Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 14. júlí 1953 •■m TILKYNNING Hér með tilkynnist að heildverzlun Björgvins Schram, Hafnarhvoli (sími 8-27-80), hefur tekið við sölu-umboði á Suðurlandi fyrir framleiðslu- vörur okkar. S ú k k u Iti ðiveí'ksm Eö|ars LINDA li.fl, Akureyri. TILKYNNING Það tilkynnist hér með að heildverzlun Björgvins Schram, Hafnarhvoli (sími 8-27-80), hefur tekið við sölu-umboðinu fyrir framleiðsluvörur okkar. Lakkrðsg^in KRU l\l IVII b.f., Reykjavík SARBÍNUR í tomat Fyrirliggjandi J. n° óóon< & varaní Verzlunarstari Ungur reglusamur maður óskast til afgreiðslu- starfa í sérverzlun. .— Umsóknir með upplýsing- um um menntun, aldur og fyrri störf, sendist blað- inu fyrir 17. þ. m., merktar: „Vinna — 202“. Bezt að auglýsa í IVforgunblaðinu Flatir penslar: %“, 1“, V/2“, 2“ 2%“, 3“, 3V2“, 4“, 4V2“ fleiri þykktir. Hringpenslar: Nr. 4, 6, 8, 10 Málingarkústar: 8x16. Ofnapenslar: 1“, 1%“. Strikpenslar: Nr. 14, 16, 20. Tjörukústar. -- S. ÁRNASON & Co. Sími 5206. Bíiaski|3ti Vil láta nýlega Austin-bif- reið, 4ra manna, model 70, 1952, í skiptum fyrir Chevrolet eða aðn góða tegund 6 manna bifreiðar. Góð milligjöf. Tilboð óskast sent í P. O. box 185 fyrir fimmtudag. Vantar íbúð Hver vill leigja mér 2ja til 4ra herbergja í búð frá 1. okt. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Fámenn fjöl- skylda. Uppl. í síma 7735, eftir kl. 20. Gunnar Sigurðsson verkfræðingur. Steypuhrærivél lítil (ógangfær) til sölu. — Veður til sýnis inn við De- fensor n.k. þriðjudag frá kl. 5—7 e.h. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir fimmtu- dagskvöld merkt: „Steypu- hrærivél — 206“. ♦y. t Frá Steindóri HRAÐFERÐIR TIL STOKKSEYRAR Tvær ferðir daglega. Aukaferðir um helgar. Frá Stokkseyri: kl. 1,15 e. h. og 4,45 e. h. Frá Hveragerði: kl. 2,30 e. h. og 6 e. h. t Frá Reykjavík: | kl. 10.30 f. h. og 2,30 e. h. * Frá Selfossi: | kl. 2 e. h. og 5,30 e. h. | Kvöldferðir að Selfossi alla laugardaga og sunnudaga. Frá Reykjavík: Laugardaga kl. 8,30 s. d. Frá Selíossi kl. 11 s. d. *£ Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 7,30 s. d. Frá Selfossi kl. 9 s. d. I BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Sérleyfissími 1585 t * V Úfiflutningur ruforku í MBL. 30. maí s. 1. birtist grein þar sem ræddar eru fregnir úr öðrum blöðum viðvíkjandi hugs- anlegum útflutningi á raforku frá íslandi til Skotlands. Þetta er eins konar viðtal við verkfræðing, sem er sérfræðing- ur í raforkumálum. Hann stað- festir að þessi hugmynd muni tæknilega möguleg eða verði það innan tíðar, en bendir á, „að það sé ekki þar með sagt að slíkt fyr- irtæki gæti staðizt á fjárhagsleg- um grundvelli“. Hann segir að orkuflutningurinn þyrfti að nema V2 millj. eða jafnvel heilli millj. kw. til þess að einingarverð raf- orkunnar hækkaði ekki um of við svo langan flutning. Einnig talar hann um að setja þyrfti upp fleiri en eitt orkuver í þessu augnamiði á íslandi og leiða rafmagnið frá þeim sam- an eitthvað austur eftir land- inu — og einnig í Skotlandi nokkur hundruð km. veg, allt suður í stofnveitur brezku lands- linunnar. Bendir hann á að ekki sé að vita hvenær eða með hvaða móti fengist fjárhagslegur grundvöll- ur til að koma slíkri áætlun í framkvæmd og að lokum segir í greininni: „Væri raforkan því notuð innanlands myndi hún veita margfalda atvinnu á við það, sem fengizt með því að flytja hana úr landi. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er það margfalt æski- legra að hún verði notuð í land- inu sjálfu. Er því lítill vinning- ur að flytja raforku héðan til iðn- aðar í Skotlandi. — Með því ráðlagi myndum við minnka á verulegan hátt atvinnumöguleika þjóðarinnar og hleypa okkur í mikinn kostnað með því að efna til hinnar geysidýru flutnings- veitu á milli landanna“. MIKIL VIRKJANLEG VATNSORKA Um hvort hlutir sem þessir eru tæknilega mögulegir er ekki á færi annarra en færustu sér- fræðinga að dæma, hið sama á við um fj árhagsgrundvöllinn. Greininni sem vitnað er í er ég algerlega sammála, nema því sem segir í seinustu línunum: „Er því lítill vinningur .... o. s. frv“. Og langar mig til að benda á nokkur atriði þessu viðvíkj- andi. Að