvö hundruð gullpeninga og láttu hann fara leiðar sinnar í friði. — Bertrand frá Gourdon, sagði Ríkarður, þegar búið var að leysa böndin af fanganum. Þú ert óvinur minn, og þú heíir veitt mér banasár. Ég harma það, að þú mættir mér ekki með sverð í hör.d, eins og riddara er háttur. Nú hefir þú hefnt föður þíns, en þú íelldir mig ekki í heiðarlegum bardaga. Farðu leiðar þinnar áður en ég yðr- ast loforðs míns. Og gleymdu því ekki hvar sem þú ferð í heiminum, að sá er hugrakkastur, sem mætir óvini sínum eins og heiðarlegur maður. | 7— Hrói, sagði hann við mig. Fylgdu honum út og sjáðu um, að hann iái vopn sín aítur. Gefðu honum góðan hest, cg sjáðu um, að hann komist út úr herbúðunum í friði. Bertrand kastaði sér á hné frammi fyrir kónginum og kyssti hendur hans. Hann var fríður og grannvaxínn piltur, tæplega af barnsaldri. x — Konungur, sagði hann og tárin streymdu niður kinn- ar hans. Faðir minn var göíugastur meðal manna, og samt finn ég nú, að örin, sem f'elldi þig, mun ætíð sitja'í hiarta mér. ■ ■ Tökum upp í dag nýja sendingu af amerískum stofuiömpum. HEIÍLA Skólavörðustíg 3 i,F. Sími 4748. feizlunarhúsnæði ó s k a s t Þarf að vera á góðum stað. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ. mán. merkt: „Fataverzlun“ —796. Hið nýja eg hentuga hreinsiefni fyrir spegla, rúður og gler. Eimúg fyrir aÉSkon- ar silfurmuni og allt sem er krómhúðað. Það sparar yt erfaði að nota g fægiefni. Heildsölubirgðir: AGNAR LLÐV1GS80N Hafnarstræti 8 Sími 2134 Vil kaupa nýtízku íbúð, 4—5 berbergi. Utborgun frá 100 til 130 þúsund krómir. Frekari greiðsla eftir samkomulagi. — Tilboð, er greini, hvar íbúðin er, óskast sent afgr. blaðsins fyrir 20. þ. :m. xnerkt: „íbúð 1410 — 870“. ..............................S. » »m* m * • m.M-» m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.