Morgunblaðið - 07.08.1953, Side 4

Morgunblaðið - 07.08.1953, Side 4
MOKGVNBLAÐIÐ Föstudagur 7. ágúst 1953 219. dagur ársins. ÁrdegisflæSi kl. 3.55. Síðdegisflæði kl. 16.30. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1616. Rafmagnstakmörkunin: 1 dag, föstudag, er skömmtun í 4. hverfi frá kl. 9,30 til 11,00, í 5. hverfi frá kl. 10,45 til 12,15, í l'. hverfi frá kl. 11,00 til 12,3Ö, 1 2. hverfi frá kl. 12,30 til 14,30 og í 3. hverfi frá kl. 14,30 til 16,30. • Brúðkaup • í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Óskari Þorlákssyni Gyða Jóhannsdóttir, skrífstofu- mær, Ljósvallagötu 20 og Kristján Magnússon, húsasmíðameistari, Óunnarsbraut 32. — Föstudaginn 31. júlí s.l. voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjóni Þ. Árnasyni, ungfrú Kakel Margrét Viggósdóttir, Skipasundi 27, og Sigurður Sveinn Jónsson, skrifstofumaður, Lönguhlíð 21. Síðastliðinn laugardag voru gef in saman í hjónaband ung-frú Jóna Þórðardóttir og Ingvar Gísli Sigurðsson, innheimtumaður, — Grettisgötu 71. Séra Sigurjón Þ. Árnason framkvæmdi hjónavígsl- úna. — , Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjóni Þ. Árnasyni ungfrú Dagný Halldórs dóttir og S i gu rðu r Jóhannsson, yerkamaður, Hellú, Ytri-Njarð- vík. — Dagbók ** • Hjónaefni • ; Sunnudaginn 2. ágúst opinber- uðu trúlofun sína ungfrú '-igrún Gústafsdóttir ’Sveinsson, Melhaga 16 og stúdent Leifur Magnússon, Skólavörðustíg 3. ; S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Þorgerður Blandon, Háteigsvegi 16 og Sig- jisður E. Haraldsson, verzlunar- maður, Grundarstíg 5. • Skipafréttir • Eimskipafélag Islands h.f.: ; Brúarfoss er í Hamborg. Detti- foss fór frá Reykjavík 5. þ.m. til Hull, Hamborgar og Rotterdam. Goðafoss kom til Reykjavíkur 3. þ.m. frá Hull. Gullfoss kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun, frá Leith. Lagarfoss fór frá New Jfork 31. f .m. til Reykjavíkur. — Reykjafoss fór frá Rotterdam í gærdag til Antwerpen og Flekke- fjord. Selfoss kom til iSeyðisfjarð- ar 6. þ.m., fer þaðan til Norðf jarð ar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar. — Tröllafoss kom til New York 5. þ. m., fer þaðan væntanlega 13. þ.m. til Reykjavíkur. i Ríkisskip: Hekla er væntanleg til Reykja- víkur árdegis á morgun frá Glas- gow. Esja fer frá Reykjavík kl. 20,00 í kvöld vestur um land í hringferð. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 24 í kvöld austur um land til Raufarhafnar. Skjald breið er væntanleg til Reykjavík- ur árdegis í dag að vestan og norðan. Þyrill er á Austfjörðum á suðurleið. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkveldi til Vest- mannaeyja. — Skipadeild SÍS: Hvassafell kom til Siglufjarðar í dag. Arnarfell fór frá Hauga- sund 6. þ.m. áleiðis til Faxaflóa- hafna. Jökulfell fór frá Keflavík í gær áleiðis til Álaborgar. Dísar fell fór frá Haugasund 4. þ.m. áleiðis til Norð-Austurlands. Blá- fell fór frá Stettin 1. þ.m. áleiðis til Bakkafjarðar. Eimskipafclag Rvikur li.f.: M.s. Katla lestar , timbur í Finnlandi. — • Flugferðir • Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2), Vest mannaeyja, Fagurhólsmýrar, — Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæj arklausturs, Patreksf j arðar, Sauðárkróks og Sigluf jarðar. —Á morgun eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar (2), Vestmannaeyja Egilsstaða, ísafjarðar og Sauðár- króks. — Millilandaflug: — Gull- faxi fer til Osló og Kaupmanna- hafnar kl. 8.30 í fyrramálið. • Blöð og tímarit • Stjörnur, júlíhefti, hefur borizt blaðinu. Eru fjölda margar grein- ar í því um kvikmyndir og leikara svo og sögur og rabbþættir. M. a. er grein um Doris Day, Vincent Price og Rosemary Clooney. Þá er grein um nýjungar í kvik- SVIIMAKJOT í steik og kótelettur. Kjötverzl. BÚRFELL Sími: 82750. Ensk fataefni Tökum upp í dag vönduð ensk karlmannafataefni — einlit og röndótt. Jón & Þorgils, klæðskeram. Hafnarstræti 21 — Sími 82276. K V E N- Dragtir og kápur Nokkrar enskar ullardragtir og kápur verða seldar með tækifærisverði í dag og næstu daga. Pétur Pétursson, Laugaveg 38. myndagerð, tízkusíða, innlendir og erlendir danslagatextar og fjölda margt fleira. Heftið er vandað að frágangi, smekklegt og skreytt fjölda myn(Ja. — Ritstjóri er Bald ur Hólmgeirsson. ; Bókmenntir 1 upphafl greinarinnar um bók- ina „Könnun andaheima“ í biað- inu s.l. miðvikudag, misritaðist nafn þýðandans, sem er Ágústa Björnsdóttir Thors. Ungbarnavemd Líknar Templarasundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3,15—4 e.h. — Á fimmtudögum verður opið kl. 3,15 til 4, ágústmánuð. Kvefuð börn mega einungis koma á föstudög- um kl. 3,15—4. I Hellisgerði í Hafnarfirði I er opið a]la daga kl. 13—18 og kl. 18—22 þegar veður leyfir. • Gengisskrdning • (Sölugengi): 1 bandarískur dollar .. 1 kanadiskur dollar .. 1 enskt pund ....... 100 danskar kr...... 100 sænskar kr...... 100 norskar kr...... 100 belsk. frankar .. 100 finnsk mörk .... 1000 franskir fr.... 100 svissn. frankar .. 1000 lírur ......... 100 þýzk mörk ...... 100 gyllini ........ (Kaupgengi): bandarískur dollar kr. 16.32 16.46 45.70 kr. 236.30 kr. 315.50, kr. 228.50 kr. 32.67, 7.09 46.63 kr. 373.70 kr. 26.1f i kr. 388.60 kr. 429.9 kr. kr. kr. kr. kr. 1 kanadiskur dollar 1 enskt pund . 100 norskar kr. 100 sænskar kr. . 100 belgiskir fr. 100 svissn. fr. . 1000 franskir fr. 100 gyllini ..... 100 danskar kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 16.26 16.40 45.55 227.75 314.45 32.56 372.50 46.48 428.50 235.50 • Söfnin • ÞjóðminjagafniS er opið á sunnu dögum frá kl. 1—4 e.h., á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 1—3 e. h. VaxmyndasafniS og Listasafn ríkisins eru opin á sama tíma og Þjóðmin j asaf nið. Landshókasafnið er opið alla daga frá kj. 10—12 f.h., 1—7 og 8—10 e.h. 4- ÞjóðskjalasafniS er opið alla virka daga kl. 10—12 árd. og kl. §2—7 síðdegis, nema á laugardögum sumarmánuðina. Þá er safnið áðeins opið kl. 10—12 árdegis. — NáttúrugripasafniS er Opið á sunnudögum kl. 1.30—3 e.h. og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 2—3 e. h. Listasafn Eir.ars Jónssonar er opið daglega frá kl. Í.30 til 3.30. Listasafn ríkisins: Opið þriðju- daga, fimmt.udaga og laugardaga kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4. Til lamaða íþróttamannsins Afh. Mbl.: — Þ J krónur 25,00. ÍJtva rp Föstudagur, 7 ágúst: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádeg isútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veður- fregnir. 19.30 Tónleikar: Harmon ikulög (plötur). 19.45 Auglýsing- ar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarps- sagan: „Flóðið mikla“ eftir Louis Bromfield, XII (Loftur Guðmunds son rithöfundur). 21.00 Einsöng- ur: Amelita Galli-Curci syngur — (plötur). 21.20 Erindi: Frá Finn- landi: Efnahagur og þjóðmál — (séra Emil Björnsson). — 21.45 Heima og heiman. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dans- 3g dæg- urlög: Nat „King“ Cole syngur (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Erlendar stöðvar: Danmörk: Stuttbylgjuútvarpið er á 49.50 metrum á tímanum 17.40—21.15. — Fastir liðir: 17,45 Fréttir; 18.00 Akuelt xvarter; 21.00 Fréttir. Á sunnudögum kl. 17.45 fylgja íþróttafréttir á eftir almennum fréttum. í dag: 19.25 Leikritið Madame Sans Géne eftir Victorien Sardou og Emil Moreau, fjallar um Na- poleon mikla. Noregurs Stuttbylgjuútvarp er á 19 — 25 — 31 — 41 og 48 m. Dagskrá á virkum dögum að mestu óslitið frá 5.45 til 22.00. Stillið að morgni á 19 og 25 metra, um miðj- an dag á 25 og 31 metra ug á 41 og 48 m. þegar kemur fram é kvöld. — Fastir liðir: 12.00 Frétt- ir með fiskifréttum; 18.00 Fréttii með fréttaaukum. 