tiltölu við stærð hefur ís- land mjög mikla virkjanlega vatnsorku, t. d. eru aðeins 3—4 lönd í Evrópu er hafa hana meiri. Ef tekið er tillit til þess að land- ið er eitt hið strjálbýlasta í heim- inum, þá kemur mun meira hér á mann af virkjanlegri orku en í nokkru öðru landi, að Mið-Afríku e. t. v. undanskilinni. Ef gerður er samanburður á Norðurlöndunum í þessum efn- um: legu 4 millj. ha., sem ef full nýtt væri, er fyrir 600 þús. manna þjóð allt að því 50 sinnum meira afl á mann en Bandaríkin hafa af raforku pr. íbúa í dag, og hafa þeir þó virkjað miklu meira en nokkur önnur þjóð af „absolut“ orku. Hugmyndin mun vera að Sog- ið verði fullvirkjað árið 1962 og munu þá fást úr því 100.000 ha. Ég vil segja „vonandi“ mun það afl ekki nægja lengi, því það táknaði kyrrstöðu í framkvæmd- um. Liggur þá næst fyrir að ráð- ast i virkjanir við stórfljótin Hvítá (sem á að gefa fullvirkjuð 320.000 ha.) og Þjórsá með þver- ám (með 2 millj. ha.). í sambandi við þessar ár þyrfti að gera ýmiss stórmannvirki, langa stíflugarða og jarðgöng, en ekki er hægt að vinna i smá skömmtum eins og gert hefur verið hingað til með Sogið og Laxá. Hefur jafnvel verið talað um „virkjanasamstæður", sem myndu kosta um 3—4000 millj. króna. Ef tekið er tillit til þess að heildar þjóðartekjurnar t. d. fyrir árið 1950 voru áætlaðar 1600 millj., þá sézt um hvílíkar feikna fjárhæðir hér er um að ræða. RAFORKA INNANLANDS VEITIR MARGFALDA ATVINNU Auðvitað eru allir sammála um að raforka notuð innanlands myndi veita margfalda atvinnu á við það, sem fengist með því að flytja hana úr landi. En ég þykist hafa sýnt fram á að á næstu mannsöldrum muni ís- lenzka þjóðin ekki nægilega fjöl- menn til að nýta þá gífurlegu orku sem er í fallvötnum lands- ins. En annað atriði er ekki síð- ur mikilvægt. Hvernig ætla menn að afla peninga til þessara fram- kvæmda? Ekki getum við ætlast til að fá þá gefins og erlend lán sem gætu samtals numið hundruð um milljóna króna eru mjög varhugaverð. Hið mesta óraunsæi væri að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd að ekki getur orðið úr neinum stórframkvæmdum í næstu framtíð nema við hleypum inn i landið einhverri hæfilegri upphæð af erlendu fjármagni til fjárfestingar, svo sem gert er í flestum löndum heims. M. a. öllum Norðurlöndunum nema ís- landi. Auðvitað þarf að fara var- lega í þessum efnum, en ef svo er gert þá er engin hætta í þessu fólgin. HAGNAÐURINN YRÐI FYRST OG FREMST ÍSLANDS Þá kem ég að lokum aftur að byrjuninni. Setjum svo að tækni lega reynist mögulegt og fjár- hagslega skynsamlegt að flytja Virkjanleg vatnsorka: Millj.kw.st./ár kw.st./ár á íbúa kw.st./ár pr.km2 Danmörk ................ 40 10 1.000 Finnlar.d .......... 10.000 2.500 30.000 ÍSLAND ............ 35.000 250.000 350.000 Noregur ........... 120.000 37.000 370.000 Svíþjóð ............ 50.000 7.000 110.000 Taflan sýnir að Noregur sem er betur stæður í þessum efnum, en sennilega öll önnur menn- ingarríki, hefir á íbúa aðeins 1/7 af virkjanlegu afli á móti okkur, sé núverandi íbúafjöldi landanna lagður íil grundvallar. 5—6 MILLJ. HA. Auðvitað er sjálfsagt að gera áætlanir fram í tímann, ekki sízt þegar þjóðinni fjölgar svo mjög sem nú er. Þeir bjartsýnustu gera ráð fyrir að íbúafjöldinn hafi tvöfaldast um næstu aldamót, eft- ir 100 ár mætti gera ráð fyrir að íslendingar yrðu orðnir 600 þús. Virkjanleg orka á íslandi er talin 5—6 millj. hestafla. (1 kw. — 1,36 ha.) Ef við flytt- um nú út t. d. 1 millj. ha. þá höfum við eftir af vel virkjan- út rafmagn til Skotlands innan ekki margra ára. Því þá ekki að koma upp einhverjum orkuver- um hér í félagi við þarlenda menn og þeir fengju svo með samningi tryggðan vissan kíló- vattafjölda árlega í nokkra ára- tugi, eða svo lengi sem sam- komulag næðist um. Ekkert væri því til fyrirstöðu og raunar sjálfsagt, að hafa orku- ver þessi stærri en svo að þau önnuðu útflutningnum og yrði viðbótarorkan auðvitað notuð innanlands. Er ekki að efa að með fyrir- hyggju af okkar hálfu myndu engir hagnast meir á samvinnu sem þessari en íslendingar og er þá íilganginum náð. 6. júní 1953. Valdimar Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.