Morgunblaðið - 22.09.1953, Side 1
16 síður
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Orrostan um fiskmarkaðinn
Vishinskí
Þessa spaugilegu teikningu birti brezka blaðið Daily Despasch á
sunnudaginn. Texti xnyndarinnar var: Jæja, góða mín, nú hefur
Geórge Dawson gert innrás!
vígmóður
NEW YORK, 11. sept. — Vish-
inskí réðist í dag harkalega á
Bandaríkin í langri ræðu, sem
’ hann flutti á Allsherjarþinginu
• í dag, sagði hann stefnu þeirra
miða að heimsyfirráðum.
Vishinskí sagði enn fremur, að
svo liti helzt út sem árásarstefna
Atlantshafsríkjanna væri alls-
í ráðandi á þingi S. Þ. og kvað
j ákvarðanir þingsins í Kóreumál-
um í algerri andstöðu víð fyrir-
j mæli vopnahléssáttmálans. •—
Hann krafðist og eftirlits með
atomvopnum. —Reuter-NTB.
Hafa gerf
verkfal!
IlUNDÚNUM, 21. sept. — Um
! 100 eftirlitsmenn við Hawker-
Hunter verksmiðjurnar í Lundún
I um gerðu í dag verkfall og krefj-
ast hærri launa. — Þykir ein-
hlítt, að verkfallið leiði til stór-
minnkandi framleiðslu á einni
beztu flugvélagerð Breta, Hawk-
er-Hunter þrýstiloítsflugum.
Kreist þess, að Mossa-
dek verði látinn lans
Borgarastyrjöld yfirvofandi í Persíu
Q TEHERAN, 21. sept. — Nú má búast við borgarastyrjöld f
Persíu, ef stjórnin gengur ekki að skilmálum ættarhöfðingja
nokkurs í Suður-Persíu, Nasser Khan, þess efnis, að Mossadek
verði þegar látinn laus; að öðrum kosti kveðst hann hertaka allan
suðurhluta Persíu, en hann hefur yfir að ráða um 70 þús. her-
mönnum.
150 ÞÚS. MANNA LIÐ
0 Fleiri suður-persneskir ættflokkar hafa heitið Nasser Khan
liðveizlu og þykir sennilegt, að hann hafi yfir að ráða um
150 þús. manna liði, þegar allt kemur til alls.
Aður lent saman
£ Er nú beðið eftir svari stjórnarinnar og þykir með öllu
óvíst, hvernig máli þessu reiðir af, ekki sízt vegna þess að
keisaraættin og ætt Nassers hafa áður eldað saman grátt silfur.
Ulbricht framdi tvö morð
1931. og flýði til Rússlands
Uppreisn lögreglumanna
í Ausfur Þýikalandi
Gífurleg ólga í Mecklenburg
BERLÍN, 21. sept. — Fréttir berast um þaff frá Austur-Berlín, aff
rússneskir hermenn og skriffdrekasveitir hafi bariff niffur uppþot,
sem austur-þýzkir alþýðulögreglumenn gerffu í Pinnow viff Mecklen
burg; herma fregnirnar enn fremur, aff allmargir rússneskir og
austur-þýzkir liffsforingjar hafi falliff í átökunum viff uppþots-
menn lögreglunnar, sem voru um 2000 talsins.
RÚSSAR SÓTTIR
Setuliðið í Pinnow gat ekki
ráðið niðurlögum uppreisnar-
mannanna og þurfti að senda
eftir hjálp til rússneska setuliðs-
ins í Mecklenburg; kom það þeg-
ar á vettvang með allmarga skrið
dreka, réðist inn í herbúðir lög-
reglunnar og brytjaði Austur-
Þjóðverjana niður.
SVlVIRTU AUSTUR-ÞÝZKA
KONU
Flóttamenn sem komiff hafa
nýlega til Vestur-Berlínar
hafa sagt, aff mikil ólga sé nú
meffal íbúa Mecklenburgar,
þar sem rússneskir hermenn1
hafa nýveriff myrt austur-
þýzka konu, eftir aff hafa sví-
virt hana. — Ekki er þó vitaff,
livort nokkurt samband sé á
milli uppþotanna í Pinnow og
þessa hörmulega atburffar.
MIKIL GREMJA
Flóttamennirnir segja, að svo
hafi gremja almennings rist
djúpt, að þúsundir manna hafi
verið viðstödd greftrun hinnar
myrtu.
i>rír Pólverjar flýja fi! Noregs
í kössum með rússneska bíla
ÓSLÓ — Snemma í vikunni kom tjl Óslóar pólskt farmskip. Með-
al annars flutnings voru rússneskir bílar í stórum og góðum köss-
um. Þegar til kom, reyndist heldur kvikt í umbúðum þessum,
hvorki meira né minna en 3 Pólverjar, sem höfðu laumazt með
og leita nú hælis í Noregi.
NÖFN EKKI BIRT
Pólsku flóttamennirnir komu
til Oslóar með skipinu Okzywia,
fóru um borð í Gdynia. Gáfu þeir
sig fram við lögreglu Óslóar. Lög
reglan hefir ekki enn gefið upp
nöfn flóttamannanna og þegir
um málið að mestu.
