Morgunblaðið - 22.09.1953, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.09.1953, Qupperneq 7
Þriðjudagur 22. sept. 1953 MORGUNBLAÐIÐ ■7 Kruchev NIKITA KRUCHEV var skipaður aðalritari rússneska kommúnista- flokksins í síðustu viku og kom- ust þá þegar á kreik ýmsar sög- ur þess efnis, að hann væri nú að bola Malenkóv mági sínum frá völöum og hyggðist taka við stöðu hans, ekki sízt þar eð nú hefur Bería verið hreinsaður og æ minna virðist bera á Molotóv. En nú er spurningin. Hver er þessi Kruchev eiginlega? Er sennilegt, að margir hafi hug á að vita það, því að fylgzt er með leiðtogum Sovétríkjanna sem væru þeir aðalpersónur i ein- hverri leynilögreglusögunni. — Og hver hefur ekki gaman að leynilögreglusögum? ★ ★ Enginn veit með vissu, hvaða orðrómur á við rök að styðjast, þegar Kreml er annars vegar. Hins vegar vitum við, að sem stendur er samvinna með þeim Malenkóv, Molotóv og Kruchev •— og í Sovétríkjunum er nú sam- stjórn margra manna. Hafa kommúnistablöðin lagt mikla áherzlu á þá staðreynd, cnda hef- ur einskis eins manns verið get- ið sem forystumanns Ráðstjórn- arríkjanna. Einnig vitum við, að leiðtogarnir sitja á svikráðum hver við annan; það sýndi fall Bería. Allt bendir til þess, að all- ir reyni Sovétleiðtogarnir að ná einræðisvaldi, eins Og Stalín forðum. HAFA STARFAÐ LENGI SAMAN Allan þann tíma, sem Malen- kóv og Kruchev hafa starfað saman, hefur verið ómögulegt að merkja neina valdastreytu eða mikilvægar deilur milli þeirra. Þeir hafa gengt ólíkum embætt- um; auk þess eru þeir tengdir á annan hátt: Malenkóv er kvæntur systur Kruchevs, Gel- enu, sem einu sinni var fræg prímadonna við Moskvuóperuna. Þegar Malenkóv var einkarit- ari Stalíns og skipulagði iðnað Sovétríkjanna, starfaði Kruchev að skipulagningu landbúnaðar og Úkraníumáium. Hann er sjálfur Úkraníumaður, sonur fátæks verkamanns, er lézt af slysför- um i kolanámu einni í Kaiin- ovka; hann ólst upp, eins og Vorisholov marskálkur, á hinum víðáttumiklu sléttum Rússlands, lifði einlífi hjarðsveinsins og lærði að meta náttúrun lands- ins. Hann gekk ungur í fylkingar Rauðliða. Á ÞVRNUM STRÁÐRI BRAUT STJÓRNMÁLANNA Vorisholov gerðist hermaður •— en Kruchev fór þegar út á hina hálu braut stjórnmálanna. Hann tók snemma að kynna sér skipulagsmál ýmiss konar og fékk það hlutverk á hendur að breyta hinni miklu þjóðernis- stefnu í Úkraníu og veita henni í nýjan farveg kommúnistastefn- unnar: í fyrstu voru kommún- istaleiðtogarnir umburðarlyndir gagnvart hinum ýmsu þjóðarbrot um Sovétríkjanna, en á því varð skjótt stefnuþreyting. SK.IÓTUR FRAMI Kruchev hafði lánið með sér. Hann hækkaði smátt og smátt í tign, fluttist til Moskvu fyrir 1930, gekk þar um tíma í iðnað- arháskóla og gerðist foringi stúdentanna, er þeir skipuðu Sér undir merki Stalíns í baráttu hans við þá Bukharin og Trotskí. Eftir hreinsanirnar hækkaði hann skjótlega í tign, varS undir- maður Kaganovitch, sem þá skipulagði iðnaðar- og járnbraut- armál