Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Hægviðri, víðast úrkomulaust en skýjað. 155. tbl. — Þriðjudagur 14. júlí 1953 Maður drukknar í Hvítá BORGARFIRÐI, 13. júlí: — Það slys vildi tii aðfaranótt sunnu- dagsins, að Faxaborg, skammt frá Ferjukoti, að maður af Kjalar- nesi drukknaði í Hvítá. Maður þessi hét Finnur Ólafs- son og var frá Bergvík. Hafði Iiann komið að Faxaborg ásamt fleira fólki í bíl. — Það var um kl. 2 aðfaranótt sunnudagsins er |*etta hörmulega slys Vildi tiL — Finnur hafði stungið sér til sunds í hinni straumhörðu á, en )iún hreif hann á augabragði með sér og hvarf hann þeim sjónum sem á þetta horfðu. Strax um nóttina var haf- in leit að Finni en hann fannst ekki. Hefur henni verið haldið áfram í dag en árangurslaust. Finnur Ólafsson lætur eftir sig konu. Hún var þarna er þetta gerðist. — F. Dýrbílur unninn <ón Hannesson í Ðeildartungu' iáfinn AKRANESI, 13. júlí: — Jón Hannesson óðalsbóndi og oddviti i Deildartungu, Reykholtsdal, andaðist aðfaranótt mánudagsins 13. þ.m. á 68. aldursári. Hann var giftur Sigurbjörgu Björnsdóttur, ættaðri úr Skaga- firði. Eru þau hjón fyrir löngu landskunn. Varð þeim hjónum 9 barna auðið og eru 7 þeirra á lífi. — Jón var fæddur 15. des. 1885. — Oddur. Síldarstúlkiir fara norður FREGNIRNAR af síldarmiðunum nyrðra, hafa orðið til þess að srldarstúlkur hér syðra hafa gef- ið sig fram til starfa á síldar- söltunarstöðvunum á Siglufirði, Raufarhöfn og v*ðar. Bæði í gær «g í fyrradag, hafa sildarsalt- endur ráðið fjölda stúlkna í vinnu og sem dæmi má nefna að Haraldur Böðvarsson & Co. h.f. á Akranesi, sem mun þurfa um 30 s’ldarstúlkur tii starfa við söltun nyðra, fékk þegar í gær 15. Eins réði síldarsöltunarstöð Óskars Halldórssonar h.f. 30 síld- arstúlkur í gær og í fyrradag. í Esjunni UNDANFARIÐ hefir orðið mjög vart við tófu hér á Suðurlandi. og var ákveðin í vor meiriháttar herferð gegn henni, ekki síst vegna þess, að nú hafa bændur fengið nýjan fjárstofn. Nýlega fundu leitarmenn greni inn á Hrúadal, sem er lítill af- dalur, er gengur suður úr Bleik- dal í Esju. Voru það þeir Har- aldur Tryggvason í Miðdal og Egill Jónasson, Stardal. Lögðust þeir þegar á grenið og tókst að vinna bæði dýrin. Þá náðu þeir og þremur stálpuðum yrðlingum. Höfðu tófur þessar lifað góðu lífi á veiðibjöllu, sem verpir þarna í Esjunni, en auk þess drepið að minnsta kosti þrjú lömb og eina veturgamla kind. Fundust og merki þess, að tófa hafi lagt áður í þetta greni, því leifar voru þarna af nokkrum kindum, sem bitnar hafa verið fyrir fjárskipti. Síðan þeir félagar unnu þetta greni, hefir orðið vart við dýr á þessu svæði. Mun leitum því eitthvað haldið áfram. Veiði í Þistilfirði Á miðnætti í nótt bárust Mbl. þær fregnir, að mokafli væri á Þistilfirði. En þar vorujiá tal- in vera milli 50 og 60 skip. Var þá vitað um 11 skip sem þá voru með góðan afla, en allur þorri þessa fiota var þá við háfun eða í bátum. Skipin 11 eru þessi: Haukur I. Súlan, Auður, Akraborg, Valþór Bjög vin KÉ, Björgvin EA, Kári VE, Dagný, Þráinn og Helga. Ekki höfðu á miðnætti borizl fregari fregnir af veiðum á mið svæðinu. Friðrik tekur heimsmeistarakeppninni Kcppnin liefst á miðvikudaginn JKAUPMANNAHÖFN, 13. júlí: — Forkeppninni að sjálfu heims- meistaramóti ungra skákmanna er nú lokið og verður fyrsta um- ferð heimsmeistaramótsins tefld á míðvikudaginn kemur. — Löndin sem til úrslita keppa eru: ísland, Júgóslavía, Argentína, Austur- ríki, Vestur-Þýzkaland, Bandaríkin, Bretland og Danmörk. Maður fellur af bíl í GÆRDAG vildi það slys til hjá Miklatorgi, að maður féll af palli vörubíls og slasaðist. Var hann fluttur í sjúkrahús. Maður þessi heitir Stefán Ricther, Norðurstíg 5. — Hann handleggsbrotnaði við fallið og meiddist einnig á mjöðrm_________________ Þyrilvængja lendir á ákranesi AKRANES, 13. júlí: — Amerísk þyrilvængja kom hingað til Akra- ness á laugardaginn var. — Hún sótti amerískan mann sem lá í sjúkrahúsinu hér, en maðurinn I var með lungnabólgu og hafði ver l ið fluttur þangað nóttina áður inn an úr Hvalfirði. I Þyrilvængjan settist á blettinn fyrir framan Nýja barnaskólann. Frá heimsókn forset- ans III Vestfjarða ÞINGEYRI, 13. júlí — Fjöldi fólks bauð forestahjónin velkom- in hér á Þingeyri, er hin opin- bera móttökuathöfn fór fram hér í kauptúninu síðastliðinn laugar- dag. Aðalræðuna við þetta tæki- færi flutti Ólafur skólastjóri Ól- afsson, en einnig flutti forsetinn ræðu. A sunnudaginn fóru forseta- hjónin og fylgdarlið þeirra að Núpi. Farið var héðan á báti yfir fjörðinn og lennt við bátabryggj- una að Gemlufalli. Þar tók hreppsnefnd Mýrarhrepps á móti forsetahjónunum og bauð þau vel kominn og hafði Kristján Davíðs son, oddviti, orð fyrir hrepps- nefndarmönnum. A leiðinni að Núpi var komið við í Mýrar- kirkju, sem forsetahjónin skoð- uðu. Að Núpi fór fram íþróttamót Sambands ungmennafélaganna og voru forsetahjónin þar við- stödd. Voru þar ræður fluttar og töluðu sýslumaðurinn, þá séra Eiríkur J. Eiríksson og að lokum talaði Ásgeir Ásgeirsson, forseti. í dag heldur forsetinn kyrru fyrir hér á Þingeyri, en á morg- un heldur hann ferð sinni áfram um Vestfirðina og mun þá heim- sækja Suðureyri við Súganda- fjörð. — M. Tópaz sýmiur 30 sinn um á 30 dögum TOPAZ-LEIKFLOKKURINN hefir nú lokið leikför sinni um Norður- og Vesturland. — Hefir hann leikið á 13 stöðum og haft 30 sýningar á 30 dögum. Oft nef- ir verið ferðazt að næturlagi og férðalagið verið erfitt mjög, en undirtektir ágætar og aðsókn geisimikil. Fór flokkurinn frá Patreks- firði í gærmorgun kl. 9 og var hér í nótt kl. 3,30. Fararstjóri hefir beðið blaðið að flytja öll- um Vestfirðingum og Norðlend- ingum beztu þakkir fyrir höfð- inglegar móttökur og góða að- sókn. — (Frá Þjóðleíkhúsinu). í áttundu umíerð sigraði Frið- rik Austurríkismanninn Keller. í níundu og síðustu umferð mætt ust þeir svo Ivkov og Friðrik. Lauk þessu tafli með sigri Ikvoks en skákin stóð yfir í fimm klukkustundir. Systkini sleppa nauðuglega undan bíl sem !ór á staur ÞRJÚ börn, systkini, þarf af eitt í kerru, voru hætt komin á sunnudaginn, er þau urðu fyrir bíl, sem ekið var á rafmagnsstaur. Tvö barnanna meiddust lítilsháttar og var það talið hreinasta mildi að. ekki skyldi hljótast stórslys af. Slys þetta varð á Laugarás- veginum um kl. 1 á sunnudag. Bifreiðinni R-2710, sem er fólks- fcíll, var ekið austur eftir vegin- utn, en á móts við barnaheimilið Hiíðaredna varð slysið. — Bíl- stjórinn missti vald á bílnum, ók á rafmagnsstaur, þverkubbaði hann í sundur, síðan rann bíll- inn áfram, á barnakerru sem í var tæplega tveggja ára barn, lagði kerruna saman, og um leið fcraut bíllinn niður girðingu, sem er rétt utan við vegbrúnina. Lítil telpa, sem ekið hafði kerrunni, varð undir girðingunni og var þar föst. — Rafmagnslína féll rtiður á bílinn og leiddi út í girð- inguna rétt sem snöggvast, en við það fékk telpan litla í sig straum og einnig bílstjórinn og farþegi hans. Litla barnið sern var í kerrunni var í kerrupoka og mun hafa oltið út úr kerr- unni og varð það því til lífs. Það skrámaðist í framan en að öðru leyti slapp það ómeitt. Litlu telp unni, sem varð undir girðing- unni, var fljótlega bjargað und- an henni. Hún meiddist lítils- háttar, en óstyrk var hún á eftir vegna raflostsins sem hún feékk. Telpan og barnið litla eru syst- kini, börn Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa. Telpa, sem með þeim var slapp ómeidd. Bílstjórinn hefur gefið rann- sóknarlögreglunni þær skýring- ar á þessu slysi, að hann hafi misst stjórnina á bílnum við að fá