Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. júlí 1953
uttMðfrifr
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Allt í lagi í sovét!
ÞEGAR það var tilkynnt í
Moskvu í vetur, að játningar rúss
nesku læknanna, sem áttu að
hafa byrlað ýmsum ráðamönnum
Sovétríkjanna eitur og undir-
búið að ráða aðra af dögum,
væru „ómark“ og knúðar fram
með pyntingum og ógnunum,
vakti sú yfirlýsing hinna nýiu
valdhafa gífurlega athygli. Allur
hinn frjálsi heimur velti því fyr-
ir sér, hvernig á þessari koll-
steypu Kremlmanna stæði og
hvað raunverulega væri á seiði
þar eystra.
Kommúnistar hér á íslandi og
annarsstaðar voru í standandi
vandræðum. Þeir vissu ekkert,
hvaðan á sig stóð veðrið. í ára-
tugi höfðu þeir harðneitað, að
hinar furðulegu „játningar"
ýmsra forvígismanna rússnesku
byltingarinnar gætu verið knúð-
ar fram með óvenjulegum að-
ferðum. Moskva hafði sagt, að
þessa glæpi hefðu hinir föllnu
englar framið. Og þá hlaut það
að vera satt.
Nú var sú „auðvalslygi" allt í
einu viðurkennd, að réttarfar
sovétríkjanna byggðist á pynt-
ingum gagnvart sakborningum.
En kommúnistadeildirnar um
víða veröld voru ekki einu sinni
búnar að jafna sig eftir þetta
áfall þegar nýr stórviðburður
gerðist í Moskvu. Einn áf áhrifa-
mestu leiðtogum sovétstjórnar-
innar Lavrentii Bería, var allt
í einu ásakaður um svik við
kommúnismann, áform um að
ætla sér að koma á „auðvalds-
skipulagi“ í Rússlandi að nýju og
flesta þá stórglæpi, sem hægt er
að fremja. Að svo mæltu var
hann rekinn úr kommúnista-
flokknum, sviptur öllum stöðum
sínum, tekinn höndum og tukt-
húsaður. Um það, sem á eftir
fylgir efast enginn. Auðvitað
verður slíkur maður hengdur
eða skotinn eins og margir aðrir
af leiðtogum rússneska kommún-
istáflokksins.
Hverskonar ástand er það
eiginlega, sem hið kommún-
íska skipulag hefur skapað í
Rússlandi? Er notkun pynd-
inga til þess að knýja fram
játningar sakborninga og Ieið
togaskipti með þeim hætti,
sem gerzt hafa með falli Bería
sönnun þess að kommúnistar
hafi byggt þar upp réttlátt og
heilbrigt þjóðfélag?
Þeirri spurningu getur eng-
inn vitiborinn maður svarað
játandi. Þvert á móti hljóta
þessir atburðir að sanna, að
hið kommúníska skipulag sé
rotið, spillt og á fallanda fæti.
Um það getur enginn farið í
grafgötur, að milli leiðtoga
kommúnistaflokksins standa yfir
hatursfull átök upp á líf og
dauða. Sá sem ofan á verður
lýsir andstæðing sinn glæpa-
mann, sem framið hafi vel flesta
hugsanlega glæpi gagnvart
kommúnistaflokknum og rúss-
nesku þjóðinni. Fyrir þá verður
hann svo að borga með lífi sínu.
Kristinn Andrésson, línuvörður
númer eitt hér á landi telur
þessa atburði þó síður en svo
athyglisverða eða sanna nokkuð
til eða frá um hið kommúníska
stjórnarfar. Honum finnst það
allt í lagi að pyndingum sé beitt
til þess að knýja fram játningar
sakborninga. Það sé jafnvel vott-
ur um yfirburði hins nússneska
réttarfars. Hinar hroðalegu ásak-
anir á hendur Bería, sem í rúm
14 ár hefur stjórnað lögreglu
Sovétríkjanna og verið einn
valdamesti leiðtogi þeirra eru að
hans áliti einnig sönnun hins heil
brigða stjórnarfars er ríkir þar.
Það sem Kristinn segir er
stutt og laggott: Allt í Iagi í
sovét! Það er rétt sama hvað
gerist. — Eiturbyrlanir eða
ekki eiturbyrlarar, þjónusta
æðstu leiðtoga kommúnista í
þágu auðvalds ríkjanna eða
eða barátta þeirra fyrir fram-
kvæmd sósíalismans. Kristinn
varðar ekkert um, hvað er
raunverulega að gerast. Hans
hlutverk er ekki að hugsa og
draga sjálfstæðar ályktanir
heldur að éta gagnrýnislaust
upp það, sem skrifað stenduJ
í Pravda og í tilkynninguíy
Moskvustjórnar á hverjum
tíma.
