Morgunblaðið - 05.06.1953, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.06.1953, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. júní 1953 Tónlistarskóli Isafjarðar hefur unnið ágætt starf FIMMTU nemendahljómleikar Tónlistarskóla ísafjarðar voru haldnir í Alþýðuhúsinu á Isa- firði s.l. fimmtudag, og komu þar fram 22 nemendur skólans, en skólanum var slitið í samkomusal Gagnfræðaskóla ísafjarðar sunnu daginn 30. maí s.l., og lauk þar með 5. starfsári skólans. Skóla- stjórinn Ragnar H. Ragnars flutti þar ávarp og gerði grein fyrir starfsemi skólans, en síðan léku nokkrir nemendur skólans á píanó og orgel. Að því loknu af- henti skólastjórinn nokkrum nemendum verðlaun, sem fyrir- tæki og einstaklingar í bænum höfðu gefið í því skyni og þakk- aði þeim, sem rétt hefðu skólan- um hjálparhönd og styrkt starf- semi hans á liðnum árum. Verð- laun fyrir píanóleik hlutu þessir nemendur: Elsa Finnsdóttir, Sig- urborg Benediktsdóttir og Frank Herlufsen. Fyrir orgelleik: Guð- laugur Jörundsson og fyrir góða frammistöðu í tónfræði Þorbjörg Kjartansdóttir, Arni Sigurðsson og Þui íður Eggertsdóttir. Einnig hlaut Anna Knauf minningargjöf En Itann vankgsr ennþá m margt Samtal við Ragnar H. Ragnars söngstjéra Nemendur Tónlistarskóla ísafjarðar s.l. vetur Árshátíð Sjálfstæiis- maiuia á Aknreyri Husfyllir í tvö kvöld — Frébærar undirtekfir AKUREYRI, 3. júní — í vetur urðu Sjálfstæðisfélögin hér í bænum að fresta árshátíð sinni V£gna ótíðar. Ekki hefír síðan gefizt hentugt tækifæri til þess að halda hátíðina fyrr en um síð- ustu helgi. Stóð hátíðin tvö kvöld að Hótel Norðurlandi og var húsfyllir bæði kvöldin. Á 6. hundrað manns sátu hátiðina. ÁVÖRP ÞINGMANNANNA Svo sem venja er til þegar stjórnmálasamtök halda hátíðir voru á skemmtunum þessum fluttar ræður stjórnmálalegs eðlis. Fyrra kvöldið talaði þing- maður bæjarins, Jónas G. Rafn- ar. Gerði hann samstjórnir margra flokka og afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til þeirra að um- talsefni. Ennfremur stjórnmála- viðhorfið, eins og það er í dag.. Hvatti hann alla Sjálfstæðismenn til ötullar samvinnu við kosn- ingar þær, sem fram undan eru. Á sunnudagskvöldið flutti Magnús Jónsson alþingismaður ávarp. Ræddi hann sjálfstæðis- stefnuna og undirstöðu hennar, frelsið. Hvað hann frelsi á öll- um sviðum þjóðlífsins frum- skilyrði mannlegrar farsældar. En írelsið kvað hann hafa sína takmarkanir, þær takmarkanir, að það sé einungis notað til góðs. Ræðum beggja þingmann- anna var afburða vel tekið, enda einkenndi þær rökfesta og drengi legur málflutningur. Þá fóru fram skemmtiatriði, þar sem fram komu: Haraidur Á. Sigurðsson, Alfreð Andrés- son, norska söngkonan Jeanita Melin og Carl Billich. Var þeim öllum mjög vel tekið. — Þau skemmtu einnig á skemmtun, er Vörður, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri hélt á mánu- dagskvöldið. Ragnar H. Ragnars, skólastjóri. frá skólanum, en hún hefir stund- að nám við skólann s.l. 3 vetur. 5 ÁRA STARF Að lokum talaði formaður skólanefndar Tónlistarskólans, sera Óli Ketilsson, og gerði grein fýrir starfsemi skólans á liðnum 5 árum og þakkaoi skólastjóra og kennurum fyrir gott starf og bað skólanum blessunar í framtíðinni. í tilefni þessa hefir fréttarit- ari Morgunblaðsins á Isafirði átt stutt viðtal við skólastjóra Tón- listarskólans, Ragnar H. Ragn- ar, og innt hann frétta af starf- sémi skólans á liðnum 5 árum. — Tildrög skólastofnunarinn- ar? — Árið 1948 var stofnað hér á ísafirði Tónlistarfélag ísafjarðar og voru stofnendur þess 12, en fyrsti formaður félagsins var Halldór heitirn