Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. júlí 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Á valdi vinda og loftstrauma
SEX syfjuleg andlit gægðust
niður af svefnloftinu í skála
Svifflugfélagsins á Sandskeiði
einn fagran jiínídagsmorgun.
Þetta voru 5 Þjóðverjar, sem
hingað til Iands höfðu komið
til þess að eyða sumarleyfi
sínu hér „á valdi vinda og
loftstrauma“. Með þeim dvaldi
þarna Helgi Filippusson ein-
hver öruggasti og bezti svif-
flugsmaður íslands, að öðrum
ólöstuðum. Þeir sexmenning-
ar héldu oft áfram við svif-
flugið fram eftir nóttunni og
því voru syfjur að morgni
eðlilegar.
En eins og dögg hverfur fljótt
fyrir glampandi sól hurfu stýrur
þessara áhugasömu svifflug-
manna fljótt er þeir s'áu hve
ákjósanleg flugskilyrðin voru og
er þeir heyrðu þrumuraust As-
björns Magnússonar, formanns
félagsins, sem kominn var með
blaðamenn upp eftir í því skyni
að pína hann upp í flugu og láta
hann þar komast að því að eigin
raun, hve vandalaust og hve
skemmtilegt það er að sigrast á
þyngdarlögmálinu með því að
beita rétt vængjum svifflugunn-
ar.
IIRÆÐSLAN SEGIR TIL SÍN
Það varð víst ekki meira en
um kattarþvott að ræða þennan
morguninn, en þegar í stað hald-
ið með „tvísætuna" út á flug-
taksstað. Ég get trúað lesendum
fyrir þvi, að á þessari leið með
fluguna hugsaði ég til þess, hve
vitlaus ég hefði verið að láta
Ásbjörn í Oriof ginna mig út í
þetta ævintýri. Það eina sem ég
áður þekkti til svifflugu var að
ég hafði stundum séð þær á lofti
yfir Sandskeiðinu eða aftan í
vélflugu yfir bænum. Og þá
hugsaði ég með mér, að ekki
vissu þessir galgopar upp á
hverju þeir ættu að finna. Ef égj
hefði þorað karlmennsku minnar j
vegna að segja þeim félögum að
ég væri fallinn frá fyrrí ákvörð-
un minni um að fara í þessa
flugferð, þá hefði ég gert það.
Það getur vel veríð að ég hafi
óskað þess að ég fcngi þegar í
stað botnlangakast eða eitthvað
annað álíka voðalegt, aðeins af
því að hjarta mitt var komið nið
ur í maga af hræðslu við að eiga
líf sitt undir „vélarlausri flug-
vél“. — En í því heyrði ég, að
einhver nálægt mér sagði. „Það
öruggasta af öllu er það, að eng-
in vél er í flugunni. Hún kemur
ætíð heil til jarðar, nema ef hún
rifnaði upp í loftinu, en það hef-
ur aldrei komið fyrir“. — Þessi
huggun kom eins og kölluð, því
við vorum komnir á flugtaksstað
og nælonbandið var bundið ]
„nef“ svifflugunnar og í vélflug-
una, sem komin var til þess að
draga okkur upp.
TAKIÐ YKKUR STÖÐU
Við Helgi Filipusson höfðum
tekið okkur stöðu í hinum litla
stýrisklefa svifflugunnar. Mér
fannst hann vera illa vaknaður
ennþá, að minnsta kosti tók
hann lífinu allt of rólega að mín-
um dómi. Hreyfill vélflugunnar
þyrlaði upp moldrykinu — og nú
var að duga eða drepast.
