Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. júlí 1953 MORGUNBLAÐIÐ IMORSK SKIÐAGJÖF TIL — Fall Berias ÞJÖnMINJASAFNSlNS ' Fulltrúar frá Norsk-íslenzka sambandinu afhenda hana I HINGAÐ komu fyrir nokkrum dögum þrír menn úr félagi Norð- manna „Norsk islandsk sam- band“, formaðurinn Olav R. Bjercke málflutningsmaður í Osló, Knut Eik Nes prófastur í Sparbu í Þrændalögum og ræðis- maður íslands í Haugasundi, Ragnar Nösen. Erindi þeirra hingað að þessu sinni, er að athuga á hvern hátt tiltækilegast það muni vera, að efla starfsemi félags síns, þ. e. með hvaða móti eðlilegast og óhrifaríkast tekin verði upp samvinna og samhugur milli þjóðanna, hinnar norsku og ís- lenzku. Hafa hinir mikilsvirtu og velviljuðu Norðmenn haft tæki- færi til að ræða hér við ýmsa áhrifamenn um málefni sín. Hafa þeir ferðast til Þingvaila og aust- ur að Skálholti. SKÍÐAGJÖF í fyrra sendi félag þeirra safn af norskum skíðum hingað er félagið gaf Þjóðminjasafninu. Eru skíði þessi geymd í norsku deild safnsins. Eru þau af göml- um gerðum og sýna þróunarstig skíðagerðarinnar í Noregi. I kvöldboði er norski sendi- herranna Torgeir Anderssen Rysst hélt hinum norsku gestum afhenti Bjercke gjöfina til Þjóð- minjasafnsins. Samtímis lét hann Morgunblaðinu í té eftirfarandi upplýsingar: SKÍÐAÍÞRÓTTIN í NOREGI Skíðin eru mjög ólík í hinum ýmsu hlutum Noregs og eru þessi einskonar sýnishorn skíðagerðar fyrri tíma. Skíðaganga hefur tiðk azt í Noregi frá alda öðli, og skíð- in hafa alltaf verið nauðsynleg samgöngutæki í hrikalegu lands- lagi Noregs. í styrjöldinni við Sviþjóð lögðu félög norskra skíðamanna fram drjúgan skerf, en notkun skíða til íþróttaiðkana er mjög ný til komin. í Þelamörk þar sem aðstæður eru góðar, var skíðaganga mikið iðkuð, þar sem höfuðstaðarbúar sáu hve skíða- íþróttin gaf ágæt skilyrði til úti- veru. I lok síðustu aldar voru góðir skíðamenn frá Þelamörk kvaddir til höfuðborgarinnar, þar sem fyrsta brunið fór fram í Husebyhlíðinni. í einu fyrsta bruninu tók þátt Fridttjof Nan- sen, sem þá starfaði sem haffræð ingur í Björgvin. Hann kom á skíðum frá Björgvin, tók þátt í bruninu, sótti verðlaun sín og fór til Björgvinjar á sama hátt og hann kom. Hann er frum- kvöðull í notkun hunda og skíða í heimsskautsleiðöngrum, og Grænlandsferð hans gerði skíða- gönguna fræga víðs vegar um heim. Norskar aðferðir í skíða- íþróttinni og norsk orð eins og svig og Þelamerkurbeygja eru góðkunningjar allra skíðamanna. Brunstaðurinn var brátt flutt- ur frá Husebyhlíðinni til Holmen kollen, sem hefur orðið eins kon- ar hugtak fyrir skíðaíþróttina. Nú á tímum eru hundruð þús- unda áhorfenda, þegar skíða- stökk fer fram, þar sem beztu skíðamenn allra ianda eru komn- ir til keppni. EFTIR SNORRAHÁTÍBINA Skiðagáfan gefur smámynd af mikilvægustu hlið lífs Norð- manna, en skíðaganga er hluti af iífi allra Norðmanna. Skíðagjöf- in e_r eins konar „útrétt hönd“ til Islendinga sem vina Norð- manna. Norsk-Islandsk Samband var stofnað árið eftir Snorrahá- tíðina og var bein afleiðings ís- landsferðarinnar 1947. Gjöfin (i að sýna þakklæti í garð íslend- inga fyrir varðveizlu þeirra á sögu Norðmanna fyrr á tímum. Án Heimskringlu Snorra myndu Norðmenn ekki hafa feng ið Eiðvallarstjórnarskrána. Birt- ast þar margar af frelsishugsjón- um sögualdarinnar. Það var