Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUTS BLAÐIÐ Þriðjudagur 14. iúlí 1953 r JULIA EER SKALDSAG A EFTIR D OROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 54 vera hér“, sagði Truda. „Að minnsta kosti verðum við að tala saman fyrst“. Mike fór niður í veitingasal- inn. Þar settist hann í djúpan leðursófa og hugsaði um ekki neitt. Fimm mínútur hafði hún sagt. Þær mínútur myndu líða íljótar ef hann hugsaði ekki um neitt. Hann bað um viskíglas og íiállaði sér makindalega aftur á bak, og horfði á afgreiðslu- manninn blanda í glösin. Hon- um fórst það mjög faglega úr hendi. Mike fylgdi þjóninum eftir með augunum, þegar hann bar glösin til ungu elskend- anna, sem sátu í einu horninu. Hann velti því fyrir sér hvort fastagestirnir á veitingahúsun- um fengju tímann til að líða á þennan hátt. Sennilega biðu þeir og horfðu á æðstaprestinn blanda í glösin þangað til klukkan sagði að þeir gætu fengið sér annan til. Þegar viskíið kom á borðið horfði hann sigri hrósandi á það. Truda kemur til að tala við mig, htrgsaði hann með sjálfum sér. Nú þarf ég ekki að drekka meira. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og lokaði augunum. Þegar hann opnaði þau aftur, stóð Truda fyr- ir framan hann. Hún var i svörtum kjól. Það var i fyrsta sinn, sem hann hafði séð hana svartklædda. Kjóllinn var siður og féll alveg upp að hálsi hennar. Hann klæddi Trudu vel. Hann stóð kurteislega á fætur til að ná í stól handa henni, en hún ýtti honum innra í bekkinn og settist við hliðina á honum. Þjónninn setti martiniglas fyrir framan hana. Annar þjónn kom að með hlaðinn bakka. — Mike gat greint þar stórar brauðsneið- ar, súpuskál og sterka osta. „Hvernig fórstu að muna eftr því að mér þykir góðir ostar?“ „Mér tekst þetta einhvern veg- inn“, sagði hún. „Og þú færð kaffi á eftir“. Hún drakk úr glas- inu og gaf þjóninum merki um að hún vildi fá aftur í glasið. — „Drekktu úr þínu glasi, ef þú kærir þig um það. Nú ætti það ekki að gera þér neitt“. „Þakka fyrir traustsyfirlýsing- urta“, sagði Mike. Hann horfði á þjóninn koma með brauðið. „Þú ætlar þó ekki að segja mér að þetta eigi að vera aðalmáltíðin þín — og svo er bezti veitinga- staðurinn í allri New York að- eins nokkur hundruð skref niður éftir ganginum“. „Ég get ekki borðað meira svona strax eftir flugferðina", sagði hún. Hún sneri sér að þjón- inum. „Þakka þér fyrir Marcel“. Þeg- ar þjónninn var farinn, sagði hún við Mike: „Yiltu tala út núna eða eigum við að láta það bíða?“ Mike brosti lítið eitt. Það fór að færast ró yfir huga hans. eftir að hann hafði borðað súpuna. Eiginlega of mikil ró, til þess að hann þyrfti á hughreystingu að halda. Bráðum fer ég að spyrja sjálfan mig hvers vegna ég er hingað kominn. Mig langar ekki til að spyrja sjálfan mig að því strax. Það er svo þægilegt að sitja hérna við hliðina á Trudu og sjá hlýjuna og vingjarnleik- ann í augum hennar. En fyrr en varir neyðist ég til að snúa mér að málinú. Hann virti Trudu fyrir' sér, þegar hún hellti kaffi í bollana úr lítilli silfurkönnu. „Ef þér finnst núna að það geti eins verið ósagt, þá skulum við bara láta mm þér fyrir samt.... “ „Þér líður betur núna“, sagði hún. „Það er þó alltaf bót í máli“. „Það er vegna þess að ég kyssti þig“, sagði hann. „Mér leið betur um leið og ég sá þig. Þú verður að fyrirgefa að ástæð- an var ekki önnur“. „Við skulum sleppa því“, sagði hún. „Segðu mér nú hvers vegna þú komst“. Hann sagði henni loks frá Buddy og litla, hvíta hundinum og dimma, fátæklega húsinu. — ! Þegar honum fannst hún myndi : geta séð það greinilega fyrir sér, j sagði hann henni frá því hvernig sólin hafði skinið á granna fót- leggina hans og hvíta striga- skóna. Blóðið á litla enninu. — Þegar Buddy hafði legið hreif- ingarlaus á gangstéttinni með annan handlegginn undir sér og i höfuðið undarlega snúið. Hann lækkaði röddina þegar hann sagið henni frá því, hvern- ig Júlia hafði brugðið við. — Hvernig augun í henni höfðu orðið starandi og tóm. Hún átti enga meðaumkun tíl. Allar blíðu- tilfinningar hennar höfðu horfið inn í hana og snerust um hana sjálfa. Allt í einu þagnaði rödd hans. Ég er að tala um konuna mína, hugsaði hann. Um Júlíu. Um Júlíu, sem var fallegri en allt sem ég hef séð, þegar