Halldórsson bankastjóri. Msrkmið félagsins var og er að glæða áhuga almenn ings fyrir list listanna, tónlist- inni, með því að fá hingað til bæj arins góða og þekkta tónlistar- menn og jafnframt með því að auka músikkunnáttu almennings með því að koma hér á fót tón- listarskóla, þar sem ísfirzk æska ætti þess kost að fá byrjunar- kennslu í píanó og orgelleik og í undarstöðuatriðum tónfræðinn- ar. MJÓR ER MIKILS VÍSIR Það var þetta sumar, sem Jón- as Tómasson, tónskáld, skrifaði raér vestur um haf, en ég var þá bpsettur í Vesturheimi, og fór þfess á leit við mig, að ég tæki að njér að setja á stofn tónlistar- skóla á ísafirði og jafnframt, að ég tæki að mér stjórn skólans. - Varð ég við ósKúm þessa ágæta vinar míns og sveitunga, ef til vill vegna þess, að mér var þá ekki kunnugt um, við hverja erfiðleika var að etja, þar sem hvorki var til skólahús né hljóð- færi, en hér hefir sannazt hið fornkveðna, að mjór er mikils vísir. — Hvernig hefir svo skóla- starfið gengið? — Ég held, að mér sé óhætt að segja, að skólastarfið hafi geng- ið eftir öilum vonum og jafnvel betur, en menn þorðu að gera sér vonir um- í upphafi. Ég flutti til ísafjarðar haustið 1948, og var skólinn stofnaður í október það ár, og er það því 5. starísán skól- ans, sem nú var að ljúka. Ég hefi frá upphafi haft á hendi kennslu i tónfræði oe píanóleik, en Jónas Tómasson, tónskáld, hefir haft á hendi o.geikenns.una. Haustið 1950 var aðsóknin að skóianum orðin það mikil, að bætt var við öðrum kennara í píanóleik, og | hefir f’-v lr'1’''=3bet Kristjánsdótt-| Jónas Tumasson, tónskáld. ir verið fastur kennari við skól- ann s.l. 3 ár, auk okkar Jónasar. MIKIL AÐSÓKN — Hvernig hefir aðsóknin ver- ið? — Aðsóknin hefir verið með eindæmum góð. I vetur innrituð- ust i skólann 45 nemendur, en alls hafa 118 nemendur stundað nám við skóiann frá upphafi. Auk þess hefir skólinn haldið námskeið í meðferð blásturshljóð færa, og sá Harry Herlufsen um þá kennslu og s.l. haust hélt Ingvar Jónasson námskeið í fiðlu leik á vegum skólans. Hann dvaldi þá hér í sumarle.vfi, en hann stundar nú nám í fiðluleik í London. ERFTB AR AÐSTÆÐUR — Hvernig hefir aðstaðan við kennsluna verið? I — Aðstaðan hefir vissulega ver ið mjög erfið, þar sem skólinn átti hvorki húsnæði fyrir starf- semi sína, né hljóðfæri, en kenn- arar skólans hafa lánað skólan- um sín hljóðfæri og annazt kennsluna á heimilum sínum. Annars stendur þetta allt til bóta, því að á s.l. hausti festi skólinn kaup á húseigninni nr. 5 við Smiðjugötu fyrir skólahús og jafnframt keypti skólinn ágætt hJjóðfæri, svo að aðstaðan hefir mikið batnað, þó að ennþá sé j margt, sem skólann vanhagar í um, en við væntum þess, að það komi allt, þegar skólanum vex fiskur um hrygg. Það hefir frá upphafi verið meginhugsjón stjórnar skóians, að stilla náms- gjaldi mjög í hóf, til þess að músíkkunnátta yrði ekki nein séreign efnameira fólks, heldur til þess að geta gert hana al- menna. Hefir skólinn notið ágæts styrks ríkis og bæjar í þessari viðleitni sinni. ERAMTÍÐARVERKEFNI — Verkefni skólans í framtið- .nni? — Starfsemi skólans hingað til íefir að sjálfsögðu aðeins verið 1 jyrjunarstarfsemi. Er það von ikkar, að í framtíðinni verði ægt að fjölga námsgreinum við .kólann og éinnig að koma á fót j við skólann barna- og unglinga- ! ór. Einnig ér ennþá margt, sem i cólan vanhagar um, svo sem j >óka- og plötusafn til notkunar j dð kennsluna og fleiri hljóðfæri. leð aukinni atvinnu, sem nú er i orðin hér á Isafirði, og þar af , íðandi aukinni velmegun fólks- j ■>s, sem bæinn byggir, leyfi ég mér að vænta þess, að þessar von