Snorri og þjóð hans, sem varð- veitti þær og gaf þær höfundum st j órnarskrárinnar. Sr, Hálfdán Helgason préfastur heiðraður AÐ lokinni messu í Þingvalla- kirkju s.l. sunnudag, 12. júlí, hélt söfnuðurinn séra Hálfdáni Helga syni, prófasti á Mosfelli og konu hans, frú Láru Skúladóttur, sam- sæti í Valhöll í tilefni af því, að 25 ár voru liðin frá því að séra Hálfdán tók að sér þjónustu Þing vallasóknar. Samsætinu stýrði Guðbjörn Einarsson, hreppstj. á Kárastöðum. Flutti hann ræðu fyrir minni prófastshjónanna og afhenti séra Hálfdáni forkunnar fagran kross úr silfri með áletr- uðum þakkarorðum frá fyrrver- andi og núverandi sóknarbörnum hans í Þingvallasveit. Jafnframt þakkaði hann prófasti ágætt starf, skyldurækni, dugnað og ár vekni fyrir heill sóknarbarna hans. Ennfremur tók til máls Thor Brandt, fráfarandi umsjónar- maður Þingvalla. Tók hann í sama streng og Guðbjörn, hrepp- stjóri. Séra Hálfdán Helgason bakk- aði gjafir og árnaðaróskir fyrjr hönd þeirra hjóna og minntist hann ánægjulegs samstarfs milli sín og safnaðarins. Hann þakk- aði og einstakan vinarhug Þing- vallasveitarbúa í sinn garð, bæði fyrr og síðar. — Hungur í á-Þýzkalandi Frh. af bls. 1. neitun Molotovs, að flytja mat- væli að takmarkalínunni milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. Fýrsta sendingin, sem saman- stendur af 2000 smálestum af mjöli, 1000 smálestum af kjöti, 1000 smálestum af baunum og 500 tonnum af þurrmjólk, er þeg- ar komin til Þýzkalands og verð- ur hlaðið upp á takmarkalín- unni. Það er ekki vafi á, að það getur komið í góðar þarfir í A,- Berlín, því að samgöngur eru frjálsar þangað. Hitt er vafasam- ara, hvort það kemur að gagni annars staðar við takmarkalín- una, því að vopnaðir verðir kommúnista standa og gæta eyðu svæðisins. — Reuter. Frh. af bls. 1. lögreglunnar. Frá því dauða Stalins bar að hefur margt bent til þess að Beria hafi verið að auka og tryggja völd sín með því að setja vini sína í áhrifastöður, þangað til fyrir nokkrum vikum síðan. Nú hefur honum verið rutt úr braut. VAR HANN IIANDTEKINN En margt er enn á huldu. Þótt hin opinbera skýrsla hafi talað um, að mál Beria hafi verið af- hent Æðsta dómstólnum, þá hef- ur ekkert verið talað um hand- töku hans. — Þetta hefur gefið mönnum ástæðu til að ætla að hann kunni að hafa verið að- varaður um hvað til stóð og flúið til fæðingarstöðva sinna, Georgíu með tryggustu fylgismönnum sínum, treysti á afl skilnaðar- hreyfingarinnar og að hann ætli að reyna að bjóða tilskipun mið- stjórnarinnar í Moskvu byrginn Við vitum ekki með vissu hvort þessi valdamikli maður hefur að- eins verið gerður útlægur eða beittur iíkamlegri þvingun. Og ef hann hefur verið fangelsaður þá vitum við ekki hvaða aðilar hafa tekið hann fastan. IIVER VAR STJÓRNMÁLA- STEFNA HANS? Þegar komið er að hinni stjórn málalegu hlið málsins — að spurn ingunni um, hvort Beria var fylgjandi hógværari stjórnmála stefnu en hafi nú orðið að lúta í lægra haldi fyrir öfgastefnu og kúgunaraðferðum hinna stalinsku fylgifiska — eða hvort hann hafi staðið öndverður gegn hinum frjálslyndari öflum, sem virðast hafa verið að verki í rússnesk um stjórnmálum undanfarna mánuði — þá stöndum við uppi með getsakir okkar einar að leiðarvísi. Vissir kaflar í Pravda leiður- unum að undanförnu gefa mjög gilda ástæðu