Þannig mun þetta verða
framvegis sem hingað til.
Undir kjörorðinu: Allt í lagi
í sovét, munu íslenzkir komm-
únistar lifa og starfa meðan
einhver af leiðtogum sovét-
stjórnarinnar er eftir til þess
að hengja eða skjóta fyrir
landráð og aðra glæpastarf-
semi.
Þeim íslendingum fer hins-
vegar ört fækkandi, sem
halda að allt sé í lagi í heila-
búi Kristins Andréssonar og
félaga hans!!
I
I Vírðum vimiuna
MEÐAL nýunga, sem bæjar-
stjórn Reykjavíkur hefur haft
forystu um í uppeldis- og félags-
málum er hinn svokallaði vinnu-
skóli. Hann er nú á þessu sumri
rekinn með meiri fjölbreytni en
nokkru sinni fyrr. Hátt á þriðja
hundrað unglingar, um 200 stúlk-
■ ur og 70—80 piltar eru í honum.
Þetta unga fólk vinnur alls-
konar nauðsynleg útistörf í þágu
bæjarfélags síns. Það lærir störf,
sem það ekki hefur kunnað áður
og nýtur hollrar útivistar eftir
nám og innisetur vetrarins.
| Með þessum vinnuskóla
Reykjavíkurbæjar er vissulega
stefnt í rétta átt. Skólaæskan
verður að kynnast og læra hag-
| nýt störf strax og hún er fær til
þess að vinna þau. Iðjuleysi og
slæpingsháttur eru foreldrar lán-
leysis og ræfildóms. Sú æska sem
lærir að vinna og virða líkam-
lega vinnu sem andlega er mikl u
líklegri til þess að standa af sér
hverskonar freistingar og verða
þjóðfélagi sínu traustir og góðir
borgarar en iðjuleysingjar og
slæpingslýður.
Úk DAGLEGA LÍFINU
f
ALMAR skrifar:
„Fyrsta flokks . . .“
UNDANFARIÐ hefur mikið
verið um það rætt í blöðum
landsins og á mannamótum, að
aldrei hafi verið meiri þörf en nú
á því að vér íslendingar stæðum
vörð um tungu vora og þjóðerni.
Þjóðhátíðardaginn 17. júní gekk
Gunnar Thorroddsen, borgar-
stjóri, fram fyrir skjöldu í þessu
máli og brýndi þjóðina lögeggj-
an um að hlúa að tungunni, —
þeim menningararfi, sem vér
ættum göfugastan og glæsileg-
astan. Og nú fyrir skömmu, á
ársfundi Blaðamannasambands
Norðurlanda tók Valtýr Stefáns-
son, ritstjóri, í sama streng og
kvað að blaðamannastéttinni ís-
lenzku bæri umfram allt að varð-
veita tunguna. Er það vissulega
! mikilsvirði, að borgarstjóri höf-
uðborgar landsins og ritstjóri
JJrá átvarpL
L óí&uótu viL
\JeíuaLandi óbrijar:
Suðrænir ávextir
á íslandi.
var siður en svo til fyrirmyndar.
