Morgunblaðið - 08.02.1953, Blaðsíða 12
MORGUN BLAÐIÐ
Sunnudagur 8. febrúar 1953
12
— Reykjavíkarbréf
Framhald af bls. 9
erindi fyrir slíömmu, að nauðsyn
bæri til þess-áð búskapur væri
rekinn í stærri stíl hér á landi
en tíðkast hefði. Með stórbúskap
á myndarlegum býlum væru
meiri líkur til þess að lífskjör
sveitafólksins yrðu sambærileg
við lífskjör fólksins við sjávar-
síðuna. Af aukinni framleiðslu
landbúnaðarafurða hlyti einnig
að leiða hagstæðara verðlag
þeirra fyrir neytendur. Enn
mætti á það benda að stórbú-
skapnum myndi fylgja vaxandi
rótfesta sveitafólksins við óðöl
sín og ættar sinnar.
Þessar hugleiðingar hins
reynda og glögga landbúnaðar-
manns hafa við fyllstu rök að
styðjast. Engu að, síður hafa þær
gefið Timanum '^tjlefni til um-
rnæla, sem byggjast á miklum
skilningsskorti á landbúnaðarmál
um. Blaðið kemst þannig að orði
s.l. sunnudag, að „Korpúlfsstaðir
séu gleggsta myndin, er við blas-
ir um að setja hafi átt á stofn
stórbúskap“. Það fer ennfremur
nokkrum velvöldum hæðnisorð-
um um þá „stóru“ í bændastétt.
Óheppilegt dæmi
DÆMI Tímans um Korpúlfsstaði
er mjög óheppilegt fyrir Fram-
sóknarmenn. Thor Jensen keypti
þar á sínum tíma nokkrar harð-
balajarðir og hóf þar ræktun af
ít'ábærum og einstæðum stórhug.
Grýttum holtum og melum va_r
breytt í ágæt ræktarlönd. A
skömmum tíma var komið þarna
upp stærsta búi á Islandi, að
fornu og nýju. Þegar búrekstur
Thor Jensens þar stóð með mest-
um blóma hafði hann á fimmta
hundrað nautgripa í fjósi.
Tvíþætt áhrif
HINAR glaesilegu ræktunar-
framkvæmdir og búskapur á
Korpúlfsstöðum höfðu tvíþætt
áhrif. Þau blésu fjölda manna
nýrri trú í brjóst á ræktunar-
möguleikana í íslenzkum sveit
um. Þarna hafði óræktar mel-
um verið breytt í fegursta gras
lendi. Hvað mundi þá hægt að
gera annarsstaðar, þar sem
frjór jarðvegurinn beið aðeins
plógs, herfis og áburðar?
í öðru lagi sýndi stórbúskap
ur Thor Jensens það, að það
var bægt að hagnast á búskap
á íslandi.
Auðvitað hafði þessi stórhuga
framkvæmdamaður meiri fjár-
ráð en íslenzkir bændur almennt
hafa. Hann -kom beint frá um-
svifamikilli útgerð og lagði nú,
sextugur að aldri, það fé, sem
hann hafði aflað þar, í ræktunar-
og byggingarframkvæmdir. En
það breytir ekki neinu um það,
að æskilegt sé, að sem flestir
bændur reki stórbúskap og skapi
sér og sínum þarmeð sem bezt
lífskjör og framtíðarkjölfestu.
Hver var ástæðan3
EN hver var ástæða þess, að stór-
búskapur einstaklings leið undir
lok á Korpúufsstöðum?
Hún var fyrst og fremst sú, að
raeð mjólkurlögunum, var bónd-
anum þar í raun og veru settur
stóllinn fyrir dyrnar, Hann hafði
haft þar sínar eigin mjólkurhreins
unarstöð og selt beztu barnamjólk
landsins frá henni. Dreifingar-
kostnaður hans var þá 7 aurar á
líter.
Nú var honum bannað að nota
sín eigin mjólkurhreinsunartæki.
Hann varð að selja mjólkursam-
sölunni i Reykjavík mjóik sína.
Jafnhliða hækkaði dreifingar-
kostnaður mjólkurinnar úr 7 aur
um á líter upp í 22 aura.
Upp úr þessu brá Thor Jenscn
búskap.
I Hvað sem um mjólkurlögin má
að öðru leyti segja, þá höfðu þau
þó þessar afleiðingar fyrir
stærsta bónda landsins.
Þaff er af þessu auffsætt aff
niðurlagning stórbúskapar á
Korpúlfsstöðuin sannar síffur
en svo nokkuð um þaff, að ís-
lenzkir bændur cigi ekki aff
búa stórt.
En þaff sýnir skilningsleysi
Tímans á viffhorfum bænda-
stéttarinnar aff hann skuli
fjandskapast viff stórbúskap.
