Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. júlí 1953
MORGUNBLAÐIÐ
1\
Fiminfygur í dag:
Þorleifur B. Þorgrímsson
Sfrandls kasf-
aði 57,88 m.
FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÍR
hófst í gærkvöldi. — Meðal
keppenda var Norðmaðurinn
Sverre Strandli, heimsmet-
hafi í sleggjukasti. Keppir
hann einnig í sleggjukasti á
síðari hluta mótsins í kvöld.
Sleggjukastið var sú grein-
in er setti mestan svip á mót-
ið. Strandli var þar, sem vitað
var, í sérflokki. Öryggi hans
og liðlegheit í hringnum,
þrungið krafti, vakti aðdáun
áhofenda. Við hér á landi höf-
um séð spjótið fljúga svona
langt. í sex skipti sveif sleggj-
an, eins og hún hefði misst
eitthvað af þyngd sinni, fyrst
56,43 m og síðan 57,61, 56,97,
57,38, 57,76 og 57,88 m.
Geysiskemmtileg var og
keppni þeirra Sigurðar Guðna-
sonar og Kristjáns Jóhannssonar
í 1500 m hlaupi, en þeir skiptust
á að „leiða“ hlaupið, en í hörðum
endaspretti vann Sigurður, á
sama tíma og hann hefur áður
bezt náð, en Kristján náði nú
sínum bezta tíma. — Guðmundur
Lárusson sigraði í 400 m hlaupi
á ágætum tíma, 49,6 sek.
Helztu úrslit urðu þessi:
100 m hlaup: — 1. Hilmar Þor-
björnsson, Á, 11,4, 2/ Einar Frí-
mansson, Self., 11,9.
400 m hlaup: — Guðm. Lárus-
son, Á, 49,6, 2. Þórir Þorsteins-
son, Á, 51,6.
Stangarstökk: — Baldvin
Árnason, ÍR, 3,10, 2. Valbj. Þor-
láksson, UMFK, 2,90.
3000 m hlaup, B-fl.: — Eiríkur
Haraldsson, Á, 9:42,0, 2. Marteinn
Guðjónsson, ÍR, 10:22,8.
Framh. á bls. 1 i
Franz Köhler þjálfari landsliðsins íslenzka, á æfingu með lands-
liðinu. Myndin er tekin á æfingu liðsins fyrir landsleikinn við
Austurríki, en æfingar eru nú hafnar að nýju.
Motum tímann vel
FIMMTUGUR er í dag Þorleifur
B. Þorgrimsson fyrrverandi
kaupmaður og útgerðarmaður
hér í bæ, sem margir kannast
við, og þá ekki sízt söngfólk og
ikákmenn, því að Þorleifur er
söngmaður góður, eins og fleiri
Skagfirðingar að fornu og nýju
og skákhæfileikann hefur hann
'alotið í vöggugjöf. Hefur Þor-
leifur lagt all-mikla rækt við
þessar göfugu listir báðar, sung-
ið í kórum sem einsöngvari, teflt
á skákþingum og taflfundum og
mátað meistarana. Þó hyggur sá,
er þetta ritar, að Þorleifur hafi
mesta ánægju af iðkun beggja
þessara lista í heimahúsum, í
aópi góðra kunningja, enda er
maðurinn gestrisinn og gleðimað-
ur, má heita hrókur alls fagnað-
ar, ef notað er orðtak úr skák-
nni. Munu líka margir verða til
NÚ ER tœpur mánuöur til lands-
leiks Dana og íslendinga í knatt-
\ spymu og rúmur mánuður til
»landsleikisins við Norðmenn. Mik
ið veltur nú á því að landsliðinu
sé vel búið, svo það geti mætt til
þessara landsleikja sem gott og
vel samstillt lið. Landsliðsþjálf-
arinn Köhler á við ýmsa örðug-
\ leika að etja, t.d. eru frátafir
landsliðsmanna frá æfingum tiðar
vegna kappleikja, sem þó enga
þýðingu hafa í samanburði við
landsleiki.
Franz Köhler leit inn á rit-
stjórnarskrifstofu blaðsins í fyrra
dag og bað blaðið að kow.a eftir-
farandi á framfæri:
„Vaknið, sofið ekki. Athug-
ið að nú höfum við mikið
lært. Við verðum að komast
aftur í æfingu fyrir landsleik-
ina í Danmörku og Noregi.
Það er okkur nauðsynlegt
að æfa á grasvelli og að allii
sem kallaðir eru til æfing-
anna mæti á öllum æfingun-
um. í þetta sinn verða lands
liðsæfingarnar að ganga fyrii
öllu öðru. Við verðum að æfa
á annan hátt en fyrr, þar sen
þessir landsleikir fara fran
á grasvöllum. Á grasvöllun
koma einstaklingar ekki að
sama gagni og á malarvelli.