til að ætla, að Beria hafi átt sinn þátt í hinni nýlegu viðleitni til að lægja ólguna í hinum sterku þjóðernisöflum, sem risið hafa ískyggilega hátt innan Sovétlýðveldisins að und- anförnu — og að nú muni brugð- ið til gagnstæðrar stefnu í þess- um málum. ENGIN VISSA FYRIR HENDI En þegar að sjálfum leppríkj- um Rússlands kemur og heimin- um sem heild, er engin v.issa fyr- ir hendi. Jafnvel þó að hægt væri að komast að því sanna um, hvort Beria var fylgjandi eða mótfall- inn ráðstöfunum Malenkovs, sem komu af stað frelsishreyfingunni í Austur-Þýzkalandi og annars staðar þá mun, hvað sem því líður, óhætt að fullyrða að ekki mun hægt að hverfa aftur til i hinnar fyrri hervernduðu kúg- ' unar, sem beitt hafði verið. Við getum jafnvel verið við- búin því, að Beria verði ásakað- ur um að reyna að spilla „friðar- viðleitni Sovétríkjanna“ einmitt með því að standa í gegn frjáls- í lyndari stjórnarstefnu. | FALL BERIA AÐEINS UPPHAFIÐ En við vitum ekki hvað skal segja. Það eina, sem hægt er að ganga út frá sem vísu er það, að þeir, sem voru þeirrar skoðunar, að jafnvægi rússneskra stjórn- mála hefði beðið alvarlegan hnekki við dauða Stalins — þeir hafa haft á réttu að standa. Og allar líkur benda til, að fall Beria sé ekki annað en upphafið að áframhaldandi atburðaröð af svipuðu tagi. Það er engin ástæða cil að ætla, að Malenkov sjálf- ur sé öruggur. Það eru fleiri, sem keppa um völdin heldur en Malenkov og Beria. Hin feila 15 ára síld fSffnr slg ör! austur með Norðurlandi En á veslursvæðinu verður var! við síld, sem veður ekki enn, segir Guðm. iörundsson, útgm. og togarasklpsfjórr í GÆRMORGUN átti Morgun- blaðið tal við Guðmund Jörunds - son, útgerðarmann, en hann stjórnar togara sínum, Jörundi, á síldveiðum um þesar mundir, og hefir aflað vel þann stutta tíma, sem síld hefir veiðst fyrir Norðurlandi. ENGU HÆGT AÐ SPÁ Blaðið spurði Guðmund, hvaða horfur hann teldi á síldveiðum að þessu sinni. Minntist jafn- framt á, að samkvæmt norskum blöðum hefði hinn nafntogaði vísindamaður Norðmanna, De- vold, látið það álit sitt í ljósi, að yfirleitt höguðu hafstraumar sér og síldargöngur í ár með svipuð- um hætti og sumarið 1951. Norskt blað hafði það eftir De- vold m.a. að hann liti svo á, að ekki væri ástæða til fyrir norska síldveiðimenn að gera út skip sín á síldveiðar á íslandsmið, sakir þess, að meginstofn síldarinnar héldi sig svo austarlega í hafinu, að nær væri fyrir norska síld- veiðimenn að gera út t.d. frá Mæri, en senda skip sín alla ieið til íslands. Guðmundur komst m.a. að orði á þessa leið: — Það er mjög erfitt að segja nokkuð um síldveiðihorfur i ár, og að sjálfsögðu verðum við var- kárari í öllum ummælum okkar vegna þess, að við sjómennirnir erum að ýmsu leyti á annarri skoðun en íiskifræðingarnir. En eins og kunnugt er, er sú síld, sem hingað til hefir veiðzt fyrir Norðurlandi óvenjulega stór, enda er hún samkvæmt rannsóknum fiskifræðinganna ó- venjugömul. Mikið af 15 ára gamalli síld. En nú síðustu daga hefir einnig orðið vart við tals-1 vert minni síld, sem að sjálí- sögðu er úr eitthvað yngri aI«U ursflokkum. — Og ykkur virðist síldin vera á hraðri göngu austur með iand- VEIÐIN AÐEINS TVO DAGA Á SÖMU SLÓÐUM — Síðan síldarinnar varð varl, höfum við ekki getað veitt hana nema í hæsta lagi tvo sóla*- hringa á sömu