AHir, sem eitthvaff þekkja til
í íslenzkum sveitum vita, aff
flestir bændur stefna markvíst
að því, aff stækka bú sín og
auka framleiffslu sína.
Annríld
Staiíns marskálks
STALÍN marskálkur, vinur Brynj
ólfs Bjarnasonar og „verndari
smáþióðanna“ á um þessar mund
ir mjög annríkt. Að þessu sinni
eru það læknar Sovétríkjanna,
sem valda honum hugarangri.
Það hefur „komizt upp“ að marg
ir af frægustu og mest metnu
læknum Rússlands hafa í kyrrþey
unnið að því að byrla ýmsum af
leiðtogum kommúnista eitur. Þyk
ir jafnvel sannað að þeir hafi
ætlað að koma sjálfum Stalin
fyrir kattarnef með þessum hætti.
Stslín marskálkur hefur nú tek
ið þetta mál í sínar eigin hendur.
Víðtæk ,,réttarhöld“ eru nú hafin
1 vfir hinum rússnesku læknum,
• sem af tilviljun hafa flestir reynst
* vera Gyðinðar, eða af Gyðingaætt
j um.
| Blað kommúnista hér á landi,
hefur nú verið stækkað, m. a. til
7 þess að hjálpa „verndara smá-
þíóðanna" „hinum mikla Stalín"
til bess að sanna heiminum svik-
ræði þessara mikils metnu lækna.
Ættu ,.réttarhöldin“ yfir þeim því
sð geta gengið greiðlega.
SJötugur í dag
* Ví
\
íkðldur Sigurðssimv vélstjóri
Gólfmoftur
nýkomnar.
ý<r
A
tmœenf
RIYSJAVÍK
í DAG, 8. febrúar, er Haraldur
70 ára.
Með hinni merkilegu þjóð-
ræknisöld, sem vakin var hér við
stofnun Eimskipafélags íslands
fylgdi sú ósk þjóðarinnar, að
skipin yrðu mönnuð að öllu leyti
íslenzku fólki.
Vélstjórar voru þá hér næsta
fáir, og því síður að hægt væri
að afla sér þeirrar menntunar, er
til þess þurfti.
Árið 1901 lagði Háraldur af
stað úr föðurgarði til þess að
nema vélfræði. Leið hans lá til
Danmerkur, þar byrjaði hann
þegar smíðanám í vélsmiðju í
Hróarskeldu; þar var ,hann í 3
ár, en fór þá til Kaúpmanna-
hafnar og stundaði nám í Vél-
smiðju herskipasmíðastöðvarinn-
ar í 1 ár. Jafnframt því las hann
vélfræði og lauk hinu almenna
danska vélstjóraprófi við vél-
stjóraskólann í Kaupmannahöfn
árið 1905; las síðan undir meiri-
hlutann og lauk hinu mfjra vél-
stjóraprófi við skóíann í maí
1906 og er því hinn fyrsti ís-
lenzki vélstjóri, sem tekið hefir
fullnaðarpróf í vélfræði.
Nú lá leiðin út á sjóirtn, Haratd
ur fékk þegar stöðu hjá Thore-
félaginu, sigldi á e.s. „Kong
Helge“ og síðan á fleiri skipura,
félagsins. Þaðan fór hann til
eimskipafélagsins „Karl“ o| var
þar í 2 ár. Árið 1910 fer hann
2. vélstjóri á strandferðaskipið
Vestra, sem hér var við land,
og var þar til 1912, að togarinn
Bragi var smíðaður; réðst hann
þá þangað 1. vélstjóri og var
þar til Eimskipafélag íslands
var stofnað.
Það eru margir sem þekkja
Harald á Gullfossi, en svo var
hann alloftast nefndur, en ef ti-1
vill eru þeir færri, sem höfðu
tækifæri til þess að kynnast
störfum hans, því þasíi’féí oft áýó»;
að vélstjórinn, sem '‘vinnur únd-
ir þiljum, gleymist, þó .annars,'
engu merkara, sé að góöu. getið.
Það mun ekki vera algengt að
menn sigli í 26 ár á sama skipi
en það gerði Haraldur, hann kom
á gamla Gullfoss árið 1914 og
yfirgaf hann ekki fyr.„ en árið
1940, að okkar gamlj ,t’óði
Gullfoss festist í Kaupmanna-
höfn þegar Danmörk var her-
numin.
Allan þennan tíma sem Harald
ur var yfirvélstjóri og e.s. Gull-
fossi rækti hann starf sitt með
mikilli prýði, enda voru vélarn-
ar í Gullfossi, þrátt fyrir aldur-
inn, aflgóðar og eins vel útlTt-
andi og nýjar væru.
Allir þeir raörgu vélstjórar
sem siglt hafa með Haraldi hafa
mikið af honum lært og ciga
honum margt að þakka, hann h'cf-
ur unnið nytsamt starf sem
brautryðjandi í verzlunarflbta
okkar íslendinga.
