Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 12
<1
12
- íþróttlr
Framlnld af bls 11
inga og fjórði leikurinn föstu-
dag 24., við Víking.
GAMALT OG ÖFLUGT FÉLAG
B-1903 er eitt af stærstu félög-
um í Kaupmannahöfn og þar
með í Danmörku. Það telur um
1400 félaga og þar af eru 500
sem æfa að staðaldri. Félagið á
íþróttasvæði með 4 völlum og
nýbyggt félagsheimili. Félagið
hefur alltaf átt lið í fyrstu deild,
frá því að hún var stofnuð árið
1935. Á síðasta keppnistímabili
var lið félagsins neðarlega í deild
inni, en það á nú á að skipa
mörgum ungum leikmönnum sem
líklegir eru til að hefja það til
vegs og virðingar á ný.
KEMUR MEÐ STERKT LH)
Vegna þess að liðið var neðar-
lega í deildinni á síðasta keppnis-
tímabili hefur það styrkt lið sitt
fyrir íslandsförina með tveimur
lánsmönnum. Eru það þeir Poul
Andersen frá B-93, sem leikið
hefur 7 sinnum með danska lands
liðinu í stöðu miðframvarðar og
þykir hann nú einn bezti knatt-
spyrnumaður Danmerkur. Hinn
lánsmaðurinn Vagn Birkeland
frá K. B., er sóknarleikmaður,
skotviss og fljótur.
Af leikmönnum B-1903 má nefna
Karl Holm, miðframherja sem
leikið hefur 4 sinnum í danska
landsliðinu og auk þess þrisvar
í B-landsliði. Hann var meiddur
í vor en er nú heill aftur. Þá
eru í liðinu tveir 19 ára ung-
lingar, Sven Lauridsen framvörð
ur, sem er nýliði og Karl Eric
Hansen, sem þegar hefur leikið
25 leiki í fyrstu deild og einn
unglingalandsleik og er þegar
talinn einn fljótasti knattspyrnu-
maður Dana.
Aðrir leikmenn eru á aldrin-
um 22ja til 33ja ára og hafa að
baki tugi og hundruð kappleikja
auk margra leikja í B-landsliði,
margir hverjir.
FARARSTJÓRN
Fararstjórn er skipuð 4 mönn-
um, en af þeim er einn vara-
markmaður liðsins. Aðalfarar-
stjóri er Erno Nielsen, sem er í
stjórn danska knattspyrnusam-
bandsins. í fararstjórninni er
Aksel Asmunsen, sem er einn
bezti dómari Dana og mun hann
að líkindum dæma hér einn leik-
inn — hinn síðasta.
— Strandií
Framhald af bls 11
1500 m hlaup: — Sig. Guðna-
son, ÍR, 4:06,0, 2. Kristján Jó-
hannsson, ÍR, 4:06,2.
4x100 m boðhl.: — Ármann
45,2, 2. ÍR 46,3, 3. KR 47,0.
Kúluvarp: — Guðm. Hermanns
son, KR, 14,17, 2. Friðrik Guð-
mundsson, KR, 13,69, 3. Sverre
Strandli 13,68 m.
Langstökk: — Garðar Arason,1
UMFK, 6,33, 2. Einar Frímanns- 1
son, Self. 5,98.
Sleggjukast: — Strandli 57,88
m, 2. Þorvaldur Arinbjarnarson,
UMFK, 44,98 (Suðurn.met).
— Úr daglega lífinu
Framhald af bls. 8.
um deiluefni er lýkur með því að
Kain vegur Abel og tekur hjólið
til eignar. — Sagan er tímabær
í dag. — Kjarnorkan getur orðið
öllu mannkyni til blessunar, ef ,
hún lendir ekki í Kainshöndum.
Um það er ef til vill baráttan háð
nú á tímum.
Brynjólfur Jóhannesson lék
Adam, Anna Guðmundsdóttir
Evu, Steindór Hjörleifsson Kain
og Knútur Magnússon Abel. —
Öll fóru þau vel með hlutverk
sín.
Morgunblaðið
er stærsta og fjölbreyttasta
blað landsins.
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. júlí 1953 J
Fimmtugur:
Svanbjörn Frímannsson
aðalbókarí Landsbankans
SVANBJÖRN FRÍMANNSSON,
aðalbókari Landsbanka Islands,
er fimmtugur í dag.