Vélflugan rann hægt af stað
en hraðinn óx og ekki höfðum
við langt farið eftir flugbraut-
inni, er svifflugan tókst á loft
Helgi stakk henni aftur niður
undir jörð og það fór fiðringur
um magann. Þannig leið heil ei-
lífð að mér fannst — vélflugan
lyftist ekki. Mér varð um og ó
— jú nú sleppti hún jörðinni og
hækkaði flugið ört. Hvinurinn
frá henni söng í eyrum. —
Vélflugan teymdi okkur hærra
og hærra, sjóndeildarhringurinn
víkkaði. Við fórum örskammt frá
tindi Vífilfells og áfram suður
með brún fjallshryggjarins, síð-
an aftur til baká hærra og hærra.
ÞAÐ STÓRA VERÐUR SMÁTT
Hæðarmæliriim sýndi 2000
fet, 3000 fet, 4000 fet og 4500
Farið í svifflugu upp
frá
fet. „Nú förum við að sleppa"
sagði Helgi, og örstuttu síðar
steig hann á ákveðinn hnúð og
vélflugan sem hafði dregið
okkur hingað upp bókstaflega
hvarf á sama augnabliki. Það
var eins og við stæðum kyrir
í loftinu, hvinurinn hvarf —
flugan sveif mjúklega, það
var engu líkara en að við sæt
um í hægindastól þar uppi í
4500 feta hæð baðaðir í sæl-
unnar sólskini. Mér varð litið
í kringum mig. Þarna var
þjóðvegurinn á að líta eins og
tvinnaspotti, allstór vötn voru
eins og pollar á Laugarnes-
veginum í rigningartíð, f jalls-
hlíðarnar voru svo ósköp lítil-
fjörlegar á að líta, helzt eins
og rennibrautir smábarna á
leikvöllum — og inn á milli
þeirra var fjallaskálinn, sem
oft er ófært til og alltaf erfitt
að komast að. Hversu lítið var
þetta ekki allt saman — flug-
maðurinn var óháður erfiðu
landslagi og grýttum gagn-
stíg, fjarlægðir voru honum
ekkert — hann var yfir allt
jaíðneskt hafinn.
ÞETTA ER ENGINN VANDI
— Hvað myndi verða af
mér, ef þú fengir hjartaslag?
spurði ég Helga.
— Þú myndir áreiðanlega
geta lent. Þetta er enginn
vandi. Reyndu, taktu við
stýrispinnanum.
Helgi talaði eitthvað um hitaupp- !
streymi, sem væri í laginu eins
og steinsúla, og þá tók hann
geysikrappar sveigjur til að fara
ekki út úr „súlunni“ í þessum
sveigjum var eins og jörðin risi
upp á rönd, maður þrýstist niður
í sætið, og það var eins og neðri
kjálkinn og maginn vildu helzt
yfirgefa aðra hluta líkamans.
Allt hringsnerist -— ég sá að
hreyfa pinnan örlítið. En það kúlan í burðarþolsmælinum fór
var nóg til þess að gera bölv- einstaka sinnum út fyrir strik-
unina. Svifflugan steyptist. og in. Það þýðir að um of er reynt
ég sá vísi hraðamælisins stíga á mátt svifflugunnar, en sem
hratt. Ég tók pinnan aftur — betur fer varð það svo lítið að
og Guði sé lof, vísirinn stöðv- ekkert skeði. Helgi rétti síðan
ég endilega þyrfti að sýna
einverja tilburði og ég fór að
„Sem fuglinn fljúgandi“ svífur svifflugan hljóðlaust og undurmjúkt
aðist — og lækkaði — en hvað sviffluguna af, lækkaði flugið ört
var þetta — hann ætlaði alveg og lenti örugglega á sama stað
niður í 0. , og við höfðum verið dregnir upp
— Auktu hraðann, sagði frá.
Helgi. Hendur mínar voru
blautar af svita, ég setti pinn-
ann fram í ofboði og forðaði
því að vísirinn kæmist niður
í 0 og nú steig hann hraðar
en áðan og hærra. „TAKTU
Sviffluga kemur inn til Iendingar á Sandskeiði.
— Nei, nei, mótmælti ég.