rafstraum úr flautuhring >á stýri bílsins, sem hann segist hafa haldið um. Verið er að rann saka þetta nánar. — Bíllinn skemmdist mikið. Hafa hirl eins mihið og í alH fyrrasumar HOFSÓSI, 13. júlí — Grasspretta og tíðarfar hefir verið með af- brigðum gott það sem af er þessu sumri. Heyskapur hefir gengið að óskum, og munu margir hér þegar vera búnir að hirða eins mikið og í allt fyrrasumar. Síð- astliðin vika var sérstaklega góð. Fiskafli hefir verið mér sæmi- lega góður, þegar róið hefir ver- ið, en síld ekki sézt hér á firð- inum. Heilsufar hefir ekki verið sem bezt. Inflúenza gengið hér og nú hefir orðið vart kíghósta. —B. Flotinn á leið austur í FYRRINÓTT voru aðeins 6 eða sjö skip á austursvæðinu, en þá kom síld þar upp. Fengu þessi skip öll góða síld allt upp í 700 tunnur, en það var Helga sem sagt er frá í fregn frá Siglufirði. Þessa sömu nótt fengu 10—15 bátar sem voru á miðsvæðinu 50—300 tunnur. í gær hélt allur þorri síldveiði skipanna austur á bóginn. Kl. 10 í gærkvöldi bárust fregnir til Siglufjarðar um að skip, sem var á miðsvæðinu, hefði fengið 100 tunnur. Þá höfðu engar fregn ir borizt að austan. Fleiri Akranesbátar á síldveiðar AKRANESI, 13. júlí: — Enn eru fjórir bátar héðan að halda norð- ur á síldarvertíðina og eru það þessir: Sveinn Guðmundssen, skip stjóri Þórður Sigurðsson. Svanur, skipstjóri Elías Guðmundsson. Heimaskagi, skipstjóri Njáll Þórð arson og Ásmundur, skipstjóri Valdimar Ágústsson. — Einn þess ara báta verður með hringnót og er það Ásmundur, hinir verða með herpinót. — Oddur. Fékk síld á Húnaflóa FRÉTTARITARI Mbl. á Akra- nesi símaði í gaer, að einn bátanna þaðan, Björn Jóhannesson, hefði komið til Siglufjarðar í gærmorg un og hefði báturinn landað um 50 tunnur síldar og veiddist þessi síld á Húnaflóa. Þjóðverjar reiðir McCarty AMERÍSKA blaðið New York Times segir nýlega frá því, að komið hafi fram óánægja í þýzk- um blöðum vegna aðgerða Mc Charty varðandi bókasöfn, sem Bandaríkin hafa komið á fót víðs vegar um heim. Friðrik Ólafsson Um þcssa skák þeirra Friðriks og Ivkovs skrifaði Politiken mjög lofsamlega á þessa leið: Skák þeirra var sannkölluð snilld frá skáklegu sjónarmiði. Staðan var því sem næst alveg jöfn á borð- inu, í þær fimm klst. sem þeir tefldu og þótti undrum sæta hve sterk skák Friðriks Ólafssonar var. Þeir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn eru þessir úr báðum riðlum. Úr A-riðli: Ivkov með 7 vinninga, Friðrik og Pannó, Argent. með 6 vinninga hvor, Keller Austurríkis með 414 — Úr B-riðli keppa: Darga Vest- ur-Þýzkaland með 614, Sherwin, Bandaríkin, Penrose, Bretland og Larsen, Danmörk allir með 6 vinninga. 1309 ttiimnr á Raufarhöfn FRÉTTARITARI Morgunblaðsiní á Raufarhöfn símaði í gærkvöld að þar hefði verið saltað í 130( tunnur síldar í gær, mánudag Veiðiflotinn er nú kominn á austursvæðíð. Meðal skipa sen þar hafa landað siðan á laugar dag er Fanney alls um 900 tn í fjórum löndunum. Um 12 þús. funnur síldar aðfaranótf sunnudagsins Leifarflugið flotanum ómefanlegf SIGLUFIRÐI, 13. júlí: — Á laug- ardagskvöldið var, er síldin var að mestu horfin á þeim slóðum, sem hún hafði haldið sig, barst flotanum skeyti frá síldarleitar- flugvél frá Flugfélagi íslands, þess efnis að síld væri uppi á öðrum stað. Skipin brugðu skjóit við og sigldu þangað sem flug- vélin hafði vísað þeim á. — Það er skemmst frá því að segja, að þessa nótt aflaðist meira en nokk urn annan dag eða nótt, það sem af er vertíð. Giskað var á, að aflinn myndi alls hafa verið um 12.000 tunnur. Það var Ingvar Einarsson, skipstjóri, sem leitinni úr flug- vélinni stjórnaði. Kom hér sem oft áður í ljós mikilvægi síldar- leitarflugsins og hve ómetanlegt það er fyrir síldveiðarnar. —• Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.