Hann er fæddur á Akureyri
14. júlí 1903. Hann ólst upp á
Akureyri, lauk þar gagnfræða-
prófi árið 1920 og gerðist sama
ár starfsmaður við útibú íslands-
banka þar á staðnum. Síðan hef-
ir Svanbjörn stundað banka-
störf nær óslitið, eða um 30 ára
skeið. Fyrst starfaði hann hjá
íslandsbanka og síðan Útvegs-
bankanum á Akureyri frá 1920
til 1935. Þá sagði hann lausu
starfi sínu þar, fór utan og dvald-
ist við nám í London.
Svanbjörn Frímannsson gerð-
ist starfsmaður Landsbanka ís-
lands 11. marz 1936. Hann var
settur skrifstofustjóri og aðal-
féhirðir bankans árið 1937 og
skipaður aðalféhirðir árið 1938.
Hann fékk leyfi frá því starfi
og var skipaður formaður Við-
skiptaráðs í ársbyrjun 1943. Því
starfi gegndi hann þar til hann
tók við aðalbókarastarfinu 1.
desember 1945.
Svanbjörn hefir gegnt ýmsum
fleiri störfum en þeim, sem hér
hafa verið talin, t. d. hefir hann
nú síðari árin oft gegnt störfum
bankastjóra Landsbankans í for-
föllum þeirra, en ég mun ekki
rekja þau frekar.
Það er of snemmt að rekja
starfsferil Svanbjarnar Frímanns
sonar. Hann er á bezta aldri og
á vafalaust eftir, hér eftir sem
hingað til, að vinna mörg þjóð-
nytjastörf. Að mínum dómi, er
heldur ekki mest um það vert
hvaða störfum menn gegna,
heldur hitt hvernig þeir rækja
þau. Ég hygg að það sé sam-
kvæði þeirra, sem til þekkja, að
Svanbjörn Frímannsson hafi
rækt störf sín, sem yfirleitt hafa
verið vandasöm trúnaðarstörf,
með þeim hætti að til fyrir-
myndar mætti vera mörgum öðr-
um. Enda er óhætt að segja að
hann nýtur óskoraðs trausts bæði
yfirmanna sinna, starfsfélaga og
einnig viðskiptamanna bankans.
Enda þótt vinir og samstarfs-
menn Svanbjarnar muni ekki
eiga þess kost að bera fram
heillaóskir sínar á heimili haris
í dag, veit ég að þeir munu vera
margir, sem senda honum hlýjar
kveðjur og árnaðaróskir á þessu
merkisafmæli hans.
Ég vil að lokum, fyrir mitt
leyti og af hálfu starfsmanna
Landsbanka íslands, óska honum
og fjölskyldu hans allra heilla.
E. H.
Austurbær sifijraði
í skákkeppninui
ÚRSLIT í skákkeppninni milli
Austur- og Vesturbæjar urðu
þau, að Austurbær sigraði með
6I/2 vinning gegn 3V2. Úrslitin á
borðunum urðu sem hér segir:
Guðjón M. Sigurðsson V2 v.
Lárus Johnsen 0.
Eggert Gilfer V2.
Ásmundur Ásgeirsson V2.
Ingi R. Jóhannsson 1.
Óli Valdimarsson 1.
Steingrímur Guðmundsson V2.
Þórir Ólafsson 1.
Jón Eiríksson V2.
Ingvar Ásmundsson 1.
— Umsagnir blaða um fall Berias
Frh. af bls. 1.
glöggt, að það er rétt að bíða á-
tekta, áður en ákveðin er ráð-
stefna við utanríkisráðherra
Rússa. —
Talsmaður enska
ulanríkisráðuneytisins:
Stefna Bretlands hefur ekkert
breyzt frá því Churchill gerði fjór
veldaráðstefnu með Rússlandi að
tillögu sinni.
General Anzeiger (Bonn)
iStyrkur Malenkovs virðist
liggja í stuðningi Rauða hersins.
Hins vegar vafasamt, hvort það
er Malenkov sjálfur sem ræður
stefnunni, eða það eru herfor-
ingjar, sem nota hann sem lepp.
Times (London)
Beria-hreinsunin er fyrsta
höggið í víðtækri valdabaráttu,
sem á eftir að þynna raðir kom-
múnista á öllu svæðinu frá Sax-
elfi til Kyrrahafs og getur einnig
haft örlagarík áhrif á heims-
stjórnmálin.