slóðum og bendir það til þess að hún færi sig aust- ur með landi. Aðfaranótt máno- dags og nú í morgun hefir henn- ar orðið vart austur á Þistilfirði, en ekki er hægt að segja neitt I um hvað verða kann úr veiðinn* á þeim slóðum. — Og svo er eftir að vita að sjálfsögðu, hvernig ykkur síld- veiðimönnum tekst að fylgja J síldinni eftir á austurgöngtt hennar frá landinu. — Já. En þá veltur á miklu að við verðum búnir að fá asdie-* tækin, sem von er á að verði ko» in í Ægi. Okkur er sagt, að þan verði komin í notkun í næsta mánuði. — En þegar við tölum um austur-göngu síldarinnar her'a | norðurmiðunum, er þess að geta , m.a. sagði Guðmundur, — að' síldveiðimenn á vestursvæðimi | hafa orðið varir við mikla siHl með bergmálsdýptarmælum sin- ; um. Hingað til hafa menn ekki orðið varir við að síUl hafi vaðiiT á þeim slóðum, hvað sem síðar kann að verða. Sameiginiegur fundur rænna presta haldinn i 9. sinn Boðað ti! næsfa fundar á íslandl 1956 DAGANA 29. júní til 2. júií stóð í Gautaborg sameiginlegur fundur presta á Norðurlöndum, og sóttu hann um 250 fulltrúar alls. Aí Islands hálfu sóttu þeir fundinn Ásmundur Guðmundsson, prófessor og sr. Hálfdán prófastur Helgason á Mosfelli. Sr. Magnús Guð-; mundsson í Olafsvík, sem einnig stóð til að sækti mót þetta, varA fyrir slysi skömmu áður og gat því ekki farið. NÆSTI FUNDUR Á ÍSLANttl í lok erindisins gat prófessor Ásmundur þess, að röðin vs^jt komin að íslandi, að fundur sjnTr rænna presta yrði haldinn .par og bauð prestunum í nafni Presta félags íslands að halda næsta fund á íslandi sumarið 1956, ög- var því boði tekið með miklum. fögnuði og samþykkf einu hljóði. Mótinu lauk með guðsþjónusttt í dómkirkjunni og prédikaði Ysander biskup. - Fundir sem þessir eru haldnir 3 hvert ár til skiptis á Norður- löndunum. Gautaborgarfundur- inn var 9. í röðinni, en þetta er fjórða sinni, sem íslendingar eiga fulltrúa þar. Stjórnir prestafélaga á Norður löndum önnuðust undirbúning, og var hann með ágætum. Fengnt gestir hinar beztu viðtökur. X MÓTIÐ SETT Fundurinn hófst með guðsþjón ustu í dómkirkjunni síðdegis mánud. 29. júni, og prédikaði biskupinn í Gautaborg, sem margir kannast við hér á landi, Bo Giertz. Um kvöldið setti j Ysander biskup i Linköping mct- ið með erindi og bauð fulltrv'mj vel komna, en gestir fluttu kveðjuávörp einn frá hverjul landi. Ásmundur, prófessor tal- aði af hálfu íslendinganna. NÝR SENDIMAÐUR Prestar handteknir PARÍS, 13. júlí — í dag kom BAYONNI, 13. júlí •— Tveir hingað flugleiðis frá Moskvu kaþólskir prestar handteknir í Vinovograd hinn nýi sendiherra dag. Sakaðir um brottnám Rússa í Frakklandi. tveggja Gyðingadrengja. ERINDI FLUTT Hvern morgun voru guðsþjón- ustur haldnar og nokkur erindi. i Voru þau um kenningu kirkj- I unnar, endurfæðingu, guðrækni í Vestur-Svíþjóð, fermingarund- irbúning. Þar tók til máls sr. Hálfdán Helgason. Önnur erindi voru: hættur einverunnar og nauðsyn hennar, vélin, maður- inn og kirkjan og að síðustu norræn samvinna. Flutti Ásmund ur Guðmundsson þar framsögu- erindi og ennfremur sænskur ’ prófastur. !. Eden að skreppa saman NEW YORK, 13. júlí — Anthony Eden utanríkisráðherra, sem hef-í ur verið undir læknishöndum i Bandaríkjunum er nú að ná sér’ og mun halda heim i næstu viktK,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.