Ég kann ekkert á þetta og ég
vil lifa miklu lengur.
— Hérna sérðu hvernig hita
uppstreymið er úti, sagði
Helgi og benti á vísir i mæla-
borði vélarinnar, hérna er
hraðamælirinn og það er bezt
að halda henni á svipuðum
hraða og hún hefur nú. Þú
steypir henni ef þú villt auka
hraðann en tekur hana svo
upp aftur ef þú villt minnka
hann. Ef þú tekur sveigju,
verður þessi kúla að vera inn-
an þessara strika, hélt hann
áfram og benti á einn mælinn
ennþá, annars leggur þú of
mikið á byggingu flugunnar
og með þessum orðum sleppti
hann sínum stýrispinna.
Með geysilegu sjálfstrausti
og gorti yfir að vera kominn
svona hátt í svifflugu tók ég
við pinnanum. Ég var stað-
ráðinn í að sýna Helga, að
á hans 17 ára svifflugsferli,
hefði hann aldrei fyrr farið
upp með svo efnilegan nem-
anda.
Og þetta virtist allt ætla að
takast. Ég hafði ekkert hreyft
pinnan og á meðan var allt
í lagi. Síðan fannst mér sem
VIГ æpti ég og Ilelgi brosti
um leið og hann sagði: Þetta
er allt í lagi, og svifflugan
varð aftur kyrr í loftinu —
og stólar okkar sem hæginda-
stólar.
„JÖRÐIN REIS UPP Á RÖND“
Flugið lækkaði smám saman.
Þessari svifflugsferð var
lokið. Ég var ánægður og glað
ur og um mig fór einhver
siálfstrauststilfinning. Ég gaf
tindi Vífilfells hornauga. —
Þarna uppi var ég í svifflugu,
hugsaði ég með sjálfum mér.
Ég hreifst af þeim sem þegar
höfðu lært að fljúga. Ég skildi
svo vel, hvernig svifflugið
eykur sjálfstraustið, árvekni
og sjálfstæða hugsun og
skjóta. Þegar upp í Ioftið er J
komið — þýðir ekki að vera'
að velta Iengi fyrir sér hvað
gera á. Það verður að fram-1
kvæma, það verður að fram-J
kvæma rétt og fljótt. Flug-
íbróttin reynir ekki aðeins á
líkamlega krafta, heldur og,
einnig — og það ekki síður —
á andlega krafta einstaklings.
Hún á ekki síður skilið en
sumar aðrar íþróttir að bera
heitið —- ÍÞRÓTT ÍÞRÓTT-
ANNA.
ÞÝZKU FLUGMENNIRNIR
Síðan settumst við inn í skála
Svifflugfélagslns, og þar rifjuðu
þeir Ásbjörn, Helgi og Gunnar
Pálmason, sem stjórnaði vélflug-
unni, upp ýmislegt það er skeð
hafði í þessum skála þeirra og
á og yfir Sandskeiðinu í „gamla
daga“ en þeir eru allir þrír gaml-
ir í hettunni þar efra. Þar hafa
margir okkar reyndustu flug-
manna átt sína fyrstu flugdaga
og öðlast þar reynslu, sem ómet-
anleg er hverjum flugmanni.
Yfir kaffinu ræddum við við
Þjóðverjana, sem hingað kom®
til þess að svífa vegna góðra
skilyrða hér. Þeir voru frá Duis-
burg, þar sem þeir stunda ýmis
störf, en eiga allir eitt áhugamál
saman þ. e. svifflugið. í Duisbursf
er talsverður áhugi á svifflugt
og svifflugsklúbbur borgarinnar
fékk fyrstur allra svifflugklúbba
í Þýzkalandi leyfi til svigflug*
árið 1950, en í styrjaldarlok var
Þjóðverjum með öllu bannað
fljúga. Og nú bíða þeir leýfis til
að fljúga vélflugum.