Þessvegna er höfuðnauðsyn
að mæta til leiks með vel
samæft lið.
Við verðum að vinna vel. Verk-
efnið er stórt, en við verðum að
sýna að við getum náð betri á-
rangri gegn Norðmönnum og Dön
um, en gegn Austurríkisw.ónnum.
Knattspymumennirnir hafa í
leikjunum við Austurríkismenn-
ina lært mikið og séð margt nýtt,
og í leíkjunum tveimur, sem æft
er undir, verðum við að hagnýta
okkur þennan lærdóm. Við höf-
um komist að göllunum og nauð-
synlegt er að lagfæra þá sem
fyrst.
Á leikjunum viff Austur-
ríki vorum við íslendingar
óheppnir, en þeir heppnir. Ef
við hefðum ekki misst Rík-
harff er ég sannfærður um að
ísland hefffi sigrað.
Nú skulum viff sýna í Dan-
mörku og i Noregi aff íslend-
ingar geti leikið knattspyrnu.
Ég vona að allir leikmenn-
irnir verffi hraustir og það
gleffur mig þegar Ríkharður
verffur aftur meðal félaga
sinna á æfingavellinum.
hann alltaf verið og gengið ó-
trauður til hverra þeirra starfa
er að höndum hafa borið.
Skapgerðin er fjölþætt og aff
ýmsu áberandi umfram hið
venjulega.
Söngmaður er Þorleifur mikill
og gleðimaður, ritar fagra hönd,
hefir yndi af að skrifa, sumt af
því hefir sézt á prenti. Hann er
góður skákmaður og margir
kunningjar hans hafa oft liingurn
stundum setið heima hjá honum.
við skák og góðar veitingar, því
gestrisni og greiðasemi eru snar
þáttur í skaphöfn hans.
Einn son á hann, Heimi, mjög
efnilegan pilt í menntaskóla.
Á þessum merkisdegi vil ég
árna vini mínum Þorleifi, og
hans ágætu konu frú Sigrúnti
Pétursdóttur, allra heilla og
langra lífdaga.
Þau búa nú á Snælandi «
Kópavogshreppi.
J. G.
Lið B-1903. Neðsta röff frá vinstri: Bent Löndal, Kurt Nielsen,
Börge Oxfeldt. Miffröff frá vinstri: Edon Nielsen, Holger Pedersen,
Sven Lauridscn. Efsta röff frá vinstri: Karl E. Ilansen, Bent Engel,
Henning Mortensen, Carl Holm, og Benny Andersen.
Danska knattspyranliðið
B-1903 leikur hér 4 leiki
A FIMMTUDAGSMORGUN-
INN kemur hingaff til lands-
ins danskt knattspyrnulið,
B-1903. Kemur liff þetta hing-
að til lands í boffi knattspyrnu
félagsins Víkings og mun leika
hér 4 leiki. Fyrsti leikurinn
verður á föstudagskvöldið, við
úrvalslið Reykjavíkurfélag-
anna og hefur Knattspyrnuráð
Reykjavíkur valið það lið. —
Annar leikurinn er á mánu
dagskvöldið við Valsmenn,
sem eru Reykjavíkurmeistar
ar 1953, briðii leikurinn á mið
vikudagskvöldið við Akurnes-
Framh. á bls. 12
Næstu vikur verður landsliðið
við æfingar á grasvelli K.R.
Leikjum íslandsmótsins hefur
.verið frestað og það er áríðandi
að landsliðsmenn láti leikina við
danslca liðið ekki trufla sig frá
æfingum.
Fjórar vikur eru ekki lang-
ur timi. En það má nota þann
tíma misjafnlega. Þaff er hægt
að láta allt skeika að sköpuðu
en það er líka hægt að nota
tímann vel. Landsliðið getur
á þessum tíma æft þannig að
það verði er lýkur heilsteypt
og gott lið. Það sem það gerði
illa í leiknum við Austurríki,
getur það hæglega lært að
gera vel — ef það notar tím-
ann. Það er skylda allra bæði
knattspyrnumanna og knatt-
spyrnuunnenda að stuðla að
því að landsliðið geti æft vel
— og að það æfi vel“.
þess af kunningjunum, að heiðra
hann með heimsókn í dag í til-
efni af þeim merkisáfanga, sem
fimmtugasti afmælisdagur er
talinn vera á lífsleiðinni.