morgun- sólin skein á andlit hennar, undir furutrjánum. Júlía, sem borðaði ferskju, svo að safinn rann niður höku hennar og svo hló hún til mín, þangað til ég kyssti varir hennar. Truda hafði hlustað þegjandi á sögu hans. Nú sat hún kyrr og sneri tómu glasinu á milli fingra sér. Loks sagði hún: „Ég er að reyna að skilja þetta sem þú hefur sagt. Ég reyni að líta á það eins og þú hlýtur að sjá það. En þetta kemur mér ekki á ó- vart. Við höfum öll fundið, hvernig þú fjarlægðist okkur. Scott, Avery og vini þína hér“. Þau höfðu þá talað um hjóna- band hans sín á milli öll. Hann fann reiðina blossa upp innra með sér. Hann stóð með Júlíu. Hún átti hluttekningu hans. — Truda hélt áfram: „Ég vonaði að hún myndi breytast þegar hún giftist þér. Að hún myndi taka þátt í lífinu með okkur. Ég hélt ekki að hún myndi draga þig inn í sína skel“. „Við eigum von á barni“, sagði Mike. | Hann vissi ekki, hvort henni varð bilt við þessi orð hans. En rödd hennar var fullkomlega ró- i leg þegar hún sagði: „Ef til vill \ liggur skýringin á öllu fólgin þar“. „Óskar þú mér ekki til ham- ingju?“ „Hvernig get ég það“, sagði Truda, „fyrr en þú gerir þér Ijóst, hvaða tilfinningar þú berð til Júlíu“. „En ég veit það“. Hann horfði beint í augu hennar. „Þetta á- stand hennar réði engu um það, hvernig hún brást við gagnvart Buddy. Það er eðli hennar. Ég var nógu eigingjarn til að halda að ég gæti breytt henni. En hún er sterk“. „Ef svo er, þá óska ég þér til hamingju“, sagði Truda. „Ég vona að þið verðið hamingjusöm öll þrjú“. Hann heyrði rödd hennar eins og úr fjarska. Hann sá fyrir sér andlit Júlíu. Hann minntist þess að einu sinni hafði hún verið í ljósrauðum náttkjól. Hálsmálið á honum var V-lagað og húð henn- ar var hvít og slétt undir kjóln- um. „Það er stríð í Evrópu", sagði Truda. „Þú gætir farið í herinn. Ég myndi ekki afbera það ef þú særðist. En það er til margt verra en líkamleg sár. Til dæmis sjálfs- morð andans. gARNMESBdlt BILINCH OG BYLGJURNAR ÞRJAR Spánskt ævintýri I’YRIR örófi alda gerðist saga þessi, sem nú verður sögð. Segir hún frá bát í sjávarþorpi nokkru, sem hvern dag réri til fiskjar. Á meðal fiskimannanna á bát þessum, var fimmtán ára piltur, sem hét Bilinch. Þeir voru allir mjög duglegir veiði- menn, en hvernig svo sem á því stóð, höfðu þeir lítið sem ekkert fiskað í eitt ár. Og þótt þessi bátur væri ávallt fyrstur út á miðin og því fyrstur að leggja net sín, fékkst eiginlega ekkert í netin nema dauður fiskur. Þetta gæftaleysi endur- tók sig dag eftir dag, og sjómennirnir voru orðnir mjög kvíðafullir um hag sinn. Kvöld nokkurt unnu skipstjórinn og Bilinch að því að gera bátinn sjófæran, því að snemma næsta morgun ætluðu þeir að fara í róður. Það var komið svo langt fram á nótt, þegar þeir höfðu lokið við að lagfæra bátinn, að þeim fannst ekki taka þvi að fara heim til að sofa, heldur lögðu þeir sig fyrir í bátnum. Þeir voru orðnir mjög þreyttir eftir erfiði dagsins og sofn- uðu því um leið og þeir lögðust út af. Þegar þeir höfðu sofið litla stund, vaknaði Bihnch með óhljóðum. Hann hrópaði hástöfum: „Sástu hann ekki — heyrðirðu ekki í honum? — Tröllkerlingarnar tvær“, sagði pilturinn og var mjög taugaóstyrkur. Skipstjórinn reyndi nú að spyrja piltinn kvað hann væri að tala um, en Bilinch var svo miður sín, að hann gat ekki skýrt frá því, sem fyrir hann hafði borið. I dögun, þegar báturinn átti að leggja af stað í róðurinn, ! iéll Bilinch á kné fram fyrir skipstjórann: „Ég get ekki farið með í þessa ferð“, næstum því kallaði hann. „Gefðu mér frí í dag“, sagði hann. I,, ,»Þyí .setti. ég að gera það?“ spurði þá skipstjórinn. „Þú ít’felMr lað iríiiMáiy ödbtl íaSa feegja mér hví þú vilt endilega fá frí í dag.“ „STRICK-FIX nýja þýzka HEIMILIS-PRJÓNAVÉLIN er nú komin. Mcð henni eru prjónaðir 60 hlutir á sama tíma og 1 hlut- ur er prjónaður í höndum. Allar tegundir bands hæfa vélinni jafn vel. — Sparið og prjónið heima. — Það geng- ur fljótt og vel með „STRICK-FIX“. — Kostar aðeins 1.512,00 krónur. Vesturgötu 2 — Sími 80946 Heimilishrærivélin. Ludvig Storr & Co. \ 450 Wolta mótor — 1 árs ábyrgð. ■ ■ ................................éfFMM* — Morgunblaðið með morgunkaffinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.