21.10 Fréttir. í dag: 17,20 Folke Sállström syngur sænsk lög; 17,40 Knut Hergel leikhússtjóri segir frá Shakespeare; 18,35 Kvöld í Tivolí í Kaupmannahöfn; 19,45 Eroica- symfónían eftir Beethoven. Svíþjóð: Útvarpar á helztu stutt bylgjuböndunum. Stillið t.d. á 25 m. fyrri hluta dagá en á 49 m. að kvöldi. — Fastir liðir: 11.00 klukknahringing í ráðhústurni og kvæði dagsins síðan koma sænskir söngkraftar fram með létt lög; 11.30 fréttir; 16.10 bama- og ungl ingatími; 18.00 fréttir og frétta- auki; 21.15 Fréttir. 1 dag: 12,00 iSmásaga eftir O. Henry; 12,30 Revyulög um lífið í Stokkhólmsborg; 13,10 Frásögn af Buffallo Bill; 16,30 Dönsk nú- tíma ljóðlist. Kvæði eftir Iljitsch Johansen og Jörgen Sonne; 19,10 Fram'haldssagan Martin gaar i grásset. — England: General Overseas Ser- vice útvarpar á öllum helztu stutt bylgjuböndum. Heyrast útsending- ar með mismunandi styrkleika hét á landi, allt eftir því hvert útvarps stöðin „beinir“ sendingum sínum. Að jafnaði mun bezt að hlusta á 25 og 31 m. bylgjulengd. Fyrri hluta dags eru 19 m. góðir en þeg ar fer að kvölda er ágætt að skipta yfir á 41 eða 49 m. Rúss- neskar útvarpstruflanir eru oft til leiðinda í nánd við brezkar útvarps stöðvar. — Fastir liðir: 9.30 úi forustugreinum blaðanna; 11.00 fréttir og fréttaumsagnir; 11.15 íþróttaþáttur; 13.00 fréttii; 14.00 klukknahringing Big Ben og fréttaaukar; 16.00 fréttir og fréttaumsagnir; 17.15 fréttaauk- ar; 18.00 fréttir; 18.15 íþrótta- fréttir; 20.00 fréttir; 23 fréttir. 1 dag: 11,30 Erindi um hvíta harmonikku; 13,16 Nýjar grammo- fónsplötur kynntar; 16,15 Erindi um alþjóðastjórnmál; 16,30 Pa- blo Casals leikur á selló og rabb- ar við hlustendurna; 18,30 Sym- fóníuhljómsveit Lundúna leikur symfoníur nr. 1 og 8 eftir Beet- hoven og píanókonsert nr. 2 eftir Beethoven. Útvarpað frá Albert Hall, Basil Cameron stjórnar. Nagíb fer pílagríms- göngu !il Mekka KAIRÓ, 6. ágúst. — Tilkynnt var hér í borg ,í dag, að Nagíb, forseti, hefði í hyggju að fara pílagrímsför til Mekka „og mundi hann borga ferðina sjálf- ur, en ekki láta ríkið gera það“, eins og komizt er að orði í til- kynningu stjórnarinnar. Nagíb fer flugleiðis til Hedjas og ætlar að vera vikutíma í ferðinni. Gert er ráð fyrir, að Nagíb eigi viðræður við ýmsa Arabahöfð- ingja á þessu ferðalagi sínu. — Er þetta í fyrsta sinn, sem hann er að heiman, síðan egypzki her- inn gerði stjórnarbyltinguna í júlí í fyrra. NTB-Reuter. GÆFA FYLGIR trúlofunarhring- unum frá Sigurþór Hafnarstræti 4 — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. — Piltur, sem las undir stúdents próf (við bróður sinn): — Ef ég er að lesa, þegar þú kemar heim í kvöld, viltu þá vekja mig. ★ — Mamma, hefur haninn hár? — Nei, kjáninn þinn. — Nú, af hverju hefur hann þá kamb? ★ — Nei, ósköp ertu komin í fal- legan pels. Hvað kostaði hann? — Mjög ódýr, aðeins einn koss. — íSem þú kysstir manninn þinn? — Nei, sem hann kyssti vinnu- konuna. ★ Liðsforinginn: — Hvað er fyrsta skilyrði til þess að hægt sé að grafa hermann með sóma? Nýliðinn: — Að hann sé dauð- ur. ★ — Frænka, þú ert galdramaður. — Hvað ertu að bulla, krakki. Hvers vegna heldurðu það? — Mamma sagði, að þú gerðir úlfalda úr mýflugu. ★ — Hjólinu mínu hefur verið stolið þrisvar sinnum meðan ég he' verið hjá hárskeranum. Hvað á ég að gera við þessum skramba? — Láta hárið vaxa. ★ — Auðæfi mín eru gáfur mín- ar. — Ja-há, það er sko engin skómm að því að vera fátækur. ★ Vitur maður man fæðingardag konu, en gleymir aldri hennar. ★ — Ég losna aldrei við ótætis gigtina mína, frú Droplaug. — Hafið 'þér reynt heitu böðm? — Já, ég fékk mér eitt í fyrra, en það dugði ekkert. ★ Úr fórum fræg'ra mannæ Peningar eru góður þjónn, en slæmur húsbóndi. — Tileinkað Bacon. ★ Það hefur verið með sanni sagtf að múgur hafi mörg höfuð, en enga heila. — Rivarol. ★ Gerðu ekkert, segðu ekkert og vertu ekkert, þá verður þú ekki gagnrýndur. -— Schpenhauer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.