Þó er það ekki á Þorleifi að
sjá, að aldur sé að færast yfir
hann, því að engan mun getur
sá, er þetta ritar, séð á honum
nú eða fyrir fimmtán árum, er
hann sá Þorleif fyrst, enda er
maðurinn hraustmenni og karl-
menni, svo að það má teljast
örugg spá, að hann muni lengi
halda áfram að vera ungur í
anda með óskert þrek.
Ekki var það ætlunin að skrifa
um Þorleif langt mál að bessu
sinni, né í neinum mærðarstíl,
enda mundi honum líka það sízt.
En þó getur sá, er þetta ritar,
ekki stillt sig um að nefna það,
að Þorleifur hefur nokkuð feng-
izt við ritstörf í tómstundum
■ sínum, enda skrifar hann af-
bragðs rithönd, og hafa sögur
birzt eftir hann á prenti í viku-
ritum. Er ekki ólíklegt, að hann
' eigi enn nokkuð af slíku í poka-
horninu óprentað, og manna vís-
astur væri hann til þess að bæta
þar enn nokkru við, því að af-
kastasamur hefur hann ætíð ver-
j ið, þegar hann hefur tekið sig
til.
Skal þá eigi hafa þessi orð
fleiri, en óska Þorleifi og hans
góðu konu, Sigrúnu Pétursdótt-
ur, til hamingju með daginn og
framtíðina.
Kunnugur.
60 ára:
Sfcúli K. Skúlason
frá ísafirði
HINN 10. júlí s.l. átti Skúli K.
Skúlason, fyrrverandi kaupmað-
ur og úrsmíðameistari á Isafirði,
65 ára afmæli.
Eins og kunnugt er, rak Skúli,
ásamt Vilhjálmi heitnum, bróð-
ur sínum, um langt skeið verzl-
unina Bræðraborg á ísafirði. —
Einnig rak hann þar úrsmíða-
vinnustofu föður síns, Skúla
Eiríkssonar. En fyrir nokkrum ár
um flutti hann hingað til Reykja
vikur og hefur verið hér búsett-
; ur síðan.
I Skúli K. Skúlason er mörgum
I ísfirðingum að góðu kunnur. —
Á hann marga góða kunningja
i vestra, enda tryggur maður og
, vinfastur. Það er ósk okkar
i kunningja hans til hans nú á sex-
i tíu og fimm ára afmælinu, að
j hann megi lengi lifa og vel farn-
; ast.
Kunninei.
ÞORLEIFUR Benedikt Þorgríms
son, fyrrverandi kaupm. og út-
gerðarmaður er fimmtugur í dag.
Hann er mörgum Reykvíking-
um kunnur því hér hefur hann
átt heima um margra ára skeið
og komið víða við og lagt gerva
hönd á margt, enda enginn kyrr-
stöðumaður að skapgerð.
Foreldrar hans voru merkis-
hjónin Salbjörg Jónsdóttir og
Þorgrímur Helgason er bjuggu
lengi á Miklahóli i Skagafirði og
þar ólst Þorleifur upp ásamt
stórum hópi systkina.
Það má segja að hann sé af
gildum stofni vaxinn. Hraust-
menni og afkastamaður hefur
Árásarfrep á mis-
skilningi byggð
í SÍÐASTLIÐINNI viku birti
Tíminn fregn um það á forsíðu,
að ráðizt hefði verið á aldraðan
verkamanna í húsi einu í Aust-
urbænum.
í sambandi við þessa fregn hcf
ur rannsóknarlögreglan skýrt
blöðunum svo frá, að frásögn
blaðsins af atburði þessum sé
mjög á annan veg en fram hefur
komið við rannsókn árásarinnar.
Aðilar að málinu eru einkiim
tveir menn og ein kona, sem vin
gott mun eiga við báða. En þegar
atburður þessi átti sér stað,
sunnudagskvöldið 5. júlí, var allt
þetta fólk meira og minna ölvað.
Eftir því sem hægt er að upplýsa
slík ölvunarmál, þá virðist sem
hinn „aldraði maður“, sem er ný-
lega er orðinn 50 ára, hafi ekki
orðið fyrir árás. Glóðaraugu, sem
hann var með, og sett var’ í sam-
band við „árásina, er sennilegt
að hann hafi fengið við að detta,
er hann var mjög sollinn daginn
áður. Aftur á móti er það rétt, að
árásarmaðurinn klíndi herbergi
aldraða mannsins allt í marga-
ríni og fötin mannsins líka og
stráði haframjöli á gólfið. — Að
öðru leyti virðist mál þetta vera
líkt og fjölmörgum öðrum slík-
um, sem daglega berast rann-
! sóknarlögreglunni. — Geta má
þess að lokum að „aldraði mað-
I urinn“ taldi sig fyrst hafa veríð
rændan, en það reyndist allt
j vera tómur misskilningur þegar
til kom.