Honum varð mjög tíðrætt um
mu j „fyrsta flokks" knattspyrnu-
menn, „fyrsta flokks“ fyrir-
greiðslu á veitingastöðum og
Lt I fleira „fyrsta flokks“, að ég ekki
tali um að við hefðum ekki „ráð“
á þessu eða hinu. — Nú segja
stærsta blaðs landsins kveðja margir að blaðamenn hafi ekki
sér þannig hljóðs um þetta efni, tíma til að liggja yfir því og
enda, því miður, ekki vanþörf á vanda það, sem þeir skrifa í dag-
því. Hér hafa blaðamennirnir blöðin og er margt til í því. En
mikið verk að vinna og því varð- þegar þeir semja útvarpserindi
ar miklu, að þeir sjálfir gangi á er ekki þessari afsökun til að
undan með góðu eftirdæmi, en á dreifa. Þá geta menn og eiga
því vill oft verða mikill mis- menn að gefa sér tíma til að
brestur. — vanda það sem þeir bera á borð
í vikunni sem leið flutti t.d. fyrir almenning, bæði um efni
einn af blaðamönnum vorum er- °§ mál- Maður sá, sem hér
indi í útvarpið um daginn og veg ræ®ú um er í rauninni ágætur
inn og ræddi þar ýmis dægur- blaðamaður („fyrsta flokks“!),
mál, eins og gerist og gengur. °S er í Þessu efni ekki hót synd-
Margt í ræðu þessa ágæta manns uSri en starfsbræður hans, upp
var vel sagt og vel athugað, en n'ður, en hann flytur oftar
meðferð hans á íslenzkri tungu ermöi í útvarpið en flestir aðrir
, blaðamenn, og því hef ég gert
—........ i ___________j hann sérstaklega að umtalsefni
hér. — Margir tala um það um
þessar mundir að þjóðerni voru
og menningu stafi mikil hætta af
hinni erlendu hersetu hér í landi
og er það vissuiega rétt, enda
auga. Kona, sem stóð við hliðina munu allir sammála um að her-
( á mér spurði hógværlega um setan sé ill nauðsyn. En vér verð-
ÍjAÐ er ánægjulegt, hve tiltölu- verðið á þeim. „80 krónur kílóið“ um að gera oss það ljóst, að sú
lega auðvelt hefir verið að — svaraði afgreiðslumaðurinn og hætta, sem íslenzkri menningu
undanförnu að fá nýja ávexti. — andlitið datt af konutetrinu og er búin, kemur líka innan
Að vísu er ekki mikil fjölbreytni öðrum, sem á heyrðu. „ — þau frá, — frá landsmönnum sjálfum
í þeim ávaxtategundum, sem um eru íslenzk“ — bætti afgreiðslu- og er það ef til vill enn varasam-
er að velja, en víst þykjumst við maðurinn við — og þarna kom ara. — Vér megum aldrei hraða
hólpin meðan við fáum appelsín- skýringin. Það er ósköp gaman oss svo í störfum vorum, að vér
ur og banana eftir vild. Þesir að geta sagt að hægt sé að rækta missum sjónar á þeirri skyldu
girnilegu suðrænu ávextir frá vínber á íslandi, en það væri enn vorri, að standa vörð um hina
sólríkum löndum eru okkur þá meira gaman, ef einnig væri fögru og tígulegu tungu vora og
þau menningarverðmæti, sem
vér höfum ágætust hlotið í arf
frá fornum tímurn.
„Veðrið í júní“
ENN skyldu ekki ætla. að
veðurskýrslur gætu verið
um miklu heldur verið án.
Hvað um eplin
og eplarækt?
íslenzka þjóðin hefur brotizt
úr sárri fátækt til nokkurra
bjargálna með þrotlausri
vinnu þeirrar kynslóðar, sem
viðreisnarbaráttuna hóf. Við
viljum geta haldið áfram að
bæta lífskjör okkar. En frum-
skilyrði þess að það takist er,
að hér búi vinnusöm og dug-
mikil þjóð. Við verðum því
að ala æsku okkar þannig upp
að hún virði vinnuna og skilii
gildi hennar fyrir efnalega og
andlega velferð hennar. Að
því marki miðar vinnuskóli
Reykjavíkurbæjar.
inu, að við getum sjálfir ræktað
epli hér norður á Fróni. Nokkrir
menn hér í Reykjavík hafa þeg-
ar gróðursett eplatré í görðum
sínum í þeirri von, að þau kunni
að geta borið ávöxt síðar meir
og er ekki að vita, nema þær
vonir muni rætast. Svo mikið er
víst að á Norðurlöndunum, t.d.
Noregi, eru ræktuð epli á jafn-
vel norðlægara breiddarstigi, en
Reykjavík og ná þau þar allgóð-
um þroska. Loftslag er þar að
vísu mildara en hér en tilhugs-
unin um epli fyrir norðan okkur
er samt sem áður uppörvun fyrir
þá, sem dreyma um eplarækt á
íslandi.
Vínber á 80 krónur
kílóið.
N úr því að ég minnist á fi-
vexti detta mér í hug vín-
berin, sem ég sá hér í einni mat-
nokkur — og um leið nauðsynleg hægt að kaupa vínberin, sem
uppbót á okkar eigin stutta og ræktuð eru á íslandi!
kalda sumri, sem ekki leyfir okk j
ur að rækta sæt og safarík aldin, Of stuttur tími til að
nema af mjög svo skornum I skoða Þjóðminjasafnið.