Rússlands og síðar tók hann við starfi hans sem yfir- maður kommúnistaflokksdeildar Moskvuhéraðs. — Meðal annars má geta þess, að Kruchev er frumkvöðull hinnar miklu neð- anjarðarbrauta í Moskvu, sem mikið hefur verið lagt í a£ — hin nýja stjarna itússlands Hann iapaði í baráftunni við rússneska bændor - en gaf Malenkov systur sína Páll Jónsson: Kaupmannahafnarbréf Tvö þingsæti ráða meirihluta Jafnaðarmanna í Þjóðþinginu Fyrslu kosningar í Danmörku eftir sljórnlagabreytinguna. dýrindis skrauti til þess að villa ferðamönnum sýn: Þær eru and- staðan við hin fátæklegu hreysi rússneskra alþýðufjölskyldna. SENDUR Á VETTVANG Þegar Stalín og Hitler skiptu Póllandi þróðurlega á milli sín 1939 var Kruchev sendur á vett- vang, til þess að innlimunin færi fram á sómasamlegan hátt og hin- ir nýju Sovétborgarar — fyrrum Pólverjar — „hoppuðu inn í“ Sovétsamveldið þeigjandi og hijóðalaust. — Og nú notaði Kruchev aftur fyrri' aðferðir, umburðarjyndi og sveigjanleika í fyrstu, en síðan algera hlýðni við stefnuna. Á þann hátt hafa Rússar ætíð unnið í þeim lönd- um, sem þeir hafa innlimað í heimsveldi sitt. — En Rússar fengu ekki frið í pólsku Úkraníu: Heimsstyrjöldin skall á og naz- istaherirnir réðust austur á bóg- inn. Það gerði strik í reikning- inn — og Kruchev fékk ekki að Ijúka við verk sitt. En eftir 1945 fór hann aftur á vettvang til að hefja verk sitt á ný og bjarga því, sem bjargað varð. í þgtta skiptið var hamingjan ekki hlið- holl honum. Gífurlegir þurrkar herjuðu um alla Ukraníu næstu ár, fólkið fluttist unnvörpum á brott og hægt var að aka tímum saman um hinar miklu sléttur án þess að rekast á nokkra hræðu. Var þá Kakanovitsch sendur á vettvang. Stalín gerði hann aftur að yfirmanni Kruchevs og var hann það, þangað til ástandið hafði lagazt mjög; þá var Kruc- hev settur í fyrra embætti sitt og náði afíur völdunum í Úkran- íu. — ÁÆTLUN KRUCHEVS Það var á þessum árum, sem Kruchev fékk hinn gífurlega á- huga sinn á landbúnaðarmálum og hafði hann mikil áhrif á fiokksbræður sína; hann vann þá á sitt mál og fékk áætlanir sínar og tillögur samþykktar. — Voru þær í höfuðdráttum á þá leið, að sanryrkjubæildur og allir landbúnaðarverkamenn skyldu búa í þorpum og bæjum og flutt- ir í járnbrautarlestum til og frá vinnustað. SAMYRKJUBÚSKAPUR- INN HEFUR BRUGÐIZT En áætlun Kruchevs mætti gífurlegri mótspyrnu bæði landbúnaðarverkamanna og bænda — o gsvo fór að lokum, að Ráðstjórnin varð að for- kasta henni. Má af því sjá, hvíiíkar viðtökur hún fékk, því að kommúnistastjórnin er sannarlega ekki vön því, að láta alþýðuna ráða gerðum sínum. En í þetta skipti fór þó svo, óánægja manna hrinti stjórninni bókstaflega á flótta. Síðan hefur áætlun Kruchevs aidrei skotið upp aftur. Og meira að segja er nú svo komið, að Kruchev sjálfur hefur skipt um skoðun; það sýnir hin nýja á- ætlun hans, sem kunngerð var nú ekki alls fyrir löngu. Sam- kvæmt henni mega bændur jafn- vel stunda sjálfstæðan búrekstur jafnhliða