ir okkar, sem nú eru, geti allar orðið að veruleika á skemmri tíma en okkur órar fyrir og skól- inn eigi eftir að blómgast og v rnrnt> - M> j OlafuM Björnsson: Lánsfjáreínokun og innflulningshöft í TÍMANUM 3. þ. m. er reynt að þvo Framsóknarflokkinn af öllum ámælum um það að hann sé haftaflokkur, en jafnframt reyna að sanna, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé í rauninni versti haftaflokkurinn! Þessu til sönn- unar nefnir Tíminn það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi nú í raun- inni einokun á útlánum bank- anna, vegna þess að 2 af banka- stjórum Landsbankans og 1 bankastjóri Útvegsbankans séu Sjálfstæðismenn. Þau höft, sem af þessu leiði, séu í rauninni miklu verri en innflutnings- og gjaldeyrishöft, sem sett séu af því opinbera! Hér er vissulega um mjög vill- andi málflutning að ræða, sem ekki verður komizt hjá að leið- rétta. Það verður nú i fyrsta lagi ekki komið auga á það hvernig þessir 3 bankastjórar hefðu getu til þess að einoka lánastarfsemi þessara banka í þágu Sjálfstæð- isflokksins, jafnvel þótt þeir hefðu fullan hug á því að mis- nota þannig aðstöðu sína sem bankastjórar í þágu flokks síns. Menn eins og Helgi Guðmunds- son og Jón Árnason hafa þó hingað til verið taldir hafa bein í nefi. En jafnvel þótt Sjálfstæð- ismenn hefðu nú yfirráð yfir báðum þessum lánastofnunum, færi því víðs vegar fjarri, að þeir hefðu með því einokun á allri lánastarfsemi í landinu. Það eru þó í fyrsta lagi til 3 bankar aðrir en þessir, auk þess eru spari- sjóðirnir, tryggingarstofnunin, vátryggingarfélögin, kaupfélögin og f jölda margir aðrir aðilar, sem hafa yfir fjármagni að ráða. Auk þess má á það benda, að bank- arnir ráða ekki yfir öðru fjár- magni en því, sem almenningur trúir þeim fyrir til ávöxtunar. Það er ólíklegt að allir myndu til lengdar sætta sig við það, að trúa þessum bönkum fyrir spari- fé sínu, ef þeir tryðu því, að öll starfsemi þeirra væri einokuð í þágu eins stjórnmálaflokks, en auðvitað standa sparifjáreigend um ótal leiðir opnar til þess að ávaxta sparifé sitt á öruggan hátt. Jafnvel þótt um slíka einokun væri að ræða, sem Timinn talar um, er hún á engan hátt sam- bærileg við gjaldeyriseinokun innflutningsfyrirkomulagsins. — Þegar gjaldeyrishöft eru, er það aðeins einn aðili, sem hægt er að snúa sér'til fyrir þá, sem kaupa vilja gjaldeyri. Slík einokun er því alger, þar sem ítök einstakra stjórnmálaflokka í lánastofnun- um geta aldrei veitt þeim nema mjög takmörkuð yfirráð yfir fjár- magni landsmanna, vegna þess hve því er ávallt dreift á margar hendur. Annars er það athyglisvert, að málgögn bæði Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna hér í Reykjavík virðast nú keppast við að sverja það af sér, að þeir hafi í hyggju að mynda stjórn saman eftir kosningar. Þar sem báðir erú hins vegar sammála um, að „íhaldið'* sé óalandi og óferjandi, en samstjórn áðurnefndra tveggja flokka er bersýnilega eini mögu- leikinn, sem fyrir hendi er til þess að mynda stjórn án þátttöku 1 Sjálfstæðismanna, þá hljóta kjós- endurnir að spyrja: Hvað er það eiginlega, sem fyrir þessum flokkum vakir varðandi stjórn- arfarið eftir kosningar? — Á að stefna út í algert stjórnleysi, þar sem allt yrði logandi í verkföll- um og upplausn? Þess er að vænta, að ekki verði langt að bíða, að skýrt og greinargott svar fáist við þessari spurningu. Ólafur Björnsson. Bilreiðastjóri getur fengið atvinnn BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Elísabet Krist;-ánsdóttir, kennari. ~ AUGLYSING ER GULLS JGILDJ —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.