skammti. Ber að vona, að inn- I7ÚSI skrifar:
flutningsyfirvöldin láti einskis ó-' I1 „Velvakandi góður! ’
freystað til að afla sem mestra og Vildir þú ekki vekja athygli sérstakur skemmtilestur, enda
fjölbreyttastra ávaxta til lands- hlutaðeigandi aðila á því, hvort mun það ekki vera, svona yfir-
ins — það er svo ótal margt ann- ekki væri unnt að hafa Þjóð- leitt. Út af því bregður þó þegar
að óþarfa dót, sem við vildum minjasafnið opið oftar og lengur pán Bergþórsson, veðurfræðing-
miklu heldur vera án — og get- en nú er? Þetta á reyndar einnig ur, flytur mánaðarlega yfirlits-
við um hin söfnin, en sérstaklega skýrslu í útvarpið um veðurfar.
finnst mér, að ástæða sé til að skýrslu í útvarpið um veðurfar
fara fram á aukinn tíma almenn- bér á landi. Skýrslur hans eru í
ingi til handa til að skoða Þjóð- senn fróðlegar og skemmtilegar,
t'N hvernig skyldi standa á þvi, minjasafnið. Á það ekki sízt við því að hann kemur oft víða við í
ÍJ að svo lítið er flutt inn af nú um sumartímann, þegar er- máli sínu og hefur auk þess ó-
eplum? Ósennilegt virðist, að lendir ferðamenn streyma til venjulega góða „útvarpsrödd".
j lönd þau, sem selja okkur appel- landsins, sem eðlilega vilja sjá Sannast hér sem oftar hið forn-
sínur eða banana hafi ekki allt það sem merkilegast er að kveðna, að „veldur hver á held-
j einnig epli á boðstólum. — Ef sjá hér í höfuðborginni. [ ur“.
til vill kemur það upp úr kaf-
Fjársjóðir af menningar- Leikritið á laugardaginn
legum verðmætum? í LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
INS og nú er, er Þjóðminja- , var f]utt í útvarpið leikritið
safnið opið aðeins fjóra daga „Hjólið'* eftir Joe Corrie. Leik-
vikunnar, tvo tíma í hvert skipti, gtjóri var Brynjólfur Jóhannes-
nema á sunnudögum — þrjá son. — Leikritið gerist í Paradís
tíma. Engum þeim, sem skoða a þeim dögum er hin merku hjón
vill safnið af sæmilegri gaum- Adam og Eva lifðu þar sínu fá-
gæfni nægja einir tveir tímar til breytta fjölskyldulífi. Eva var
þess, og það er hvergi nærri víst, þá, eins og nú, dálítið glysgjörn
að allir, hvort sem um íslendinga 0g óánægð með tilbreytingar-
eða erlenda gesti er að ræða, hafi leysi hversdagslífsins, en Adam
tíma eða ástæður til að koma (ekki eins og nú). skikkelsið
aftur næsta dag, þegar það verð- gjálft, — og lætur sér það eitt
ur opið. Á Þjóðminjasafninu eru ^ nægja ag fa ag vinna sín daglegu
geymdir fjársjóðir af menningar- störf j friði og nj0ta hvíldar og
legum verðmætum okkar, sem svefns eftír dagsins annir. Abel
við verðum að gefa öllum þeim, ^ er draumamaðurinn, sem gengur
sem vilja kost á að sjá og kynn- meg gjálfum sér, framgjarn og
ast sem bezt. — Með þökk fyrir yj-bij- kvæði, en Kain er athafna-
birtinguna. — Fúsi“.
EN úr því að ég minnist á fi- Eg er bréfritara mínum sam-
vexti detta mér í hug vín- má]a um þetta atriði og kem ég
hér með málaleitan hans á fram-
færi forstöðumönnum Þjóðminja
safnsins til góðfúslegrar athug-
unar.
vöruverzlun á dögunum. — Þau
voru allgirnileg á að líta og sá
ég, að margir gáfu þeim hýrt
E!
Ef þú vi 11 t
læra að gefa,
þá settu þig í
spor þess, sem
við tekur.
maðurinn, órólegur hið innra
með sjálfum sér, framgjarn og
óvæginn og dreymir stóra
drauma um auð og völd. — En
það fellur í hlut Abels að finna
upp hjólið, — atomkraft þeirra
tíma, og hann sér í anda hversu
miklum straumhvörfum það
muni valda í lífi mannanna á
jörðu hér, til blessunar, ef það er
í höndum góðra manna, en til
bölvunar ella. Kain ágirnist
þessa uppfinningu, sem hann sér
að getur orðið honum lyftistöng
til auðs og valda og hann krefst
þess að Abel láti það af hendi
við sig. Þetta verður þeim bræðr-
Frh. á bls. 12.