New York Times
Beria var svo áhrifamikill í
rússnesku stjórninni, að þegar
málaferli hefjast gegn honum,
verður honum vafalaust kennt um
allt sem aflaga hefur farið síð-
ustu ár hjá Rússum. Athyglisvert
er að útlendu leiguþýi var kennt
um rósturnar í Austur-Berlín. —-
Nú hefur Beria verið kallaður
„útlent leiguþý".
Nationallidende
Valdafíkn og spilling í röðum
kommúnistaleiðtoganna eru orðnir
daglegir viðburðir. Barátta sósíal-
ismans þekkir marga Beria sem
fjölgar stöðugt. Menn, sem hafa
verið Sovéthetjur í áraraðir eru
á einni nótt brennimerktir sem
svikarar. Og það einkennilegasta
við þetta er að hending ein virð-
ist hafa ráðið því, að það var
ekki Malenkov, sem var sakaður
af Beria um nákvæmlega sama
glæpinn.
Trud (blað rússneska
verkalýðssambandsins)
Rússneska verkalýðssamband-
ið staðfestir ákvörðun miðstjórn-
ar kommúnistaflokksins um að
reka Beria úr embætti og for-
dæmir fjandskap svikarans gegn
flokki og þjóð. Þjóðin mun og
læra af þessari reynslu og að-
stoða við útrýmingu annarra ó-
þokka. Rússneska verkalýðssam-
bandið lætur í ljós þakklæti sitt
yfir því að það tókst í tíma að
afhjúpa þennan fyrirlitlega ævin
týramann og leigusvein erlendra
auðvaldsafla, þennan svarna
fjandmann kommúnistaflokksins
og gera hann óskaðlegan.
Land og Folk (kommúnistablaðið)
Menn koma og fara, en flokkur-
inn, Sovétvaldið og kommúr.isminn
stendur og verður sterkari með
hverju árinu. Barátta sósíalis-
mans þekkir marga Beria, sem
vegna valdafíknar hafa svikið
stefnuna.
Izvestia (Moskva)
Milljónir Sovétborgara brenr.i-
merkja hann sem svikara og þjóð
arfjandmann. Beria var erind-
reki heimsveldisstefnu auðvalds-
ins og afhjúpun hans opinberar
þjóðinni hinar lævíslegu fyrir-
ætlanir auðvaldsins gegn föður-
landi okkar. Þjóðin gleðst yfir
því að tókst að koma í veg fyrir
hinar djöfullegu fyrirætlanir auð
valdsseggjanna.
Pavel Bykov (Stalinverðlauna-
rithöfundur)
Stríðsæsingamennirnir vinna
stöðugt að því að reka rýtingin'i
í bak okkar. Sá sem átti að fram-
kvæma glæpinn var því valinn
úr okkar hópi. Þessi fyrirlitlegi
glæpamaður, Beria, fjandmaður
flokksins og þjóðarinnar átti að
reka rýtinginn í bak okkar. Nú
fær Beria, þetta leiguþý auðvalds
aflanna, makleg málagjöld.
5KARTGRÍPAVERZLUN
H á C & Q 5 ^ P Æ . T 14
Þvottaduft úr súrefmssapu-
komum, sem i heitu vatni
freyðir undursamlega vel.
Clozone þvær þvottinn skinan-
di hvítan og hreinan
l* ♦«« *|* ♦**•*« • ♦*» •** *** **♦ •** **»•*• »*• **• «*♦ ♦*< **♦ **♦
♦%
oifr petóaA BIBBY Im/YúJbMdpuJi |
BIBBY STANGASÁPA
Úrvals sápa til heimilis-
notkunar og þvotta.
BIBBY SÁPUSPÆ.NIR
til þvotta á ftllum yðar
fíngerðari og viðkvæmari
fatnaði, silki, ul) og
sokkum.
CLOZONE SÚREFNIS
ÞVOTTADUFT til
heimilisþvottanna. þvær
tauið skínandi hvitt og
hreint.
Heildsölubirgðir:
(J^ert tjánóóon (J (Jo. L.p.
%
!
!
Y
f
f
Y
!
!
!
t
Y
t
Ý
Ý
Ý
Ý
MARKÚS Eftir Ed Dodd
1) — Þegar stóri tarfurinn er
um það bil að ráðast á Litla-Þyt,
heyrist allt í einu hátt öskur.
2) — Unga eigkýrin, sem Litli-
Þytur hafði orðið ástfanginn af,
gefur frá sér hátt öskur.
3) — Og þá snýr stóri tarfur-
inn frá honum til þess að sinna
henni.