samyrkjubúskap. — f fyrsta sinn hafa stjórnarvöldin ekki þorað annað en mæta að nokkru hinum háværu kröfum rússneskra bænda. Ástæðan er ekki sízt sú, að samyrkjubúskap- ur hefur ekki uppfyllt þær von- ir, sem við hann voru bundnar í upphafi. SAIHLOKUR Allar tegundir af samlokum fyrir bíla fyrirliggjandi. S)le^dnóóon lifi. Hverfisgötu 103. — Sími 3450. TRÍÓ ÞVOTTALÖGUR HEFUS ÞÆGILEGAN ILM INHIHHXDUR ENÖIK SSABLEG EFNl Ralínétorar 12 stærðir fyrirliggjandi. Stjörmi-þríh.-rofar Automatiskir rofar I.UDVIG STORR & Co. A>ikið viðskiptin! Augiýsið í Morgunhíaðinul Kaupmannahöfn í sept. 1953. HINN 1. september kom Lands- j þingið saman í siðasta sinn. For- seti þess, frú Ingiþorg Hansen, hélt stutta ræðu og lét í ljósi ósk um, að stjórnarskráin nýja, sem afnemur Landsþingið (efri deild þingsins), vérði þjóðinni gæfu- söm. Kvikmynd var tekin af | þingfundinum. Annað gerðist j ekki. Þannig lauk rúmlega 100 ára tilveru þessa þings, sem vald ið hefur miklum deilum í dönsk- um stjórnmálum, sérstaklega fyrr á tímum. Síðastliðintör hef- ur Landsþingið þó ekki verið annað en skuggaþing. EIN ÞINGDEILD Hinn 22. þ. m. fara fram fyrstu þjóðþingskosningarnar samkvæmt nýju stjórnar- 'skránni, sem konungur stað- festi hinn 5. júní. Eftir afnám Landsþingsins verður löggjaf- arþing Dana í einni deild, sem nefnist Þjóðþingið, eins og neðri deildin í gamla þinginu. En þjóðþingsmönnum verður fjölgað úr 151 upp í 179. Þar af kjósa Færeyingar 2, eins og áður, og Grænlendingar 2, en Grænland hefur ekki áður átt fulltrúa á danska þinginu. BÚIÐ AÐ KJÓSA Á GRÆNLANDI Kosningarnar á Grænlandi fóru fram í lok ágúst. Kosninga- þátttakan við þessar fyrstu græn- lenzku þingkosningar var rúm- lega 65%. Er það meira en þú- ist var við. Við fyrstu þingkosn- ingarnar í Danmörku fyrir rúm- lega 100 árum greiddu ekki nema 33% af atkvæðisbærum mönnum atkvæði. Grænlendingar kusu frænd- urna Augo Lynge, kennara, og Frederik Lynge, fyrrv. nýlendu- stjóra, ó þing. Þeir fengu hvor um sig rúmlega 60% af greidd- um atkvæðum. Báðir þessir nýju þingmenn standa utan flokka. Á Grænlandi eru ennþá engir stjórnmálaflokkar. 2,7 milljónir kjósenda eru á kjörskrá við dönsku þingkosning arnar hinn 22. þ. m. Það eru því nær 120.000 fleiri en við þing- kosningarnar, sem fóru fram í apríl vegna stjórnarskrárbreyt- ingarinnar. Kosningaaldur hefur nefnilega verið færður niður úr 25 í 23 ár. NÝR FLOKKUR — IIINIR ÓHÁÐU Ef Knud Kristensen hefði ekki stofnað nýjan flokk, þá hefði ekki verið búist við verulegum breytingum á flokkaskipting- unni við þessar í hönd farandi kosningar. En stofnun þessa nýja flokks, sem nefnist „Hinir ó- háðu“, gerir að verkum, að erfitt er að spá um úrslitin. Um langt skeið hefur óvissan um kosninga úrslit í Danmörku ekki verið j eins mikil og nú. Knud Kristensen var lengi bóndi á Jótlandi, en á nú bú- garð á Norður-Sjálandi. Hann var forsætisráðherra i vinstri- mannastjórninni, sem sat við { völd 1945—47. Hann hefur alltaf