Haraldur er einn.þeirra manna,
sera hafa sig lítt i frammi, hann
er fróður vel, enda bókamaður
mikill og á fágætt hókasafn, scm
í
hann eflaust unir sér vel við nú
þegar aldurinn færist yfir og
dagarnir fara að verða hver öðr-
.um líkir.
Haraldur var kvæntur ágætri
konu af enskum ættum, Alice að
nafni.
í dag er Haraldur ekki á heimili
sinu, við kunningjar hans og vin-
•ir verðum því að láta okkur linda
og senda honum okkar árnaðar-
óskir og óskum honum og heimili
bans gæfu og gengis á komandi
t'íð.
Vélstjóri.
í badminton
á þríðjudag
Danski þjáifarinn
meðal keppenda
Á ÞRIÐ JUDAGSK VÖLDIÐ
efnir Tennis- og Badmintonfélag
Reykjavíkur til sýningarkeppni
í badminton. Verður hún í íþrótta
húsi Háskólans við Melaveg og
hefst kl. 8 um kvöldið.
Þárna fer bæði fram keppni
í einliða- og tvíliðaleik. Fyrst
keppa þeir Wagner Walbom, sem
er íslandsmeistari í þeirri grein
og danski þjálfarinn Jörgen Bach
sem hér hefur dvalizt í viku-
tíma, en hann er einn meðal
fremstu badmintonmanna Dana.
Síðan fer fram tvímennings-
keppni. Leika þeir Walbom og
Þorvaldur Ásgeirsson saman
gegn Jörgen Bach og Einari
Jónssyni.
Hér verður áreiðanlega um
mjög skemmtilega keppni að
ræða, jafnframt því, sem almenn
ingi gefst kostur á að sjá og
kynnast hinni skemmtilegu íþrótt
sem á æ meiri vinsældum að
fagna hér á landi.
Morgunblaðið
* ■ r lielmingi úllireidilara en
önniir blöff.
Iðjarðarhafsströnd-
in á kfimpd í Gamla bíói
í
Agéðisin rennur til S. I. B. S.
KL. 1,15 í DAG gengst ferðaskrifstofan Orlof fyrir kvik-
myndasýningu í Gamla Bíói. Sýnd verður frönsk kvikmynd frá
París og víðar og skýrir próf. Guðbrandur Jónsson myndina. Áð-
ur en sýning hefst flytur sendiherra Frakka, H. Voillery, stutt
ávarp. Allur ágóði af sýningunni rennur til SÍBS.
NY OG ATHYGLISVEitö
BRAUT
Orlof er hér að fara inn á nýja
br.aut, sem ferðaskrifstofan mun
væntanlega halda áfram á. Kvik-
myndin sem sýnd verður á
sunnudaginn er frá Paris, frá
skíðastöðvum í frönsku Ölpun-
uíh og loks er kvikmynd frá
Miðjarðarhafsströndinni. Er ekki
að efa að almenningur mun nota
sér þessa ágætu skemmtun —
A rðvænlegt iðnaðarf yjir-
tæki, sem hefur tryggða sölu
á framleiðsln sinni, óskar eft
ir 1—2 hluthöfum, þurfa að
geta tekið að sér fram-
framkvæmdastjórn. Tilboð
skoðast sem trúnaðarmál. —
Tilboð merkt „Tækifæri —
992“, leggist inn á afgr.
blaðsins fyrir 10. þ. m.
ýmist við upprifjan gamalla
minninga frá heimsborginni og
Miðjarðarhafsströndinni, hafi
staðirnir verið heimsóttir, eða að
öðrum kosti að sjá æfintýra-
heima sem ferðinni skal einhvern
tíma heitið til.
Eins og áður segir rennur all-
ur ágóði af sýningu myndarinn-
ar til SÍBS en aðgangur kost-
ar kr. 5.00.
Danskur maður
(36 ára) reglusamur og á-
reiðanlegur óskar eftir at-
vinnu, strax. Til greina kem
ur að selja eldhúsáhöld til
báta eða lagermaður hjá
verkstæöi. Logsuðumaður.
Skipskokkur. Hvers konar
vinna kemur til greina. Til-
boð sendist afgr. Mbl. merkt
„995“, eða sími 3203.
Fallegar hendur
geta allu haít. þón unnin
daglcg hússtörí og þvotcar
Haidið höndunum hvli-
um og mjúkuiT) mcð
þvi að nota daglega.
I
ic M.ARKÚ S Eítir Ed Dodd *
1) — Gættu þín, Markús, þeg-
ar þú skerð á festina, að þá kast-
ast báturinn undan straumnum.
2) — Jæja, Jonni. Vertu þá
viðbúinn. Nú sker ég á festina.