FASTAR ÁÆTLUNARFERÐIR
Okzywie hefir fyrr verið um-
ræðuefni manna á Norðurlönd-
um. Það var í fyrra, þegar banda-
ríski útvarpsfyrirlesarinn Moore
hvarf í Ósló, og þótti margt
benda til, að kommúnistar hefðu
rænt honum. Féll þá helzt grun-
ur á skipið Okzywie, sem heldur
uppi áætlunarferðum milli Ósló-
ar og Glynia. Leitaði norsk lög-
regla þá í skipinu árangurslaust.
Seinna fannst þó lík Moores í
Óslófirði.
Útgjöld til landvarna
hækka
STOKKHÓLMI, 21. sept. — Yfir-
menn sænska hersins hafa farið
þess á leit, að varið verði 2,2
milljörðum sænskra króna til
hernaðarþarfa á næsta ári. —
Er það 185 milljónum króna
meira en s, 1. ár —Reuter-NTB.
Dómur hans fellur ekki
úr gildi fyrr en 1967
BERLÍN, 21. sept. — Fyrrverandi dómari dr. Wilhelm Kuhnast
hefur lýst því yfir, að Ulbricht hinn austur-þýzki hafi fyrir löngu
i verið dæmdur fyrir morð á tveimur þýzkum lögregluþjónum og
! sé sá dómur ekki fallinn úr gildi; morðin voru framin fyrir 22
arum.
Fhittir brott
TEHERAN, 21. sept. —. Zahedí,
forsætisráðherra Persa, lét í dag
flytja um 150 kommúnista til
vesturhluta Pehsíu, þar sem þeir
verða hafðir í haldi. Með þeim
var sendur Khalil Meleki einn
helsti stuðningsmaður og sam-
herji Mossadek. ■—Reuter-NTB.
ikil síld í Grinda-
^FELLUR ÚR GILDI 1967
Kuhn sagði enn fremur,
víkursjó
Flugdagurinn
'ii
FRETTARITARI MBL. á Akra-
nesi símaði í gærkvöldi, að þang-
að hefðu komið sunnan úr
Grindavíkursjó Arnfinnur og Ag.
Þórarinsson, báðir frá Stykkis-
hólmi. Landaði sá fyrri 200 tn. í
salt, en hinn 300 tn. í bræðslu. —
Sögðu skipverjar mikla síld
vera í Grindavíkursjó. — C.
Nýr a&alritari
PARÍS, 21. sept.—Franski stjórn-
málamaðurinn Leon Marchal var
í dag kosinn aðalritari Evrópu-
ráðsins. — Hann er hálfsextugur
að aldri.
Fyrirrennari hans Jacques
Camille lézt í bílslysi í sumar.
—Reuter-NTB.
aS
samkvæmt þýzkum lögum mundi
dómurinn ekki falla úr gildi fyrr
en 1967.
FLÚÐI TIL RÚSSLANDS
Morff lögregluþjónanna tveggja
var framiff 1931; eftir þaff flúffi
Ulbricht til Sovétríkjanna til þess
aff komast hjá refsingu. — Þrír
affrir kommúnistar voru í vitorffi
meff Ulbricht og voru hengdir
1931 fyrir hlutdeild í morðunum.
Sökk á Allantshali
PARÍS, 21. sept. — Líberíuskipið
Greenvill, sem er rúmar 6000 lest
ir að stærð sökk í dag um 800
sjómílur suð-vestur af Englandi.
Skipið var á leið til Kanada.
Áhöfnin komst í björgunar-
báta og var bjargað um borð t
hafskipið Ile de France.
—Reuter-NTB.
Er Bería í Vestur-Evrópu ?
Bandarísku þrýstiloftsflugurnar
yfir Reykjavíkurflugvelli, er þær
komu í heimsókn á flugdaginn.
— Sjá frétt á bls. 2.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter-NTB.
NEW YORK, 21. sept. — Þær
fregnir hafa borizt út frá örugg-
um heimildum, aff Bandaríkja-'
stjórn hafi sent sérstakan sendi-
mann sinn til Evrópu til að ganga
úr skugga um þaff, hvort nokkuff
sé hæft í fregnum þess efnis, aff
Bería hafi komizt undan og sé
nú einhvers staffar í Vestur-
Evrópu.
FRÁ FLÓTTAMANNI
Fregnirnar um þaff, aff Bería
hafi sloppið undan Malenkóv og
hans fylgifiskum, eru komnar frá
flóttamanni, sem þykist hafa um
þaff öruggar heimildir.
í SVISS?
Fullyrðir hann, aff Bería hafl
flúiff í rússneskri flugvél meff
affstoff þriggja samherja sinna,
og sé hann nú í hlutlausu landl
í Vestur-Evrópu. — Frá Sviss-
landi berast fregnir þess efnis, aff
hann dveljist þar, svo aff lög-
reglan viti til.