verið mjög íhaldssamur^ maður og mikill þjóðernissinni. Á stjórn arárum sinum vann hann að því, að Danir fengju Suður-Slésvík frá Þjóðverjum. En stefna hans í Slésvíkurmálinu gerði að verk- um, að stjórn hans var felld í þinginu haustið 1947. Eftir þetta hefur hann ekki átt sæti í stjóm. landsins. Knud Kristensen er gagnólíkur flokksbróður sinurOjí Erik Eriksen, núverandi forsætis* ráðherra, sem er frjálslyndur maður og mjög samvinnuþýður. ANDSTAÐA GEGN NÝJU STJÓRNINNI Knud Kristensen var heiðurs- félagi vinstriflokksins, etm skömmu eftir að búið var aO samþykkja nýju stjórnarskrána^ sagði hann sig úr flokknum og fór að undirbúa stofnun nýs flokks. Óánægja með stjórnar- skrárbreytinguna átti mestaix þátt í þessu. Allmargir kjósend- ur, einkum íhaldsmenn og vinstri menn, gátu ekki sætt sig við- hana, þótt hún væri samþykkfc | nálega einróma í þinginu. Knud Kristensen og félagar hans vilja breyta nýju stjórn- arskránni, fyrst og fremsfc þannig að stofnuð verði í- haldssörtl efri deild. Stjórnar- flokkarnir svara, að það sé- ekki raunhæf stjórnmála- ste'fna að vinna nú að breyt- ingum á hinni nýsamþykktu stjórnarskrá. Vegna ákvæð- anna um það, að kjósendur skuli samþykkja nýja stjórnar skrá við þjóðaratkvæði, sé stjórnarskrárbreyting ófram- kvæmanleg, nema allir aðal- flokkarnir séu sammála nm hana. En það séu engar líkur til, að samkomulag náist um tiílögur „hinna óháðu“. Líka er bent á það, að Knud Kristinsen var á fundi vinstri- flokksins, þegar flokkurinn. ákvað að styðja stjórnarskrár- breytinguna. En þá þagði Knud Kristensen. FLOKKAR SLAKA TIL Hann ávítir líka stjórnarflokk- ana fyrir of mikla undanlátssemi við jafnaðarmenn. Stjórnarflokk arnir svara á þessa leið: Stjórnin er minnihlutastjórn. Hún getur því ekki fengið vilja sínum fram gengt í öliu. Hún verður að fryggja sér stuðning annarra flokka til afgreiðslu fyrirliggj- andi mála. Þegar svo er ástatt, , þá verða allir flokkar að slaka til. Svona eru nú starfskjör minnihlutastjórnar. Eitt stefnuatriði nýja flokks- ins er þess efnis, að skipuð verði ópólitísk nefnd, sem leggi fyrir þingið tillögur um það, hvort- endurskoða skuli dóma, er kveðn« ir voru upp yfir mörgum dönsk-Tl um nazistum eftir heimsstyrjöld- ina. Búist er við að þetta stefnu- atriði geri að verkum, að nazist- ar styðji þennan nýja flokk. Stjórnarflokkarnir eru sem vænta má gramir í garð Knud Kristensens. Hann segist stefna að því að efla aðstöðu borgara- flokkanna gagnvart jafnaðar- mönnum. En svo stofnar hann nýjan flokk, sem líklega skapar sundrung meðal kjósenda borg- araflokkanna. Og þessi sundr- ung getur orðið til þess, að jafn-,., aðarmenn komizt til valda. Knud Kristensen býður sig fra'm á Vestur-Jótlandi. Er lík- legt talið, að hann hljóti lcosn- ingu. „Politiken" telur ekki ó- sennilegt, að flokkur hans fái 5 sæti í þinginu. FLOKKASKIPTINGIN Eins og þegar hefur verið nefnt, verða í nýja þingina Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.