í Duisburg er einn flugklúbb-
ur með 300 félaga. Á klúbburinn
nú 3 svifflugur en 1 er í smíð-
um. Þar byggist svifflugið á hita-
uppstreymi en uppstreymi me^
fjallshlíðum þekkja Duisburg-
búar ekki, því þá vantar fjöllin.
— Ég hafði fyrir stríð kynnst
hlíðaruppstreymi, sagði ein n
Þjóðverjanna, en aldrei jafn
sterku sem hér.
— Og hvernig líkar ykkur skil-
yrðin hér?
— Alles ist wunderbar, segja
þeir allir í einu. Skilyrðin eru
góð og möguleikarnir miklir.
★
Og síðan skýrir Ásbjörn frá
máleitan þýzka svifflugklúbbs-
iins í Duisburg. Þeir hafa beðið
um að fá að senda hingað 30
manna svifflugshóp og taka á
móti jafnmörgum íslendingum í
staðinn og þó Svifflugfélag ís-
lands geti ekki tekið við öllurr>
þessum fjölda eru skipt'.n byrjuð
og í stað Þjóðverjanna 5 sem hér
hafa dvalizt fara nokkrir íslend-
ingar út til Þýzkalands 25. ágúst
n.k.
ÞETTA ER ÍÞRÓTTAFÉLAG
Svifflugfélag íslands var stofn
að 1936, að sögn Ásbjörns Magn-
ússonar. Var félagið stofnað fyrir
forgöngu Agnars Kofoed Han-
sens, flugmálastjóra, en þá hafði
verið gerð tilraun með smíði
renniflugu með góðum árangri.
Síðan hafa margir unað við
svifflug. Hjá Svifflugfélagi ís-
lands og Svifflugfélagi Akureyr-
ar hafa þeir byrjað að fljúga
flestir eða allír okkar beztu og
öruggustu flugmenn — og þar-
hafa þeir öðlast ómetanlega
reynslu.
í Svifflugfélagi íslands hafa á
þessum tíma verið 1100 félagarv
korlar og konur, — en konurnar
eru því miður of fáar. Það er
reginmisskilningur að einhverj-
ar sérgáfur þurfi til að fljúga. —
Allir, sem eru gæddir meðal
skynsemi og ekki hafa hlotíð
lömun eða örkuml, geta auðveld-
lega lært að fljúga — og allír
hafa gaman og gagn af því — og
það er ekki dýrari íþrótt en marg
ar aðrar. Svifflugið er ekki hættu
legt. Það er staðreynd að í þeim
löndum þar sem svifflug er iðkað
eru slys af völdum þess færri,
en slys er hljótast við iðkun ann-
arra íþróttagreina.
Svifflugfélagið á nú 3 tveggja
sæta flugur búnar öllum öryggis
tækjum, það á og 4 „einsætur“
með 1. flokks útbúnaði og auk
einnar byrjendaflugu.
Nú stendur yfir námskeið
unpi á Sandskeiði. Eru þátt-
takendur 12 unglingar, sem
eru við flug á daginn með
Helga Filipussyni og hlýða á
kvöldin á fyrirlestra og skýr-
ingar reyndra manna um ým-
islegt er flugið varðar. Hefur
námskeið þetta tekist vel og
er í ráði að reyna að endur-
taka það í sumar og síðan að
halda eitt námskeið að'
minnstá kosti á ári hverju.
— A. St.
Tvísetusviífluga tilbúin til flugtaks á Reykjavíkurflugvelli
ítalir í Brasilíu óþægir.
SAO PAULO — ítalir, sem flutzt
hafa til Brazilíu, og eru óánægð-
ir með kjörin þar, hafa krafizt
þess að stjórn þeirra greiði ferð-
ina heim. Vörpuðu þeir grjóti að
ítalska sendiráðinu 1. júlí.
Nokkrir særðust. Þetta var þriðja
lorfo